Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 2
.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JUNI 1992
Mannleg mistök í aðveitustöð;
Rafmagni sló út sunnan-
og suðvestanlands
SPENNIR í aðveitustöð Lands-
virkjunar á Geithálsi eyðilagðist
upp úr hádegi í gær með þeim
Borgarstjóm:
Sjálfstæðis-
menn vinna
hlutkesti
FJÓRIR borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks og einn fulltrúi
minnihlutaflokkanna voru kjörnir
til setu í borgarráði á fundi borg-
arstjómar í gær.
Af lista Sjálfstæðisflokks hlutu
kjör Ámi Sigfússon, Katrín
íjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
og Júlíus Hafstein. Af lista minnihlu-
taflokkanna hlaut kjör Ólína Þor-
varðardóttir.
Fram fór hlutkesti um fímmta
mann í borgarráð, Júlíus Hafstein
eða Siguijón Pétursson og unnu
sjálfstæðimenn. Er þetta í þriðja sinn
á þessu kjörtímabili sem hlutkesti
er varpað um fulltrúa í borgarráð
og jafnframt í þriðja sinn sem sjálf-
stæðismenn vinna.
-----».-------
áfleiðingum að rafmagn fór af
stóru svæði sunnan- og suðvest-
anlands. Verið var að vinna við
aðveitustöðina og er talið að
mistök hafi valdið því að spenn-
irinn sprakk.
Rafmagn fór af hluta Reykja-
víkur, Akranesi og hluta Suður-
lands þ.m.t. Selfossi, Hveragerði
og Hvolsvelli, um kl. 13.40. Raf-
magn komst á að nýju í höfuðborg-
inni um kl. 14 og síðasti staðurinn
komst inn á kerfið um kl. 14.15.
Samkvæmt upplýsingum frá
stjómstöð Landsvirkjunar er talið
að um mannleg mistök hafí verið
að ræða í vinnu sem var verið að
framkvæma í aðveitustöðinni.
Húsnæðisstofnun:
Morgunblaðið/Ingvar
Tvennt slasaðist í hörðum árekstri
Tvennt slasaðist í hörðum árekstri á mótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar skömmu eftir hádegi í
gær þegar pallbíll og Subaru-fólksbíll skullu þar saman. Umferðarljós á gatnamótunum voru óvirk vegna
rafmagnstruflana á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ökumaður og farþegi úr fólksbílnum voru fluttir til
aðhlynningar á sjúkrahús en bílamir voru báðir óökufærir.
Áætlað að uppboðskostnaður
hækki um 80 milljónir króna á árinu
Magnús L.
endurkjör-
inn forseti
MAGNÚS L. Sveinsson var end-
urkjörinn forseti borgarstjóraar á
fundi borgarstjóraar í gær. Tíu
borgarfulltrúar greiddu atkvæði
með Magnúsi en 5 seðlar voru
auðir.
Kosning forseta borgarstjómar fer
fram á hverju ári. Páll Gíslason og
Katrín Fjeldsed voru endurkjörin
varaforsetar með 10 atkvæðum, 5
seðlar voru auðir.
HÚSNÆÐISTOFNUN ríkisins
áætlar að kostnaður stofnunar-
innar vegna uppboðsgjalda
hækki um 80 milljónir króna frá
síðasta ári eða úr 20 milljónum
í rúmlega 100 milljónir, sam-
kvæmt upplýsingum Yngva Arn-
ar Kristinssonar, formanns Hús-
næðismálastjómar. Ástæðan er
hækkun dómsmálagjalda sem
ríkisstjórnin ákvað við afgreiðslu
fjárlaga fyrir yfirstandandi ár
en ekki sú að uppboðsgerðum
hafi fjölgað að undanförnu, að
sögn Yngva.
