Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
Reykjavíkurborg og reykvísk íþróttafélög:
Milljarður í mami-
virki félaganna
Raflagnaefni
í miklu úrvali
I^lRAFSÓL
Skipholti 33
S.35600
í
FÆSTÍ MATVÓRUVERSLUNUM
PreitjnBafaftili Þýzk- Islenzka hl. tf 675600
eftir Svein
Andra Sveinsson
Ákvörðun hefur verið tekin um
samningsbundnar fjárveitingar
Reykjavíkurborgar tii mannvirkja
íþróttafélaganna í Reykjavíkurborg
á næstu árum að fjárhæð um 700
milljónir króna. Ákvörðun þessa efn-
is var tekin af borgarráði að feng-
inni tillögu íþrótta- og tómstunda-
ráðs og staðfest á dögunum af borg-
arstjóm Reykjavíkur. Ákvörðun
þessi mun leiða af sér gríðarlega
uppbyggingu mannvirkja í þágu
íþrótta á vegum íþróttafélaganna í
Reykjavík á næstu ámm. Er um að
ræða skuldbindingar borgarinnar
upp á tæplega 700 milljónir króna,
sem bætast við rúmlega 253 milljón-
ir sem ákvörðun var tekin um á síð-
asta ári. Núverandi borgarstjóm
hefur því tekið ákvörðun um tæplega
milljarðs fjárveitingu til mannvirkja
íþróttafélaganna í borginni.
Breytt verkaskipting
Umbylting hefur orðið á síðustu
missemm varðandi þátttöku Reykja-
víkurborgar í mannvirkjagerð á veg-
um íþróttafélaganna. Sveitarfélög
hafa alfarið tekið yfir þann þátt af
ríkinu er snýr að styrkveitingum til
byggingar íþróttahúsa og félags-
heimila íþróttafélaganna, sem áður
var skipt þannig að ríkið greiddi
40%, sveitarfélög 40% og félögin
sjálf 20%. (Reyndar greiddi ríkið sinn
hlut einatt seint og illa, þannig að
í tilviki Reykjavíkur þurftu borgaryf-
irvöld iðulega að standa skil á hluta
ríkisvaldsins.) Nú er þannig komið
að Reykjavíkurborg styrkir íþrótta-
félögin um 80% af byggingarkostn-
aði vegna íþróttamannvirkja þeirra,
bæði íþróttahúsa sem og annarra.
Sú stefnubreyting hefur einnig
orðið, að nú semur Reykjavíkurborg
við íþróttafélögin um fjármögnun
framkvæmda á þeirra vegum á til-
teknum tíma, þannig að öll áætlana-
gerð þeirra er mun auðveldari, en
þegar framkvæmdahraði réðst frá
ári til árs eftir því hvernig fjárveit-
ingum var háttað. Greiðsluskuld-
bindingum borgarinnar til nokkurra
ára geta félögin með tilteknum af-
föllum komið í verð og hraðað þann-
ig framkvæmdum, eigi þau þess
kost á annað borð.
Þegar hefur verið ákveðið fyrr á
kjörtímabilinu að styrkja nokkrar
framkvæmdir á kjörtímabilinu; ber
þar hæst íþróttahús og búningsað-
stöðu Knattspyrnufélagsins Víkings,
sem þegar hafa verið tekin í notkun,
en til þess verður samtals veitt um
188 milljónum. Rétt er að gera hér
grein fyrir helstu framkvæmdum
sem ÍTR hefur samþykkt að styrkja
á næstu árum.
íþróttahús
Þau verkefni sem hæst ber eru
íþróttahús Fram og Fylkis. Fram
hefur verið á miklum hrakhólum
með æfinga- og keppnisaðstöðu fyr-
ir innanhússíþróttir; blak- og körfu-
boltadeildir hafa átt erfitt uppdráttar
sakir þessa og meistaraflokkur í
handknattleik sem æfir og keppir í
Laugardaishöll hefur mátt búa við
að missa æfingatíma vegna annarrar
starfsemi þar. Er Fram eina Reykja-
víkurfélagið í 1. deild sem ekki hef-
ur eigið íþróttahús. Svipaða sögu er
að segja af Fylki; aðstöðuleysi stend-
ur allri innanhússstarfsemi fyrir
þrifum; aukinheldur sem nemendur
Árbæjarskóla búa við alls óviðunandi
íþróttaaðstöðu. Nýtt íþróttahús
Fýlkis mun nýtast nemendum Ár-
bæjarskóla; svo og reyndar öðrum
nemendum í hverfinu. Á þeim for-
sendum taka skólaskrifstofur
Reykjavíkurborgar þátt í byggingu
hússins. Styrkir Reykjavíkurborg
hvorn aðila um sig um 185 milljónir.
