Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 20
MÁTTURINN OO DÝROIN 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Nýtt frá SENSODYNE SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER ÞÆGILEGA í HENDI. c/> SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLEGT í HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KEMŒKMk Hörgatúni 2, Garöabæ Sími 40719 KJ ÖTMARKAÐUR eftirGunnar Einarsson Sölukerfi landbúnaðarins Sá háttur sem er á verðlagningu og heildverslun með landbúnaðar- vörur í dag er löngu úr sér genginn og verður að breytast. Ýmsar ytri aðstæður eins og erfiðar samgöng- ur, stutt sumar, gamlar hefðir og pólitík, hafa stuðlað að því, að koma á og viðhalda því sölukerfi sem er hér í dag. í dag eru samgöngur góðar, landið er allt eitt markaðs- svæði og tæknin hefur gert okkur miklu minna háð hinu stutta sumri. Það er því fyrst og fremst pólitík að viðhalda kerfinu. Þó samkeppni sé í sjálfu sér ágæt er mjög mikilvægt að velja henni heppilegan farveg annars getur far- ið illa. Það hentar ekki sama sölufyr- irkomulagið á allar vörutegundir, það væri t.d. upplagt að bjóða út mjólkurframieiðslu og koma á fót kjötmarkaði til að sjá um heildsölu á kjöti. Kjötmarkaðir eru víða er- lendis. Þar koma saman þeir aðilar sem vilja selja og kaupa kjöt. Kjötið er síðan selt á uppboði, svipað og fiskur er seldur hér í dag. Þó ég sé sauðfjárbóndi sé ég fyrir mér marg- ar tegundir kjöts á svona markaði. Það eru mörg rök fyrir þessum breytingum. Í haust hætta opinberir aðilar að ákveða heildsöluverð 'á landbúnaðarvörum. Þetta eitt hvetur til breytinga. Þó að verð til bænda verði ekki frjálst strax í haust er stutt í það. Kerfi sem boðaði flatan niðurskurð í fyrra og boSar flatan niðurskurð í ár og að öllum líkindum mun"boða flatan niðurskurð á hvetju ári framvegis er í raun hrunið. Það á aðeins eftir að viðurkenna það opinberlega. Það er svo sannarlega samkeppni milli kjötsala. Svínabændur hafa getað; í krafti þess að geta fullnýtt sitt framleiðsluapparat, boðið hag- stæðara verð á meðan við sauðfjár- bændur, kurteislega, drögum sífellt úr framleiðslunni. Þegar verði á kindakjöti er haldið föstu en aðrir geta hækkað og lækkað verð að vild, liggur á borðinu að kerfið er eins og hver önnur dauðagildra fyrir sauðfjárræktina. Sauðfjárbændur verða að vera tilbúnir til þess að beijast fyrir markaðshlutdeild eða deyja ella. Kjötmarkaðurinn væri þeppilegasti vettvangur samkeppn- innar. Milli kindakjötssala, hefur þrátt fyrir fast heildsöluverði, verið sam- keppni sem meðal annars hefur leg- ið í því að veita greiðslufrest jafnvel marga mánuði. Samkeppnin hefur Gunnar Einarsson „Það er framleiðendum fyrir bestu að það liggi fyrir markaðsverð hinna einstöku kjöt- flokka þannig að þeir geti aðlagað sína fram- leiðslu þörfum markað- arins.“ líka orðið til þess, að fjárhagslega hæpnir aðilar hafa fengið kjöt á kretid og farið síðan á hausinn. Á kjötmarkaðinum yrði að staðgreiða allt kjöt. í landinu er núna til allt of mikil afkastageta í slátrun. Þar má búast við gjaldþrotum. Eigi bændur eins og núna er boðað að bera meiri ábyrgð. á sínu kjöti verður að taka upp staðgreiðslu frá heildsölum, annars er hætt við að ofan á allt annað eigi bændur eftir að verða fyrir stórtjóni vegna gjaldþrota bæði í heildsölu og smásölu. Það er ljóst að sláturkostnaður og heildsöludreifing hefur verið allt of dýr. Landbúnaðarráðherra hefur meðal annars, til þess að knýja á um breytingar, lofað að lítil slátur- hús fái sláturleyfi. Það myndi gera sláturhúsum, bæði litlum og stórum, kleift að starfa sjálfstætt og ná mjög niður kostnaði við slátrun og mark- aðssetningu með því t.d. að senda kjötið sem mest beint á kjötmarkað- inn. Ef núverandi sölufyrirkomulag heldur áfram og samkeppni harðnar eins og útlit er fyrir, geta smásalar, nánast kúgað heildsala til hvers sem er. Vegna lítils sveigjanleika í verði á hinum hefðbundnu landbúnaðaraf- urðum hefur samkeppni í smásölu- verslun legið í öðrum vörum. Þetta hefur án hefa skaðað okkur bændur. Það hefur færst mjög í vöxt að kjöt sé selt ófrosið. Það má lengja sauðfjárslátrun þannig að hún nái yfír mest allt árið. Á kjötmarkaðin- um yrði verð væntanlega misjafnt eftir árstímum þannig að framleið- endur myndu að öllum líkindum sjá sér hag í að senda ferskt kjöt á markaðinn miklu lengur en í dag. Það er líka ákaflega erfitt að ákveða verð á misfeitu kjöti og mis- stórum skrokkum. Það er framleið- endum fyrir bestu að það liggi fyrir markaðsverð hinna einstöku kjöt- flokka þannig að þeir geti aðlagað sína framleiðslu þörfum markaðar- ins. Það geta ekki allir sauðfjárbænd- ur haldið því fram að þeir séu að bæta landið með búskapnum en þeir sem það gera ættu að geta fengið sitt kjöt sérstimplað. Ef markaður- inn vill frekar þannig kjöt myndi heiðarleg samkeppni milli bænda fljótlega knýja alla til að stunda vist- væna sauðfjárrækt. Blindir hljóta að sjá að það styrkti greinina. Markaðurinn er ekki frystibox af ákveðinni stærð sem hægt er að tína inn eitthvað sem bændur vilja þegar bændum hentar, heldur fer stærð hans ekki síst eftir því hvernig til tekst að þjóna honum. Búvörusamningurinn Stjórnarskrá lýðræðisríkja ætti að tryggja svo almenn mannréttindi að samningur sem búvörusamningur- inn væri ekki gildur. Stjórnvöldum er ekki stætt á að banna framleiðslu frá aðilum sem hafa til þess að- stöðu, þó þau gætu staðíð á því að veita frekar einum en öðrum stuðn- ing til að stunda hana. Með því að halda beinum greiðslum til bænda og gefa markaðinn fijálsan, í anda þeirra tillagna sem Sjálfstæðisflokk- urinn vann að á sínum tíma, mætti leysa mörg vandamál samtímis. Til að hindra allt of mikið framboð mætti láta bændur halda beinu greiðslunum þó þeir framleiddu minna en greiðslurétturinn segir til um, jafnvel þó þeir framleiddu ekk- ert ef nóg framboð væri. Þannig mætti koma á þokkalegu jafnvægi framboðs og eftirspurnar á kinda- kjöti án þess það kostaði ríkið neitt meira en núverandi fyrirkomulag. Ef ekki verða gerðar róttækar breytingar fljótlega verður „árang- urinn“ sá að sauðfjárrækt dregst enn meira saman. Höfundur er bóndi á Daðastöðum. > ► > > > \ > Fyrir metnaðarfulla grillmeistara OríginaJ Recipe (Drapplitur fiöskukragi) Sósan er mild og blönduð grænmetí. Hana má nota sem grunn fyrir aðrar sósur. Sósan er einnig góð óblönduð bæði með fiski og kjöti. Original Recipe Bold (bragðmeiri) Hickory Flavor (Brunn flöskukragi) Sósan er með góðu Hickory- reykbragði og blönduð grænmeti. Hún er sérlega góð með öllu nautakjöti, til dæmis grillaðri „T- bone“ steik. Hickory Flavor BoId (bragðmeiri) Southem Styde (Ljósblár flöskukragi) Sósan er sæt og léttkrydduð með „mesquite" viðarreykbragði. Hún er.mjög góð með kjúklingum, nauta- og svínakjöti. Sjá Iýsingu á öðrum Hunt's grillsósum í væntanlegum eða nýlega birtum auglýsingum. I HUNT’S -íjölskylda af tömatvörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.