Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 29 MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðhátíð í skugga efnahagsáfalla Islendingar héldu þjóðhátíðar- daginn hátíðlegan að þessu sinni í kjölfar tillögugerðar Haf- rannsóknastofnunar um allt að þriðjungs niðurskurð á þorskveið- um næstu þrjú árin. Þjóðhátíðin var því haldin í skugga einhvers mesta efnahagsáfalls síðari ára- tuga. Ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til þjóðarinnar Qallaði því óhjákvæmilega að miklu leyti um þessi nýju viðhorf í efnahagsmálum. Tónninn í ræðu forsætisráðherra einkenndist þó af bjartsýni um að enn sem fyrr muni íslendingar sigrast á erfið- leikunum með áræði, dug og sam- eiginlegu átaki. Davíð Oddson sagði, þegar hann fjallaði um vandann sem við er að stríða í sjávarútvegi lands- manna: „Og einmitt þessa dagana eru okkur kynntar tillögur helstu sér- fræðinga um vistfræði hafsins og þær virðast bera með sér að við höfum gengið á ystu nöf í nýtingu þorskstofnsins, gjöfulustu auð- lindar íslands. Sú niðurstaða er okkur öllum mikið áfall og vænt- anlega vitnisburður um að við höfum gengið illa um fiskimiðin á undanfömum árum. Fyrir aðeins tuttugu árum fisk- uðu erlendir menn einir meira af þorski við íslandsstrendur en okk- ur er ætlað að gera nú. Hver hefði vogað sér að spá því er landhelg- in var færð út í 50 og svo 200 mílur að tveimur áratugum síðar væri svo komið að okkur væri ekki treyst til að veiða nema hluta af því sem útlendingarnir höfðu veitt og ekkert af því sem við veiddum. Auðvitað hljótum við að ræða þær tillögur sem nú hafa verið birtar af mikilli alvöru. Okkar vís- indamenn gera sér auðvitað grein fyrir því að mjög ríkar kröfur hljóta að verða gerðar til þess þekkingargrundvallar og þeirra rannsóknaraðferða sem að baki slíkra tillagna liggja. Við þurfum að vera mjög sannfærð um rétt- mæti þeirra áður en endanlega verður ákveðið að fara eftir þeim. Ákvörðun í þá veru mun ieggjast þungt á þjóðina, lífskjaraskerðing blasa við og afleiðingar verða al- varlegar fyrir fjölmörg byggðar- lög í landinu. Ákvörðun um að ganga í gegnum þær þrengingar allar getum við því ekki tekið nema eftir mikla yfírlegu og um- ræður, þar sem farið er yfír allar forsendur í þaula og þannig kynnt að meginþorri þjóðarinnar verði sannfærður um að við eigum ekki annan kost. Ef sú verður þrátt fyrir allt niðurstaðan, þá er að taka því. Sem betur fer munu þær erfíðu ákvarðanir sem teknar voru á síð- astliðnu ári létta okkur þetta átak nú. Ríkisútgjöld hafa verið minnk- uð, þótt við ramman reip hafí verið að draga. Dregið hefur verið úr lánsfjárþörf ríkisins, vextir hafa lækkað og verðbólga er nú lægri en nokkru sinni fýrr í ís- lenskri nútímasögu. Á síðastliðnu ári var leitast við að hlífa fiskistofnunum eins og frekast þótti þá kostur. í þeim efnum var farið mjög nærri tillög- um vísindamanna, en nú er okkur sagt að það hafí ekki dugað til. En þótt vandinn verði ærinn er hann þó ekki óyfirstíganlegur. Átak af þessu tagi þarf í engu að draga úr sóknarhug né bar- áttudug þjóðarinnar. Við munum vissulega þurfa að sækja fram um brattar brautir. En við höfum gert það fyrr án þess að kjarkur- inn hafí bilað eða þorrið þrek.“ Ríkisstjómin mun á næstunni fjalla um tillögur Hafrannsókna- stofnunar og það er auðheyrt á forsætisráðherra að hann vill að forsendur verði rækilega kannað- ar áður en aflaniðurskurðurinn verður ákveðinn. Ummæli ann- arra ráðherra hníga í sömu átt og Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur tilkynnt að hann muni leita til erlendra sér- fræðinga til að meta allar forsend- ur og útreikninga Hafrannsókna- stofnunar. Það hefur þó komið berlega fram hjá sjávarútvegsráð- herra að hann ber fullt traust til íslenzku vísindamannanna, en tel- ur samt skynsamlegt að leita ráð- gjafar óháðra sérfræðinga. Þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra er auðvelt að rökstyðja, t.d. með því að með réttu eða röngu hefur borið á harðri gagnrýni á starfsað- ferðir Hafrannsóknastofnunar af mikilsmetnum forystumönnum innan sjávarútvegsins, útgerðar- mönnum og skipstjórnarmönnum. Nægir í því sambandi að minna á ummæli Einars Odds Kristjáns- sonar, fv. formanns VSÍ, í Morg- unblaðinu fyrir fáum dögum. Augljóst er hins vegar, að þeir sem bera ábyrgðina á meðferð auðlindar þjóðarinnar geta ekki tekið neina áhættu af því að hún verði eyðilögð með ofyeiði. Það er of mikið í húfí fyrir framtíð þjóðarinnar allrar og það er betra að taka á sig erfiðleika í nokkur ár _en að tefla í tvísýnu. í þessu sambandi er rétt að minna á ummæli sjávarútvegsráð- herra í Morgunblaðinu 17. júní, þar sem hann fyallaði um tillögur Hafrannsóknastofnunar um nið- urskurð þorskveiða: „Nú er stofninn kominn í lág- mark og þá sýnist mér að við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort ekki sé nauðsyn- legt að setja ný markmið sem miða að því að byggja stofninn upp. Frá mínum bæjardyrum séð eru fyrir því mjög gild rök og við munum við undirbúning endan- legrar ákvörðunar hafa þetta í huga.-“- . Lífskjaraskerðing blasir við og afleiðingar verða alvar- lega fyrir mörg byggðarlög Þjóðhátíðarræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra Hér fer á eftir þjóðhátíðarræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, sem flutt var á Austurvelli í fyrra- dag, 17. júní. Góðir Islendingar. Því er stundum haldið á lofti að við sem þetta land byggjum séum miklir þrætubókarmenn. Efnum stundum til sundurþykkju um mál, sem öðrum þykja sjálfsögð og ættu að vera ágreiningslaus, og getum jafnvel látið ómerkilegan orðhengils- hátt og útúrsnúninga endast okkur í dægurlangar umræður. Og víst er það þekkt að stjórnmálamönnum hættir til að gerast æði stóryrtir hver um annan, jafnvel af litlu til- efni. Slíkt er ekki til þess fallið að auka trú þjóðarinnar á þeim sem við stjómmál starfa, en engin stétt manna á þó meira undir því að glata ekki tiltrú. Á þessari öld höfum við í senn fíkrað okkur áfram á leið lýðræðis og um stjórn eigin mála. Þrír áfang- ar em þar stærstir, heimastjórnin 1904, fullveldið 14 árum síðar og loks lýðveldisstofnun fyrir tæplega