Vallarsvæði
Áformað er að styrkja byggingu
þriggja knattspyrnuvalla; gervigras-
velli á svæðum Leiknis og Þróttar
(áætlaðar 60 milljónir í hvora fram-
kvæmd) og ýmsar vallarfram-
kvæmdir á svæði Fjölnis (40 milljón-
ir). Knattspyrnufélagið Leiknir hefur
búið við óboðlega aðstöðu til knatt-
spyrnuiðkunar í mörg ár og löngu
tímabært að bæta úr þeim aðstöðus-
korti. Á félagssvæði Þróttar eru
aðeins tveir vellir; grasvöllur og
malarvöliur, en til þess að gera að-
stöðuna betri eru hugmyndir uppi
um að breyta malarvellinum í gervi-
grasvöll. Um Fjöini er það að segja
að aðstaða fárra félaga hefur byggst
upp eins hratt; er það vel að strax
á árdögum nýrra hverfa sé byggð
upp aðstaða til íþróttaiðkunar.
N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING
HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174
SÍMAR 695660 OG 695500
Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14
NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING
N0¥á:UiR li Jy\li
Á RAUNHÆFU MARKAOSVERÐI
MMC Galant GLSi 2000i, árg. ’90/’91, hlað-
bakur, 5 gira, 5 dyra, steingrár, álfelgur
o.fl., ek. 25 þús. V. 1.150.000 stgr.
VW Jetta CL 1600, árg. '87, 4 gira, 4 dyra,
grábrúnn, ek. 57 þús. V. 500.000 stgr.
Mazda 323 LX1500, árg. ’86, 5 gira, 5 dyra,
grænn, ek. 71 þús. V. 370.000 stgr.
MMC Lancer 4x4, st., 1800, árg. '88, 5 gira,
5 dyra, hvítur, ek. 36 þús. V. 800.000 stgr.
MMC Pajero stuttur, V6, 3000Í, árg. ’90, 5
gíra, 3 dyra, svartur, ek. 39 þús.
V. 1.680.000 stgr.
MMC Pajero langur, turbo, disil, árg. ’88,
5 g., 5 d., blár, ek. 79 þús. V. 1.550.000 stgr.
Sveinn Andri Sveinsson
„Sú stefnubreyting hef-
ur einnig orðið, að nú
semur Reykjavíkur-
borg við íþróttafélögin
um fjármögnun fram-
kvæmda á þeirra veg-
um á tilteknum tíma,
þannig að öll áætlana-
gerð þeirra er mun auð-
veldari, en þegar fram-
kvæmdahraði réðst frá
ári til árs eftir því
hvernig fjárveitingum
var háttað.“
Búningsaðstaða og fleira
Bætt verður úr aðstöðuskorti ÍR-
inga á vallarsvæði þeirra við Selja-
hverfi; ný búningsaðstaða og félags-
heimili munu rísa við knattspyrnu-
vellina og er áætlað að veija til þess
af hálfu Reykjavíkurborgar 85 millj-
ónum. Einnig hefur verið ákveðið
að koma til móts við Knattspyrnufé-
lagið Val vegna „fortíðarvanda” þess
er stafar af því að félagið byggði
upp bað- og buningsaðstöðu og
íþróttahús á þeim tíma er ríkið
styrkti þessar framkvæmdir. Hefur
það komið illa við fjárhag félagsins
að ríkið stóð ekki við sinn hlut. Veitt-
ar verða 36 milljónir til þessa verk-
efnis.
Af öðrum verkefnum sem styrkt
verða á næstu árum má nefna þak
á áhorfendastúku við knattspyrnu-
völl KR, og veittar 20 milljónir til
þess, lagfæringar á fímleikahúsi
Ármanns, 8 milljónir kr., 4,6 milljón-
ir vegna lagfæringa á íþróttahúsi
TBR, 15 milljónir vegna kaupa og
endurbóta á húsnæði Karatefélags-
ins Þórshamars, 2 milljónir til mal-
bikskaupa vegna akstursbrautar
Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur og
700.000 kr. vegna framkvæmda við
svæði Skotfélags Reykjavíkur.
Næg verkefni framundan
Þrátt fyrir þessa ákvörðun er ljóst
að næg verkefni eru framundan á
sviði íþróttamannvirkja félaganna.
Innan fárra ára þarf að fara að
huga að uppbyggingu á félagssvæði
Ármanns, sem þeir hafa fengið út-
hlutað í Borgarholti, þörf er á nýju
íþróttahúsi á félagssvæði KR og
áfram þarf að halda uppbyggingu á
vallarsvæðum margra félaganna í
Reykjavík.
Davíð Oddsson, fyrrum borgar-
stjóri, ruddi brautina að breyttum
vinnubrögðum með samningi • við
Knattspyrnufélagið Víking um upp-
byggingu íþróttahúss þess. Markús
Órn Antonsson hefur ekki breytt
stefnunni, heldur gert gott betur
með því að tryggja 700.000.000 kr.
samninga við íþróttafélögin í
Reykjavík.
Það hefur verið og mun verða
einn helsti hornsteinn í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík að hlúa
að starfsemi íþróttafélaganna í
Reykjavík. Frábært starf er unnið á
vegum félaganna í unglinga- og
æskulýðsstarfi og ber borgaryfir-
völdum að styrkja starfsemi þeirra
eftir fremsta megni. Þeim fjármun-
um er vel varið.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og situr í
íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur.