Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Ráðstefna um nýja fiskveiðistefnu LANDSFUNDUR og framhaldsstofnfundur Félags um nýja sjávarút- vegsstefnu verður settur nk. laugardag, 20. júní kl. 13.30 í fundar- sal íþróttasambands íslands (við hlið Laugardalshallar) og lýkur síðdegis á sunnudag. Hluti hópsins sem tekur þátt í sýningunni Dans-List ’92. Átta dansverk sýnd í Borgarleikhúsinu ÞRJÁTÍU manna danshópur mun laugardaginn 20. júní frumsýna átta dansverk eftir níu danshöfunda, undir heitinu Dans-List ’92, á Litla sviði Borgarleikhússins. Þarna verða sýndar hinar ýmsu ólíku dansstefnur t.d. nútímadans, klassískur dans, jazzdans, fla- mengo dans o.fi. Áætlaðar eru sýningar á döns- unum 20. júní, 21. júní, 24. júní, 25. júní, 26. júní og síðasta sýning 27. júní. Þátttakendur í sýningunni eru bæði tví- og ferfætlingar. Til- gangur er sá að auka áhuga al- mennings á dansi og kynna hinar ýmsu dansstefnur. Auk þess er þetta kynning á þeim níu danshöf- undum sem fæstir hafa samið dansverk fyrir leikhús. Allar sýn- ingar hefjast kl. 20.30. Frá opnunarveislu á myndverkum Hauks Dórs. Á laugardeginum frá kl. 16.15- 19.00 gengst félagið fyrir ráðstefnu á sama stað um málefni sjávarút- vegsins undir fyrirsögninni: Mistök í fiskveiðistjóm. Frummælendur verða: Guðfmnur Sigurvinsson sem ræðir um áhrif kvótakerfísins í Keflavík, Óskar Þór Karlsson: Nú- verandi fiskveiðilög - markmið þeirra og framkvæmd, Kristinn Kl. 14.15 verður svo fýrsta nátt- úruskoðunarferð sumarsins. í þetta sinn verður hugað að fuglum. Leið- beinandi verður Erling Ólafsson sérfræðingur á Náttúrufræðistofn- un. Farið verður af stað frá skemm- unni, sem er spölkorn fyrir norðan Viðeyjastofu. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu kl. 14.00-16.30. Bátsferðir verða á klukkutíma fresti frá kl. 13.00-17.30 á heila tíman- um úr Klettsvör við Sundahöfn og á hálfa tímanum úr Bæjarvör í Við- ey- Sunnudaginn 21. júní kl. 15.15 verður staðarskoðun. Hún hefst með því að kirkjan verður skoðuð Samsýning í Geysishúsinu í GEYSISHÚSINU, Vesturgötu 1, er hafin samsýning á vegum Loftárásar á Seyðisfjörð á verk- um fimm listamanna, þeirra Ivars Kristjánssonar, Jóns Sæ- mundar, Gunnars Víglundsson- ar, Samsonar og Victors G. Cilia. Sýningin stendur til 28. júní og er-opin daglega frá kl. 8 til 20. Chigaco Beau Chicago Beau leikur á Jazz Dagana 19., 20. og 21. júní mun blúsarinn Chigaco Beau leika fyrir gesti veitingahússins Jazz í Ármúla 7. Tónlistin er kennd við „soul“. Einnig mun blús-píanistinn Pinetop Perkins leika af fingrum fram fyrir matargesti. Pétursson: Nýtings fiskstofna og tillögur Hafrannsóknastofnunar og Guðmundur J. Guðmundsson: At- vinnuleysi og fijálsar umræður. Ráðstefnunni lýkur kl. 19.00 og er hún öllum opin. Dagskrá fundarins í heild er nánar auglýst í dagblöð- um. Skrifstofa félagsins er á Suður- landsbraut 12, Reykjavík. en síðan verður gengið um Viðeyj- arhlöð, fomleifagröfturinn skoðað- ur, sagan rifjuð upp og sagt verður frá því helsta sem fyrir augu ber í eynni og í nágrenni hennar. Kaffi- sala og bátsferðir verða með sama hætti og á laugardag. í kjallara Viðeyjarstofu hefur nú verið sett upp ný sýning á munum, sem fundist hafa við fomleifaupp- gröft í eynni. Haukur Dór sýnir í Munaðarnesi VEITIN G AHÚ SIÐ í Munaðar- nesi í Borgarfirði hélt opnunar- veislu á myndverkum Hauks Dórs laugardaginn 6. júní sl. og var sumardvalargestum og íbú- um á nærliggjandi stöðum boðið til veislu. Sýningin verður opin á sama tíma og veitingahúsið og mun standa yfir í allt sumar eða til 15. septem- ber. Vertar í Munaðarnesi munu einn- ig standa fyrir annars konar uppá- komum í sumar og má þar nefna tónlistarkvöld þar sem meðal ann- ars munu mæta á staðinn, Megas, Valgeir Guðjónsson o.fl. Þessi tón- listarkvöld verða ávallt á laugar- dögum og er aðgangur ókeypis. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þórð- MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Sveinbirni Björnssyni háskóla- rektor: „í tilefni fréttar á Bylgjunni í hádegi 15. júní sl. skal það leiðrétt að ákvörðun um að taka nýja nem- endur inn í framhalds- eða viðbót- amám er í höndum deilda og náms- brauta. Rektor hefur beint þeim tilmælum til deilda og námsbrauta að „taka aðeins inn nýja nemendur í framhalds- og viðbótamám að ur Kristjánsson, umsjónarmaður í Munaðarnesi (borgarstjórinn), Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, vandlega yfirlögðu ráði og því að- eins að fjárveiting sé tryggð“. Enn hefur engin þeirra ákveðið að taka ekki inn nemendur. Viðskipta- og hagfræðideild hefur hins vegar ákveðið að hún muni taka nýja nemendur í meistaranám í hag- fræði á komandi hausti. Háskólinn er að leita leiða í sam- ráði við stjórnvöld til áð leysa þann fjárhagsvanda sem við blasir. Sparnaðaraðgerðir sem þegar hafa verið ákveðnar koma að mestu fram á komandi hausti, þar sem Magnús Ingi Magnússon veitinga- maður (vert) og Haukur Dór lista- maður. kennsla á vormisseri var þegar bundin í upphafi ársins.“ -------» ♦ ■♦-------- ■ ÚT ER kominn hljómdiskur sem ber heitið 2603 og inniheldur hann 14 lög með hljómsveitinni Todmo- bile . Af þessu tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í samkomuhúsinu Tveir vinir í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast tónleik- arnir rétt fyrir miðnætti. Diskurinn er tvískiptur þar eð 10 lög eru af tónleikum en 4 splunkuný og hljóðrit- uð í hljóðveri. Ungmennafélag Staðarsveitar: 80 ára afmæli félagsins UNGMENNAFÉLAG Staðarsveit- ar efnir til hátíðarhalda í tilefni af 80 ára afmæli félagsins laugar- daginn 20. júní og hefjast þau kl. 13.00 með vígslu nýs íþróttavallar. Að vígslunni lokinni er hátíðar- samkoma í félagsheimilinu á Lýsu- hóli. Allir gamlir félagar Ungmenna- félags Staðarsveitar og velunnarar þess fyrr og nú eru sérstaklega vel- komnir til þessa hátíðarhalds. Málverka- sýning á Stokkseyri SIGURBJÖRN Eldon Logason opnar myndlistarsýningu í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri laugardaginn 20. júní. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 14-22. Áður hefur Sigur- björn haldið sex einkasýningar og eina samsýningu. ---♦ ♦ ♦--- Alþýðuflokkurinn: Ólína náði ekki kjöri í flokksstjórn ÓLÍNA Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, náði ekki endurkjöri í flokksstjórn Alþýðu- flokksins á flokksþinginum um seinustu helgi. Fékk hún 69 at- kvæði og lenti í 15. sæti varafull- trúa í flokksstjórn en alls greidddu 236 atkvæði við kosning- arnar. Flest atkvæði hlutu Kristján L. Möller samtals 168 atkvæði, Hörður Zóphaníasson 142 og Jón Karlsson 142. Aðrir sem hlutu kosningu í flokksstjóm voru: Guðmundur Ein- arsson 136 atkvæði, Guðmundur Ámi Stefánsson 136, Hervar Gunnarsson 135, Lára V. Júlíusdóttir 135, Jóna ósk Guðjónsdóttir 129, Ragna Berg- mann 127, Bjarni P. Magnússon 126, Jón Sæmundur Siguijónsson 121, Valgerður Gunnarsdóttir 120, Árni Gunnarsson 119, Guðfinna Vigfús- dóttir 119, Magnús Jónsson 117, Björn Friðfinsson 115, Finnur Birgis- son 115, Gylfi Þ. Gíslason 115, Stein- dór Karvelsson 115, Guðfinnur Sigur- vinsson 112, Guðríður Elíasdóttir 111, Haukur Helgason 109, Stefán Gunnarsson 105, Stefán Friðfmnsson 103, Tryggvi Gunnarsson 99, Ingvar Viktorsson 97, Ragnheiður B. Guð- mundsdóttir 97, Gísli Á. Gunnlaugs- son 96, Cecil Haraldsson 93 og Þórar- inn Tyrfingsson 91 atkvæði. Messugjörð og fuglaskoðunarferð MESSAÐ verður laugardaginn 20. júní i tengslum við Jónsmessuhá- tíð Viðeyingafélagsins. Viðeyingar aðstoða við messuna, Dómkórinn syngur, organisti verður Marteinn H. Friðriksson, en sr. Þórir Steph- ensen prédikar og þjónar fyrir altari. Allir eru velkomnir til messu- gjörðarinnar. Athugasemd frá háskólarektor SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Þessa helgi bjóðum við fjallarifs í pottum á kr. 150,- Verð áður kr. 310,- Þrautreyndur í limgerði. Tilboðið gildir frá föstudegi til sunnudags fyrir sérmerktar plöntur meðan birgðir endast. Fossvogsbktti 1, fyrir néban BorgarspítaUinn, sími 641770, beinn sími söludeildar 641777. Söludeildin er opin í dag til kl. 19 ogunt helgina frá 9-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.