Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra: Norrænir biskupar þinga Morgunblaðið/Sverrir Norræni biskupafundurinn 1992 er haldinn í Nes- kirkju þessa dagana. 37 norrænir biskupar, ásamt eiginkonum, eru nú hér á landi og var þessi mynd tekin af hópnum fyrir framan Háskóla ís- lands í gær. Sjá frétt á bls. 25. Sérstakur tilsjón- armaður skipaður yfir Menningarsjóð að þessi skipan beindist ekki gegn framkvæmdastjóra Menningarsjóðs, Einari Laxnes, en hann færi í frí þann 1. júlí, eins og ráðgert hefði verið. Ólafur sagði að það væri ekki í hans verkahring að skipta um for- mann í Menntamálaráði; ráðið sjálft skipti með sér verkum. Hann kvaðst reikna með að það yrði gert næst þegar boðað yrði til fundar. ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra ákvað í gær að skipa Snævar Guðmundsson tilsjónarmann með Menningarsjóði. „Ég hef ákveðið að nota heimild í lögum frá þvi í vetur að skipa sérstakan tilsjónarmann með Menningarsjóði og hann mun taka til starfa þann 1. júlí,“ sagði menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að tilsjónarmanninum væri þar með falið að framkvæma það sem stjórnin hefði áður ákveðið, þ.e. að leggja Menningarsjóð niður, en núverandi formaður stjórnar Menntamálaráðs, Helga Kress, vildi ekki taka þátt í. „Ástæðan fyrir því að ég gríp til þessara ráða er sú að formaðurinn hefur neitað að boða til fundar í Menntamálaráði fyrr en í ágúst. Það er of seint, meðal annars vegna starfsliðsins^ sem nú er hjá sjóðn- um,“ sagði Ólafur. Ólafur var spurð- ur hvort hann með þessari tilskipun væri þar með að færa valdsvið Menntamálaráðs til tilsjónarmanns- ins: „Ég geng út frá því sem vísu að tilsjónarmaðurinn hafi fullan stuðning meirihluta Menntamála- ráðs, þótt núverandi formaður komi sjálfsagt ekki til með að styðja hann,“ sagði menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra var spurður hvort Menntamálaráð væri með þessari nýju skipan mála þar með úr sögunni: „Það er ekki úr sög- unni, því ég er ekki að setja neinn af,“ sagði ráðherra. Hann bætti við Skandia: Hollenska skipafélagið Van Ommeren hefur flutninga fyrir varnarliðið: Hefur áform um almenna sam- keppni við íslensk skipafélög Skip félagsins sem heitir „Strong Iceland- er“ hefur siglingar um næstu mánaðamót HOLLENSKA skipafélagið Van Ommeren, sem fékk 35% af sjó- flutningum varnarliðsins í Keflavík á móti Samskipum í útboði Bandarílgahers, mun hefja flutninga fyrir varnarliðið í lok júlí eða byrjun ágúst. Ágreiningur sem var á milli Van Ommeren og flutningadeildar bandaríska hersins um hvernig skipta ætti frakt- inni eftir vöruflokkum tafði framgang samningsins. Að sögn Guðmundar Kjærnested viðskiptafræðings, sem starfar á skrif- stofu Van Ommeren í Bandaríkjunum, er sá ágreiningur nú leyst- ur og undirbúningur flutninga hafinn. Auk þess segist Guðmund- ur gera ráð fyrir því að Van Ommeren ætli að fara inn á markað- inn hérlendis og reyna að fá vörur til flutninga af almennum markaði til að nýta betur sínar ferðir á milli Bandaríkjanna og íslands. Þrjú fyrirtæki taka tii starfa ÞRJÚ fyrirtæki, sem eru hluti af Skandia-samsteypunni, taka til starfa hérlendis um mánaðamótin; Vátryggingafélagið Skandia, Líf- tryggingafélagið Skandia og Fjár- festingarfélagið Skandia. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skandia var nafni Vátryggingafé- lagsins Skandia ísland hf. breytt í Vátryggingafélagið Skandia hf. á aðalfundi félagsins í gær. Einnig var þá haldinn aðalfundur Reykvískrar líftryggingar og nafni þar breytt í Líftryggingafélagið Skandia hf. og hluthafafundur Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins hefði ákvað að breyta nafninu í Fjárfestingarfé- lagið Skandia hf. „Van Ommeren rekur skipið og á allt pláss sem er umfram vörur vamarliðsins í skipinu. Því ætlum við að reyna að fá fleiri vörur. Það tekur hins vegar nokkurn tíma að vinna sér sess á slíkum markaði,“ segir Guðmundur Kjæmested. Við flutningana mun Van Ommeren nota skip sem heitir „Strong Ice- lander“ en samningurinn við varn- arliðið gildir til 31. maí á næsta ári. Á meðan Van Ommeren og flutningadeild hersins náðu ekki samkomulagi sá Samskip hf. um alla flutninga fyrir varnarliðið og kemur til með að gera það þar til Van Ommeren hefur sína flutn- inga. Ómar Jóhannsson framkvæmd- astjóri Samskipa segir að allt frá því tilboðin vom opnuð hafí verið búist við því að lægstbjóðandi frá Bandaríkjunum myndi sjá um sinn hluta flutninganna og því komi þessar fréttir ekki á óvart. „Við erum ekki undrandi yfir því að Van Ommeren hyggist hefja flutn- inga ‘fyrir íslendinga. Samskip munu mæta þeirri samkeppni líkt og allri annari sem staðið hefur verið í.“ -----» ♦--«---- Verðbréfaþing: Flugleiðir og Marel á skrá VERÐBRÉFAÞING íslands hefur tekið til skráningar hlutabréf Flugleiða og Marels hf. Hefur skráðum hlutafélögum á Verð- bréfaþinginu fjölgað úr 2 í 9 á þessu ári og er áætlað markaðs- virði þeirra um 10,5 miHjarðar króna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Verðbréfaþingi hafa 17 nýir flokkar skuldabréfa verið skráðir í ár en um áramót voru 52 flokkar skráðir. Á stjómarfundi 25. júní samþykkti stjóm Verðbréfaþings að skrá 2. flokk ríkisbréfa og 1. flokk húsbréfa. Einnig kemur fram að stjómin hafi ákveðið að framlengja til 30. september aðlögunartímabil sem gilt hafi fyrir hlutafélög. Á því tímabili gefist hlutafélögum færi á að skrá bréf sín með einfaldari og ódýrari hætti en síðar. Þau hlutafélög sem nú eru skráð á Verðbréfaþinginu eru Olíuverslun íslands, Pjárfestingafélag íslands, Hlutabréfasjóðurinn hf., Hlutabréfa- sjóður VÍB, íslenski hlutabréfasjóð- urinn, Auðlind hf., Hf. Eimskipafélag íslands, Flugleiðir hf. og Marel hf. -----------»--♦■»---- NM í Brids: * Island í 2. sæti í opnum flokki ÍSLENSKA sveitin er i öðru sæti með 39 Vi stig í opnum flokki á Norðurlandameistaramótinu í Brids, sem hófst í Umeá í Svíþjóð í gær. Norðmenn eru í efsta sæti í flokknum með 44'/2 stig. Á mótinu er bæði keppt í opnum flokki og kvennaflokki. í opnum flokki sigruðu íslendingar Finna með 15‘/2 stigum gegn 13‘/2 og Dani með 24 stigum gegn 6. í kvennaflokki töpuðu Islendingar hins vegar fyrir Dönum með 13 Vi stigum gegn 15'/2 en sigruðu Finna með 16 stigum gegn 14. Sóknarprestur sendir Reykholts- máldaga frá 1185 til þinglýsingar SÉRA Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, fer fram á að sýslu- mannsembættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu þinglýsi Reykholts- eða Reykjaholtsmáldaganum frá 1185 sem réttri eignarheimild kirkjunnar. Máldaginn er elsta skjal á íslensku. Ekki hefur endan- leg afstaða verið tekin til þessarar beiðni sóknarprestsins, að