Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 55 Um helgina KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 1. deild kl. 20: Kaplakriki..................FH - Valur KR-völlur................... KR - ÍBV Akureyri.......................Þór - Víkingur Akranes.....................í A - KA 2. deild kl. 20: Ólafsfjörður................Leiftur- Fylkir Grindavík...............UMFG - Víðir ÍR-völlur...................ÍR - Selfoss 2. deild kvenna kl. 20: Sandgerði............Reynir - Haukar 3. deild kl. 20: Þorláksh................Ægir - Grótta Húsavík...........Völsungur - Tindastóll 4. deild kl. 20: Varmá.............Afturelding - Árvakur Njarðvík................UMFN - Reynir Valbjamarvöllur.........Leiknir - Snæfell Laugaland.....................SM - HSÞ Egilsstaðir......!...Höttur - Huginn F. LAUGARDAGUR X. deild: Laugardalsvöllur: Fram-UKB.......kl. 14 2. deild: Stjömuvötlur: Stjaman - BÍ.......kl. 14 2. deild kvenna: Isafjörðun BÍ-ÍBK................kl. 14 Höfn: Sindri - Einheiji..........kl. 16 Stöðvarfj.: KSH - Leiknir........kl. 16 3. deild: Hvaleyrin: Haukar-Magni..........kl. 14 Borgames: Skallagr. - KS.........kl. 14 Dalvík: Dalvík - Þróttur.........kl. 14 4. deild: Ólafsvík: Víkingur - Emir........kl. 14 Keflavík: Hafnir - Hvatberar.....kl. 17 Ármannsv.: Ármann - Fjölnir......kl. 14 Gervigras: Léttir - Vfkveiji.....kl. 14 Blönduós: Hvöt-Þrymur............ki. 14 Hvammstangi: Kormákur - Neisti..kl. 14 Djúpavogur: Neisti - Austri E....kl. 14 Höfn: Sindri - Einheiji..........kl. 14 Stöðvarfjörður: KSH-Leiknir......ki. 14 Seyðisfjörður: HuginnrValur......kl. 14 SUNNUDAGUR 2. deild kvenna: Týsvöllur: Týr-Ægir..............kl. 14 mánudagur Landsleikur kvenna, EM: Akranesvöllur: ísland - Skotland.kl. 20 GOLF Landsmótið í holukeppni verður haldið hjá Golfklúbbi Suðumesja um helgina. Mót- ið hófst í gær og verður fram haldið í dag og lýkur síðan á morgun. Opna Laxnesmótið verður haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal á morgun, laugardag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og verður ræst út frá kl. 08. Opna Rangármótið verður á Strandar- velli við Hellu á morgun, laugardag. Leikn- ar verða 18 holur með og án forgjafar og ræst út frá kl. 8 árdegis. Á sunnudaginn verður opna Maarad golf- mótið hjá Keili í Hafnarfirði. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Háforgjafarmót verður í Hvammsvík á sunnudaginn. Mótið er fyrir þá sem eru með 24 eða meira f forgjöf. Á miðvikudaginn verður síðan opna Esso mótið haldið hjá GR. Leiknar verða 18 hol- ur með og án forgjafar. Opið VIS mót fyrir unglinga, 16 ára og yngri, verður haldið á morgun, laugardag í Borgarnesi. 18 holur með og án forgjafar og ræst út frá kl. 11. SUND Alþjóðlegt sundmót Ægis fer fram í Laugar- dalslaug um helgina. Mótið hefst í dag og því lýkur á sunnudaginn. SIGLINGAR Landsbankamótið f siglingum kjölbáta verð- ur í dag á Faxaflóa og hefst kl. 14. Mótið er 1/5 hluti íslandsmótsins. Á morgun á sama tíma hefst Grand - Keflavík keppni kjölbáta. trimm Hið árlega kvennahlaup fer fram víða um land á morgun, laugardag. Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri gengst fyrir trimmhelgi á laugardag og sunnudag. Veittur verður afsláttur á gistingu og fæði. FÉLAGSLÍF Haukar ætla á sunnudaginn að vígja nýjan gervigrasvöll á svæði félagsins að Ásvöllum. Dagskráin hefst kl. 14 með skrúðgöngu frá íþróttasvæðinu á Hvaleyrarholtinu. 1 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Barkley til ^^harles Barkley, körfuboltamað- urinn vöðvastælti mun leika með Phoenex Suns á næsta keppn- istímabili. Suns þurfti að láta Philedelphiu 76-ers hafa þijá menn í staðinn, bakvörðinn Jeff Hornac- ek, framheijann Tim Perry og mið- 1Phoenex hetjann Andrew Lang. Barkley fór sjálfur fram á söl- una, sagðist vilja leika með liði sem ætti möguleika á því að verða NBA- meistari. Þá hefur sambúð Barkley og forráðamanna Philadelfíuliðsins verið stormasöm undanfarin ár. KNATTSPYRNA íKrikann Fjórir leikir verða í 1. deild í kvöld. FH-ingar ætla að brydda upp á þeirri nýbreytni að bjóða öllum konum, börnum og ellilífeyrisþegum ókeypis að- gang á leik liðsins gegn Val. Leiðrétting Friðfinnur Einarsson fór holu í höggi á spna Boss-golfmótinu um helgina. Hann •'ar sagður Finnsson í blaðinu. Miðheiji 4. deildar liðs HK í knattspyrnu heitir Ejub Purisevic og er frá Bosníu- Herzegóvínu. Ekki hefur verið farið rétt með nafn hans f blaðinu og er beðist velvirð- ingar á mistökunum. KNATTSPYRNA Óli Þór með þrjú gegn Þrótturum Bjöm Blöndal skrifarfrá Keflavík Oli Þór Magnússon skoraði þrennu þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á Þrótti frá Reykjavík í Keflavík í gærkvöldi. Loka- tðlur urðu 6:2 og náðu Keflvíkingar þar með öðru sæti í deildinni. Einum leikmanni Þróttar var vik- ið af leikvelli í upphafi síðari hálf- leiks þegar staðan var 2:1 og eftir það atvik var þess ekki langt að bíða að heimamenn gerðu út um leikinn. Keflvíkingar náðu forystunni með marki Kjartan Einarssonar, en Ásmundur Helgason jafnaði metin fyrir Reykvíkinga. Gunnar Jónsson náði síðan forystunni aftur fyrir heimamenn og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik fóru hjólin svo ekki að snúast fyrr en að Þórði Jónssyni hafði verið vikið af leik- velli eftir ljót brot. Þremur mínútum síðar skoraði Kjartan Einarsson annað mark sitt og Óli Þór Magnús- son gérði sitt fyrst'a mark skömmu síðar og_ fjórða mark Keflvíkinga. Óskar Óskarsson náði aðeins að laga stöðuna fyrir Þróttara, en Óli Þór svaraði að bragði með tveimur mörkum og gulltryggði þar með sigur sinna manna. SUND Helga Sigurðardóttlr Frábærl hjá Helgu Helga Sigurðardóttir var ákveð- in í að synda undir lágmark- inu í 50 m skriðsundi vegna Ölymp- íuleikanna í Barcelona og tókst það á móti í Alabama í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn. Hún synti á 26,82 sek., en Islandsmet hennar frá síðustu helgi var 27,23 og lág- markið er 27,14. Helga hélt til Ekvador í gær, þar sem hún æfir með bandaríska landsliðinu til 5. júlí, en Ragnheiður Runólfsdóttir fór með því þangað s.l. sunnudag. Þær stöllur eru einu íslensku sundmennirnir, sem hafa synt undir lágmörkum Ólympíuleik- anna. HANDKNATTLEIKUR Góð byrjun hjá stúlkunum Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á sex þjóða móti í hand- knattleik sem fram fer í Portúgal. í gærkvöldi lagði íslenska liðið Slóvena að velli 22:19 í æsispenn- andi leik. Jafnt var í leikhléi 10:10 en í síðari hálfleik náðu íslensku SKIÐI stúlkurnar undirtökunum og tryggðu sér sigurinn. Mörk íslands: Andrea Atladóttir og Laufey Sigvaldadóttir 5, Guðný Gunnsteinsdóttir og Una Steinsdóttir 3, Inga Lára