Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Menntamálaráðherra um setningu skólastjóra Víðistaðaskóla: Starfsreynsla Eggerts Levy réði úrslitum Menntamálaráðherra hefur sett Eggert J. Levy skólastjóra Víðistaðaskóla I Hafnarfirði. Auk Eggerts sótti Magnús Jón Árnason yfirkennari við skól- ann um stöðuna. Menntamála- ráðherra, Ólafur G. Einarsson segir báða umsækjendur hafa verið hæfa en það að Eggert skyldi hafa 11 ára reynslu sem skólastjóri hafi ráðið úrslitum um ráðninguna. „Ég vil ekki hafa það sem meginreglu að menn hafi vísan framgang inn- an þess skóla sem þeir starfa. Því var skólastjórastaðan ekki „eign“ Magnúsar líkt og sumir virðast hafa gefið sér. Að full- nægðum hæfniskröfum eiga all- ir að hafa jafnan rétt til lausrar stöðu," segir menntamálaráð- herra. Kennararáð Víðistaðaskóla ásamt starfsmönnum hans mæltu með ráðningu Magnúsar svo og meirihluti skólanefndar. Þá hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýst yfir stuðningi við Magnús í starfið. Gísli Ágúst Gunnlaugsson formað- ur skólanefndar Hafnarfjarðar segir að ákvörðun ráðherra hafi vakið reiði bæjarbúa og starfs- manna skólans. „Magnús hefur hér mikið traust en ég ætla ekki að setja neitt út á manninn sem hefur verið settur í starfið. Auðvit- að vonar maður að hann standi sig í starfi úr því sem komið er.“ Sagði Gísli, að Magnús ætti langan og farsælan starfsferil við skólann og mikla reynslu af stjóm- un. „Maður skilur ekki að það skuli vera hlaupin pólitík í málið,“ segir Gísli en Magnús ér fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Gísli sagði, að eng- inn vafi léki á að Eggert J. Levy væri hæfur í starfið en skólanefnd- in teldi Magnús hæfari. Menntamálaráðherra segist fyrst og fremst leita eftir faglegu áliti. „Eg fékk faglegt álit fræðslu- stjóra sem tók ekki afstöðu heldur taldi hann báða umsækjendur hæfa. Ég geri ekkert sérstaklega mikið með umsögn pólitískt kjör- inna stjómvalda líkt og skóla- nefndin er, en þar er farið eftir pólitískum línum. Nýlega skipaði ég skólastjóra í Eyjafjarðarsveit þar sem ég skipaði framsóknar- mann en gekk fram hjá sjálf- stæðismanni eftir að fræðslustjóri mælti með þeim sem ég skipaði. Mjög skiljanlegt er að kennarar skrifí undir stuðningsyfirlýsingu við samkennara sinn,“ segir Ólafur G. Einarsson. Eggert J. Levy er fæddur 26. apríl árið 1947 og lauk hann kenn- araprófi árið 1971 og stúdents- prófi árið 1972. Hann var kennari við Húnavallaskóla árin 1972 til 1975 og skólastjóri þar árin 1975 til 1986. Síðan kennari við Brekkubæjarskóla á Akranesi árin 1986 til 1988 og frá 1988 kenn- ari við Árbæjarskóla í Reykjavík. Frönsk herskip í Sundahöfn Franskt herskip, Tourville, með um 300 manna áhöfn og minna olíubirgðaflutningaskip, lögðu að Sundahöfn í gærmorgun og hafa hér stutta viðkomu. Þau verða almenningi opin til sýnis í dag kl. 14.30-17.30. Skipin láta úr höfn á sunnudag. landi í á milli Keflavíkurflugvöllur: Frísvæði hugsanlega sett á stofn innan nokkurra mánaða Forsenda gæti verið að einkavæða rekstur flugvallarins FRÍIÐNAÐARSVÆÐI gæti orðið á Keflavíkurflugvelli í upphafi næsta árs ef áætlanir utanríkisráðuneytisins ganga eftir og samning- ur um evrópskt efnahagssvæði kemst í gildi. Nauðsynleg forsenda þess að koma þessu svæði á fót gæti verið að einkavæða rekstur flugvallarins til að gera hann samkeppnishæfari og auka um hann umferð. Einnig þarf að setja lög og reglugerðir um skattaundanþág- ur á frísvæðinu. Dan Charny, annar eigandi bandaríska fyrirtækisins High Tech Marketing (HTM), Magnús Norðdahl sölustjóri ÁCO hf. sem er umboðsfyrirtæki HTM á íslandi og Steinar Trausti Kristjánsson hjá Háskóla íslands, hafa unnið skýrslu um frísvæði á íslandi fyrir utanrík- isráðuneytið en HTM stefnir að því að hefja samsetningu á tölvubúnaði fyrir Norðurlanda- og Evrópumark- að á slíku svæði um leið og það verður að veruleika. Grundvöllur slíks frísvæðis er samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði en með honum skapast forsendur fyrir erlend fyrirtæki að komast inn á Evrópumarkað með því að stunda starfsemi hér á landi, svo framarlega sem starfsskilyrði séu samkeppnishæf. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi, þar sem skýrslan um frísvæðið var kynnt, að þetta sýndi fram á möguleikana sem EES-samningurinn veitti Is- lendingum nú þegar fyrirsjáanlegur væri samdráttur í efnahags- og atvinnulífi. Jón Baldvin sagði, að á frísvæði á Keflavíkurflugvelli yrði ekki keppt við iðnað sem byggði á ódýru vinnu- afli heldur yrði stefnt að því að fá þangað hátæknifyrirtæki sem nýttu sérhæft og vel menntað yinnuafl sem nóg væri af á íslandi. Fram kom á fundinum að ýmsir annmarkar eru á að koma upp frí- svæði á íslandi. Engin lög eru um skatta fyrirtækja eða skattaundan- þágur á slíku svæði, engir styrkir eru í boði fyrir slík fyrirtæki, lítið sem ekkert áhættufjármagn, há tíðni verkfalla, hár byggingakostn- aður og hár kostnaður við markaðs- setningu frísvæðis. Innlendur markaður er lítill, flutningsgjöld með flugi eru há til og frá Islandi og ekkert raunverulegt fraktflug. Þá er Keflavíkurflugvöllur ekki samkeppnishæfur. Á móti eru kost- ir frísvæðis m.a. þeir, að lega lands- ins gerir markaðssetningu frísvæðis og flutninga til og frá svæðinu auð- veldari, vörur sem íslendingar settu saman og flyttu á Evrópumarkað væru þar á jafnréttisgrundvelli þar sem þær teldust íslenskar sam- kvæmt upprunareglum efnahags- svæðisins, mikil umferð er um ís- lenska flugstjórnarsvæðið og líklegt að hægt væri að auka verulega umferð um Keflavíkurflugvöll með réttri markaðssetningu. Jón Baldvin sagði að ríkisstjómin væri reiðubúin að skoða þann möguleika að einka- væða rekstur vallarins til að gera hann samkeppnishæfari og þar kæmi til greina að innlendir og er- lendir aðilar rækju völlinn sem sam- starfsverkefni. Ríkisstjórnin hefur rætt skýrsl- una um frísvæðið og gerir utanríkis- ráðherra ráð fyrir að hún muni sam- þykkja framkvæmdaáætlun um undirbúning svæðisins á næsta fundi. Sú áætlun felst í að komið verði á starfshópi, skipuðum fulltrú- um úr bandarísku og íslensku við- skiptalífi auk fulltrúa ríkisstjómar- innar, sem myndi leita leiða til að auka umferð um Keflavíkurflugvöll og skilgreina hvaða lög og reglu- gerðir þyrfti að setja til að skapa samkeppnisfært umhverfi. Hópur- inn myndi byija á að markaðssetja íslenskt frísvæði meðal bandarískra fyrirtækja með ársveltu á bilinu 25-125 milljónir bandaríkjadala eða 1,5 til 7,5 ínilljarða króna. Þegar er vitað um nokkur bandarísk fyrir- tæki sem hafa áhuga á að starfa á íslensku frísvæði. Dan Charny annar eigandi HTM og einn höfunda skýrslunnar um frísvæði á íslandi sagði á blaða- mannafundinum, að góð menntun íslendinga væri fjárfesting' sem þjóðin gæti nýtt fjárhagslega. Hins vegar vantaði íslendinga reynslu á því sviði og nokkur tortryggni ríkti gagnvart erlendum fyrirtækjum. Hins vegar væri stuðningur og skilningur almenningsálitsins og viðskiptalífsins nauðsynleg for- senda þess að komið yrði á fót frí- svæði. Charny sagðist vonast til að hægt yrði að hefja samsetningu á nýrri smátölvu, sem HTM er að setja á markað, á frísvæði á Kefla- víkurflugvelli í kringum næstu ára- mót. Evrópskir verktak- ar þinga í Reykjavík EVRÓPUSAMBAND verktaka heldur þing sitt hér í Reykjavík um þessar mundir. Þingfulltrúar eru um 250, en alls koma hingað 350 erlendir gestir vegna þingsins. Störf þingsins hófust í gær með nefndafundum en í dag verður það formlega sett við hátíðlega athöfn í Háskólabiói. Þá munu meðal ann- arra flytja ávörp Peter Galliford, formaður Evrópusambands verk- taka, Ármann Örn Ármannsson, varaformaður Verktakasambands íslands, Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Meginviðfangsefni þingsins er hvemig verktakar geti í störfum sínum tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins. Ráðstefnudeild Sam- vinnuferða-Landsýnar hefur annast allan undirbúning og skipulagningu þingsins. Skrúfað frá vatni og reynt að kveikja í REYNT var að kveikja í íbúð við Seljabraut aðfaranótt 17. júní og um leið var skrúfað frá vatni og vaskar íbúðarinnar stíflaðir. Fólk í fjölbýlishúsi þessu vaknaði klukkan sjö að morgni við vatnsleka úr íbúð á efri hæð. I ólæstri íbúðinni svaf eigandinn ölvunarsvefni, að sögn lögreglu. Skrúfað hafði verið frá vatni á baðherbergi og í eldhúsi en tappar settir í. Kveikt hafði verið á öllum hellum eldavélar og þær settar á fullan straum jafnframt því sem ýmiskonar drasli hafði verið staflað á hellurnar. Öryggi hafði hins vegar slegið út rafmagni áður en eldur braust út. Ibúðareigandinn var að sögn lög- reglu grunlaus um orsakir þessa ástands en kvaðst ótryggður fyrir skemmdum af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.