Morgunblaðið - 30.06.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 30.06.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Áhrifin af minni þorskafla II: Skelfilegt tekjutap á Vestfjörðum eftirEinarK. Guðfinnsson Það leikur ekki á tveimur tungum að Vestfirðir eru háðari þorskveið- unum en önnur landsvæði. Fá- breytni atvinnulífsins gerir það að verkum að við höfum að fáu öðru að hverfa. Við liggjum vel við gjöf- ulum fiskimiðum, þar sem dijúgt hefur aflast af þorski. Það er ástæða þess að við höfum kosið okkur búsetu hér, við aðstæður sem oft á tíðum geta verið örðugar og strembnar. Þorskurinn hefur verið stærri hluti af afla okkar en flestra ann- arra. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðhagsstofnun vann fyrir mig, er nú helmingur eða 48,2% verðmætis botnfiskafla íslendinga þorskur. Séu Vestfírðir skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að tæpir þveir þriðju hlutar verðmæta botnfískaflans koma af þorskveiðunum hér. Nánar tiltekið, þá er 64,5% af heildarbotn- fiskaflanum á Vestfjörðum þorskur, hvað verðmæti áhrærir. Þetta þýðir að tvær af hveijum þremur krónum sem inn koma vegna botnfískveið- anna hér á Vestfjörðum eru vegna þorskins. Það er því ekki ofmælt að þorskveiðar og -vinnsla séu und- irstaða mannlífsins hér. Minnsta skerðing á aflaheimildum í þorski mun því hafa hinar verstu afleiðing- ar fyrir okkur. Allt að 850 milljón króna tekjutap útgerðar Að beiðni minni tók Þjóðhags- stofnun saman upplýsingar sem kynnu að varpa ljósi á efnahagsleg áhrif þorskaflasamdráttar hér á Vestfjörðum. Og þó svo að við gætum í sjálfu sér sagt okkur að þær yrðu alvarlegar, tel ég að þær tölur sem stofnunin vann sýni svart á hvítu að afleiðingarnar yrðu skelfilegar og hrollvekjandi. Heildaraflaverðmæti þorskveiða hér á Vestfjörðum er um 2 milljarð- ar 140 milljónir króna. Miðað við 30 til 40% skerðingu á þorskafla- heimildum næmi skellurinn fyrir vestfírska útgerð 640 til 850 millj- ónum króna. Með afleiðingum fyrir sjómenn og vestfírskar byggðir, sem allir geta gert sér í hugarlund. 640 til 850 milljónir er engin smá tala. í fýrra var meðal aflaverð- mæti vestfírsku skuttogaranna rétt um 200 milljónir króna. Ef við minnkum aflaheimildir í þroski um álíka hlutfall og erlendir og innlend- ir fískifræðingar hafa lagt til, þá svarar það til þess að frá Vestfjörð- um hverfí afli fjögurra meðal skut- togara. Áhrifin á fiskvinnsluna Þetta er þó aðeins annar hluti þessa máls. Enn hefur bara verið rætt um útgerðarþátt sjávarútvegs- ins á Vestfjörðum.-Þó má öllum „Meira en tveggja millj- arða tekjutap í veiðum og vinnslu á einu ári er miklu meira en vest- firsk útgerð og fisk- vinnsla getur þolað. Svo einfalt er það mál.“ vera ljóst að hvað vinnsluna áhrær- ir eru afleiðingarnar jafn augljósar og hrikalegar og fyrir útgerðina. Enn er byggt á sömu forsendum. Af þeim má ráða að tekjur físk- vinnslunnar á Vestfjörðum dragast saman um í það minnsta 1,1 til 1,4 milljarða króna; eftir því hvort við miðum við tillögur Alþjóðahafrann- sóknaráðsins eða Hafrannsókna- stofnunar. Sú upphæð er samsvar- andi því að framleiðsla tveggja stærstu frystihúsanna á Vestfjörð- um, Einars Guðfinnssonar hf. og íshúsfélags ísfírðinga hf., þurrkað- ist út á einu bretti. Menn geta síðan spurt sig og svarað eftir bestu getu hvað gerast muni í kjölfarið á öðru eins. Tekju- tap á Vestfjörðum einum, í útgerð upp á allt að 850 milljónir og í vinnslu allt að 1,4 milljörðum eru stjarnfræðilegar tölur. Meira en tveggja milljarða tekjutap í veiðum og vinnslu á einu ári er miklu meira Einar K. Guðfinnsson en vestfírsk útgerð og fiskvinnsla getur þolað. Svo einfalt er það mál. Stöðugt tekjutap frá árinu 1988 Því mega menn heldur ekki gleyma, að undanfarin ár hefur stöðugt minni þorskkvóti verið til skiptanna, eins og ég rakti í fýrri greininni. Sú þróun hefur hitt Vest- fírði sérlega illa, af ástæðum, sem þegar hafa verið raktar. 