Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Erik Andreasen prófessor — Minning Málverkasafnarinn, patalogen, prófessorinn dr.med. Erik Andrea- sen í Lyngby er látinn, 83 ára gam- all. Hann var formaður Kunstforen- ingen í þeim skemmtilega bæ, Lyngby, og var driffjöðrin í menn- ingar- og listalífmu þar í bæ. Erik Andreasen sagði alltaf að lífið væri það dásamlegasta. Hann var einhver mesti listunnandi sem ég hef þekkt á lífsleiðinni og stórbrotinn persónu- leiki en þó svo alþýðlegur í viðmóti eins og hann væri búinn að gleyma öllum sínum lærdóm og frægð í læknisfræði. Hann kom fram við listamenn af auðmýkt og á jafnræð- isgrundvelli. Hann elskaði mest list og svo þessa litlu fiðurfugla, dúfur, sem hann sendi með bréf um listina hvert sem honum sýndist. Ég kynntist fyrst þessum listhug- sjónamanni í Kaupmannahöfn 1986 þegar ég sýndi Pá Den Frie. Hann virtist hrífast af myndum mínum, var svo einlægur og hrifnæmur. Vin- ur minn Hinrik Vagn Jensen kynnti mig fýrir manninum. Síðan var ég boðinn heim til hans í Lyngby. Þar talaði hann mikið um list á íslandi, sagði að hún væri einstæð í Evrópu. Fædd 5. júlí 1947 Dáin 8. júní 1992 í gær var til moldar borin elsku- leg frænka mín, Viktoría A. As- mundsson, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, en hún lést 8. júní á heim- ili sínu, Ljósalandi 10 í Reykjavík, eftir harða baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Viktoría eða Viddý, eins og við ættingjar kölluðum hana, var fædd í Miðhúsum, Breiðuvík, 5. júlí 1947 og var því tæplega 45 ára þegar hún lést. Örlögin höguðu því svo að móðir Viddýar, Ása Georgsdóttir, fluttist á heimili afa og ömmu í Miðhúsum áður en Viddý fæddist ásamt eldri bróður hennar, Guðmundi sem er nú bóndi í Ytri-Tungu, Breiðuvík. Þarna í sveitinni undir Jökli ólst hún upp í faðmi móður sinnar, afa og ömmu við gott atlæti. Ég átti því láni að fagna að vera að hluta til líka alinn upp hjá afa og ömmu, því ungur var ég sendur þangað til sumardvalar. Spor okkar Viddýar lágu því mikið saman í uppvextinum. Hún var fremur rólynt barn og oft mikið inni við, sem kannski hefur stafað af því að hún var aldrei heilsu- hraust. Márgs er að minnst frá þessum árum, en áhugamál eitt sem við átt- um sameiginlegt er mér sérlega minnisstætt. Við héldum íjárbók- hald, í sitt hvora bókina skráðum við allar ær á bænum, hvenær þær báru, hversu mörgum lömbum, hve- nær féð var rúið og þar fram eftir götunum. Ef Viddý komst ekki í húsin fékk hún upplýsingar hjá mér og ef um allt þraut gátum við alltaf flett í stóru bókinni hans afa. Árin liðu hratt við leik og störf og fyrr en varði skildu leiðir. Vegna mikillar hvatningar móður sinnar og ekki síður ömmu, fór hún til Reykja- víkur í hjúkrunarnám. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Axel Bryde, og með honum eignaðist hún fjögur börn, Ásu Láru, Kristínu, Pál og Ingibjörgu. Elsta barnið Ása Lára lauk stúdentsprófi nú í vor og notaði Viddý sína síðustu krafta til að samgleðjast dóttur sinni á þessum tímamótum, sýndi hún þar aðdáun- arvert þrek, svo langt sem hún var leidd af þessum miskunarlausa sjúk- dómi. Þá fékk ég tækifæri til að hitta hana, en fátt hefur verið um sam- verustundir undangengin ár, þar sem ég bý á öðru landshorni. í útskriftarveislu Ásu Láru voru allir glaðir, en undir niðri vissum við að hveiju dró, og nú er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja frænku mína. Þrautir hennar eru nú á enda í lífi þessa heims, og Talaði mikið um þá ungu, virtist þekkja verk eldri meistara, svo sem Svavars Guðnasonar, Hjörvars, Jóns Stefánssonar og Jóns Engilberts og fleiri, þótt hann hafi aldrei komið til íslands. Hann þekkti alla lista- mann sem voru samtíðarmenn hans í París á hans lærdómsárum í læknis- fræði. Hafði keypt myndir eftir þá marga, svo sem Deyrolle, Dewans og fleiri sem hann keypti mikið af. Síðar safnaði hann Carl Henning Petersen og Heerup sem hann átti fullt hús af og garð. Það var hreint ótrúlegt hvað hann átti mikið af listaverkum. Þegar veggirnir og gólfin voru fullhlaðin setti hann myndir upp í loftið sem hann horfði á þegar hann lá á dívaninum og hvíldi sín lúnu bein. Erik Andreasen var harður á meiningu sinni að fá, eins og hann kallaði það, nýja ís- lenska list til Lyngby. Árið 1987 fékk ég bréf frá honum um að hann væri að koma til íslands með ráð- gjafa sínum fyrrnefndum, Henrik Vagn Jensen, vini mínum og miklum íslandsvini, til að velja ellefu málara og myndhöggvara til að sýna í Kunstforeningen í Lyngby og Sophi- sé til líf eftir þetta þá efast ég ekki um að afí og amma hafa tekið vel á móti henni, sem var mjög hænd að þeim. Viddý hafði á unglingsaldri tekið sér föðurnafn afa, og sýndi það dálæti hennar á honum. Ekki er hægt að ljúka þessum fátæklegu orðum mínum án þess að geta móður hennar, hvernig hún lagði sig alla fram til að gera dóttur sirini veikindin léttbærari með því að hafa börnin í sveitinni á sumrin, og nú að síðustu flytja sig suður til að hjálpa Axel við heimilisstörf og hjúkrun og hann hefur einnig þótt sýna mikið æðruleysi og umhyggju í þessum erfiðleikum. Að endingu vil ég og fjölskylda mín senda Axel, börnunum, Ásu og öðrum ættingjum okkar innilegstu samúðarkveðjur. