Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 minnihluta, ásamt Framsóknar- flokknum. Þá gerðist það sem eng- inn átti voii á fyrirfram. Samþykkt var að leita eftir því að Björgvin yrði áfram bæjarstjóri og hann féllst á það. Ég fullyrði að það hefði hann ekki gert nema af því að hann treysti á að skynsemi og þekking Björns yrðu kjölfesta í nýju sam- starfi, sem og varð. Björn sat eftir þetta í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil sem oddviti meirihlutans og var því í tólf ár í Bæjarstjórn Kópavogs. Það var slítandi starf, ekki síst fyr- ir mann sem ekki gekk heill til skóg- ar en vildi ávallt allra vanda leysa. Það sýnir ennfremur traust manna til Björns að eftir að núverandi meirihluti sjálfstæðis- og framsókn- armanna í Kópavogi tók við stjórn- artaumunum var hann enn til kvaddur að leysa erfið verkefni og fórst það vel úr hendi eins og allt annað. Björn þjáðist af sykursýki og þurfti því margs að gæta, en hrædd- ur er ég um að á stundum hafi kapp hans við störf orðið þess vald- andi að hann hafi ekki farið nógu vel með sig. Fyrir allmörgum árum reistu þau hjón sér sumarbústað í landi Múla- kots á Síðu. Þeim stað unni Björn öðrum fremur. Þar sagðist hann ætla að eiga náðuga daga í ellinni, og þangað fóru þau hjón oft til að losna úr erli þéttbýlisins. Síðustu ferðina þangað fór hann fyrir um hálfum mánuði. Hann hafði fengið vægt hjartaáfall í vor og beið eftir frekari rannsókn. Fyrir austan tóku veikindin sig upp aftur og hann var fluttur á Borgarspítalann þar sem hann lést. Með Birni er genginn mikill drengskaparmaður. Maður sem hafði ákveðnar skoðanir en virti líka skoðanir annarra. Maður sem var harður í baráttu en samt hvers manns hugljúfi, og naut trausts og virðingar samferðamanna. Hann lifir í minningu okkar sem þekktum hann og störfuðum með honum. Við hjónin sendum Huldu, börn- um þeirra og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Magnús Bjarnfreðsson. Kópavogur er ævintýri í íslensk- um byggðamálum. Fátæku fólki var vísað frá höfuðborginni, oftast vegna þess að skoðanir og lífssýn voru í ósamræmi við hið einlita flokksræði meirihluta borgarstjórn- ar. Þá héldu margir yfir Fossvogs- dalinn. Fjölskyldur reistu hús á holtinu og melunum, fyrst án mik- ils skipulags, en smátt og smátt óx blómleg byggð Kópavogs. Á nokkrum áratugum varð bær- inn verðugur keppinautur höfuð- borgarinnar, næstur í stærðarröð íslenskra kaupstaða. Það var kraft- mikil forystusveit sem mótaði þessa þróun, víðsýnir og stórhuga menn sem litu á hin fjölmörgu vandamál einungis sem nýtt ákall um farsæl- ar lausnir. Skólar og íþróttavellir, götur, torg og brýr, verslanahverfi og iðn- aðarsvæði, listasöfn og félagsheim- ili, mannlíf og menning. Kópavogur varð á mörgum sviðum sú fyrir- mynd sem aðrir bæir tóku mið af þegar rætt var um framfarir. Björn Ólafsson verkfræðingur var í fremstu sveit þeirra forystu- manna sem báru ábyrgð á glæsi- legri uppbyggingu bæjarins. Hann var einróma valinn arftaki Finn- boga Rúts Valdimarssonar og Ólafs Jónssonar og stýrði öflugri fylkingu Alþýðubandalagsmanna í Kópavogi í röskan áratug. Það var vandasamt að setjast í öndvegi bæjarstjórnar þar sem Finnbogi Rútur og Olafur höfðu setið með glæsibrag og við mikinn orðstír, en Björn Ólafsson bætti þriðja sigurkaflanum við sögu Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Björn hafði forystu um fram- kvæmdir sem færðu Kópavogi brag nútímaborgar. Hann gerði umönn- un og félagslega þjónustu