Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 21

Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 21 DÝRAR SÆTTIR eftir Ólínu Þorvarðardóttir Þá er afstaðið eitt erfiðasta átakaþing Alþýðuflokksins í sjötíu og sex ára sögu hans. Ekki ein- göngu vegna þess að það er næð- ingssamt á toppnum þar sem for- ystan situr, heldur og vegna þess að svörðurinn er illa farinn undan hörðum vetri og pólitísk gróska á erfitt uppdráttar - einkum nýgræð- ingurinn. Það gekk því illa að ná sáttum á flokksþinginu um nokkur grund- vallaratriði á borð við þjónustu- gjöld og einkavæðingu. Svo mjög var mönnum í mun að halda sínum hlut í fjölmiðlum að þær málamiðl- anir sem gerðar voru um orðalag og innihald dugðu ekki lengur en til næsta dags. En þá var stríðs- hanskanum kastað á ný, og þar með fauk „sáttin" í bankamálinu. „Hvað er eiginlega að gerast í þessum flokki?“ spurði sú hin mæta framsóknarkona móðir mín, er hún virti mig fyrir sér á öðrum degi þingsins: „Er flokkurinn margklofinn?“ Mér vafðist tunga um tönn eitt andartak en eftir svo- litla umhugsun datt ég niður á svarið sem ég held að sé sannleik- anum samkvæmt: „Það er ekki flokkurinn sem er klofinn - það er forystan. Alþýðu- flokkurinn er heilsteyptur flokkur sem geldur þess að gera ekki upp á milli ólíkra forystumanna. Hjarta flokksins slær með Jóhönnu en hugsun hans vinnur með Jóni. Innst inni eru alþýðuflokksmenn sammála - en þeir gjalda þess að vera dregnir í dilka þar sem ekki er gerður greinarmunur á mönnum og málefnum. Persónulegar vær- ingar setja svip sinn á málefna- starf og menn eru að örmagnast á haldlitlum málamiðlunum." Móð- ir mín spurði einkis frekar en bætti við: „Þú þarft að hvíla þig, elskan.“ Sameiningardraumar gærdagsins í framhaldi af þessu samtali okkar mæðgna fór ég að hugsa um allar þær sviptingar sem orðið hafa þau tvö ár sem liðin eru frá því ég gekk í Alþýðuflokkinn. Þá hafði flokkurinn verið í ríkisstjórn frá 1987, fyrst undir forsæti sjálf- stæðismanna - sú stjóm sprakk á miðjum spretti - þvínæst undir for- ystu framsóknarmanna. Á ýmsu hafði gengið í þjóðmálum: Erfið- leikar í atvinnulífi, einkum sjávar- útvegi, versnandi þjóðarhagur og átök á vinnumarkaði. Þó náðist sá ávinningur í tíð síðustu ríkisstjórn- ar að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. Þar með var fengin varan- legasta kjarabótin sem langþreytt- um launþegasamtökum hefur hlotnast um áratugaskeið. Margvísleg gerjun hafði sam- hliða verið að eiga sér stað í stjórn- málum. Flokksþingið 1990 var átakaþing. Þar ríkti spenna<6g eft- irvænting, en um leið léku ferskir vindar um sali. Félagshyggjufólk um land allt renndi vonaraugum . til Alþýðuflokksins sem þá hafði skömmu áður boðað þeim fagnað- arerindið um sameiningu íslenskra jafnaðarmanna. Byggðakosningar voru nýafstaðnar með góðum árangri fyrir flokkinn, ekki síst í Reykjavík. Þar hafði Álþýðuflokk- urinn stigið stórt skref með aðild sinni að Nýjum vettvangi, óflokks- háðum lista sem hlaut 14,8% at- kvæða og tvo borgarfulltrúa. I fjóra áratugi hefur Alþýðuflokkur- inn aldrei verið jafn sterkur í reyk- vískri byggðapólitík ef frá er talinn tími vinstri meirihlutans 1978- 1982 en þá hlaut flokkurinn 13% fylgi og tvo borgarfulltrúa. Var að furða þótt vonir glæddust um að Alþýðuflokkurinn yrði leiðandi afl í sameiningu íslenskra jafnað- armanna sem svo marga dreymir um? Skjótt skipast veður í lofti Nú eru liðin tvö ár og margt hefur breyt. Alþýðuflokkurinn er ekki lengur í samstarfi við aðra félagshyggjuflokka í ríkisstjórn. hann er genginn til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn í tveggja flokka stjórnarsamstarfi sem styrr hefur staðið um frá upphafi. íslenskir jafnaðarmenn eru margir hveijir ráðvilltari en fyrr, og sameining þeirra í eina stóra breiðfylkingu undir forystu Alþýðuflokksins verður að bíða enn um sinn. Deilur um tilurð ríkisstjórnar- innar, áherslur hennar og for- gangsröðun hafa sett