hálfri öld. Auðvitað hefur margt far- ið aflaga í stjórn þessa lands á þess- um 88 árum, en þrátt fyrir það hef- ur þróunin verið áhrifamikið ævin- týri og íslenskri þjóð miðað betur fram en flestum þjóðum öðrum. Öll erum við sammála um, að ísland er stórbrotið og fagurt, en jafnframt vitum við, að þetta land gerir miklar kröfur til þeirrar þjóðar sem byggir það. Allt fram á þessa öld var þjóðin leiksoppur náttúruaflanna, og varð í flestu að beygja sig fyrir þeim. Allur aðbúnaður íslendinga, lág- reist húsakynni og þröng kjör, bar glöggt vitni um, að þeir bjuggu um margt við ok náttúrunnar og höfðu takmarkaða getu til að veijast duttlungum hennar. Það er ekki fyrr en á þessari öld, sem þessu tafli er snúið við. íslendingum lærist ekki aðeins betur en áður, að búa við harðgerða náttúru. Þeir öðlast þekk- ingu og kraft, til að virkja stóran hluta hennar í eigin þágu. Meira að segja ógnvaldurinn sjálfur, jarðhit- inn, er að hluta til beislaður til að kynda upp heimilin, sem ekki eru lengur lágreistar þústir sem kúra í landinu. Áður foráttufljót eru brúuð og nú beygð undir þarfír þjóðarinnar og knýja stórvirkjanir víða um land- ið. Á þessari einu öld þrefaldast íbúa- talan og þjóðin brýst loks yfir þau ósýnilegu skil, sem gilt höfðu frá landnámstíð, að ekki Væri hægt að brauðfæða nema um 70 þúsund manneskjur á íslandi. Nú er svo komið að við þurfum flóknar reglur og stýringu til að koma í veg fyrir að meira sé framleitt af matvælum en þjóðin fær torgað. Og þúsund árum eftir að landnám- inu lauk, hófst nám sjávarins í nýjum skilningi. Landhelgin er færð út í fjórar mílur, í tólf mílur, 50 mílur og loks 200 mílur á aðeins fíórum áratugum. Og nú er svo komið að náttúran er ekki aðeins í mörgu orð- in þjóðinni undirgefin, heldur þarf nánast að biðjast vægðar á sumum sviðum. Alþekkt er nú sú mikla umræða sem á sér stað um umhverf- ismál og sá samhljómur sem þjóðim- ar, jafnvel af illri nauðsyn, reyna að finna, svo viðkvæmri lífkeðju jarðar verði ekki ógnað. Og einmitt þessa dagana eru okk- ur kynntar tillögur helstu sérfræð- inga um vistfræði hafsins og þær virðast bera með sér að við höfum gengið á ystu nöf í nýtingu þorsk- stofnsins, gjöfulustu auðlindar Is- lands. Sú niðurstaða er okkur öllum mikið áfall og væntanlega vitnis- burður um, að við höfum gengið illa um fiskimiðin á undanförnum árum. Fyrir aðeins tuttugu ámm fískuðu erlendir menn einir meira af þorski við íslandsstrendur, en okkur er ætlað að gera nú. Hver hefði vogað sér að spá því er landhelgin var færð út í 50 og svo 200 mílur að tveimur áratugum síðar væri svo koraið að okkur væri ekki treyst til að veiða nema hluta af því sem út- lendingarnir höfðu veitt og ekkert af því sem við veiddum. Áuðvitað hljótum við að ræða þær tillögoir, sem nú hafa verið birtar, af mikilli alvöru. Okkar vísindamenn gera sér auðvitað grein fyrir því, að mjög ríkar kröfur hljóta að verða gerðar til þess þekkingargrundvallar og þeirra rannsóknaraðferða, sem að baki slíkra tillagna liggja. Við þurfum að vera mjög sannfærð um réttmæti þeirra, áður