Yngvi Órn sagði að Húsnæðis-
stofnun bæri að greiða þessi gjöld
til fógeta en þau renna svo beint í
ríkissjóð. Það kæmi fram í auknum
rekstrarkostnaði stofnunarinnar og
þyrfti hún því á fjárveitingu að
halda til að leggja út fyrir þessum
aukna kostnaði. Gjöldin yrðu síðan
innheimt hjá skuldurum og kvaðst
hann eiga von á að tækist að inn-
heimta megnið af þeim aftur.
„Lögin sem samþykkt voru um
áramótin gera það að verkum að
þessi stofnun, líkt og flestar aðrar
lánastofnanir, er orðin féþúfa fyrir
ríkissjóð. Okkur sýnist að fógeta-
kostnaðurinn hækki úr röskum 20
milljónum á síðasta ári upp í um
100 milljónir," sagði Yngvi Örn.
Hann sagði að húsnæðismála-
stjóm myndi ræða þetta á næsta
fundi sínum en hún vinnur nú að
frágangi á fjárlagatillögum stofn-
unarinnar fyrir næsta ár. Yngvi Öm
sagði að rekstraruppgjör fyrir
fyrstu fjóra mánuði ársins benti til
að Húsnæðisstofnunin væri innan
rekstraráætlana að uppboðskostn-
aðinum undanskildum. Ríkisstjórn-
in ákvað á síðasta ári að félags-
málaráðuneytið beitti sér fyrir vem-
legri lækkun á rekstrarkostnaði
Húsnæðisstofnunar á næstu tveim-
ur árum í samráði við forsvarsmenn
hennar.
Borgarstjórn:
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Mikil ásókn í skólavist
748 nemendur innritaðir
Framtíð Austurstrætis
ekki ákveðin að sinni
Tillögu Alþýðubandalags vísað til borgarráðs
Selfossi.
INNRITAÐIR nemendur í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á kom-
andi haustönn eru mun fleiri en
nokkru sinni, eða 748. Gangi þessi
innrítunartala eftir þarf skólinn
aukið fjármagn til rekstrar og
aukið húsnæði. Á síðustu önn voru
nemendur í dagskóla 619.
í auglýsingum skólans vegna inn-
ritunar var skýrt tekið fram að þeir
sem sæktu um eftir tilsettan tíma
fengju ekki skólavist. Nýnemar í inn-
ritunarhópnum eru 189 en voru 150
1991. Nemendur sem halda áfram
námi eru 462 en voru 371 í fyrra.
Nemendur sem koma aftur til náms
eru 73, voru 25 í fyrra, og nemendur
úr öðrum skólum eru 23 en voru 19
við innritun í fyrra.
Nemendur þurfa að staðfesta inn-
ritun sína með greiðslu skólagjalda
fyrir 10. júlí. Stjómendur skólans
gera ráð fyrir að innritunum fækki
eitthvað við þau tímamörk. Ljóst er
þó að nemendur verða mun fleiri á
næstu starfsönn skólans sem kallar
á aukið húsnæði og rekstrarfé.
Sig. Jóns.
TILLÖGU Alþýðubandalags um að borgarsljórn samþykkti að loka
aftur Austurstræti fyrir bílaumferð var vísað til borgarráðs til
ítarlegri umfjöllunar á fundi borgarsljórnar í gærkvöldi. Sex
mánaða tilraunatíma með opnun strætisins fyrir bflaumferð lauk
31. maí sl. Sjálfstæðismenn töldu ekki tímabært að taka ákvörðun
um framtíð götunnar þar sem m.a. hefði ekki enn reynt á mögu-
leika til tímabundinnar lokunnar fyrir bilaumferð á góðviðrisdög-
um. Austurstræti var lokað fyrir bílaumferð í gær þar sem um
tíma var útlit fyrir að veður yrði gott.
Guðrún Ágústsdóttir bar fram
tillögu um að loka Austurstræti
aftur fyrir bílaumferð. Hún sagði
að rétt væri að loka götunni nú,
annað væri að ganga á bak orða
sinna. Austurstræti hefði verið
griðastaður gangandi fólks í 18
ár og bæri að vera það áfram.