11 -----------------------------(T1|— Árið 1988 var heildaraflaverð- mæti botnfískveiða Vestfírðinga 4. milljarðar 460 milljónir króna. Þar af nam verðmæti þorskveiðanna 2,4 milljörðum. Nú í ár verður aflaverð- mæti botnfiskveiðanna rúmlega 1,1 milljarði minni, eða 3 milljarðar 319 milljónir króna. Þar af verður afla- verðmæti þorskveiðanna rúmlega 2 milljarðar og hefur því dregist sam- an um 400 milljónir króna, frá ár- inu 1988. Svarar það til aflaverð- mætis tveggja vestfírska togara að meðaltali. Hér skal áréttað að algjörlega er um samanburðarhæfar tölur að ræða, reiknaðar til verðlags ársins 1991. 8. milljarða tekjutap í vestfirskum sjávarútvegi Miðað við gefnar forsendur er varlega áætlað að tekjutap físk- vinnslunnar á Vestfjörðum á sama tíma sé ekki innan við 2 milljarða króna. Með öðrum orðum: Á þessu ári hefur sjávarútvegurinn á Vest- fjörðum nálægt 3 milljörðum minni tekjum úr að spila, en árið 1988. Á fjórum árum hefur þetta hroðalega högg riðið yfir. Menn þurfa ekki að vera mjög spámannlega vaxnir til þess að geta sér til um afleiðingar þess ef enn verður höggvið í sama knérunn; ef enn verður dregið úr tekjumögu- leikum vestfirsks sjávarútvegs, í þeim mæli, sem boðað er með tillög- um fískifræðinganna. Slíkar tillög- ur bera svo augljóslega dauðann í sér. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisfiokksins á 'Vestfjörðum. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Ó, ÍSLAND! Kæra ísland, draumalandið, eyjan hvíta, ísafold, föðurlandið okkar. Alltaf er jafn dásamlegt að sækja þig heim. Sérstaklega fyrir okkur, börnin þín, sem erum í sjálfskapaðri útlegð úti í hinum vonda heimi. Þú hefur alltaf verið land andstæðnanna, land elds og ísa. En það endar ekki þar, því svo virðist sem andstæður og mótsagnir sé að fínna, hvert sem litið er á þínu fagra skeri. Það, sem við mest heyrum um, er slæmt efnahagsástand, en aftur á móti er ekkert á yfirborðinu að sjá annað en framhald áratuga framfara og batnandi lífskjör. Allt er yfirfullt af sprenglærðu, glæsilegu fólki, en samt virðist sem skortur á góðum fyrirvinnum fyrir þjóðarbúið þitt. Lánamál námsmanna virtust meira hitamál á Alþingi heldur en umræður um atvinnu og afkomu landsins í heild. ó, ísland! Menningin springur alls staðar út eins og blóm á akri og kúltúr- inn flæðir yfir landið. Meðal ann- arra hluta skoðuðum við glæsi- legu, nýju musterin, Perluna og Ráðhús Reykjavíkur. Þær bygg- ingar og Flugstöð Leifs Eiríksson- ar eru svo sannarlega á heims- mælikvarða og þótt víðar væri leitað. Samt heyrðum við ein- hvetja nöldurseggi minnast á það, að varla hefðu byggingar eins og Perlan og Flugstöðin verið reistar í útlöndum nema tryggt hefði verið, að svo og svo margar þús- undir viðskiptavina myndu nota þær á hveijum degi. En er nokk- urn tíma hægt að gera svo öllum líki? Ó, ísland! Það finnst fljótlega, þegar mað- ur kemur á eyjuna þína, að þjóðin er smá og samanþjöppuð. Orlög einstaklinganna eru samtvinnuð og allir vita næstum allt um alla. Ættingjar og vinir taka þátt í sorgum og gleði síns fólks. Allir geta fylgst með öllum i hraðsuðu- pottinum þínum. Fljótlega kemst maður inn í örlagahringiðuna, sem alla virðast hrífa. A sama tíma þráir þín litla þjóð að vera stór og fræg. Marga langar til að bijótast úr viðjum smæðar og smáborgaraháttar. íslandsmenn— virðast stundum næstum sjúkir í frægð og viðurkenningu heims- byggðarinnar. Ó, íslandj Miðað við margt i hinu þreytta og slitna útlandi, er landið þitt svo hreint og fínt. Allt er svo ósnort- ið, nýtt og fallegt. Börnin þín eru búin að taka tölvur og önnur nú- tíma tæki í þjónustu sína í ríkara mæli en annars staðar gerist, og tæknivæðingin