Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Minning: " ■ Magnús Fr. Árnason hæstaréttarlögmaður Fæddur 5. júní 1921 Dáinn 9. júní 1992 Magnús Friðrik Árnason hæsta- réttarlögmaður lést á Landspítalan- um í sl. viku. Fyrr á árinu varð hann að gangast undir mjög alvar- .1 C 0 :T >C ‘Q ESZ 1480 HELLA EM 1480 KERAMIKHELLA \ ' '• i I I I í 1 > f u í "V f V / EKV 1480 Fullt verö fyrlr ofn, helluog viffu kr. 74. 163 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 59.330 Fulltverðfyrir ofn, keramikhellu og viftu kr. 101.830 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 81.466 &SAMBANDSINS MIKLAGARÐI S.692090 lega og erfiða læknisaðgerð, en fékk þó að fara heim eftir aðgerð- ina. En um bata var ekki að ræða. Þurfti því að leggja hann aftur inn á Landspítalann þar sem hann lést þriðjudaginn 9. júní sl. eftir mjög þungbæra og langa sjúkdómslegu. Magnús var fæddur á Akureyri 5. júní 1921. Foreldrar hans voru Árni Bergsson póst- og símastjóri á Ólafsfirði og kona hans, Jóhanna Magnúsdóttir, Júlíusar kaupmanns og síðast fjármálaráðherra. Jó- hanna var systir Friðriks Magnús- sonar hrl. á Akureyri. Magnús var stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1941. Hann lauk cand.juris prófi frá Háskóla Islands 1947. Hann varð héraðs- dómslögmaður árið 1948 og hæsta- réttarlögmaður 21. febrúar 1962. Sama ár og Magnús lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands var hann ráðinn lögfræðingur Búnaðar- banka íslands frá 1. ágúst 1947 og aðallögfræðingur Búnaðarbank- ans til ársloka 1982. Magnús var félagslyndur maður og voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf. Hann var formaður í Starfsmannafélagi Búnaðarbank- ans 1953-1956 og formaður Félags bankalögfræðinga 1973-1974. Magnús var skarpur og snjall Iögmaður. Hann hafði oft á reiðum höndum einfaldar lagaskýringar á latínu, þar sem birtist kjami flók- inna lagaskýringa. hann hafði mik- inn áhuga á þjóðfélagsfræðum og flutti oft erindi um þau á fundum. Hann var músíkalskur maður og hafði unun af að hlusta á tónlist, einkum var hann mikill aðdáandi Richards Wagners og ópera hans. Taldi þær hámark fegurðar. Hann var höfðingi heim að sækja og gestrisinn. Hann var góður dreng- ur. Við vinir hans munum sakna hans mjög og harma lát hans. Bless- uð sé minning hans. Eiginkona Magnúsar er Sigrún Júlíusdóttir, yfirvélstjóra Ólafsson- ar og konu hans, Elínborgar Krist- jánsdóttur. Böm Magnúsar og Sigr- únar eru Júlíus Kristinn, lögfræð- ingur Eskifirði, Jóhanna Kristín, búsett í Svíþjóð, Sigrún bókasafns- fræðingur, bókavörður við Háskóla- bókasafnið á Akureyri og Elín myndlistarmaður. Ég sendi Sigrúnu og börnunum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar H. Blöndal. Þegar ég kynntist Magnúsi og Sigrúnu konu hans fyrst fyrir tæp- um 10 ámm, er við urðum nágrann- ar, þá var ég 4 ára en hann 61 árs. Það er ekki oft sem fullorðinn maður vingast svona við barn eins og Magnús gerði við mig. Og allt frá fyrstu kynnum okkar talaði hann við mig eins og jafningja. Ég byijaði strax að venja komur mínar til þeirra og heimsóknunum fjölgaði með ámnum. Enda