sögn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns. Síðastliðið haust sendi fjármála- ráðuneytið bréf eða yfirlýsingu í alla hreppa landsins í tengslum við skýrslugerð um ríkiseignir. í til- skrifi ráðuneytisins kom fram sá ásetningur að óska eftir þinglýs- ingu á ýmsum eignum sem voru ekki þinglýstar en í opinberri eigu, þ. á m. jörðinni Reykholti. Óskað var eftir athugasemdum. Sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Reykholt væri sannanlega opinber eign, þ.e.a.s. eign kirkjunnar í Reykholti. Séra Geir kvaðst hafa vakið at- hygli Þorsteins Pálssonar kirkju- málaráðherra á þessu máli. Einnig leitaði kennimaðurinn fulltingis síns biskups, herra Ólafs Skúlason- ar, sem brást vel við og mótmælti ásælni ríkisins í kirkjueigur. En jafnframt taldi sóknarprest- urinn sér skylt að halda sjálfur uppi vömum fyrir sinn kirkjustað. Hann lagði því í desembermánuði inn bréf til þinglýsingar á sýslu- skrifstofunni í Borgamesi. „Yfir- lýsing um að Reykholtskirkja í Reykholti í Borgarfjarðarprófasts- dæmi á í Reykholti „heimaland með öllum landsnytjum", gögnum og gæðum þeim sem til heyra og tilheyrt háfa því sama Beneficio, eftir því sem tilgreint er í Reykja- holtsmáldaganum og öðrum yngri máldögum kirkju þar, og eigi hefur verið fargað úr hennar eign með kaupum og sölum og öðrum lög- gjörningum eða verið með öðmm sannanlegum hætti afhent öðmm að ijettum lögum.“ Séra Geir ósk- ar eftir því að þessi yfirlýsing ásamt texta nefnds máldaga kirkj- unnar frá 1185 verði þinglýst „sem ijettri eignarheimild Reykholts- kirkju fyrir nefndri eign og réttind- um“. k • VWr <<■ (•! (.■ IjOII fv ----MyMI <«>*HMfV, ( ^ IM* úþipv dkrni ájl' nfcik prtoikr V -íflt IMM •>* r- .*«• Wú nwlifyr >4*8 íi'.lVr* jiVd’U.iA fo' Av».L> vik r.nJ*K» >4|.r «rÁ-l(Vr«r» f »rra^*i;ÍÍi ,(VK*»Vrí'.<-r b<r'ia;>í,y i«»Ií,>wJ2vþú ” ■ *' Þ- ‘ ■ »i»j« k*m<*ík: <i.í« ‘ •fSw i. m rs.i*.\<4&** 'r«v'tft,:íU<'v) ■><**■** Utflt wrfi ', Ku. - íjmvv. v ‘ uAít >..r. hi«<vv«<V . yúr?iijVí'.w ** í„bv ' WMSM' if' Reykholts- eða Reykjaholtsmál- dagi er líklega skráður á árabil- inu 1185-1275 og því elsta skjal á íslensku. Máldagi er skrá um eignir, tekj- ur og skipan hverrar kirkju sem varðveislumaður hennar skyldi láta gera í samráði við biskup. Reykja- holtsmáldagi er elsta skjal á ís- lensku og hefur ávallt varðveist á íslandi og er skráður með ýmsum rithöndum líklega frá tímabilinu 1185-1275.1 máldaganum er m.a. greint frá gjöfum Snorra Sturlus- onar til kirkjunnar. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Rúnar Guðjónsson, sýslu- mann Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, sagðist hann því miður ekki hafa öll málsgögn tiltæk, og þinglýsingarfulltrúi hans erlendis og nokkuð umliðið siðan erindi fjármálaráðuneytis og sóknar- prestsins hefðu borist. Rúnar greindi þó frá því að til þess að þinglýsa skjali þyrfti að vera óslit- in röð af eignarheimildum eða ein- hver grein gerð fyrir tilfærslu á eignarréttinum. Erindi fjármála- ráðuneytis hefði ekki þótt nægj- anlega rökstutt og verið endur- sent. Ekki hefði verið tekinn end- anleg afstaða til erindis sr. Geirs Waage. Samkvæmt veðmálabók Sýslumannsembættisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur eng- inn aðili þinglýsta eignarheimild að Reykholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.