en endanlega verður ákveðið að fara eftir þeim. Ákvörðun í þá veru mun leggjast þungt á þjóðina, lífskjaraskerðing blasa við og afleiðingar verða alvar- legar fyrir fjölmörg byggðarlög í landinu. Ákvörðun um að ganga í gegnum þær þrengingar allar getum við því ekki tekið, nema eftir mikla yfírlegu og umræður, þar sem farið er yfír allar forsendur í þaula og þannig kynnt að meginþorri þjóðar- innar verði sannfærður um að við eigum ekki annan kost. Ef sú verður þrátt fyrir allt niður- staðan, þá er að taka því. Sem betur fer munu þær erfíðu ákvarðanir, sem teknar voru á síðastliðnu ári, létta okkur þetta átak nú. Ríkisútgjöld hafa verið minnkuð, þótt við ramman reip hafí verið að draga. Dregið hef- ur verið úr lánsfjárþörf ríkisins, vext- ir hafa lækkað og verðbólga er nú lægri en nokkru sinni fyrr í íslenskri nútímasögu. Á síðastliðnu ári var leitast við að hlífa fískistofnunum eins og frek- ast þótti þá kostur. í þeim efnum var farið mjög nærri tillögum vísindamanna, en nú er okkur sagt að það hafí ekki dugað til. En þótt vandinn verði ærinn er hann þó ekki óyfírstígánlegur. Átak af þessu tagi þarf í engu að draga úr sóknarhug né baráttudug þjóðarinnar. Við mun- um vissulega þurfa að sækja fram um brattar brautir. En við höfum gert það fyrr án þess að kjarkurinn hafi bilað eða þorrið þrek. Það góða skáld Jónas Hallgríms- son spurði: Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor ef fólkið þorir Guði að treysta hlekki hrista hlýða réttu góðs að bíða. Það var miklu dapurlegra um að litast í landi þegar Jónas spurði svo. Við þurfum ekki lengur að hrista af okkur hlekkina, og við vitum vel að eyjan hvíta á sér enn vor og það er góðs að bíða. Samtímamaður Jónas- ar, Jón Sigurðsson forseti, afmælis- barn dagsins, hóf um þessar mundir á ioft merki sinnar þjóðar, viljans merki, merki sem aldrei mun falia, merki sem lengst og best hefur dug- að okkur. Það er eðlilegt að einmitt á þessum degi lítum við íslendingar til þess, sem sameinar okkur, og minnumst þess, að engin þjóð hefur minni ástæðu til sundurþykkju, en einmitt hin íslenska þjóð. Hér er meiri jöfnuður með mönnum en þekkist hjá öðrum þjóðum og skiptir þá engu hvaða kenningarkerfum þær hafa lifað eftir eða verið jgert nauð- ugum að búa við. Við Islendingar erum allir á sama báti, og hver maður, og hver fjölskylda, í náinni snertingu við lífsbaráttu landa sinna. Það skynjum við best þegar á móti blæs. Góðir íslendingar. Sumir óttast, að við séum nú að verða viðskila við löndin hið næsta okkur, sem óðfluga virðast stefna i r-------- Eru þeir aö fá 'ann -> m A-------- Besta byijun í Hauku í áraraðir Morgunblaðið náði tali af veiði- manni á bökkum Haukadalsár í Dölum í gærdag, en þá hafði verið veitt í ánni í einn dag, eða frá há- degi 17. júní. Kappinn sagði veiðina rífandi góða og þá bestu í opnun í Haukunni í mörg ár og bar hann fyrir sig umboðsmanninn Torfa Ás- geirsson sem stjórnað hefur Hauk- unni í áraraðir. 