Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 BREMSU -DÆLUR -SLÖNGUR -SETT BORGARTÚNI 26 SÍMI 62 22 62 Sé(fC CLICK SKRIIFU- BITAHALDARI Bit Click er segulskrúfubita- haldari sem má setja á patrónu meö einu handtaki yfir borinn. Þægilegt og fljótlegt! Bit Click passar fyrir um 95% þeirra borvéla sem eru á markaðnum. Leitið upplýsinga! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUOURLANOSBRAUT 8, SÍMI 814670 Frelsi í sjávarútvegi - burt með miðstýringuna eftirÞóri V. Þórisson ogAlbert Gunnlaugs- son Frjáls veiðisókn hefur ríkt á ís- landsmiðum þar til nýlega. Við út- færslu landhelginnar í 200 mílur tóku íslendingar yfir stjórnun og eftirlit miðanna. Talið var að stærð þorskstofnsins dygði til að geta stundað ftjálsar veiðar án þess að gengið yrði á stofninn. Oeðlileg uppbygging fiskveiðiflotans með ríflegum lánveitingum, ríkisábyrgð og styrkjum leiddi til þess að flot- inn stækkaði úr hófí fram. Við vorum komin með allt of afkastam- ikinn flota miðað við afla. Þá fundu stjórnvöld upp ýmiss kerfi til að takmarka sóknina: skrapdagakerfi, sóknarmark og að lokum aflamark. Flotinn minnkaði því ekki, frekar að afkastagetan ykist við þessar kringumstæður. En þá kom fram kvótakerfið í núverandi mynd, þar sem fyrirfram ákveðnu aflamarki var skipt á milli þeirra sem stunduðu útgerð á þeim tíma, bæði á arðbæran og óarðbær- an hátt. Hugmyndin þróaðist út í það að þeir hæfari keyptu smám saman þá óhæfari út. Þarna var kominn þægilegur útvegur fyrir fúskara, þeim hafði áskotnast gífurleg eign úr engu og var gull- trygging þeirra ef þeir nú ákváðu að hætta. Þetta viljum við kalla „frjálshyggju í vemduðu um- hverfi“. Ríkisstjómin gleypti við kvótakerfínu þar sem það er kjörið hagstjórnartæki, vitað er fyrirfram hve mikið mun veiðast og hægt er að setja afraksturinn beint inn í fjárlögin (og eyða honum fyrir- fram). Siðferðisbrestur kvótakerfisins Kvótakerfið veitir takmörkuðum hópi aðila veiðiheimildir sem eru framseljanlegar eins og hveijar aðrar eignir, og um leið útilokar aðra frá veiðum nema gegn því að kaupa til þess réttinn af hinum fyrrnefndu háu verði. Fyrir tíð kvótakerfisins seldi fyr- irtæki sem hætti útgerð skip sitt og veiðarfæri upp í skuldir. Nú bætist þar að auki við verðmæt eign sem er kvótinn, sem fyrirtæk- ið fékk fyrir ekki neitt. Fylgismenn kvótakerfísins segja að þetta verðr arðurinn af hagræðingunni sem næst með kvótakerfínu. Arðurinn af fískveiðum mun lenda hjá þeim sem fengu kvótann endurgjalds- laust. Réttlætiskennd og almenn skyn- semi segja manni að verðmæti geti ekki skapast úr engu. Siðferði þró- ast og mótast eftir eigin lögmálum líkt og tungumál. Siðferðismat hins íslenska fískimannaþjóðfélags verður ekki breytt með lögum. All- ir hafa átt rétt á að stunda fískveið- ar, allt sem þurfti til var skip og veiðarfæri. Þessi réttur til veiða hefur nú verið skilgreindur sem eign. Þjóðin öll á fískinn í sjónum, en aðeins fáir eiga réttinn til að stunda veiðar. Sú staða getur skap- ast að þessi réttur safnist á fárra manna hendur og hvar stöndum við þá. Gallar kvótakerfisins Kvótakerfíð miðast við stöðugar aðstæður. Gengið er út frá ákveðn- um