Þórisdótt- ir 2, Herdís Sigurbergsdóttir, Ósk Víðisdótt- ir og Halla Helgadóttir 1. I fyrrakvöld lék liðið fyrsta leik sinn í keppninni gegn Ítalíu. Leikur- Skídalandsliðið æfir á Snæfellsjökli ISLENSKA skíðalandsliðið æfir á norðanverðum Snæfellsjökli í sumar. Fyrsta æfinging stend- ur nú yf ir. T vær æf ingar til við- bótar eru fyrirhugaðar á jöklin- um ísumar. Sigurður Jónsson, landsliðsþjálf- ari í alpagreinum, hefur valið að A og B-landslið til æfinga í sum- ar. í A-liðinu eru: Ásta Halldórs- dóttir og Arnór Gunnarsson frá ísafirði og Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði. í B-liðinu eru: Hapra Hauksdóttir, María Magnúsdóttir, Eva Jónasdóttir og Vilhelm Þor- steinsson öll frá Akureyri og Hauk- ur Arnórsson og Ástþór Sigurðsson frá Reykjavík. Landsliði býr í Ólafsvík meðan á æfingunum stendur. Ekki eru lyftur á svæðinu en notast verður við snjó- sleða til að koma skíðamönnunum upp í brekkurnar. Ásta Halldórsdóttir, skíðakona frá Bolungarvík, fékk sér nýja Sanmarco skíðaskó áður en hún fór á jökulinn. Skórnir hafa þá nýjung BLAK Morgunblaðið/Einar Falur Ásta Halldórsdóttir tekur hér við nýju skónum úr hendi Kristjönu, versl- unarmanns í Kringlusporti. að sprautað er silikoni inní skóna svo þeir falti betur að fætinum. inn var jafnframt fyrsti leikur liðs- ins undir stjórn Erlu Rafnsdóttir. ísland sigraði í leiknum 26:17. Mörk Islands: Inga Lára Þórisdóttir 6, Andrea Atladóttir og Laufey Sigvaldadóttir 5, Una Steinsdóttir 4, Guðný Gunnsteins- dóttir 3, Valdís Birgisdóttir, Osk Víðisdóttir og Halla M. Helgadóttir 1. Næsti leikur liðsins er í kvöld gegn Alsír. KNATTSPYRNA Áttafrá Akranesi í landsliðið jtr Atta knattspyrnukonur úr í A eru í islenska kvenna- landsliðshópnum í knattspyrnu sem leikur við Skota á Akranesi á mánudag. Leikurinn er sá síð- ari sem að liðin leika í EM landsliða. Fyrri leiknum, sem fram fór í Skotlandi, lyktaði með markalausu jafntefli. Landslið- hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Steindóra Steinsdóttir, lA og Sigríður Pálsdóttir, KR. Aðrir leikmenn: Auður Skúladóttir, Stjömunni, Amey Magnúsdóttir, Val, Ásta B. Gunnlaugs- dóttir, UBK, Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, KR, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Halldóra Gylfadóttir, ÍA, Helena Ólafsdottir, ÍA, íris Steinsdóttir, ÍA, Jónína Víglundsdóttir, ÍA, Karitas Jóns- dóttir, ÍA, Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Stjörnunni, Sigrún Óttarsdóttir, UBK, Sigurlín Jónsdóttir, ÍA og Vanda Sigurgeirsdótt- ir, UBK. Þjálfarar liðsins eru þeir Sigurður Hannesson og Steinn Helgason. íslendingar hlutu bronsið Islenska karlalandsliðið varð í þriðja sæti á Smáþjóðaleikunum í blaki sem lauk í San Marínó á þjóðhátíðardaginn. Liðið tapaði 0:3 fyrir heimamönnum í undanúrslit- um þrátt fyrir að komast í 11:3 í fyrstu hrinu. Það dugði ekki, heima- menn unnu 15:12, 15:6 og 15:8 og tók síðasta hrinan 27 mínútur. ísland og Færeyjar léku um bronssætið og varð það hörkuleikur þar sem fimm hrinur þurfti til. ís- land vann 3:2 í leik sem stóð í 121 mínútu. Fyrstu tvær hrinurnar vann ísland 15:6 og 16:14 en síðan unnu frædur vorir 11:15 og 16:17 og tók fjórða hrinan 38 mínútur. Okkar piltar höfðu svo betur í oddahrin- unni, 15:10 og enduðu í þriðja sæti. Kýpur vann San Marínó í úrslita leiknum 3:0, Færeyingar