Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 15

Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 15 Helgi Hálfdanarson: Lokaorð um stafsetningu Ekki er það nema maklegt, að Sigurður A. Magnússon árétti stefnu sína í stafsetningarmálum svo sem hann gerir í Morgun- blaðs-grein sinni 12. þ.m. fyrst ég snerist til varnar við grein hans í Skírni um þau mál. En þar fór hann allhörðum orðum um þann rithátt grískra nafna sem ég hef fremur en flestir aðr- ir við haft á prenti. Ágreiningur okkar Sigurðar virðist mér umfram allt í því fólg- inn, að ég vil að sem mestu leyti taka mið af því sem menn þykj- ast vita um grískan frambiirð á því skeiði sögunnar sem kallað er „gullöld Hellena", en Sigurður vill fremur horfa til þeirra breyt- inga sem urðu á framburði Grikkja eftir að sú öld var hnig- in. En þar koma einkum til álita einhljóðar í stað tvíhljóða og þ- framburður á þetu. I fyrri grein minni (Mbl. 28. 5.) bætti ég þessu við: „Það ligg- ur víst í hlutarins eðli, að þrátt fyrir allt yrði föstum og óbilgjörn- um reglum um rithátt naumast við komið á þeim vettvangi, enda skal játað, að stöku sinnum hefur einkasmekk (mínum) haldizt uppi að blanda sér ögn í málið.“ Ef ég skil Sigurð A. Magnús- son rétt, þá blöskrar honum hve oft ég hef leyft þessum freka einkasmekk að trana sér fram og valda því sem hann réttilega telur ósamræmi. Til dæmis lét ég þess getið, að ég teldi rithátt- inn Aþena hvorki samrýmast fornum grískum framburði né láta vel að íslenzku máli. Þó þætti mér að sjálfsögðu óhugs- andi að rita það nafn á annan veg. Eins hef ég kosið ritháttinn Hefestos vegna þess að óhræsis einkasmekkurinn kallar þá nafn- mynd æði miklu snotrari en Hefæstos; og svo er um fleira. Ég kallaði svo, að á blóma- skeiði hellenskrar menningar hafi þeta ekki verið borin fram sem þ, heldur sem áblásið t, og bar þar fyrir mig grískumenn. Þetta þykir Sigurði A. Magnússyni koma illa heim við þau ummæli mín, að vitneskja um hljóðgildi grískra leturtákna að fornu hafi „ekki legið á lausu“. Þarna hefur Sigurði sézt yfir eitt orð, því að í grein minni stendur: „liggur ekki alltaf á lausu“, og breytir það nokkru um ósamræmið. Ég hélt því fram, að betur færi að rita katólskur en kaþólsk- ur meðal annars vegna þess, að atkvæðaskipting yrði að íslenzk- um hætti eðlileg á undan ó-inu (kat-ólskur), en þ stæðist ekki þá raun. Orðið þyrfti þá einna helzt að vera katþólskur (kat- þólskur), sem ég hygg að flestum þætti ofrausn. Þá hélt ég því fram, að tvö- falda k-ið í kaþólikki setti á það orð óvirðulegan svip. Ekki fellst Sigurður á það og nefnir til sam- anburðar gælunöfnin Frikki og Rikki. Þar þykir mér raunar ekki þurfa frekari vitna við. Tvöfaldur samhljóður er einmitt megin-ein- kenni langflestra veikbeygðra gælunafna eins og Dabbi og Kalli, Gunna og Vigga, svo dæmi séu nefnd. Þau eru geðfelld og kump- ánleg í kunningja hóp eða innan fjölskyldu, en þess utan ónothæf nema til óvirðingar. Þar fá virðu- leg þjóðaheiti eins og Frakkar eða Grikkir engu um þokað. Það er hálfkæringslegur uppnefnis- bragur á orðinu kaþólikkar, sem ætti fremur að vera katólar. Ekki get ég státað af því, að rithátturinn Æskílos sé einka- sérvizka mín. Á það benti ég í grein minni, að ég er ekki fyrstur Islendinga til að stafsetja það nafn með þessum hætti á prenti. Raunar hefur nafn þetta verið stafsett á ótrúlega marga vegu. Og þegar