mark sitt á Alþýðuflokkinn. Þegar hinn marg- umræddi niðurskurður dundi yfir á haustdögum hrukku flokksmenn upp við vondan draum og beindu spumaraugum til þingliðs og for- ystu. Nokkrir flokkstjórnarmenn óskuðu eftir sérstökum flokk- stjórnarfundi í vetrarbyijun til þess að ræða við forystuna um orð og efndir. Elstu og mætustu flokks- menn höfðu þar á orði að þá skorti vopn og veijur til þess að standast gangrýni og veija þessa sömnu forystumenn á vinnustöðum og víðar. Þessari umræðu var illa tek- ið- og formaður flokksins lýsti því yfir að fundinum loknum að hann hefði naumlega staðið af sér illa „aðför“. Setti nú kuldahroll að mönnum. Viðbrögðin við þeirri umræðu sem kölluð var fram á haustdögum sýndi að foringjarnir höfðu fjarlægst sitt eigið lið, þeim Ólina Þorvarðardóttir „Þar var þeim harðlega refsað sem gagnrýnt höfðu framgöngu flokksins í ríkisstjórn. Málsvarar félags- hyggju og velferðar sem höfðu starfað vik- um saman í aðdraganda þingsins og orðið ofan á í málstofum þess - fengu að greiða sinn toll.“ hafði láðst að færa fótgönguliðun- um vopnin í hendur - og sú hefur reyndin verið nú um nokkra hríð. Dýrar sættir Á sama tíma hafa skammirnar dunið á þeim sem hafa leyft sér að efast um þá stefnu sem flokkur- inn hefur tekið í stjórnarsamstarf- inu. Gagnrýnendur innan flokksins hafa verið sakaðir um sviksemi - sakaðir um heimsku og lýðskrum - illar hvatir í garð forystumanna flokksins; sakaðir um að taka und- ir með óábyrgri stjórnarandstöðu og hýða sitt eigið fólk að ósekju. Ótíndir leigupennar - sem starfa við málgögn annarra flokka hafa verið virkjaðir til þess að ráðast með svívirðingur á nafnþekkta flokksmenn; menn sem hafa ekki annað til saka unnið en að vilja vernda hið viðkvæma fjöregg Al- þýðuflokksins: Verlferðarstefnuna; frelsis- og jafnaðarhugsjónina. Þannig var staðan þegar alþýðu- flokksmenn gengu til 46. flokks- þings, þar sem dragsúgur næddi um dyragættir og rauðar rósir dijúptu höfði. Þar sem menn stóðu frammi fyrir áleitinni umræðu um gildi og markmið jafnaðarstefn- unnar í bráð og lengd. Þar sem tekist var á um málefni ... og menn, því það var kosið um fleira en stefnuskrána. Þar var þeim harðlega refsað sem gagnrýnt höfðu framgöngu flokksins í ríkisstjórn. Málsvarar félagshyggju og velferðar sem höfðu starfað vikum saman í að- draganda þingsins og orðið ofan á í málstofum þess - fengu að greiða sinn toll. Þegar kom að kjöri í fram- kvæmdastjórn og flokksstjórn spruttu sendisveinar formannsins úr sætum og dreifðu „línunni“ líkt og hveiju öðru þingskjali. Þar gaf að líta „reikningsskií“ málefna- starfsins: Listann yfir þá útvöldu. Af þijátíu fulltrúum sem kjörnir voru í flokksstjórn náðu einungis sjö konur kjöri. Verkalýðsarmurinn náði engum fulltrúa í framkvæmd- astjórn, mætir sveitarstjórnar- menn féllu út úr flokksstjórn og Kópavogsmenn - gestgjafár þings- ins - fengu þar engan fulltrúa. Flestir hinna útvöldu náðu hins- vegar kjöri - ásamt fáum en sterk- um einstaklingum sem sáu á fleti fyrir og varð ekki haggað. Hinir sem ekki gættu sín voru hinsvegar kramdir undir fargi hinnar svoköll- uðu málamiðlunar, og þeir voru margir. Þarna tókust dýrar sættir... sem héldu í fimmtán klukkustundir. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Ingvar Helgason ht Sævarhöföa 2 simi 91-674000 Ferðaáætlun okkar: 20.06 laugardag Fáskrúösfjörður viö Shell frá kl. 10.30-12.30 Breiðdalsvík viö Kaupfélagiö frá kl. 14.00-15.30 Stöövarfjörður við Hótel Bláfell frá kl. 17.00-18.00 21.06 sunnudag Seyöisfjöröur viö Heröubreiö frá kl. 10.30-12.00 Egilsstaöir við Esso skálann frá kl. 13.30-17.30 22.06 mánudag Neskaupstaöur við Shell frá kl. 17.00-18.30 Eskifjörður við Shell frá kl. 20.00-21.00 23.06 þriðjudag Reyðarfjörður Lykill Sýning og reynsluakstur reynsluakstur á Nissan Patrol Nissan Terrano Nissan Primera Nissan Sunny 4WD Subam Legacy Arctic Edition NISSAIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.