Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
t
Elskuleg systir mín,
GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt 17. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón Óttarr Ólafsson.
t
Ástköer sambýlismaður minn,
KARL BENJAMÍNSSON,
varð bráðkvaddur á heimili okkar si'ðdegis þann 5. júní.
Útför hans hefir verið gerð.
Valva Árnadóttir.
t
Bróðir minn og móðurbróðir,
GfSLI GfSLASON
frá Stokkseyri,
andaðist 17. júní.
Ingibjörg Gísladóttir,
Sigurþór Margeirsson.
t
Móðir okkar,
ODDNÝ GÍSLADÓTTIR,
Þangbakka 8,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 18. júní.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja,
Birgir Már Norðdahl.
t
Maðurinn minn,
HJALTIJAKOBSSON
garðyrkjubóndi,
Laugargerði, Biskupstungum,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 18. júní.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna,
Friður Pétursdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐBJARTUR JÓNSSON,
Vfðivöllum 11,
Selfossi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 16. júní.
Gíslína Sumarliðadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 26,
Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokks-
eyri, 16. júní.
Jóhannes Guðmundsson, Anna Þórarinsdóttir,
Jón Guðmundsson, Hólmfríður T ómasdóttir,
Hanna Jóhannsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI ÞORSTEINSSON
húsasmfðameistari,
Bogahlfð 15,
Reykjavík,
lést að morgni 17. júní.
Olga Axelsdóttir,
Agnes Bjarnadóttir, Erik Rasmussen,
Halidór Bjarnason, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Bjarni Friðrik Bjarnason,
Ágúst Bjarnason, Auður Ottadóttir
og barnabörn.
Margrét Oskars-
dóttir — Minning
Fædd 11. júní 1935
Dáin 9. júní 1992
Mig langar að minnast frænku
minnar, Margrétar Óskarsdóttur, í
örfáum orðum og þakka fyrir sam-
verustundirnar, sem við áttum um
45 ára skeið, frá því að við vorum
litlar stelpur og þar til nú að leiðir
skiljast um sinn. Didda, eins og hún
var oftast kölluð, lést í Borgarspít-
alanum 9. þessa mánaðar eftir erf-
ið veikindi. Þegar maður sest niður
og ætlar að skrifa eftirmæli um
kæra vinkonu kemur svo ótalmargt
upp í hugann, eins og hvað það var
gott að alast upp á Bjarmalands-
torfunni. Nóg var rýmið til leikja
og þá rann Laugalækurinn niður í
sjó og fjaran var það sem maður
getur kallað fjöru. Ég minnist þess
þegar Didda bakaði ísformin fyrir
Rjómaísgerðina hvað mér fannst
hún flink og þegar við fórum í sum-
arfríið til Akureyrar og er við héld-
um upp á 50 ára afmælið hennar
í Hvalseyjum. Alltaf var góða skap-
ið með í farteskinu. Aldrei varð
okkur sundurorða á lífsleiðinni en
Didda gat komið skoðunum sínum
um menn og málefni á framfæri,
hvatlega og skemmtilega á þann
hátt sem henni einni var lagið og
allir minnast svo vel sem hana
þekktu, og hve auðvelt hún átti
með að koma manni til að hlæja.
Að lokum vil ég þakka Diddu
frænku minni fyrir allt og allt sem
við áttum saman og bið guð að
blessa hana og minninguna um
hana. Ég votta eiginmanni, dóttur,
tengdasyni og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Allý
Mig langar að minnast sam-
starfskonu minnar og vinkonu Mar-
grétar Óskarsdóttur er lést 9. þessa
mánaðar eftir erfið veikindi. Við
vorum nánir samstarfsmenn um
ellefu ára skeið í sakadómi Reykja-
víkur.
Margrét, eða Didda eins og hún
var oftast kölluð, var afar sérstæð-
ur persónuleiki. Hún var lág vexti,
fíngerð og samsvaraði sér mjög
vel. Henni var umhugað um útlit
sitt og var ávallt smekklega klædd.
Hún var vel greind, raunhæf í hugs-
un og athöfnum og kímnigáfa henn-
ar var stórkostleg. Kímnigáfa þessi
kom oft fram sem kaldhæðni sem
var skel hennar gagnvart lífinu en
undir þessari skel bjó einliver hlýj-
asta manneskja sem ég hef kynnst.
Tilsvör hennar voru oft á tíðum
leiftrandi. Þau hittu í mark og gerðu
tilveruna litríkari og skemmtilegri
og orðaforði Diddu var framúrskar-
andi. Um leið og hún birtist lifnaði
yfir fólki og það var litið til hennar
til að varpa sinni einstæðu og kímnu
birtu á menn og málefni.
Didda átti mjög fallegt heimili
að Hléskógum 2 í Reykjavík, þar
sem hún bjó ásamt eiginmanni sín-
um, Gunnsteini Sigurðssyni. Þau
lögðu sig fram um að hafa heimilið
sem notalegast og þangað var gott
að koma.