Sigurður kveður grísku stafina ypsílon ogjótu hafa sama hljóðgildi, miðar hann við ný- rískan framburð en ekki forn- grískan. Við það hef ég vitaskuld ekkert að athuga. En þarflaust kalla ég að sækja sér rök fyrir y-ritun út fyrir íslenzkt málkerfi, jafnvel þótt finna megi dæmi þess, að svo hafi verið gert. Og þó að Iiellenar hafi að fornu bor- ið ypsílon fram líkt og danskt y, virðist mér fráleitt að tákna það í íslenzku máli með bókstafnum ý, sem hefur fýrir mörgum öldum fengið sama hljóðgildi og í. Loks má geta þess um nafnið Æskílos, að með eðlilegum íslenzkum framburði verður i-ið að sjálf- sögðu áherzlulaust, og þeim mun verr fer ý á þeim stað, rétt eins og um væri að ræða merkingar- bæran orðlið. í þessum efnum er auðvitað margt álitamálið. Þó kalla ég hollt að menn geri grein fyrir skoðunum sínum, eins og við Sig- urður A. Magnússon höfum gert. Og þakklátur er ég honum fyrir að koma til móts við mitt sjónar- mið svo fallega sem hann gerir með því að láta sér lynda, að hver haldi í bráð sinni sérvizku um stafsetningu nafna og ann- arra orða úr grísku, svo sem ég lagði til, því enn sem löngum fyrr er þar allt í óreiðu og fjarri því að menn hafi náð áttunum svo vel, að fastar reglur séu tíma- bærar. Reyndar væri æskilegt, að ís- lenzkufræðingar tækju öll þessi mál til athugunar, ef verða mætti til að flýta því, að samkomulag næðist um einhveija viðhlítandi stefnu, þó vart geti orðið um óbrigðular reglur að ræða. Hér læt ég staðar numið með kveðju til Sigurðar A. Magnús- sonar og þökk fyrir þetta vinsam- lega spjall og allt annað gott. P. Lynn Cox sýnir í kaffí- stofu Hafnarborgar Bandaríska listakonan P. Lynn Cox sýnir í kaffistofu Hafnarborgar. Sýninguna nefn- ir hún „Studies in Icelandic Landscape“. Á sýningunni í Hafnarborg eru tugir smámynda sem P. Lynn Cox vann hér á landi sumarið 1991, þá styrkþegi Fulbright-stofnunar- innar. Myndirnar eru málaðar með akríl og olíupastel á pappír. Papp- írinn festir hún síðan á tré og vaxber. Myndefnið er íslensk nátt- úra eins og listakonan upplifði hana á ferðum sínum um landið. P. Lynn Cox er aðstoðarprófess- or við listdeild Westminster Coll- ege í Pennsylvaníuríki í Bandaríkj- unum. Hún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga í sinu heimalandi. P. Lynn Cox hlaut sem fyrr segir styrk frá Fullbright-stofnuninni árið 1991 og í ár styrk úr Thor Thors sjóði. Sýningin verður opin frá kl. 11-18 virka daga en 12-18 um helgar fram til 5. júlí. Opunartími á fimmtudögum í sumar er frá kl. 12.-21. -/uperiechB1U^ OGVtÐ BROSUM í UMFERÐ/^ LRSefí TRfíCHING SVSTéM 'CÖ-S fí€fíOV RCD-3000 ACD 3000 LW/MW/FM sterió hljómgæði. Geislaspilari. 30 stöðva minni magnari 2x25 wött. Geislaspilari lagaleitara o.fl. Útgangur fyrir kraftmagnara. ARC180 Alvöru tæki MW/FM Sterió útvarp og segulband. 2x25 wött. Upplýstur stafrænn gluggi. Sjálfvirk spólun á snældu. Tenging fyrir CD geislaspilara. Útgangur fyrir fjóra hátalara með fullkomið steró innbyrgðis. hverri. - Stafrænn gluggi er sýnir bæði bylgjulengd og klukku. ARC 710 MW/FM sterio útvarp og segulband. Sjálfvirkur leitari og „skanner“, magnari 2x12 wött. Frábær hljómgæði. Tækið er með klukku og sérstaklega skemmfilegri lýsingu í tökkum. verslaf^ ... DV* iþ hlus» bíltæki. Heimilistæki r' SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ísamun^uMc Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.