Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 35 Hörð keppni fyrirsjáan- leg á Norðurlandamótinu Morgunblaðið/Arnór Þegar þessi mynd var tekin voru Aðalsteinn, Jón, Robson og Smolski að segja í spilinu sem rakið er í greininni. Hér voru sagnir komnar í 3 grönd og þá var enn hálftími í að úrslit spils- ins yrðu ljós. __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson ÖLL Norðurlöndin senda sterk lið til keppni á Norðurlanda- mótinu sem hefst 29. júní í Umeá í Svíþjóð, en þar reyna Svíar og íslendingar að veija meistaratitla slna sem þeir unnu í Færeyjum fyrir tveimur árum. Fyrirsjáanleg er hörð barátta í opna flokknum á mótinu og róður- inn í verðlaunasæti gæti orðið þungur hjá Karli Sigurhjartar- syni, Sævari Þorbjömssyni, Matt- híasi Þorvaldssyni og Sverri Ár- mannssyni. Danir senda reynsl- urnikið lið á mótið, þá Auken, Koch, Möller, Werdelin, Graulund og Christiansen. Þá senda Svíar Fallenius og Nilsland, sem spiluðu í sænska liðinu í Yokohama á síð- asta ári, og Brunzell og Nielsen sem eru gamalreyndir landsliðs- menn. í liði Norðmanna spilar undrabarnið Geir Helgemo og Glenn Grötheim og Peter Mar- strander og Jan Trollvik. Lið Finna er að venju skipað Elsinen, Salmenkivi, Viitasalo og Ukkonen og þeim til aðstoðar verða Wik- holm og Maklamaki en Wikholm hefur lengi verið viðloðandi finnsk landslið. Loks senda Færeyingar sveitina sem keppti hér á Bridshá- tíð í vetur, þá Mouritsenbræður, Per Kallsberg, Helga Joensen og Dánjal Mohr. Möguleikar íslensku kvennanna til að veija titil sinn ættu að vera nokkuð þokkalegir ef þeim tekst vel upp. í íslenska liðinu keppa Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir og Hjördís Eyþórs- dóttir, sem vom í sigurliðinu 1990 auk Ljósbrár Baldursdóttur. Það er þó líklegt að dönsku konurnar verði erfiðar viðfangs að þessu sinni en akkerispar þeirra, Judy Norris og Lotte Skaanning-Nor- ris, hafa verið í miklu stuði í vet- ur og unnið öll kvennamót í hei- malandi sínu. Minna er vitað um lið Svía og Norðmanna. Engin norsku kvennanna hefur spilað áður í landsliði og í sænska liðinu eru einnig nokkrir nýliðar. íslenskt sagnkerfi á enskan markað Væntanlegur er á enskan brids- bókamarkað bæklingur um bið- sagnákerfið sem Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen spiluðu á heimsmeistaramótinu í Yoko- hama. Tony Sowter gefur bækl- inginn út en hann er ritstjóri Int- emational Popular Bridge Mont- hly og hefur gefið út bridsbækur, nú síðast bók um Yokohama-mót- ið. Þetta biðsagnakerfi hefur vakið athygli víða um heim í kjölfar heimsmeistaratitils íslands og hingað hafa komið fyrirspurnir um hvernig hægt sé að nálgast kerfíð. Ólíkt flestum öðrum bið- sagnakerfum er þetta kerfi frekar einfalt og auðlært án þess að það bitni á nákvæmninni, og um leið öflugt í baráttustöðum og því er ekkert ólíklegt að kerfið eigi eftir að verða útbreitt. Með hraða snigilsins Eitt merkilegasta spilið í Af- mælismóti Bridsfélags Reykjavík- ur á dögunum kom fyrir í annarri umferð í sýningarleik úrvalsliðs BR við Evrópuúrvalið. Þá áttust meðal annars við Bretar og ís- lensku heimsmeistararnir og á sýningartöflunni spiluðu Roman Smolski og Andy Robson, Jón Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson. íslenskir áhorfendur eru