Margs er að minnast frá sam-
starfinu, ferðalögum okkar og
skemmtunum. Skemmst er minnast
dugnaðar hennar við undirbúning
síðustu jólagleði sakadóms en þar
lagði hún sig alla fram þrátt fýrir
að hún væri orðin mjög þjáð.
Didda barðist hetjulega við illvíg-
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG BERGSDÓTTIR,
Grundargerði 11,
andaðist í Vífilsstaðaspítala 17. júní.
Gissur Sigurðsson,
Ingigerður Gissurardóttir, Örlygur Benediktsson,
Jón B. Gissurarson, Erna B. Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Grundarbraut 13,
Ólafsvik,
andaðist 9. júní sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórunn Sif Björnsdóttir, Hafsteinn Jakobsson,
Ragnar Björnsson, Þorleifur Örn Björnsson,
Lilja B. Björnsdóttir, Heba Lind Björnsdóttir
og barnabörn.
\
t
Eiginmaður minn, tengdasonur og mágur,
KNUT BUSENGDAL,
Volda,
Noregi,
lést að morgni 17. júní.
Jarðsett verður frá Voldakirkju miðvikudaginn 24. júní nk.
Ásta Tynes Busengdal,
Hrefna Tynes,
Otto og Jón Tynes.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
STEFANÍU EIRÍKSDÓTTUR
frá Þingdal.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
an sjúkdóm. Hún gekkst undir
margar og erfiðar skurðaðgerðir,
sýndi mikið hugrekki og þrautseigju
og gaf aldrei upp vonina. Þar sem
mærð var henni vinkonu minni lítt
að skapi vil ég láta staðar numið
með því að votta Gunnsteini, Sig-
ríði dóttur þeirra og barnabörnun-
um tveimur mína dýpstu samúð.
Missir þeirra er óendanlega mikill
og hennar verður sárt saknað, en
minningin lifir.
Asta Dungal.
Þann 9. júní sl. lést á Borgarspít-
alanum Margrét Ásdís Óskarsdótt-
ir, aðalskjalavörður í Sakadómi
Reykjavíkur, og verður útför henn-
ar gerð í dag frá Fossvogskirkju.
Margrét fæddist i Reykjavík 11.
júní 1935 og lést því langt um ald-
ur fram. Foreldrar hennar voru
hjónin Sveinsína Baldursdóttir og
Oskar Gunnlaugsson, en hann lést
18. maí sl. Böm þeirra voru sex
og var Margrét næst elst systkina
sinna. Fjölskyldan var búsett hér í
borginni, fyrst í Vesturbænum, en
síðan í Laugamesi. Margrét lauk
prófi frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Hún stundaði síðan ýmis
störf, var í fiskvinnu og vann í versl-
un við afgreiðslustörf. Þann 14.
maí 1960 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Gunnsteini Sigurðs-
syni, vörubifreiðastjóra, frá ísafirði.
Byggðu þau hús í Hléskógum 2 hér
í borginni og bjuggu þar frá árinu
1978. Þeim varð ekki barna auðið,
en kjördóttir þeirra er Sigríður
Gunnsteinsdóttir og á hún tvö börn,
Gunnstein Má, f. 6. apríl 1981 og
Margréti Erlu, f. 23. september
1991.
Margrét hóf störf við Sakadóm
Reykjavíkur 1. desember árið 1981,
fyrst sem símavörður, en síðan í
skjalavörslu dómsins og frá árinu
1990, sem aðálskjalavörður. Gegndi
hún því starfi til dauðadags. Mar-
grét veiktist árið 1990 af sjúkdómi
þeim sem leiddi hann til dauða. Hún
háði hetjulega baráttu við sjúkdóm-
inn og virtist ná sér eftir uppskurði
sem hún gekkst undir. Vomm við
samstarfsmenn hennar að vona að
henni hefðist tekist að vinna bug á
sjúkdómi sínum. Svo reyndist þó
ekki og er líða tók á veturinn virt-
ist ljóst að hvetju stefndi.
Margrét var trú og samviskusöm
í starfi sínu. Hún var úrræðagóð
og glaðsinna og lífgaði upp á um-
hverfí sitt, þá var hún einstaklega
orðheppin. Éiginmanni sínum, dótt-
ur og barnabörnum var hún stoð
og stytta og er missir þeirra mikill.
Þá lét hún sér annt um aldraðan
föður sinn sem var sjúkur hin síð-
ari ár sem hann lifði, en stutt varð
á milli þeirra feðgina, svo sem áður
greinir.
Um leið og við kveðjum Mar-
gréti þökkum við henni fyrir sam-
starfið og margar ánægjustundir,
sem við áttum með henni. Gunn-
steini 'eiginmanni hennar sendum
við innilegar samúðarkveðjur, svo
og Sigríði dóttur hennar og barna-
börnum.
Starfsfólk Sakadóms
Reylgavíkur.