Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Reykjavíkurborg og reykvísk íþróttafélög: Milljarður í mami- virki félaganna Raflagnaefni í miklu úrvali I^lRAFSÓL Skipholti 33 S.35600 í FÆSTÍ MATVÓRUVERSLUNUM PreitjnBafaftili Þýzk- Islenzka hl. tf 675600 eftir Svein Andra Sveinsson Ákvörðun hefur verið tekin um samningsbundnar fjárveitingar Reykjavíkurborgar tii mannvirkja íþróttafélaganna í Reykjavíkurborg á næstu árum að fjárhæð um 700 milljónir króna. Ákvörðun þessa efn- is var tekin af borgarráði að feng- inni tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs og staðfest á dögunum af borg- arstjóm Reykjavíkur. Ákvörðun þessi mun leiða af sér gríðarlega uppbyggingu mannvirkja í þágu íþrótta á vegum íþróttafélaganna í Reykjavík á næstu ámm. Er um að ræða skuldbindingar borgarinnar upp á tæplega 700 milljónir króna, sem bætast við rúmlega 253 milljón- ir sem ákvörðun var tekin um á síð- asta ári. Núverandi borgarstjóm hefur því tekið ákvörðun um tæplega milljarðs fjárveitingu til mannvirkja íþróttafélaganna í borginni. Breytt verkaskipting Umbylting hefur orðið á síðustu missemm varðandi þátttöku Reykja- víkurborgar í mannvirkjagerð á veg- um íþróttafélaganna. Sveitarfélög hafa alfarið tekið yfir þann þátt af ríkinu er snýr að styrkveitingum til byggingar íþróttahúsa og félags- heimila íþróttafélaganna, sem áður var skipt þannig að ríkið greiddi 40%, sveitarfélög 40% og félögin sjálf 20%. (Reyndar greiddi ríkið sinn hlut einatt seint og illa, þannig að í tilviki Reykjavíkur þurftu borgaryf- irvöld iðulega að standa skil á hluta ríkisvaldsins.) Nú er þannig komið að Reykjavíkurborg styrkir íþrótta- félögin um 80% af byggingarkostn- aði vegna íþróttamannvirkja þeirra, bæði íþróttahúsa sem og annarra. Sú stefnubreyting hefur einnig orðið, að nú semur Reykjavíkurborg við íþróttafélögin um fjármögnun framkvæmda á þeirra vegum á til- teknum tíma, þannig að öll áætlana- gerð þeirra er mun auðveldari, en þegar framkvæmdahraði réðst frá ári til árs eftir því hvernig fjárveit- ingum var háttað. Greiðsluskuld- bindingum borgarinnar til nokkurra ára geta félögin með tilteknum af- föllum komið í verð og hraðað þann- ig framkvæmdum, eigi þau þess kost á annað borð. Þegar hefur verið ákveðið fyrr á kjörtímabilinu að styrkja nokkrar framkvæmdir á kjörtímabilinu; ber þar hæst íþróttahús og búningsað- stöðu Knattspyrnufélagsins Víkings, sem þegar hafa verið tekin í notkun, en til þess verður samtals veitt um 188 milljónum. Rétt er að gera hér grein fyrir helstu framkvæmdum sem ÍTR hefur samþykkt að styrkja á næstu árum. íþróttahús Þau verkefni sem hæst ber eru íþróttahús Fram og Fylkis. Fram hefur verið á miklum hrakhólum með æfinga- og keppnisaðstöðu fyr- ir innanhússíþróttir; blak- og körfu- boltadeildir hafa átt erfitt uppdráttar sakir þessa og meistaraflokkur í handknattleik sem æfir og keppir í Laugardaishöll hefur mátt búa við að missa æfingatíma vegna annarrar starfsemi þar. Er Fram eina Reykja- víkurfélagið í 1. deild sem ekki hef- ur eigið íþróttahús. Svipaða sögu er að segja af Fylki; aðstöðuleysi stend- ur allri innanhússstarfsemi fyrir þrifum; aukinheldur sem nemendur Árbæjarskóla búa við alls óviðunandi íþróttaaðstöðu. Nýtt íþróttahús Fýlkis mun nýtast nemendum Ár- bæjarskóla; svo og reyndar öðrum nemendum í hverfinu. Á þeim for- sendum taka skólaskrifstofur Reykjavíkurborgar þátt í byggingu hússins. Styrkir Reykjavíkurborg hvorn aðila um sig um 185 milljónir. Vallarsvæði Áformað er að styrkja byggingu þriggja knattspyrnuvalla; gervigras- velli á svæðum Leiknis og Þróttar (áætlaðar 60 milljónir í hvora fram- kvæmd) og ýmsar vallarfram- kvæmdir á svæði Fjölnis (40 