vanir að sjá Aðalstein og sér- staklega Jón leggja mikið á spilin sín en þeir nudduðu margir augun þegar þeir sáu til Robsons sem greinilega er ekki haldinn neinni sagnfælni. Norður ♦ Á9.73 VÁK8 ♦ DG82 ♦ 42 Vestur Austur ♦ G 4K862 VDG V 10952 ♦ ÁK963 ♦ 10754 ♦ DG963 +10 Suður > ♦ D1054 V 7643 ♦ - ♦ ÁK875 Vestur Norður Austur Suður Jón Smolski Aðalsti Robson - - pass 1 lauf 1 tígull dobl 2 tíglar dobl 3 tígiar pass pass 3 työrtu pass 3 grönd pass 4 lauf dobl 4 tyortu dobl 4 spaðar dobl redobl/// Robson opnaði ekki aðeins á þessa suðurhunda heldur gaf frjálst úttektardobl á 2 tígla og enduropnaði með 3 hjörtum þegar 3 tíglar komu til hans. Smolski var auðvitað að vonast eftir dobli á 3 tígla; hann var ekki viss um hvort eigið dobl væri refsing eða úttekt. Robson leist ekki á að spila 3 grönd enda voru miklar líkur á að NS ættu 4-4 samlegu í öðrum hvorum hálitnum. Jón byijaði að dobla en þegar Aðalsteinn doblaði 4 hjörtu taldi Robson nokkuð víst að norður ætti þar aðeins 3-lit og skaut því á 4 spaða sem Jón do- blaði, vitandi af slæmri spaðalegu. Og Smolski var fljótur að redobla með öll spilin. Jón spilaði út tígulás en eins og síðar kom í ljós hefði eitthvað annað útspil gefíst betur. Jón sagði síðar að þetta útspil hefði verið mjög vanhugsað þar sem suður var næstum búinn að sýna tíguleyðuna með sögnum sínum. Sagnir höfðu tekið talsvert langan tíma en nú féll Robson hreinlega í dá og hugsaði og hugsaði og hugsaði. Loks trompaði hann tíg- ulásinn og lagði af stað með spaðadrottninguna! Sennilega hefur Robson reikn- að Jóni spaðakónginn eftir doblið en þessi spilamennska var jafnár- angursrík þegar spaðagosinn kom blankur í. Aðalsteinn ákvað að gefa Robson á spaðadrottninguna og þá spilaði Robson hjarta og gaf Jóni á gosann. Jón spilaði meira hjarta sem Robson drap með ás og spilaði tíguldrottningu og henti laufí. Jón tók með kóng og spilaði laufí sem Robson drap með kófig, spilaði hjarta á kóng, henti laufi í tígulgosann, trompaði tígul, trompaði hjarta og spilaði laufí. Aðalsteinn trompaði en varð síðan að gefa Robson tvo síðustu slagina á tromp. Þótt Jón hefði spilað laufi inni á hjartagosa gat Robson einfald- lega trompað tvo tígla heima og hjarta í borði og náð síðan fram sömu trompendastöðu. Og þótt Aðalsteinn hefði tekið strax á trompkóng og spilað meira trompi gat Robson drepið í borði, spilað tíguldrottningu og hent laufi, tek- ið útspilið, t.d. lauf, spilað hjarta á ás, trompað tígul, spilað hjarta á kóng, tekið trompin og slagi á tígulgosa og lauf. Besta vömin er sennilega að taka strax á spað- akóng og spila laufí, en þrátt fyr- ir það getur sagnhafí unnið spilið með því að lesa það rétt. Hins vegar á spilið að tapast ef Jón spilar út einhveiju öðm en tígli, og einnig ef Robson fínnur ekki að spila spaðadrottningu og kæfa þannig gosann. Við hitt borðið spiluðu NS 4 spaða ódoblaða sem töpuðust og Bretarnir græddu því vel á spil- inu. En það tók þá talsverðan tíma; áhorfendur giskuðu á að í opna salnum hefði spilið tekið 35-40 mínútur alls! j-öuöhi. oignuui Diiauimnn HJÓNABAND. Hinn 25. apríl 1992 voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Karli Sig- urbjörnssyni Kristrún Jónsdóttir og Guðni Sigurðsson. Heimili þeirra er á Rauðalæk 23. Hárómantískir eyðimerkurtónar