að for- gangsmáli og ætíð síðan hefur Kópavogur verið fyrirmynd annarra á þeim sviðum. Hann lagði mikla áherslu á uppbyggingu íþróttaað- stöðu sem veitt gæti æskufólki Kópavogs möguleika á að þjálfa sig til sigurs í fjölmörgum keppnis- greinum. Hann mótaði hugmyndir um æðri menntun í Kópavogi, menntaskóla sem yxi í íjölþætta miðstöð verkmenntunar í þágu at- vinnuuppbyggingar og framfara. Þótt Björn tæki sér hvíld frá önnum bæjarstjórnar, sem oft reyndu á þrek hans og heilsu, var hugurinn áfram heitur þegar hags- munir Kópavogs voru í húfi. Því kynntist ég vel þegar hann kom oft til fundar við mig í fjármálaráðu- neytinu á síðasta kjörtímabili til að leggja fram tillögur og hugmyndir um nýbyggingar fýrir Menntaskól- ann í Kópavogi. Þau mál höfðu lengi verið í skúffum aðgerðarleysis og lítils áhuga í ráðuneytum fjármála og mennta. Það var fyrst og fremst stórhugur, ákafi og einbeitni Björns Ólafssonar sem komu því til leiðar að við félagar hans, sem um hríð veittum þessum ráðuneytum for- stöðu, vorum reiðubúnir að glæða byggingarmál Menntaskólans í Kópavogi nýju lífi. Eftir margra ára hlé hófust framkvæmdir á ný og vorið 1991 var undirritaður samn: ingur um byggingaráfanga næstu ára. Þau hús eru nú tekin að rísa, minnisvarðar um sókndjarfan for- ystumann og góðan dreng sem ávallt starfaði í þágu bæjarins og átti fagra drauma um framtíð æsk- unnar. Á kveðjustund rifjast upp hve glaður Björn var þegar æskufólk Kópavogs fyllti sal Menntaskólans til að fagna því að byggingarmál skólans væru í höfn. Þá skein sól úti en samt var hugur Björns heit- ari af gleði. Alþýðubandalagsmenn í Kópa- vogi og Reykjaneskjördæmi kveðja góðan vin og traustan félaga, for- ystumann sem yið eigum mikið að þakka. Þær voru margar stundirnar þegar Bjöm Ólafsson færði mér dýrmæt. ráð og skynsamlegar ábendingar. Það var gott og gjöfult að eiga hann að félaga og vini. Fyrir fáeinum vikum hittum við hjónin Björn á sjúkrahúsi, kátan og hressan og í huga hans var til- hlökkun vegna verkefna sem biðu. Handtakið var traust, brosið fjör- ugt, augun kát og kímnin í fyrir- rúmi. Samt reyndist það síðasta kveðjustund. Við færum fjölskyldu Björns samúðarkveðjur. Minning- ing mun lengi geyma orðstír góðs drengs sem skilaði glæsilegu verki í þágu samferðamanna og samborg- ara. Ólafur Ragnar Grímsson Með Birni Ólafssyni er genginn einn atkvæðamesti forystumaður á sviði bæjarmála Kópavogs um langt skeið. Um leið sjáum við Alþýðu- bandalagsmenn á bak traustum foringja og félaga, sem allt fram til hinstu stundar vann að þeim erfiðu verkefnum sem við fólum honum til úrlausnar. Kynni okkar Björns hófust haust- ið 1979 þegar ég tók að mér út- ...... — • — ——1_ --■Is frP JE X. . ± Stórhöfða 17, vtð Gullinbrú, síml 67 48 44 Macintosh fyrir byqendur Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu-ogverkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar (fSl Grensá^ve^i 16 • stofnuð 1. mars 1986 (£)'* qP gáfu á Kópavogi, málgagni Alþýðu- bandalagsins í bænum. Þá sat Bjöm í öndvegi bæjarráðs eins og svo oft, bæði fyrr og síðar. Kom það oftast í minn hlut að skrifa fréttir og frásagnir úr bæjarstjórn og varð samstarfið við Björn afar ánægju- legt og gefandi. Sátum við oft lang- ar stundir á verkfræðistofu hans í Ármúlanum og urðu þær samræður mér hinn besti skóli. Minnti Björn mig einmitt á þá fyrirlestra eftir að ég hafði verið valinn til að skipa efsta sæti á lista Alþýðubandalags- ins við síðustu byggðakosningar og skaut því að mér