Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 21 DÝRAR SÆTTIR eftir Ólínu Þorvarðardóttir Þá er afstaðið eitt erfiðasta átakaþing Alþýðuflokksins í sjötíu og sex ára sögu hans. Ekki ein- göngu vegna þess að það er næð- ingssamt á toppnum þar sem for- ystan situr, heldur og vegna þess að svörðurinn er illa farinn undan hörðum vetri og pólitísk gróska á erfitt uppdráttar - einkum nýgræð- ingurinn. Það gekk því illa að ná sáttum á flokksþinginu um nokkur grund- vallaratriði á borð við þjónustu- gjöld og einkavæðingu. Svo mjög var mönnum í mun að halda sínum hlut í fjölmiðlum að þær málamiðl- anir sem gerðar voru um orðalag og innihald dugðu ekki lengur en til næsta dags. En þá var stríðs- hanskanum kastað á ný, og þar með fauk „sáttin" í bankamálinu. „Hvað er eiginlega að gerast í þessum flokki?“ spurði sú hin mæta framsóknarkona móðir mín, er hún virti mig fyrir sér á öðrum degi þingsins: „Er flokkurinn margklofinn?“ Mér vafðist tunga um tönn eitt andartak en eftir svo- litla umhugsun datt ég niður á svarið sem ég held að sé sannleik- anum samkvæmt: „Það er ekki flokkurinn sem er klofinn - það er forystan. Alþýðu- flokkurinn er heilsteyptur flokkur sem geldur þess að gera ekki upp á milli ólíkra forystumanna. Hjarta flokksins slær með Jóhönnu en hugsun hans vinnur með Jóni. Innst inni eru alþýðuflokksmenn sammála - en þeir gjalda þess að vera dregnir í dilka þar sem ekki er gerður greinarmunur á mönnum og málefnum. Persónulegar vær- ingar setja svip sinn á málefna- starf og menn eru að örmagnast á haldlitlum málamiðlunum." Móð- ir mín spurði einkis frekar en bætti við: „Þú þarft að hvíla þig, elskan.“ Sameiningardraumar gærdagsins í framhaldi af þessu samtali okkar mæðgna fór ég að hugsa um allar þær sviptingar sem orðið hafa þau tvö ár sem liðin eru frá því ég gekk í Alþýðuflokkinn. Þá hafði flokkurinn verið í ríkisstjórn frá 1987, fyrst undir forsæti sjálf- stæðismanna - sú stjóm sprakk á miðjum spretti - þvínæst undir for- ystu framsóknarmanna. Á ýmsu hafði gengið í þjóðmálum: Erfið- leikar í atvinnulífi, einkum sjávar- útvegi, versnandi þjóðarhagur og átök á vinnumarkaði. Þó náðist sá ávinningur í tíð síðustu ríkisstjórn- ar að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. Þar með var fengin varan- legasta kjarabótin sem langþreytt- um launþegasamtökum hefur hlotnast um áratugaskeið. Margvísleg gerjun hafði sam- hliða verið að eiga sér stað í stjórn- málum. Flokksþingið 1990 var átakaþing. Þar ríkti spenna<6g eft- irvænting, en um leið léku ferskir vindar um sali. Félagshyggjufólk um land allt renndi vonaraugum . til Alþýðuflokksins sem þá hafði skömmu áður boðað þeim fagnað- arerindið um sameiningu íslenskra jafnaðarmanna. Byggðakosningar voru nýafstaðnar með góðum árangri fyrir flokkinn, ekki síst í Reykjavík. Þar hafði Álþýðuflokk- urinn stigið stórt skref með aðild sinni að Nýjum vettvangi, óflokks- háðum lista sem hlaut 14,8% at- kvæða og tvo borgarfulltrúa. I fjóra áratugi hefur Alþýðuflokkur- inn aldrei verið jafn sterkur í reyk- vískri byggðapólitík ef frá er talinn tími vinstri meirihlutans 1978- 1982 en þá hlaut flokkurinn 13% fylgi og tvo borgarfulltrúa. Var að furða þótt vonir glæddust um að Alþýðuflokkurinn yrði leiðandi afl í sameiningu íslenskra jafnað- armanna sem svo marga dreymir um? Skjótt skipast veður í lofti Nú eru liðin tvö ár og margt hefur breyt. Alþýðuflokkurinn er ekki lengur í samstarfi við aðra félagshyggjuflokka í ríkisstjórn. hann er genginn til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn í tveggja flokka stjórnarsamstarfi sem styrr hefur staðið um frá upphafi. íslenskir jafnaðarmenn eru margir hveijir ráðvilltari en fyrr, og sameining þeirra í eina stóra breiðfylkingu undir forystu Alþýðuflokksins verður að bíða enn um sinn. Deilur um tilurð ríkisstjórnar- innar, áherslur hennar og for- gangsröðun hafa sett mark sitt á Alþýðuflokkinn. Þegar hinn marg- umræddi niðurskurður dundi yfir á haustdögum hrukku flokksmenn upp við vondan draum og beindu spumaraugum til þingliðs og for- ystu. Nokkrir flokkstjórnarmenn óskuðu eftir sérstökum flokk- stjórnarfundi í vetrarbyijun til þess að ræða við forystuna um orð og efndir. Elstu og mætustu flokks- menn höfðu þar á orði að þá skorti vopn og veijur til þess að standast gangrýni og veija þessa sömnu forystumenn á vinnustöðum og víðar. Þessari umræðu var illa tek- ið- og formaður flokksins lýsti því yfir að fundinum loknum að hann hefði naumlega staðið af sér illa „aðför“. Setti nú kuldahroll að mönnum. Viðbrögðin við þeirri umræðu sem kölluð var fram á haustdögum sýndi að foringjarnir höfðu fjarlægst sitt eigið lið, þeim Ólina Þorvarðardóttir „Þar var þeim harðlega refsað sem gagnrýnt höfðu framgöngu flokksins í ríkisstjórn. Málsvarar félags- hyggju og velferðar sem höfðu starfað vik- um saman í aðdraganda þingsins og orðið ofan á í málstofum þess - fengu að greiða sinn toll.“ hafði láðst að færa fótgönguliðun- um vopnin í hendur - og sú hefur reyndin verið nú um nokkra hríð. Dýrar sættir Á sama tíma hafa skammirnar dunið á þeim sem hafa leyft sér að efast um þá stefnu sem flokkur- inn hefur tekið í stjórnarsamstarf- inu. Gagnrýnendur innan flokksins hafa verið sakaðir um sviksemi - sakaðir um heimsku og lýðskrum - illar hvatir í garð forystumanna flokksins; sakaðir um að taka und- ir með óábyrgri stjórnarandstöðu og hýða sitt eigið fólk að ósekju. Ótíndir leigupennar - sem starfa við málgögn annarra flokka hafa verið virkjaðir til þess að ráðast með svívirðingur á nafnþekkta flokksmenn; menn sem hafa ekki annað til saka unnið en að vilja vernda hið viðkvæma fjöregg Al- þýðuflokksins: Verlferðarstefnuna; frelsis- og jafnaðarhugsjónina. Þannig var staðan þegar alþýðu- flokksmenn gengu til 46. flokks- þings, þar sem dragsúgur næddi um dyragættir og rauðar rósir dijúptu höfði. Þar sem menn stóðu frammi fyrir áleitinni umræðu um gildi og markmið jafnaðarstefn- unnar í bráð og lengd. Þar sem tekist var á um málefni ... og menn, því það var kosið um fleira en stefnuskrána. Þar var þeim harðlega refsað sem gagnrýnt höfðu framgöngu flokksins í ríkisstjórn. Málsvarar félagshyggju og velferðar sem höfðu starfað vikum saman í að- draganda þingsins og orðið ofan á í málstofum þess - fengu að greiða sinn toll. Þegar kom að kjöri í fram- kvæmdastjórn og flokksstjórn spruttu sendisveinar formannsins úr sætum og dreifðu „línunni“ líkt og hveiju öðru þingskjali. Þar gaf að líta „reikningsskií“ málefna- starfsins: Listann yfir þá útvöldu. Af þijátíu fulltrúum sem kjörnir voru í flokksstjórn náðu einungis sjö konur kjöri. Verkalýðsarmurinn náði engum fulltrúa í framkvæmd- astjórn, mætir sveitarstjórnar- menn féllu út úr flokksstjórn og Kópavogsmenn - gestgjafár þings- ins - fengu þar engan fulltrúa. Flestir hinna útvöldu náðu hins- vegar kjöri - ásamt fáum en sterk- um einstaklingum sem sáu á fleti fyrir og varð ekki haggað. Hinir sem ekki gættu sín voru hinsvegar kramdir undir fargi hinnar svoköll- uðu málamiðlunar, og þeir voru margir. Þarna tókust dýrar sættir... sem héldu í fimmtán klukkustundir. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 simi 91-674000 Ferðaáætlun okkar: 20.06 laugardag Fáskrúösfjörður viö Shell frá kl. 10.30-12.30 Breiðdalsvík viö Kaupfélagiö frá kl. 14.00-15.30 Stöövarfjörður við Hótel Bláfell frá kl. 17.00-18.00 21.06 sunnudag Seyöisfjöröur viö Heröubreiö frá kl. 10.30-12.00 Egilsstaöir við Esso skálann frá kl. 13.30-17.30 22.06 mánudag Neskaupstaöur við Shell frá kl. 17.00-18.30 Eskifjörður við Shell frá kl. 20.00-21.00 23.06 þriðjudag Reyðarfjörður Lykill Sýning og reynsluakstur reynsluakstur á Nissan Patrol Nissan Terrano Nissan Primera Nissan Sunny 4WD Subam Legacy Arctic Edition NISSAIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.