20 laxar veiddust fyrsta daginn, allir vænir, eða frá 9 til 14 pund og veiddust þar af marg- ir á flugu, alveg niður í stærðir 8 og 10. Kvörnin gaf flesta fiska, nær helminginn, en hinir fiskarnir veidd- ust vítt og breitt um ána. Allir voru laxarnir grálúsugir. Gott vatn var í Haukunni. Stórveiði í Grímsá „Það var frábær veiði héma fyrstu dagana, fyrsti hópurinn veiddi 70 laxa fyrstu tvo dagana, þar af veiddust 40 laxar fyrsta morguninn. Mest veiddist á neðsta svæðinu, Laxfossi, Þingnesstrengj- um, Lambaklettsfljóti og alveg niður í Langadrátt, en það komu einnig laxar á land ofar í ánni, t.d. úr Strengjunum og Kotakvöm,“ sagði Rúnar Marvinsson listakokkur sem ætlar að „slappa af í sveitasælunni í sumar“ og elda ofan í Grímsár- veiðimenn þessa vertíð. Rúnar sagði flesta laxana á bilinu 6 til 9 pund, en nokkrir stærri hefðu einnig veiðst, allt að 17 punda. „Þeirgengu á tánum kapparnir, svo glaðir voru þeir,“ bætti Rúnar við og sagðist alveg eins reikna með góðri veiði áfram, mikill lax hefði sést í ánni, t.d. hefði Ketill á Árbakka séð gríð- arstóra göngu fara upp ána og virt- ist áin sjóða á grunnum brotum er laxarnir ruddust upp. Einnig væri vatnið í ánni „mjög gott“. Lífleg byrjun í Miðfirði Böðvar Sigvaldason á Barði sagði menn ánægða með byrjunina í Mið- fjarðará, fyrsti hópurinn hefði dreg- ið 32 laxa á þurrt og væri það betri opnun en síðustu sumur. Þeir vom í þijá daga, en síðan hefur varla verið stætt við ána og lítið veiðst fyrir vikið. „Þetta var allt fallegur lax, 10 til 15 pund og hann veiddist víða á svæðinu. Hann var ekki kom- ið í ánni vegna forfalla opnunargesta. „Þeir voru að fá ’ann hérna fyrir neðan, tvo væna laxa, rétt í því að þú hringdir," sagði Ragnheiður. Hún sagði marga laxana vera 8 til 11 pund. Morgunblaðið/gg. Egill Guðjohnsen t.v. og Ómar Sig- geirsson með 19 punda lax sem Egill veiddi í Laxá á Ásum fyrir skömmu. Ómar reyndist Agli betri en enginn, því laxinn lak af önglinum í fjöruborð- inu en komst hvergi þar eð Ómar lagð- Björn Roth gengur frá Fossbreiðunni í Laxá í Kjós fyrir skömmu með falleg- an flugulax. Veiði hefur verið að glæðast í ánni að undanförnu. inn fremst í árnar á svæðinu, en ansi langt þó. Við vonum það besta þegar veðrið fer að ganga niður,“ bætti Böðvar við. Ágætt í Langá Ra&nheiður Jóhannesdóttir mat- ráðskona í veiðihúsinu við Langá sagði í samtali við Morgunblaðið að um 15 laxar væm komnir á land úr ánni, þar af veiddust 7 fískar í fyrradag. Hún sagði þetta betri byijun en síðustu sumur og það þrátt fyrir að þunnskipað hefði ver- Víðar... Guðný ísaksdóttir starfsstúlka í veiðihúsinu Tjarnarbrekku við Víði- dalsá sagði fyrsta hollið hafa haldið til síns heima með 13 laxa, en það lauk þriggja daga veiði sinni á hádegi í fyrradag. Hópur- inn sem tók við hafði fengið a.m.k. þtjá laxa er rætt var við Guðnýju um miðjan dag í gær og komu þeir allir á land í gærmorgun og vom smærri en fiskamir sem veiddust fyrstu daganna, 8 til 9 punda, en fram að þvi var algeng stærð 12 til 13 pund og sá stærsti 19 pund. Elliðaámar höfðu gefið 12 laxa á hádegi í gær og 49 laxar voru famir um teljarann. Fjórir þeirra höfðu veiðst. Síð- ustu tvo til þijá