Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
mmmn
TM R«q. U.S. P*t 0«.—»11 rjght* reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndícate
Hún virðist hafa misst af Nei góða, ekki á fastandi
vagninum ...? maga —
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þj óðernishyggj a
ekki af hinu vonda
Frá Einari Birni Bjarnasyni:
HINN annan júní síðastliðinn birtist
hér í Morgunblaðinu eitt lítið grein-
arkorn eftir Jóhann nokkurn Hauks-
son. Hann virðist haldinn þeim leiða
misskilningi að þjóðernishyggja sé í
eðli sínu vond. Hann reynir með
veikum mætti að rökstyðja þetta
með því að þjóðernishyggja byggi á
samanburði á okkur ög hinum. Við
sem þjóð skyldum verjast hinum,
ekki blandast hinum o.s.frv. Þetta
er að vissu marki rétt lýsing á þjóð-
ernishyggju. En þjóðernishyggja er
ekki bara þetta. Þjóðernishyggja er
tilfinning ákveðins hóps af fólki fyr-
ir því að það eigi eitthvað sameigin-
legt, sé að einhverju leyti öðruvísi
en aðrir slíkir hópar og merkilegur
á sinn hátt. Það þarf ekki í sjálfu
sér að þýða að hinir séu ómerkilegri
eða verri. Þó svo að íslendingar álíti
sig margir hverjir vera merkilega
þjóð, án þess að rökstyðja það neitt
frekar, þá eru þeir ekki endilega um
leið að segja að aðrar þjóðir séu
ómerkilegri. Jóhann, ertu þeirrar
skoðunar að þjóðernishyggja sé úr-
elt fyrirbæri? Niðurstöður kosning-
anna í Danmörku 2. júní síðastliðinn
sýna að svo ekki verður um villst
að hún lifir enn góðu lífi í huga
Dana. Hvað er rangt við að menn
beri sig saman við hina, hvað er
rangt við að menn vilji ekki bland-
ast hinum nema innan ákveðinna
marka, hvað er rangt við þjóðernis-
hyggju yfirleitt? Jóhann, þú hefur
réttilega bent á að það er engin ein-
hlít regla til um samsetningu þeirra
hópa sem mynda þjóðir. það verður
líka að viðurkennast að mörg illvirki
hafa verið framin í nafni þjóðernis-
hyggju. Slíkt gerir hana ekki vonda
í sjáifu sér. Þeir menn eru aftur á
móti vondir sem notfæra sér þjóðern-
ishyggju til slæmra verka, eins og
t.d. Hitler heitinn og serbneskir
skæruliðar í Bosníu-Herzegovínu
gera nú til dags. Jóhann, þú hefur
líka réttilega bent á að þjóðernis-
hyggja er yfirleitt ekki byggð á
skynsamlegum grunni, á grunni
kenningarinnar um skynsamlega
ákvarðanatöku. Áttu við að rök á
grundvelli þjóðernishyggju hljóti
alltaf að vera röng? En, Jóhann, er
þjóðernishyggja líka óskynsamleg
að þínu mati á hagnýtum grunni,
þ.e. á þeim grunni að hún geri illt
verra, sé til trafala, geri okkur ís-
lendingum erfiðara fyrir við að tak-
ast á við þau vandamál sem við
þurfum að takast á við? Jóhann, er
rangt að vilja hafa stjórn á streymi
útlendinga hingað til lands? Er
óskynsamlegt að vilja ekki ganga í
EES eða EB? Ég gruna þig nefni-
lega um að vera þeirrar skoðunar.
Af hveiju þurfa þjóðir endilega að
blandast, af hveiju mega þær ekki
vera svolítið sér á parti, telja sig
vera svolítið sérstakar? Þjóðir Evr-
ópu, einmitt aðildarþjóðir EB, virð-
Frá Árna K. Hartmarz:
Málefni aldraðra hafa verið rædd
nokkuð undanfarið. Þar eru mér efst
í huga þættir Sigrúnar Stefánsdóttur
sem voru afar vel gerðir að mínu
mati.
Einn hlutur er þó varðandi aldraða
sem lítið hefur verið minnst á en
það er það siðleysi að hafa andlega
heil gamalmenni innan um þá sem
eru eins og kallað er komnir út úr
heiminum. Þetta mun einnig eiga
við varðandi fatlað fólk í nokkrum
mæli.
Hér leyfi ég mér að vitna í grein
Þórs Halldórssonar yfirlæknis öld-
runardeildar Landspítalans en hann
skrifar meðal annars: „ ... og jafn-
vel andlegt ofbeldi þegar fólk er
nánast neytt til þess að fara af heim-
ili sínu. En öll breyting á umhverfi
er eitt það versta sem fyrir aldraða
komi.“ Morgunbl. 8.3. 1992.
Ég hef átt skyldmenni á Kristnesi
og öldrunardeildum á vegum Akur-
eyrarbæjar og hef þurft að horfa
upp á þessa ættingja mína tapa,
andlegum styrk og reisn (ekki viti)
sitjandi alla daga innanum þá sem
ast vera að vakna tii meðvitundar
um þetta. Höfnun Dana á Ma-
astricht markar lok samrunaþróunar
EB. í framtíðinni mun áherslan
meðal þessara þjóða aukast á sér-
stæði þeirra. Þær munu hafna
samrunaferlinu en leggja þess í stað
aukna áherslu á heilbrigða samvinnu
fullvalda jafngildra þjóða, sbr. sam-
vinnuna í Norðurlandaráði. Skipting
Evrópu er lokið, sem var afieiðing
seinna stríðs. EB var það líka. Auk-
inn samruni Evrópu var mikið til
afleiðing seinna stríðs og kalda
stríðsins. Þegar hvort tveggja er úr
sögunni er líka þörfín fyrir samruna
Evrópu úr sögunni og upp rennur
tímabil friðsamlegs samstarfs jafn-
rétthárra sjálfstæðra ríkja, Jóhann
minn. Þetta sjá ekki nema fáir enn
sem komið er, en munu sjá það með
tíð og tíma.