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim og styrkja í þeirra miklu sorg. Jón Guðmundsson. enholm. Það þarf ekki að orðlengja það frekar. Þeir komu og heimsóttu marga unga íslenska málara. Það var gaman að sjá hvað þessi 75 ára gamli eldhugi var frískur og jákvæð- ur við að sjá verk þessara ungu lista- manna. Fljótur að ákveða sig, skarp- sýnn á það sem hann vildi sýna. Þegar hann og Hinrik Vagn voru búnir að ákveða níu málara og tvo myndhöggvara til að sýna endaði ævintýrið með því að Erik sagði og tilkynnti þeim öllum að það væri farmiði til reiðu fyrir alla og frír flutningur á verkunum við Eimskip til Danmerkur. Það vita síðan allir sem fylgst hafa með listinni hveijir hrepptu hnossið og voru við opnun í Sophienholm og Kgs. í Lyngby 9. og 10. september. Sátu síðan stór- veislur þar og heima hjá Erik Andre- asen og Áse konu hans. Ég held að það sé einstætt að standa þannig að verki af svo litlu fyrirtæki sem Kunstforeningen gerði að þessu sinni og er það stórhug Eriks og auðvitað stjórnar Kunstfor- eningen að þakka. Sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn bauð svo öllum til veislu sem var punkturinn yfir i-ið og Erik hélt þar stórkostlega ræðu svo og sendiherrann. Erik Andreasen er maður sem vert er að minnast. Það gera örugg- lega allir þeir sem tóku þátt í þessu ævintýri hér á íslandi og danskir og franskir listamenn sem enn eru ofan moldu. Ég sendi Áse Andreasen, eftirlifandi eiginkonu, og öllum að- standendum þessa hugljúfa manns samúðarkveðj ur. Danska þjóðin getur verið stolt af slíkum manni. Krísuvík, 8. júní 1992, Sveinn Björnsson. ' + 1 Frænka okkar, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR frá Skeggjastöðum, andaðist á Droplaugarstöðum 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 13.30. Vandamenn. t Útför bróður míns, STEFÁNS BORGFJÖRÐ PÉTURSSONAR, Þórólfsgötu 17a, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðsteinn Sigurjónsson. t Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför DAGRÚNAR JAKOBSDÓTTUR frá Hlið. Bryndís Alfreösdóttir, Steingerður Alfreðsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Ásta Alfreðsdóttir, Kristfn Alfreðsdóttir, Kristján Sigurbjarnarson, Valtýr Sigurbjarnarson, Áslaug Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Árni Sigurðsson, Ingvar Kárason, Arnór Friðbjörnsson, Benedikt Leósson, Guömundur Kristinn Bjarnason, Ólöf S. Valdimarsdóttir, Pálína Björnsdóttir, Kveðjuorð: * Viktorm A. Asmundsson 43 t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVANDÍSAR INGÓLFSDÓTTUR frá Björk, Akranesi, til heimilis í Skálagerði 7, Reykjavfk. Kristinn Aðalbjörnsson, Ingólfur Aðalbjörnsson, Rósa Hugrún Aðalbjörnsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR, Víðigrund 25, Kópavogi. Dagmar Clausen, Guðmundur Þórðarson, Margrét Linda Þórisdóttir, Þórður Þórðarson, Linda Leifsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Ragnar Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og hjálpsemi við andlát og útför ástkærs sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBJÖRNS JÓNS TÓMASSONAR stöðvarstjóra Atlantsflugs hf. í Keflavík, Snorrabraut 63, Reykjavfk. Ólafía Guðbjörnsdóttir, Heimir Guðbjörnsson, Þurfður B. Guðmundsdóttir, Rakel Guðbjörnsdóttir, Ólafur R. Guðmundsson, Elvar Guðbjörnsson, Cintia Borja og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð, hlý- hug og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, GUNNLAUGS GUNNLAUGSSONAR, Lambhaga 2, Selfossi. Sigrfður Ketilsdóttir, Erling Gunnlaugsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Ólafur (shólm Jónsson, Áskell Gunnlaugsson, Sesselja Óskarsdóttir, Eygló Gunnlaugsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS HJÁLMARSSONAR, Heiðargerði 80. Guðrún Fjóla Björgvinsdóttir, Ellý Vilhjálmsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Rósmary Vilhjálmsdóttir, Þórir Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS TEITSSONAR, deildarstjóra hjá Pósti og síma, Hófgerði 18, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa Davíð Kr. Jenssyni, Félagi ísl. símamanna, séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni, sóknarpresti í Kópavogi, og heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur öll. Sigurveig Þórarinsdóttir, Þórarinn Baldursson, María Loftsdóttir Sigurður Baldursson, Jóhanna Ingvarsdóttir, Gunnar Baldursson, Guðrún Reynisdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.