sólar- hringana hefur töluvert gengið í ána af laxi þótt það hafí ekki skilað sér í veiði til þessa. Það má segja, að laxinn er nokk- uð vænn í bæjarlæknum, af 12 löxum er einn 13 punda og fímm laxar á bilinu 7 til 7,5 pund. Aðeins þrír em af Elliða- árstærðinni 4 til 4,5 pund. Þetta er léleg byijun, en áþekk og í fyrra að sögn Magnúsar Sigurðssonar veiðivarðar. gg i Islendingar sigursælir á Ölympíuskák- mótinu í Manila: Bretar og Hollend- ingar lagðir að velli Islenska sveitin í 4.-5. sæti eftir 10 umferðir ÍSLENSKA skáksveitin er í 4.-5. sæti á Ólympiuskákmótinu i Manila eftir að hafa sigrað Breta, 3-1, og Hollendinga, 2V2-IVÍ, í 9. og 10. umferð mótsins. Islenska sveitin teflir sennilega við Rússa í 11. umferð- inni á laugardag en Rússar hafa leitt mótið frá upphafi. nánara þjóðabandalag, en við höfum áður kynnst í Evrópu. Þessi ótti er ástæðulítill eða ástæðulaus. Við ís- lendingar ætlum ekki að reisa múr einangrunar í kringum okkur. Þótt við viljum búa vel að okkur.nær- umst við af sambandinu við þær þjóðir sem næst okkur standa. Við höfum lagt okkur fram um að tryggja stöðu okkar og samband við hina nýju Evrópu með fullnægjandi hætti án þess að glata í nokkm frelsi okkar og fullveldi. Samningur um hið evrópska efnahagssvæði hefur að mínu mati ótvíræða kosti fyrir okkur, og tryggir okkur farsæla leið í viðskiptum við hina nýju Stór-Evr- ópu og aðild að þeim gæðum sem þar munu skapast. Það er í sjálfu sér alveg rétt, sem haldið hefur verið fram, að samning- urinn um evrópskt efnahagssvæði kemur ekki í veg fyrir að íslenska þjóðin geti í framtíðinni sóst eftir aðild að Evrópubandalaginu, kjósi hún að gera svo. En á hinn bóginn er fráleitt að samningurinn gefí til- efni til, að íslendingar gangi í band- alagið. Þessi samningsgerð er því á marga lund hinn gullni meðalvegur og er um flest okkur afar hagfelld. Margur óttast að mjög lítið verði úr hinni norrænu samvinnu ef hinar Norðurlandaþjóðirnar fjórar ganga í Evrópubandalagið. Sjálfsagt mun það samstarf taka allmiklum breyt- ingum, en hitt er líka rétt að við getum töluverð áhrif haft á það, í hvaða átt það samstarf þróast. Við höfum .enga ástæðu til að ætla að frændur okkar á Norðurlöndum vilji vísvitandi láta okkur gjalda þess, þótt við viljum fara öðruvísi að í samskiptum við Evrópubandalagið, en þeir koma til með að kjósa. Ég sagði áðan við við íslendingar hefð- um þjóða minnsta ástæðu til sund- urþykkju og þrætu. Þvert á móti sýnir íslensk saga, sem er og verður baráttusaga, að þegar við eflum vilja þjóðarinnar að einu og sama marki nær hún bestum árangri. Þjóðhátíð- ardagur okkar, 17. júní, eflir sam- kennd og sátt með mönnum. Á þess- um degi þykir okkur enn vænna en endranær um allt sem íslenskt er og hin íslenska stórfjölskylda gerir sér sannan gleðidag. Ég óska ykkur öll- um ánægjulegrar þjóðhátíðar. Breska sveitin er önnur stigahæsta sveitin á mótinu en íslendingar áttu í fuilu tré við hana í 9. umferð móts- ins. Jóhann Hjartarson tefldi við Nig- el Short á fyrsta borði og beitti ítölsk- um leik með hvítu. Short