EINAR BJÖRN BJARNASON,
nemi í stjórnmálafræði
Brekkugerði 30, Reykjavík.
ekki voru lengur það sem við köllum
með fullu viti. Þegar ég og kona
mín spurðum hvort viðkomandi aðil-
ar gætu fengið að vera innan um
fólk sem það gæti talað við um dag-
inn og veginn, kynnst, fengum við
þau svör að þetta væri alls staðar
svona.
Læknum og yfirmönnum fannst
þetta greinilega ekkert til að hafa
áhyggjur af. Almennt starfsfólk hef-
ur hins vegar tjáð okkur hjónum að
þarna sé fyrst og fremst um skipu-
lags- og samstarfságalla að ræða,
ekki peningaspursmál í reynd. Heil-
brigð manneskja myndi líða við slík-
ar aðstæður, hvað þá viðkvæmt eldra
fólk.
Á gamla fólkið, afi og amma,
ekki betra skilið?
Hvernig þarf að breyta menntun
lækna til þess að þeir virði andlegt
heilbrigði gamalmennis?
Svona mun ástandið vera víðar
en í Eyjafirði. Tökum höndum sam-
an, þvoum af okkur þennan smán-
arblett.
ÁRNI K. HARTMARZ,
Fjörðum.
Yirðingarleysi gagn
vart öldruðu fólki
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrilár
Sýning Kjarvalsstaða á verkum
spænska listamannsins Joans
Miró er í alla staði hin athyglisverð-
asta. Víkveiji naut hennar þó ekki
sem skyldi er hann lagði leið sína
á Kjarvalsstaði fyrir skemmstu.
Hitinn í sýningarsalnum var bók-
staflega óbærilegur og virtist stafa
af kraftmiklum ljóskösturum, sem
beint er að verkum Mirós. Víkverji
brá á það ráð að skoða sýninguna
í smáskömmtum og skreppa út í
garð Kjarvalsstaða á milli til þess
að kæla sig. Er virkilega ekki hægt
að stjórna loftræstingu og kynd-
ingu á Kjarvalsstöðum betur en svo
að gestir þurfi að fara úr jakkanum
til þess að geta skoðað verk Mirós?
Eða var ætlunin kannski að skapa
spænska sumarstemmningu?
xxx
Breytingar þær á námslánakerf-
inu, sem lögfestar voru á Al-
þingi í vor, hafa valdið miklum deil-
um. Eflaust hafa þeir eitthvað til
síns máls, sem segja þær í skynsem-
isátt. Hitt er annað mál að sífellt
krukk í kerfíð undanfarin ár hefur
gert námsfólki erfitt fyrir að skipu-
leggja nám sitt. Víkveiji þekkir
harðduglegan námsmann, sem er
við nám í Þýzkalandi og hefur eigin-
konu sína og barn með sér. Þessi
kunningi Víkveija segir að sér hefði
verið í lófa lagið, hefði hann vitað
fyrirfram af því að komið yrði á
eftirágreiðslukerfi námslána, að
bíða með að hefja námið og vinna
sér inn peninga til þess að fleyta
sér yfir fyrsta misserið. Nú sé það
hins vegar of seint að taka sér hlé,
því að enga vinnu sé að hafa í
Þýzkalandi og það myndi aukin-
heldur koma niður á náminu. Þessi
námsmaður verður því að taka
bankalán og greiða af því háa vexti
á meðan hann bíður lánsins frá
lánasjóði námsmanna. Með sífelld-
um hringlanda og smáskammta-
lækningum í námslánakerfinu er
jafnvel duglegasta fólki gert erfitt
fyrir að bjarga sér.
XXX
Hjólaskautaæðið, sem nú geng-
ur yfir æsku landsins, hefur
þegar kostað nokkur börn og ung-
linga handleggs- eða fótbrot, eins
og sagt hefur verið frá í fréttum.
Það hefur hins vegar ekki komið
fram að það eru ekki eingöngu
hjólaskautahetjurnar ungu, sem
eiga á hættu að verða fyrir slysi,
heldur einnig samferðamenn þeirra
í borginni. Víkvetji var einn daginn
næstum því felldur um koll af
tveimur smástúlkum, sem komu á
fljúgandi ferð niður Bankastrætið
á nýju línuskautunum sínum og
réðu ekkert við ferðina á sér. For-
ráðamenn Kringlunnar hafa forðað
viðskiptavinum sínum frá hættum
af þessu tagi með því að banna
hjólaskauta í húsinu. Hvað finnst
lögreglunni um þennan nýja ósið,
að renna sér á hjólaskautum í fjöl-
menni? Er ekki ástæða til að hún
beini þeim tilmælum til hjóla-
skautafólks að það haldi sig á af-
mörkuðum svæðum, til dæmis á
skautavellinum í Laugardal? For-
eldrar skautakappanna ættu líka
að sjá til þess að þeir séu ekki
gangandi vegfarendum hættulegir.