leið mér alltaf mjög vel í návist þeirra hjónanna. Ein af ástæðunum fyrir þeirri vellíð- an var sú að ég fann alltaf fyrir trausti þeirra á mér. Þau voru allt- af viss um að ég gæti gert allt það sem ég tók mér fyrir hendur. Og studdu mig alltaf í öllu sem ég gerði. Magnús átti engan sinn líka. Hann var einn besti maður sem ég hef nokkm sinni kynnst. Ég á eftir að sakna Magnúsar og ánægjulegr- ar návistar við hann mikið. Ég sendi konu hans Sigrúnu, börnum þeirra Júlíusi, Jóhönnu, Sigrún og Elínu, bamabörnum og öðmm aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Óli. Það er talsverður mælikvarði á það hvort látins manns er saknað, ef eftirlifendum fínnst þeir eiga eitthvað vantalað við hann að leið- arlokum. Þannig er mér innanbijósts við fráfall starfsfélaga míns og yfir- manns um árabil, Magnúsar Fr. Ámasonar hæstaréttarlögmanns. Magnús var fæddur á Akureyri 5. júní 1921, sonur hjónanna Áma Bergssonar pósts- og símastjóra á Ólafsfirði, sem einnig rak þar verzlun og útgerð, og Jóhönnu Magnúsdóttur. Magnús átti auðvelt með nám. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1941 og lögfræð- ingur frá Háskóla íslands 1947, hvort tveggja með góðri fyrstu einkunn. Magnús mun ekki hafa hugsað til framhaldsnáms en var fljótlega ráðinn lögfræðingur Búnaðar- banka íslands, síðan aðallögfræð- ingur og gegndi því starfi til árs- loka 1982. Þórunn Sveinbjöms- dóttir — Minning Fædd 11. febrúar 1904 Dáin 12. júní 1992 Þómnn Sveinbjömsdóttir lést í Seljahlíð 12. júní sl., 88 ára að aldri, eftir stutta legu, en fram að því var hún tiltölulega hress og em eftir aldri. Þómnn fæddist á Hámundarstöð- um í Vopnafirði 11. febrúar 1904 og ólst upp í stómm systkinahópi. Eftirlifandi em nú tvær systur, Margrét, sem býr á Akureyri, og Ingibjörg, sem býr á Möðruvöllum í Kjós. Þómnn fluttist til Hvamms- tanga ung að aldri og bjó þar hjá frændfólki sínu í Vertshúsinu þar sem hún vann öll þau störf sem til féilu. Síðar fór hún til Reykjavíkur og lærði þar saumaskap og vann við það starf í nokkur ár. Síðar á ævinni fór hún aftur norður í Húna- vatnssýslu og gerist ráðskona á Búrfelli í Miðfirði, en síðustu 30 æviárin var hún búsett í Reykjavík og var lengst af við ræstingarstörf á Hótel Borg jafnframt því sem hún var ráðskona hjá Gísla Sigurðssyni á Óðinsgötu 16. Eftir að Gísli lýst bjó Þómnn á Hofteigi 18, þar sem hún hélt heimili með Helgu Jóns- dóttur sem þar bjó. Urðu þær nán- ar og góðar vinkonur og bjuggu saman meðan heilsa beggja leyfði. Þómnn eignaðist einn son, Sig- urð Karlsson, og þannig tengdist hún okkur að hún var stoð og stytta barnabama sinna og fjölskyldna þeirra. Frá því við hjónin hófum búskap hefur Þómnn verið okkur íjölskyldunni nátengd og viljum við með þessum línum minnast hennar. Alla sína ævi hafði Þómnn það að leiðarljósi að hugsa vel um afkom- endur sína og bera hag þeirra fyrir bijósti. Hún fylgdist náið með upp- vexti bamanna í fjölskyldunni og það var ómétanlegt að eiga hana að. Hún var boðin og búin að rétta hjálparhönd, gleðja og gefa af litl- um efnum. Þómnn var af þeirri kynslóð sem lét velferð annarra sitja í