í glettni að eitt- hvað hefði sú uppfræðsla gert mér gott. Fyrir hana vil ég þakka nú og heita því að vinna bænum okkar gagn í þeim anda sem hann gerði á sínum tíma. Björn Ólafsson var kjörinn í bæj- arstjórn árið 1974. Eftir kosning- arnar 1978 varð hann oddviti nýs meirihluta og er á engan hallað þótt fullyrt sé að énginn annar bæjarfulltrúi á þeim tíma hafi mót- að stefnuna af eins mikilli festu og hann. Björn var ráðríkur með sterka vitund um hæfileika sína á vett- vangi stjómmálanna og hann nýtti sér þá eiginleika til fulls. Undir handaijaðri hans sem formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar, mótaðist félagsmálabærinn Kópa- vogur og teknar voru mikilvægar ákvarðanir í fjölmörgum framfara- málum. í því sambandi hafði Bjöm sérstakan áhuga á fræðslu- og fé- lagsmálum en lét sig ekki síður varða stjórnsýslu bæjarins og stefn- umörkun um verklegar fram- kvæmdir. Björn kaus að hætta í bæjar- stjórn fyrir kosningarnar 1986, eft- ir 12 ára veru þar. Hafði hann á orði að það væri hollt fyrir flokkinn að fá inn nýtt blóð en um leið tæki- færi fyrir hann sjálfan til að ein- beita sér að verkfræðistörfunum sem honum fannst að hefðu setið á hakanum í önnum stjómmálaiína. Því miður urðu árin hans á þeim endumýjaða vettvangi allt of fá. Þrátt fyrir að Bjöm Ólafsson hætti í bæjarstjórn, hafði hann sem fyrr brennandi áhuga á bæjarmál- efnum Kópavogs. Sat hann m.a. í stjórn verkamannabústaða á ámn- um 1986-1990, en einmitt á þeim ámm var lyft grettistaki í bygging- um félagslegra íbúða. Man ég að Björn þrýsti fast á okkur bæjarfull- trúa þáverandi meirihluta að afla aukins fjár til bygginganna og sagði réttilega að þörfín fyrir húsnæði til handa þeim sem minna mættu sín væri ekki síður brýn nú en á ámm áður. Eins og áður sagði lét Björn Ólafsson skólamál mjög til sín taka og var hann í forsvari fyrir samn- ingum sem gerðir vom snemma á níunda áratugnum um uppbygg- ingu grunn- og framhaldsskólanna í Kópavogi. Hann var ötull baráttu- maður fyrir eflingu Menntaskólans í Kópavogi og barðist hart fyrir því að hús yfír matvælagreinar iðn- fræðslunnar og Hótel- og veitinga- skólinn risi á lóð MK. Vann hann að þessu máli allt til dauðadags sem fulltrúi bæjarstjórnar Kópavogs í bygginganefnd skólans. Sýndi sú skipan hans í það embætti hversu mikils trausts Bjöm Ólafsson naut, langt út fyrir flokkspólitísk mörk. Draumar hans um öflugt musteri þessarra æðstu menntastofnunar Kópavogs voru einmitt teknir að rætast þegar kallið kom hinn 12. júní sl. - allt of snemma. í persónulegu lífi kynntist ég Birni ekki mjög náið. Ég veit hins vegar að hann var traustur félagi og að margir munu sakna vinar í stað. Ég tel mig einn þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka Birni Ólafssyni hollráð og persónulega velvild í minn garð en þó miklu fremur fyrir það óeigingjarna starf sem hann vann í þágu Alþýðuband- alagsins og bæjarbúa allra. Ég votta Huldu og fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð. Valþór Hlöðversson Fleirí greinar um Björn Ólafs- son bíða birtingar og verða birtar í blaðinu næstu daga. Storno Verö frá kr. 79.580 stgr. m. vsk. (tilbúinn í bílinn) Verð i mat 1992 Toktu engo dhsttu ó ferðolögutn og hofðu farsímann með Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin Storno farsíminn tryggir þér gott samband við umheiminn þegar þú ert á ferðalagi, hvort sem þú ert í óbyggðum, sumarbústaðnum eða bara í umferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.