e ________Tónlist___________ Árni Matthíasson Senn líður að lokum Listahátíð- ar sem hefur boðið upp á grúa góðra listamanna, þó hún hafi ef til vill verið full dauflega kynnt. Meðal þess besta sem bauðst á Listahátíð að þessu sinni vom tónleikar súdanska listamannsins Abdels Gadirs Salims og hljóm- sveitar hans Merdoum-konungun- um, sem vom í Hótel íslandi sl. mánudagskvöld. Þjóðleg súdönsk tónlist kallast haqeeba, en popptónlist á við þá sem Abdel Gadir leikur hadeesa, eða borgatónlist. Sú hefur sótt verulega á síðustu ár og ráða þar miklu geysilega vinsældir Abdels Gadirs sem hefur fellt listilega saman þjóðlega tónlist úr heima- fylki sínu, Kordofan, og arabísk- skotna raftónlist. Þannig stendur hadeesa-tónlist á mörkum tveggja heima og stundum minnir hún á Taraabtónlist frá Austur-Afríku, en hefur þó einstök afgerandi ein- kenni. Áheyrendur í Hótel íslandi, eitthvað á fjórða hundrað, voru dáleiddir frá fyrstu tónum oud og barka Abdels Gadirs, enda hann heillandi söngvari með mjúka og tilfinningaþrungna rödd, en ró- mantískur blær var reyndar aðal dagskrárinnar. Hljómsveit Abdels var skipuð tveimur fiðluleikuruin, rafbassaleikara, rafgítarleikara, saxófónleikara, trommuleikara og hljómborðsleikara. Fremstur með- al jafningja var annar fíðluleikar- inn; elstur í hljómsveitinni og eins konar tónlistarstjóri. Hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif og sannaði að ekkert hljóðfæri er rómantískara en fiðla, sem er sem fundin upp fyrir arabíska tónlist. Saxófónleikarinn var og snjall, með feitan og hlýjan tón. Hann hafði gaman að bregða á leik og undir lok fyrri hluta tónleikanna, í laginu E1 Ahagi, gleymdi hann sér í spuna og Abdel Gadir varð að sæta færis að komast aftur inn í lagið til að geta lokið því. Álíka gerðist undir lok tónleikanna, í laginu Nujum Al-Lail, Stjörnur næturinnar, sem magnaði mikla stemmningu meðal áheyrenda. Aðrir í hljómsveitinni voru lítt síðri; hvergi veikan hlekk að finna. Á dagskránni voru helst lög af tveimur plötum Abdels frá 1989 og 1991, en alls lék hann í tveim- ur klukkustundar lotum, með hálftíma hlé á milli. Hápunktur tónleikanna var lagið Umri Ma Bansa, Ég mun aldrei gleyma henni, hárómantískur ástarsöng- ur, sem skaut Abdel upp á stjörnu- himininn í Súdan fyrir rúmum tuttugu árum. Svo vel heppnaðist flutningurinn að þessu sinni að hann tók það aftur sem uppklapp- Ljósmynd Stúdíó 76 HJÓNABAND. Hinn 11. apríl voru gefin saman í hjónaband í Kópa- vogskirkju Margrét Auðunsdóttir og Birgir Haraldsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson gaf þau saman. slag; þá í jafnvel enn magnaðri og öllu lengri útsetningu. í viðtali fyrir tónleika sagðist Abdel Gadir ætla að bera með sér súdanskan yl til íslands og reyna að hækka hitastigið i hjörtum áheyrenda. Það tókst honum sem um munaði og gaf áheyrendum hamingjuhleðslu sem dugir út ár- ið. Tónleikar Abdels Gadirs eru vonandi til marks um áhuga Lista- hátíðaraðstandenda að nýta hátíð- arvettvanginn til þess að kynna framandi tónlist, ekki síður en heimsfrægar stjörnur. Frábær- lega hefur tekist til hingað til við val á tónlistarmönnum og vissu- lega tilhlökkun að sjá hvernig verður með næstu hátíð. Abdel Gadir Salim Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.