hóf snemma sókn á kóngsvæng en Jóhann fómaði peði og komst við það út í hagstætt endatafl. Short tókst þó ávallt að finna bestu leikina og í 40. leik urðu Jóhanni á mistök þannig að jafntefli blasti við. Margeir Pétursson hafði allan tím- ann trausta stöðu gegn Speelman á öðru borði sem brá á það ráð að fórna skiptamun fyrir peð. Margeir hefði hugsanlega getað notfært sér þennan liðsmun, að sögn Áskels Kárasonar fararstjóra íslenska liðsins, en hann ákvað að taka ekki áhættu og tryggði sér jafntefli. Jón L. Ámason vann Adams örygglega á þriðja borði og Hannes Hlífar Stefánsson vann Chandler á fjórða borði þegar Chandl- er féll á tíma í 36. leik. Þetta var fímmti vinningur Hannesar Hlífars í sex skákum á Ólympíumótinu en hann þarf væntanlega 7 vinninga úr 9 skákum til að ná áfanga að stór- meistaratitli. í 10. umferð tefldu íslendingar við Hollendinga sem hafa teflt vel á mótinu til þessa en nokkur þreytu- merki hafa þó sést á taflmennsku þeirra í síðustu umferðunum. Jan Timman tapaði fyrir Akopjan frá Armeníu í 9. umferð og tók sér frí gegn íslandi og Jóhann tefldi því við Piket á fyrsta borði. Jóhann beitti ítalska leiknum aftur og vann peð í miðtaflinu en varð síðan að gefa skiptamun til að veijast hótunum Hollendingsins. En undir Iok fyrstu setu lék Piket illilega af sér og varð að gefast upp skömmu síðar. Margeir Pétursson fékk erfiða stöðu út úr byijuninni gegn Sosonko á öðru borði, en Sosonko lék síðan tveimur slæmum leikjum í röð og Margeir náði hættulegri sókn. Hol- lendingurinn gafst síðan upp þegar mát var ekki umflúið. Helgi tefldi afar hvasst gegn van der Sterren á þriðja borði en Hollendingurinn varð- ist vel og þegar leið á skákina var ljóst að Helgi hafði teygt sig of langt. Hins vegar var tími van der Sterrens orðinn naumur og hann þáði jafn- teflisboð Helga, íslendingunum til mikils léttis. Þröstur og van Wely tefidu drottningarbragð á fíórða borði og hafði Þröstur verri stöðu sem féll saman við kóngssókn Hollendingsins. Rússar töpuðu sinni fyrstu viður- eign gegn Armenum í 10. umferð en leiða samt mótið örugglega, hafa 29 V2 vinning. Armenar koma næstir með 26 vinninga, Bandaríkjamenn hafa 25 'h vinning og íslendingar og Lithá- ar eru í 4.-5. sæti með 25 vinninga. Á hæla þeirra koma Ungveijaland, Úkraína og Bosnía-Herzegóvina með 24‘/2. Líklegt er að íslendingar tefli við Rússa í 11. umferð á laugardag en í dag er frídagur. Að sögn Áskels Kárasonar eru all- ir íslensku skákmennimir vel frískir og virðast með öllu óþreyttir en nú fer að reyna á úthald sveitanna. „Menn eru samtaka um að leggja allt í sölurnar til að ná sem bestum árangri á þessu móti, sem nú stefnir í að verða eitt besta Olympíuskákmót íslendinga," sagði Áskell Kárason. Ólympíuskákmótið: Glæsileg frammistaða Islendinga gegn Bretum Skák Bragi Kristjánsson ÍSLENSKA sveitin á Ólympíu- skákmótinu í Manila bætti held- ur betur stöðu sína í gær og fyrradag. Tvö stórveldi í skák- heiminum, England og Holland, urðu að láta í minni pokann í viðureign við okkar menn. í níundu umferð unnu íslendingar