virðist næstum al- ger. Sveitamenn frá henni Amer- íku standa og gapa. Tilkoma greiðslukortanna virðist hafa ver- ið miklu mikilvægari fyrir íslenska þjóð heldur en heimkoma handrit- anna frá Danmörku á sínum tíma. Handritin táknuðu og sýndu það, sem forfeður okkar voru búnir að færa á skinn og skrifa við erfiðar aðstæður. Greiðslukortin eru aft- ur á móti tákn þess, sem eftir á að skrifa — hjá landsmönnum. Ó, ísland! Enn er margt fólkið þitt alvar- legt í fasi, og sumt virðist ekki hafa litið glaðan dag í mörg ár þrátt fyrir það, að nú er ioks búið að gefa því bjórinn. Of margir taka sjálfan sig allt of alvarlega. Samt lifir gálgahúmorinn og okk- ar fræga illkvittnis-kímnigáfa góðu lífi. Landsmenn stunda enn þá ágætu iðju að draga út úr at- burðum líðandi stundar dár og skop. Þannig var mikið spekúlerað og rætt í sambandi við manninn í Hlíðunum, sem skaut félaga sinn i andlitið með kindabyssu. Einn sagði það ekki vera neina hemju, að krimmar þessa tæknivædda lands skyldu þurfa að notast við úrelt tæki eins og kindabyssur við iðju sína. Annar sagðist hafa fyr- ir satt, að skotið, sem blessunar- lega særði manninn ekki alvar- lega, hefði numið burtu skemmd- an jaxl í kjálka hans. Og nú ætl- aði Tannlæknafélagið að fara í mál við kindabyssumanninn fyrir það, að hann hefði verið að stunda tannlæknigar án þess að hafa til þess menntun eða leyfi. Ó Island! Alltaf fjölgar afburða-einstakl- ingum, sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Margir fara út fyrir landsteinana og afla landi sínu frægð í útlöndum. Þetta er fólk, sem fer ekki troðnar slóðir og ferðast ekki í hópum. Svo eru líka íjölmargir afburðamenn og konur, sem hlotið hefðu mikinn frama og frægð, en þeir hefðu fæðst inn í stærri þjóð. Einnig eigum við góðan slurk af kynlegum kvistum. Þeir krydda mikið upp á tilveru samborgaranna. En þrátt fyrir einstaklingshyggjuna, halda landsmennimir þínir áfram að fylgja í stórum mæli alls tízkum og stefnum í klæðaburði, tali, tómstundum, matargerð, skemmtunum o.þ.h. Þegar ég heimsótti þig fyrir rúmu ári, tal- aði varla nokkur maður þijár setn- ingar án þess að hann notaði ekki orðið „frábært". Núna veitti ég því athygli, að ekki þurfti að ræða lengi við náungann, að hann gæti ekki komið þar inn orðinu „ein- mitt“. Verandi ævilangur aðdá- andi og skoðari fósturlandsins freyja, hefí ég í gegnum árin tek- ið eftir því, að fatatízkur ná sterk- ari tökum á kvenfólkinu á Fróni en í mörgum öðrum-löndum. Núna þótti mér miður að sjá, að tízkulit- urinn í ár er kolsvartur. Sáust fjölmargar gyðjur skunda um torg og stræti í svörtum síðbuxum og jökkum. Ef vaxtarlag leyfði féllu buxurnar fast að leggjunum. Þessar svartklæddu verur fannst mér ekki prýða vordag í Reykja- vík. Vona ég bara, að það komist ekki í tízku að fela fögru andlitin bak við svartar slæður, eins ojg gert er hjá Múhammeðsfólki. O, Island. "Renault Clio er betri en japanskir bílar" Fallegur og rúmgóður fjölskyldubíll á fínu verði BílablaðiðBíllinnermeð RenaultClio í 100.000 km langtímaprófun. Blaðið birtir niðurstöðu eftir 13 mánaða 30000 km prófun í maí tölublaði 1992. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi umsagnir um Renault Clio: "Renault Clio er, pð okkar dómi, fyrsti evrópski smábíllinn sem er betri en iapanskir bílar á svipuðu verði", "Hann er efnismeiri og sterkbyggðari, skemmtilegri í akstri, hefur mun betri aksturseiginleika, er hljóðlátari en japanskir og evrópskir bílar í sama verðflokki og rúmbetri en þeir flestir". ...segir bílablaðið Bíllinn Verð frá kr. 767.600,- ■ Verð með ryðvörn og skráningu samkvæmt verölista í maí 1992 (8 ára ryðvarnarábyrgð og 3 ára verksmiöiuábyrgö) Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633 Renault Fer á kostum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.