urðu í fjóðra sæti, Luxemborg í fimmta, Lichtenstein í því sjötta og Malta rak lestina. FOLK BJÖRGVIN Björgvinsson hef- ur verið ráðinn þjálfari Fjölnis í 2. deildinni í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Björgvin ijálfaði liðið framan af síðasta vetri en sagði upp störfum fyrir lok tíma- bilsins. FJÖLNISMENN hafa einnig fengið nýjan markvörð sem er Guð- mundur Arnar Jónsson sem áður stóð í marki Fram og Þróttar. SIGURÐUR Einarsson spjót- kastari mætir heimsmethafanum Steve Backley frá Bretlandi á móti í Edinborg í Skotlandi sem fram fer í kvöld. _ AÐ SÖGN Ólafs Unnsteins- sonar flokkstjóra_ íslenska frjáls- íþróttaliðsins á Ólympíuleikunum má gera ráð fýrir því að allir okkar bestu frjálsíþróttamenn taki þátt í íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Mosfellsbæ 4.-6. júní. MARTHA Ernstdóttir og fris Grönfeldt keppa báðar á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Tönsberg í Nor- egi á morgun. ■ EINAR EINARSSON sprett- hlaupari og nafni hans Krisljáns- son hástökkvari ætluðu að taka þátt í samamóti en af því varð ekki. ÞÓRDÍS GísJadóttir, hástökk- vari úr HSK sigraði á móti í Karls- krona í Svíþjóð í fyrrakvöld. Þór- dís stökk 180 sm. EINAR Vilhjálmsson spjótkast- ari, missteig sig illa á móti í París í byrjun mánaðarins. Einar sem var skorinn upp í hné eftir Heimsmeist- aramótið í fyrra hefur af þeim sök- um afþakkað boð um að keppa á nokkrum mótum. EINAR verður á meðal kepp- enda á DN Galan, stærsta frjáls- íþróttamóti Svía á árinu, sem fram fer 2. júlí. Mótið fer fram á hinum fomfræga leikvangi Stokkhólm Stadion. Einar átti um tíma vallar- metið á leikvanginum, 78,66 m. sem hann setti með gamla spjótinu. SIGURÐUR Matthíasson spjótkastari er á heimleið eftir keppnisferð í Finnlandi. Hann keppti á fjórum mótum og kastaði lengst 77,66 m og var því nokkuð frá lágmarkinu. “ ÍSLANDSMETHAFARNIR í kúluvarpi; Pétur Guðmundsson og Guðbjörg Gylfadóttir verða bæði meðal keppenda á Héraðsmóti Austur Húnvetninga sem fram fer á Blönduósi á sunnudaginn. ■ JÓN Sveinsson er kominn heim frá Bandaríkjunum og farinn að æfa með Fram. Hann sagði eftir leik Fram og Vals að það yrði erf- itt að komast í Framliðið ef það héldi áfram að spila svona. ■ VALDIMAR Kristófersson skoraði fjórða mark Fram á móti Val, en hann fékk sendingu frá Rikharði Daðasyni, sem var í ágætu skotfæri sjálfur. „Hann skuldaði mér svona sendingu," sagði Valdimar eftir leikinn, og vísaði til svipaðs atviks í leik Fram og KR fyrr í sumar, en þá gaf Rík- harður ekki á hann og brenndi af. ■ BORDEAUX hefur fengið tvo Brasilíumenn til liðs við sig. Það er miðvallarspilarinn Valdeir og varnarleikmaðurinn Marcio Sant- os, sem félagið keypti frá Botafogo. ■ LIVERPOOL keypti í gær markvörðinn David James frá Watford á eina millj. punda. Ja- mes, sem er 21 árs og leikur rneð enska 21 árs landsliðinu, mun taka stöðu Bruce Grobbelaar. „James verður besti markvörður sem hefur komið fram í Englandi í langan tíma,“ sagði Graeme Souness,,. framkvæmdastjóri Liverpool, sem hefur haft James undir smásjánni í eitt ár. B PHIL Thompson, fyrrum fyrir- Iiði Liverpool, var látinn hætta sem þjálfari varaliðs félagsins í gær. Reiknað er með að Sammy Lee, fyrrum leikmaður félagsins, sem er hjá Bolton, taki við starfi hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.