einn stærsta sigur á ólympíumót- um frá upphafi, þegar tennurnar voru dregnar úr enska ljóninu. Þjóðhátíðarstemmning ríkti í ís- lenska liðinu, og sigurinn varð 3-1, en hefði jafnvel getað orðið enn stærri. Enska sveitin, sem skipuð er stórmeisturunum Short, Speelman, Adams, Nunn, Chandler og Hodg- son, hefur ekki staðið undir vænt- ingum í þessu móti. Hún er önnur sterkust á pappírnum, en á henni sannast hið fornkveðna, það er ekki nóg að hafa mörg skákstig, það verður líka að tefla vel! Islendingar unnu Hollendinga 2‘/2—IV2, en í þeirri umferð hafði sveitin meðbyr. íslenska sveitin er nú komin í 4.-5. sæti á mótinu, með 25 v. af 40 mögulegum, og framundan hlýt- ur að vera keppni við Rússland í 11. umferð á morgun. 9. umferð: 3. borð. Hvítt: Jón L. Árnason. Svart,: M. Adams. Kóngsbragð (breytt leikjaröð). 1. e4 — e5, 2. Rc3 — Rc6, 3. f4 - exf4, 4. Rf3 - g5, 5. d4 - d6, 6. d5 - Re5, 7. Bb5+ - Bd7, 8. Bxd7+ - Rxd7, 9. Dd4 - f6, 10. h4! - (Ekki gengur 10. Rxg5 — fxg5, 11. Dxh8 — Rdf6 og hvíta drottn- ingin sleppur ekki lifandi út.) 10. - g4, 11. Rg5 - Rc5 (Eftir 11. - fxg5, 12. Dxh8 - Rdf6, 13. hxg5 fær hvítur vinn- ingsstöðu.) 12. Re6 — Rxe6, 13. dxe6 — c6, 14. Bxf4 — (Adams hefur nú fengið hartnær tapað tafl út úr byijuninni eftir leiki, sem hafa verið meira og minna þvingaðir. Það er því ljóst, að val hans á byijunarafbrigði hef- ur verið misheppnað.) 14. - Db6, 15. Dd3 - 0-0-0 (Svartur má ekki leika 15. — Dxb2, 16. Hbl ásamt 17. Hxb7 o.s.frv.) 16. 0-0-0 - h5, 17. Dg3 - Dc7, 18. Hd3 - De7, 19. Hhdl - Dxe6, 20. Bxd6 — Bxd6, 21. Hxd6 - Hxd6, 22. Hxd6 - De7 (Eftir 22. — De5, 23. Dxe5 — fxe5, 24. He6 fellur peð á e5, án þess að svartur fái nokkurt mót- spil.) 23. Df4 - Hh7, 24. Re2 - Hf7, 25. Df5+ - Kc7, 26. He6 - Dd7, 27. Df4+ - Kc8, 28. Hd6 - De7, 29. Rg3! (Alltaf batnar staða Jóns, án þess að Adams fái minnstu gagn- færi. Riddarinn hefur auga með veiku reitunum í herbúðum svarts, f5 og h5, auk þess að valda peð á e4.) 29. - De5 (Svartur verður að fara út í þetta tapaða endatafl, því eftir t.d. 29. - Hh7, 30. Rf5 - De5, 31. Dd2 - Dxe4, 32. Hd8+ - Kc7, 33. Hc8+ — Kb6, 34. Rd6 lendir svarti kóngurinn í mátneti.) 30. Dxe5 — fxe5, 31. He6 — Kd7, 32. Hxe5 - Hf2, 33. Rxh5 - Hxg2, 34. Hg5! - Rh6, 35. Hg7+! - Ke8 (Eftir 35. - Kd8 36. Hh7 - Rg8 37. Hh8 fellur svarti riddarinn.) 36. Hh6 - Rf7 37. Hxg4! - (Þar með vinnur hvítur annað peð, því 37. — Hxg4 væri svarað með 38. Rf6+ ásamt 39. Rxg4 o.s.frv.) 37. - Hh2, 38. Rg7+ - Ke7, 39. Rf5+ - Kf6, 40. b3 - a5 (Tímamörkunum er náð, og Jón teflir lokin af sömu nákvæmninni og fyrri hluta skákarinnar.) 41. Hg8 - Ke4, 42. Hf8 - Rd6, 43. Rxd6 - Kxd6, 44. Hf4 - b5, 45. a3 - Ke6, 46. Hg4 - Ke5, 47. Hg6 - Hxh4, 48. Hxc6 - Kd4, 49. a4! - bxa4, 50. Hc4+ - Ke3, 51. Hxa4 - Hh5, 52. Kb2 - Hg5, 53. Hc4 - Hh5 54. Ka3 - He5, 55. Ka4 - Kd2, 56. Hc8 - Kcl, 57. c4 - Kb2, 58. Hb8 - Kc3, 59. Hb5 og Adams gafst upp, því hann getur ekki komið í veg fyrir, að hvítu peðin renni upp í borð og verði að nýjum drottningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.