Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
17. JUNI
Trúðar og aðrar furðuverur voru á vegum Götuleikhússins í
miðbænum.
Reykjavík:
Hátíðarhöld fóru vel fram
HÁTÍÐARHÖLDIN í miðbæ Reykjavíkur fóru vel fram á þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júnl. Að mati lögreglu voru um 20.000 manns í
bænum þegar fjölmennast var síðdegis.
Það var frekar fámennt á hátíð-
ardagskránni fyrir hádegi er for-
seti Islands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, lagði blómsveig frá íslensku
þjóðinni að minnisvarða Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli og
Davíð Oddson, forsætisráðherra,
flutti ávarp.
Eftir hádegi streymdi fólk í
bæinn til þess að taka þátt í
skemmtidagskránni í miðbænum
en þar var hægt að finna eitthvað
við allra hæfí allt frá klassískri
tónlist rússneskra undrabama og
íslenskum þjóðdönsum til trúða
og Spaugstofunnar. Það er talið
að um 20.000 manns hafí verið
saman komin í miðbænum þegar
fjölmennast var. Veður var ágætt
framan af degi en síðdegis fór að
rigna.
Á kvöldskemmtun í miðbænum
komu um 10.000 manns og fór
allt fram með friði og spekt. Að
sögn lögreglu var hverfandi lítill
Rigningin kom ekki í veg fyrir vel heppnaða kvöldskemmtun í Lækjargötu.
Morgunblaðið/Bjarni
Fjör í Hljómskálagarðinuin á þjóðhátíðardaginn.
ölvun meðal fólks í miðbænum um Þó var rúða brotin á einum stað
kvöldið. Eftir miðnætti var nokkuð í miðbænum og bíll skemmdur en
stór hópur af unglingum áfram í skemmdarvargurinn var hand-
bænum og höguðu flestir sér vel. samaður.
Þj óðhátíðardagurinn í Keflavík:
V eðurgnðirnir settu
mark sitt á daginn
Keflavík.
VEÐURGUÐIRNIR settu mark sitt á þjóðhátíðardaginn í Keflavík
að þessu sinni og voru hátíðarhöldin sem fram áttu að fara í skrúð-
garðinum færð inn og fóru þau fram í íþróttahúsinu. Um kvöldið
var síðan útidagskrá fyrir yngri kynslóðina við Hafnargötu og í
veitingahúsinu Þotunni fyrir þá eldri. Hátíðarhöldin fóru vel fram
og að sögn lögreglunnar þurfti hún ekkert að hafa sig í frammi.
17. júní á Húsavík
HÁTÍÐARHÖLDIN 17. júní á Húsavík fóru fram með hefðbundnum
hætti í björtu en full hvössu veðri.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins
hófst með messu í Keflavíkurkirkju
og síðan var gengið í skrúðgöngu
frá kirkjunni að hátíðarsvæðinu í
skrúðgarðinum. Þar fór fram fána-
hylling, fjallkonan kom fram,
ræðumaður dagsins að þessu sinni
var Stefanía Valgeirsdóttir og síð-
an listamaður Keflavíkur útnefnd-
ur. Að því búnu voru hátíðarhöldin
flutt inn í íþróttahúsið þar sem
tvísýnt þótti með veður. -BB
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Elínrós Líndal fegurðardrottn-
ing Suðurnesja kom fram í gervi
Fjallkonunnar.
Á íþróttavellinum hófust há-
tíðarhöldin kl. 14.00 og þar flutti
Katrín Eymundsdóttir hátíðarræðu
dagsins og ávarp fjallkonunnar
flutti Heiðrún Jónsdóttir, stud.jur.
Hestamenn komu í hópreið og
sýndu hesta sína, víðavangshlaup
hlupu ungmennin, keppt var í
knattspyrnu og ýmiss konar leik-
tæki og þrautir voru börnum til
skemmtunar og hátíðarhöldunum
lauk svo með hinu hefðbundna 17.
júní sundmóti Völsunga sem fram
fer í fjölmörgum aldursflokkum.