heildarkvóta sem fastri stærð. Einstaka kvótar eru líka fastar stærðir, þ.e. ákveðinn tonnafjöldi. Hagræðingin sem fylgismenn kvótakerfísins benda á er sú að fyrirfram sé vitað hversu mikið á að veiða á árinu. Afköst skipa fyrir- tækisins eru þá miðuð við það og hámarkshagkvæmni næst. En þetta er ekki svona einfalt. Afla- magnið í hafinu er breytilegt ár frá ári og virðist vera að miklu Ieyti háð náttúruskilyrðum. Reikna má með því að heildarkvótinn breytist sífellt milli ára, og einstaka kvótar hlutfallslega. Með kvótakerfinu losna menn því ekki við þá óvissu sem hefur fylgt því að veiða físk. Fylgjendur kvótakerfísins trúa því að hægt sé að efla stofnana með „Við teljum að flestir landsmenn séu ósáttir við kvótakerfið vegna þess að það stríðir gegn siðferðisvitund þeirra. Erfitt er fyrir fólk al- mennt að benda á betri leiðir.“ því að hafa ákveðinn heildarkvóta. Kvótakerfíð er ekkert fískvemd- unartæki. Reynsla undanfarinna ára staðfestir að stærð þorskstofns- ins hefur minnkað þrátt fyrir kvóta- kerfíð. Aðstæðum í hafinu virðist um að kenna en ekki ofveiði. Hin hefbundna skoðun Hafrannsókna- stofnunar er að þorskstofninum sé best við haldið eða jafnvel stækki með stórum hrygningarstofni, og að ofveiði sé orsökin fyrir þeim samdrætti sem hefur orðið í þorsk- stofninum. Sú mynd sem hamrað hefur verið í okkur af Hafrann- sóknastofnuninni er að bein tengsl séu á milli hrygningarstofnsins (stofnstærðar) og nýliðunar, og á milli veiði og stofnstærðar. Því minna sem er veitt því stærri verði stofnstærðin (og þar með hrygningarstofninn) og því stærri árgangar komi fram. A þessari kenningu byggir kvótakerfið. Að undanförnu hafa komið fram miklar efasemdir um þessa skoðun sérfræðinganna. Bent er á að sennilega gegni náttúran mun stærra hlutverki en áður var haldið í stærð þorskstofnsins og veiðarnar að sama skapi minna máli. Lítill hrygningarstofn getur gefið af sér stóra árganga og stór hrygningar- stofn geti gefíð af sér litla ár- ganga. Nýliðunin virðist ekki háð stærð hrygningnarstofnsins, hvorki hvort hann sé lítill eða stór, ein- göngu umhverfísþáttum sjávarins: hitastigi, seltumagni, æti, o.fl. Minnkandi aflamagn undanfarinna ára orsakast að miklu leyti af óhag- stæðum skilyrðum í hafinu en ekki af ofveiði eins og reynt er að telja fólki trú um. Þó fylgjendur kvótakerfísins haldi öðru fram er mikil miðstýring sem fylgir því, bæði varðandi eftir- lit og úthlutun. Kvótakerfíð gaf sjávarútvegsráðuneytinu mikil völd sem það mun reyna að ríghalda í. Þar á bæ vilja menn helst telja hvern einasta físk sem úr sjó kem- ur og líka þá sem í sjónum eru. Og þeir vilja ráða líka hver fær að veiða þessa físka. Þannig halda þeir sig hafa fullkomna stjórn á hlutunum. Og nú vilja þeir líka koma böndum yfir krókaleyfin og þar með endanlega ganga frá trillu- útgerð í kringum landið, síðasta vígi hins fijálsa veiðimanns. Til að miðstýra þessu betur er nú verið að setja á stofn nýja stofnun (Fiski- stofu) sem mun heyra undir sjávar- útvegsráðuneytið. Þetta er eitt af mörgum dæmum um hina síharðn- andi miðstýringu í þjóðfélaginu. í kvótakerfínu er hætta á að óeðlileg byggðaþróun