milljón- ir). Knattspyrnufélagið Leiknir hefur búið við óboðlega aðstöðu til knatt- spyrnuiðkunar í mörg ár og löngu tímabært að bæta úr þeim aðstöðus- korti. Á félagssvæði Þróttar eru aðeins tveir vellir; grasvöllur og malarvöliur, en til þess að gera að- stöðuna betri eru hugmyndir uppi um að breyta malarvellinum í gervi- grasvöll. Um Fjöini er það að segja að aðstaða fárra félaga hefur byggst upp eins hratt; er það vel að strax á árdögum nýrra hverfa sé byggð upp aðstaða til íþróttaiðkunar. N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING N0¥á:UiR li Jy\li Á RAUNHÆFU MARKAOSVERÐI MMC Galant GLSi 2000i, árg. ’90/’91, hlað- bakur, 5 gira, 5 dyra, steingrár, álfelgur o.fl., ek. 25 þús. V. 1.150.000 stgr. VW Jetta CL 1600, árg. '87, 4 gira, 4 dyra, grábrúnn, ek. 57 þús. V. 500.000 stgr. Mazda 323 LX1500, árg. ’86, 5 gira, 5 dyra, grænn, ek. 71 þús. V. 370.000 stgr. MMC Lancer 4x4, st., 1800, árg. '88, 5 gira, 5 dyra, hvítur, ek. 36 þús. V. 800.000 stgr. MMC Pajero stuttur, V6, 3000Í, árg. ’90, 5 gíra, 3 dyra, svartur, ek. 39 þús. V. 1.680.000 stgr. MMC Pajero langur, turbo, disil, árg. ’88, 5 g., 5 d., blár, ek. 79 þús. V. 1.550.000 stgr. Sveinn Andri Sveinsson „Sú stefnubreyting hef- ur einnig orðið, að nú semur Reykjavíkur- borg við íþróttafélögin um fjármögnun fram- kvæmda á þeirra veg- um á tilteknum tíma, þannig að öll áætlana- gerð þeirra er mun auð- veldari, en þegar fram- kvæmdahraði réðst frá ári til árs eftir því hvernig fjárveitingum var háttað.“ Búningsaðstaða og fleira Bætt verður úr aðstöðuskorti ÍR- inga á vallarsvæði þeirra við Selja- hverfi; ný búningsaðstaða og félags- heimili munu rísa við knattspyrnu- vellina og er áætlað að veija til þess af hálfu Reykjavíkurborgar 85 millj- ónum. Einnig hefur verið ákveðið að koma til móts við Knattspyrnufé- lagið Val vegna „fortíðarvanda” þess er stafar af því að félagið byggði upp bað- og buningsaðstöðu og íþróttahús á þeim tíma er ríkið styrkti þessar framkvæmdir. Hefur það komið illa við fjárhag félagsins að ríkið stóð ekki við sinn hlut. Veitt- ar verða 36 milljónir til þessa verk- efnis. Af öðrum verkefnum sem styrkt verða á næstu árum má nefna þak á áhorfendastúku við knattspyrnu- völl KR, og veittar 20 milljónir til þess, lagfæringar á fímleikahúsi Ármanns, 8 milljónir kr., 4,6 milljón- ir vegna lagfæringa á íþróttahúsi TBR, 15 milljónir vegna kaupa og endurbóta á húsnæði Karatefélags- ins Þórshamars, 2 milljónir til mal- bikskaupa vegna akstursbrautar Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur og 700.000 kr. vegna framkvæmda við svæði Skotfélags Reykjavíkur. Næg verkefni framundan Þrátt fyrir þessa ákvörðun er ljóst að næg verkefni eru framundan á sviði íþróttamannvirkja félaganna. Innan fárra ára þarf að fara að huga að uppbyggingu á félagssvæði Ármanns, sem þeir hafa fengið út- hlutað í Borgarholti, þörf er á nýju íþróttahúsi á félagssvæði KR og áfram þarf að halda uppbyggingu á vallarsvæðum margra félaganna í Reykjavík. Davíð Oddsson, fyrrum borgar- stjóri, ruddi brautina að breyttum vinnubrögðum með samningi • við Knattspyrnufélagið Víking um upp- byggingu íþróttahúss þess. Markús Órn Antonsson hefur ekki breytt stefnunni, heldur gert gott betur með því að tryggja 700.000.000 kr. samninga við íþróttafélögin í Reykjavík. Það hefur verið og mun verða einn helsti hornsteinn í stefnu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík að hlúa að starfsemi íþróttafélaganna í Reykjavík. Frábært starf er unnið á vegum félaganna í unglinga- og æskulýðsstarfi og ber borgaryfir- völdum að styrkja starfsemi þeirra eftir fremsta megni. Þeim fjármun- um er vel varið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.