Kaffi og vöflusala var í Hlöðu-
felli, húsi Völsunga.
- Fréttaritari.
Velheppnuð Hrafns-
eyrarhátíð í blíðviðri
Selfoss:
Veitt viður-
kenning fyrir
lífsbjörgun
Selfossi.
Björgunarsveitarmenn á Sel-
fossi veittu Helga Jónssyni, sem
fyrir skömmu bjargaði þriggja
ára dreng úr Ölfusá, viðurkenn-
ingu fyrir björgunarafrekið við
hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum
sveitarinnar. Þessi athöfn var
einn liðurinn í 17. júní hátíðar-
höldunum á Selfossi.
Hátíðarhöldin voru með hefð-
bundnu sniði, skrúðgöngu og há-
tíðardagskrá um miðjan dag og
síðan aftur að kvöldi. Að venju
sýndu slökkviliðsmenn, lögregla og
björgunarsveitarmenn búnaði sinn
og tæki. Björgunarsveitin Tryggvi
tók formlega í notkun tvo nýja
björgunarbíla sem sveitin keypti í
vetur og búnir eru fullkomnum
tækjum meðal annars hjálparbún-
HRAFNSEYRARHÁTÍÐ fór fram í blíðviðri á fæðingarstað Jóns
Sigurðssonar á þjóðhátíðardaginn. Um 60-70 manns sóttu hátíðina
er haldin var í 13. skipti áf Hrafnseyrarnefnd.
Að sögn sr. Gunnars Björnsson-
ar í Holti í Önundarfirði tókst há-
tíðin ljómandi vel og veðrið lék við
samkomugesti. Hátíðin hófst með
guðþjónustu kl. 14. Sr. Gunnar
Björnsson predikaði og þjónaði fyr-
ir altari, og kirkjukór Þingeyrar
söng en orgelleikari var Guðbjörg
Leifsdóttir.
Aðalræðumaður hátíðarinnar
Gils Guðmundsson, fyrrv. alþingis-
maður, flutti hugvekju um Jón Sig-
urðsson og Guðmundur Ingi Krist-
jánsson, skáld á Kirkjubóli, flutti
frumsamið kvæði „Eiginkona for-
setans Ingibjörg Einarsdóttir."
Wolfgang Tretzch, þýskur orgel-
leikari á ísafirði, sá um tónlistar-
flutning á hátíðarsamkomunni og
bauð upp á þá nýbreytni að syngja
með um leið og hann flutti orgel-
verk.
Eftir hátíðarsamkomuna bauð
Hallgrímur Sveinsson, staðarhald-
ari, gestum upp á veislukaffi en
eiginkona hans Guðrún Steinþórs-
dóttir, formaður sóknarnefndar, sá
alein um allan undirbúning veiting-
anna.
-----»-♦■■■♦--
Hafnarfjörður:
Fjölmennt á
Víðistaðatúni
GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöld-
um í Hafnarfirði í tilefni þjóðhá-
tíðardagsins. Um 4.000 manns
komu saman á Víðistaðatúni en
þetta er í fyrsta sinn sem hátíð-
ardagskráin er haldin þar.
Hafnfirðingar fjölmenntu á Víði-
staðatún á 17. júní til þess að fagna
þjóðhátíðardeginum en talið er að
um 4.000 manns hafi komið saman
þar. Fjölbreytt dagskrá var í boði
og margt skemmtilegt gert til há-
tíðarbrigða. Þær upplýsingar feng-
ust hjá Lögreglunni í Hafnarfírði
að hátíðarhöldin hefðu í alla staði
farið mjög vel fram.
Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson
Helga Jónssyni veitt viðurkenning fyrir björgunarafrekið.
aði frá Rauða kross deildinni í
Árnessýslu. Við það tækifæri
heiðraði sveitin nokkra af ötulum
félögum sveitarinnar sem starfað
hafa lengst með henni.
Að venju voru listsýningar á
Selfossi og glens og gaman á sund-
laugarsvæðinu. Hátíðarhöldin fóru
vel fram og veður var skaplegt.
- Sig. Jóns.