geti átt sér stað. Þegar hafa komið fram dæmi í þessa átt með mikilli kvótasölu frá sumum plássum á Vestfjörðum. Fiskveiðistj órnun? Efasemdirnar um kenningar fiskifræðinganna leiða hugann að því hvort stjórna þurfi veiðunum yfir höfuð. Getur núverandi veiði- skipafloti gengið það nærri þorsk- stofninum að hætta sé á ferðum ef hann fengi að veiða fijálst? Svarið gæti verið já ef núverandi útgerðarstefnu yrði haldið áfram, þar sem menn fá að stunda veiðar óháð arðsemi og eru styrktir með ýmsum „súrefnistjöldum“ til að halda áfram. Þetta er sú mynd sem menn sjá þegar talað er um fijálsa veiði. Ef eðlilegar reglur um fyrir- tækjarekstur (þ.e. eðlileg markaðs- lögmál) giltu við útgerð myndu menn reka fyrirtæki sín með fyrir- hyggju í stað óráðsíu sem fylgir því að fá stöðugt aðstoð stjórn- valda. Flotinn aðlagast að þeim rekstrarskilyrðum sem aflamagnið býður upp á. Veiðum væri stýrt W Jarlinn '■VliriNGASlOFA MEST SELDU STEUIUR Á ÍSLANDI Grillsteikurnar frá Jarlinum á júní tilboði Nautagrillsteikur ....................;kr. 690 m/bak. kart.r hrásalati og kryddsmjöri. Lambagriilsteikur....................kr. 690,- m/sama. W larmm ~ V E I T I N G A S T O F A ■ Sprengisandi - Kringlunni sími 688088 - Pantanasími 682500 Niðjar séra Áma Þór- armssonar koma saman NIÐJAR séra Árna Þórarinsson- ar og frú Elísabetar Sigurðar- dóttur komu saman á ættarmót í Laugagerðisskóla um síðustu helgi. Mikið fjölmenni mætti þar, enda hjónin kynsæl. Þau.eignuð- ust 11 börn. Ættbogi út af þeim er nú um 240 einstaklingar. Nú eru lifandi fímm af börnum þeirra. Þijú þeirra gátu mætt á þessu ættarmóti. Veður var gott, sólskin og hlýtt. Gistu þátttakendur í Laugagerðisskóla og þar var sleg- ið upp stórri tjaldborg því húsa- kynni rúmuðu ekki slíkan fjölda. Á laugardag var helgistund í Rauða- melskirkju. Þar predikaði séra Árni Pálsson, dóttursonur Áma Þórar- inssonar. Hann skýrði þar lítinn Raflagnaefni / 1 sumarbústaðinn K RAFSÓL Skipholti 33 S.35600 dreng sem er afkomandi Þóru Árnadóttur og Eymundur Magn- ússonar. Nafn hans er Magnús. Við athöfn þessa var séra Arni í messuhökli sem afí hans var í þeg- ar hann var settur hér í embætti árið 1886. Síðan var haldið að Stórahrauni, umhverfi skoðað þar og slegið upp grillveislu með tilheyrandi góðgæti. Margir sem þangað komu höfðu ekki séð þann stað fyrr. Þar vor.u og gróðursettar 13 tijáplöntur í minningu forfeðra og systkina. Séra Árni vígðist 12. september 1886 og var veitt Miklaholtspresta- kall sama ár. í sinni prestskapartíð sat hann í Miklaholti, Syðra-Skóg- arnesi, Ytra-Rauðamel og á Stóra- hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi frá 1907 og þar til hann hætti prest- þjónustu árið 1934. Kona hans hét fullu nafni Anna María Elísabet Sigurðardóttir. Hún var fædd í Syðra-Skógarnesi 6. september 1853. Séra Árni var vel látinn kennimaður og þóttu ræður hans oft snjallar og frásagnarhæfileikar hans frábærir og ræðurnar fluttar af mikilli orðsnilld. Bækur hans um dvöl hans hér á Snæfellsnesi hafa vakið athygli alþjóðar, enda Þór- bergur Þórðarson stílfært þær á sérstakan hátt. Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.