fyrirrúmi. Þannig átti hún það til að gefa öðmm þær gjafir sem henni vom gefnar, en láta sér í staðinn nægja það sem hún hafði átt fyrir. Lífsbarátta Þómnnar var áreið- anlega oft hörð þar sem hún var einstæð móðir sem varð að vinna mikið til að sjá sér og syni sínum farborða, en aldrei heyrðist hún kvarta yfir hlutskipti sínu, þvert á móti hún tók því sem að höndum bar með stóískri ró sem ekkert virt- ist hagga. Þórunn sá sér og sínum vel farborða og var alla tíð sjálfri sér nóg og miðlaði öðmm af því sem hún vann sér inn. Þannig nutu bamabörn hennar samvista við hana þegar hún var ráðskona í sveitinni og þau dvöldu hjá henni sumarlangt. Að fara í sveitina var fastur liður á hveiju vori þegar. barnabörnin vora ung. Þar liðu ánægjustundir æskunnar og þar kynntust þau gömlum og nýjum Hann fékk jafnframt heimild til sjálfstæðrar málflutningsstarf- semi. Hilmar Stefánsson bankastjóri, sem réði hann til starfsins setti honum þessa lífsreglu. „Þú ert hnífurinn sem á að bíta.“ Þessari bendingu gleymdi Magnús aldrei. Hann fékk á sig hörkuorð í inn- heimtum, einkum framan af áram. Kaupmannssonurinn frá Ólafs- firði var alinn upp í andúð á van- skilamönnum og eina tegund van- skilamanna var honum fyrirmunað að skilja, það vom þeir sem gáfu út innistæðulausa tékka og höfðu ekki rænu á að greiða þá. Magnús hafði verið keppnismað- ur í íþróttum á yngri áram m.a. verið Islandsmeistari í svigi 1939, en nú fékk keppnisskapið útrás í innheimtustörfunum. Hann mun hafa verið með ötulustu starfs- mönnum bankans meðan hann var í broddi lífsins. Eftir því sem hann kynntist fleira fólki og mismunandi aðstæð- um þess betur mildaðist hann og ef hann vissi af eymd einhvers staðar í garði stóð ekki á honum að sýna lipurð. Magnús mun ekki hafa verið sérstaklega félagslyndur maður, en þó tók hann að sér að vera for- maður í starfsmannafélagi Búnað- arbankans árin 1953-56 og í Félagi bankalögfræðinga 1973-74. Hann mun einnig hafa lagt dijúgan skerf til starfsemi Odd- fellow-reglunnar, en því eru aðrir færari um að lýsa en ég. tíma. Amma var alltaf til taks og vakti yfir velferð systkinanna. Hún kenndi þeim ýmislegt sem hefur haldist æ síðan. Hún kenndi þeim að pijóna, sauma út, stoppa í sokka og að festa tölur. Hún kenndi þeim nægjusemi og það lífsviðhorf að bera virðingu fýrir hveijum hlut, og öllu sem lífsanda dregur. Amma var alveg sérlega hæg og rólynd kona en þegar henni var misboðið á einhvem hátt sem kom nú nokkuð oft fyrir eins og gengur með krakka, þá lét hún vita af því að svona væri ekki sæmandi að haga gerðum sínum. Amma tók lífinu eins og það kom fyrir með kostum þess og göllum og hafði það að leið- arljósi að treysta á Guð sinn sama á hveiju gekk. Eitt var það sem Magnús var áhugamaður um laxveiði eins og fleiri góðir íslend- ingar, en meiri áhuga hafði hann þó á tónlist og eignaðist gott plötu- safn. Eftirlætis tónskáld hans var Richard Wagner, en auðvitað voru fleiri meistarar í safninu. Eftir því sem hann þurfti að sjá á eftir fleiri samferðamönnum sín- um yfir landamærin miklu hafði hann minni tíma til að fylgja þeim til grafar, en setti í