Guðrún sagði að 18 þúsund manns
hefðu skrifað undir áskorun um
að opna Austurstræti aftur sem
göngugötu. Aðrir fulltrúar minni-
hlutaflokkanna tóku undir orð
hennar og sagði Ólína Þorvarðar-
dóttir lykilatriði að Reykvíkingar
yrðu hafðir með í ráðum áður en
Kanadískur vísindamaður
um hegðun þorsksins:
Reyndir golþorsk-
ar leiða göngurnar
ÞORSKURINN ferðast um hafið í stórum göngum eftir flóknu
„vegakerfi", sem reyndir golþorskar þekkja og leiða hina um
eins og forystusauðir, að sögn kanadísks vísindamanns, sem seg-
ir þorskinn sýna flókið félagsmynstur.
Frá þessu er skýrt í nýjasta en færir sig svo nær ströndu í
hefti tlmaritsins National Ge-
ographic, þar sem segir að rann-
sóknir hafí nýlega varpað Ijósi á
göngur þorsksins við Nýfundna-
land, þar sem þorskurinn hrygnir
100-150 sjómílur frá landi í mars,
júní til að gæða sér á loðnu.
George Rose, vísindamaður við
kanadísku hafrannsóknastofnun-
ina, fylgdi þorskgöngu með dýpt-
armæli þessa leið og segir að þær
rannsóknir hafí sýnt að þorskur-
inn fari í risastórum torfum, sem
ná yfír 15-30 kílómetra svæði og
lúti ströngum hópaga. Fyrir
göngunum fara stærstu og reynd-
ustu fískarnir, sem Rose kallar
njósnara, og telur hann að þeir
þekki leiðina og noti til þess smá-
vægilegan mun á hitastigi og lag-
skiptingu sjávar. Gangan hegðar
sér eins og einn einstaklingur, til
dæmis fylgdist Rose með því þeg-
ar allir þorskamir færðu sig I átt
að yfirborðinu á sama tíma yfír
margra ferkílómetra svæði.
bindandi ákvörðun yrði tekin um
framtíð Austurstrætis.
í tillögu meirihluta sjálfstæðis-
manna segir að það sé liður í
stefnu borgaryfírvalda að efla
miðbæinn á nýjan leik sem vett-
vang viðskipta og athafnastarf-
semi. Enn hafí ekki reynt á mögu-
leikann til tímabundinnar lokunn-
ar fyrir bílaumferð á góðviðrisdög-
um. Slíkar ráðstafanir í þágu
gangandi vegfarenda eigi fyrst og
fremst við á þeim tíma sem nú
fari í hönd um hásumarið. Eðlilegt
sé að betur yrði látið reyna á þenn-
an þátt. )
í tillögunni segir jafnframt að
umfangsmikar aðgerðir séu nú
framundan við endurnýjun Vallar-
strætis og Thorvaldsensstrætis I
því augnamiði að þar verði göngu-
svæði. Tengist sú ákvörðun sam-
þykkt borgarstjómar frá sl. hausti
um opnun Austurstrætis fyrir bíla-
umferð.
Niðurstöður úr nýlegri sam-
keppni um Ingólfstorg og gerð
þess á næsta ári kalli á fram-
kvæmdir gatnaskipulags í nálægð
við Ingólfstorg samkvæmt stað-
festu deiliskipulagi og jafnframt á
endurskoðun einstakra þátta í
umferðarskipulagi miðbæjarins.
Ennfremur sé ljóst að á Ingólfs-
torgi yrði veigamesta útisvæði í
gamla miðbænum.
Með hliðsjón af þessu sé tillögu
Alþýðubandalagsins vísað til borg-
arráðs þannig að þar gæti farið
fram ítarlegri umfjöllun um málið
án þess að Austurstræti verði lok-
að fyrir bílaumferð að sinni.