þess stað Ero- icu Beethovens á fóninn og mundi mörgum finnast það viðeigandi í dag. Ég sem þetta rita, átti nokkrar yndisstundir á heimili hans og frú Sigrúnar að hlusta á klassíska tón- list og vil nú þakka þær að skilnaði. Mér er nær að halda að Magnús hafi ekki haft vemlegan fræðileg- an áhuga á starfsgrein sinni lög- fræðinni, en á síðari árum hneigð- ist hugur hans að sagnfræðilegum efnum, einkum sögu íslands á 19. öld og sögu Reykjavíkur, en á því sviði gat hann gert mér og öðram skömm til sem þóttumst vera sæmilegir sögumenn. Ef ég á að reyna að lýsa pers- ónuleika Magnúsar Fr. Árnasonar eins og hann kom mér fyrir sjónir vil ég helst nefna það, að hann var í vemnni viðfelldinn maður og vin- ur vina sinna. , Hann var einstaklingshyggju- maður og hirti ekki um að laða ókunnuga að sér og reyndi heldur ekki að þrengja sér inn á aðra. Hann hafði getað tekið sér í munn enska orðtakið „live and let live“, en hann var samt næmur fyrir vin- áttu manna. Hann var áreiðanlega trú- hneigður maður, en lét illa að ræða trúarleg efni. Magnús eignaðist ágaeta konu, Sigrúnu Júlíusdóttur Kr. Ólafsson- ar yfirvélstjóra í Reykjavík og eignuðust þau fjögur böm: Júlíus Kristinn lögfræðing, sem var kvæntur Önnu K. Torfadóttur bók- asafnsfræðingi, Jóhönnu Kristínu, sem gift var Lofti Hlöðver Jóns- syni, nú Arnari Gylfasyni, Sigrúnu bókasafnsfræðing, gifta Jóni Jó- hannssyni efnaverkfræðingi og Elínu myndlistarkonu, sem er ógift. Ég vil að síðustu óska þessum fomvini mínum allrar blessunar á nýjum brautum og eftirlifandi konu og bömum alls velfamaðar um ókomin ár. Þórarinn Árnason. amma kunni öðmm betur, en það var að sauma og sá hún til þess að þessi stóri hópur barnabarna væri alltaf þokkalega til fara. Eitt sinn þegar hún var að sauma stutt- buxur á bræðurna Helga og Þóri þegar þeir voru 5 og 6 ára, spurðu þeir hana hvort ekki væri hægt að hafa á þeim rassvasa, sem var tákn karlmennskunnar á þeim ámm. Amma gaf nú ekkert út á þess konar fyrirtekt, en þegar buxurnar vom tilbúnar og vom vígðar, komu í ljós þessir líka fínu rassvasar og færðust þá gleðibros yfir andlit strákanna. Svona gat hún amma uppfyllt þarfir manns á þessum árum æskunnar og hún hélt því áfram æ síðan eftir bestu getu. Eftir að Þómnn flutti til Reykja- víkur voru barnabörnin oft hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Eftir að þau voru orðin fullorðin nutu þau gestrisni hennar og gjaf- mildi. Oft var glatt á hjalla hjá henni í jólaboðum og á afmælum og stórhátíðum þegar þessi stóri hópur safnaðist saman. Þegar við hittum hana eina sagði hún okkur gjarnan sögur frá bemskuárunum og rifjaði upp vináttu- og fjölskyldu- bönd. Þannig fræddi hún yngri kyn- slóðina um lífshætti sem nú em horfnir. Síðustu tvö árin bjó Þómnn í Seljahlíð og þar fór vel um hana. Við fæmm starfsfólki og vinum hennar þar þakklæti fyrir. Þórunni kveðjum við með söknuði og þökk- um henni fyrir allar þær ánægju- stundir sem við áttum með henni og tölum þar fyrir munn allra barnabarna og fjölskyldna þeirra. Sigurður Þórir Sigurðsson, Sigrún Ágústsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.