Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á KRÓK, STRÁKANA I HVERFINU OG ÓÐ TIL HAFSINS. BUGSY STÓRMYND BARRYS LEVINSON WARRIiN BEATTY, ANNETTE BENINQ, HARVEY KEITEL, BEN KINGSLEY, ELLIOTT GOULD OG JOE MANTEGNA. MYNDIN, SEM VAR TILNEFND TIL 10 ÓSKARSVERÐLAUNA. MYNDIN, SEM AF MÖRGUM VAR TALIN BESTA MYND ÁRSINS. MYNDIN UM GOÐSÖGNINA BUGSY SIEGEL. MYNDIN, SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. ★ ★★DV. ★ ★★★AI. MBL. ★ ★ ★BÍÓLÍNAN Sýndkl. 5,9 og 11.30. Bönnuð börnum i. 16 ára. KROKI Sýnd kl. 4.45. STRÁKARNIR Í HVERFINU Sýnd kl. 11.35. Bönnuði. 16ára. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Sýnd kl. 7.30 í A-sal. 11. sýn.mán. Mióasala Þjóöleikhússins er lokuð tii 1. september. Fáránlegur fortíðarvandi Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgin: „Fourth Story“. Leikstjóri Ivan Passer. Aðalleikendur Mark Harmon, Mimi Rogers, Paul Glarson, Michael Boatman, M. Emmet Walsh, Cliff DeYoung. Bandarísk. Viacom Pict- ures 1991. Einn blíðviðrismorgun étur DeYoung komfögum- ar sínar, kveður sitt ektavíf (Rogers) og hverfur síðan sporlaust. Ræður frúin einkaspæjarann Harmon til að hafa upp á spúsa sínum, jafnvel þó að nokkrir fáleik- ar hafi verið með þeim hjónum. Spæjarinn kemst fljótlega á snoðir um að ekki er allt með felldu með mannshvarfið því DeYoung hefur greinilega lifað tvö- földu lífi alla tíð. Þjáist jafnvel af fortíðarvanda sem aukinheldur gæti snert bemsku Harmons ... Ein þeirra mynda sem má hafa nokkurt gaman af þótt þær risti grunnt. Passer er sögumaður góður en sagan tæpast nógu góð. Raunar full af holum ef betur er að gáð. En hún rennur bærilega áfram uns áhorfandanum er ofboðið undir lokin með risa- skammti af ólíkindum. Sögufléttan er fjári lang- sótt. Svo virðist vera sem bíó- in séu nú að „taka til á lagernum“, hreinsa upp gamlar birgðir af hæpnum göngumyndum sem gjarn- an er ýtt til hliðar ef eitt- hvað skárra er í boði. Þó svo að Fourth Story státi af hinni glæstu Mimi Ro- gers (sem vissulega á mikið betri hlutverk skilið) og al- mennt ærlegum vinnu- brögðum, að undanskildu glompóttu handriti, þá flokkast hún greinilega undir svona óheppilega birgðasöfnun. Enda hefur hún allt útlit kapalmyndar. Málæði Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Saga-bíó: Allt látið flakka — „Stra- ight Taik“. Leikstjóri Barnet Kellman. Fram- leiðandi Robert Chartoff. Aðalleikendur Dolly Par- ton, James Wood, Griffin Dunne, Michael Madsen, Philip Bosco, Spaiding Gray. Bandarísk. Holly- wood Pictures 1992. Parton leikur konu sem missir hveija vinnuna á fætur annarri sökum mál- æðis. Þegar öll sund virðast lokuð gerist hún fyrir tilvilj- un stjórnandi útvarpsþáttar sem gefa á fólki í hugarvíli góð ráð. Og fær nú útrás fyrir kjaftavaðalinn og verður samstundis stór- stjama. Til sögunnar kem- ur biaðamaðurinn Woods sem fær þá hugmynd að fletta ofan af fortíð þessa sálnahuggara — sem að vonum er neikvætt ímynd stjörnunnar. En hann verð- ur ástfanginn, leggur árar í bát en fraukan fær bak- þanka yfir þessu öllu sam- an. Það er því miður fátt gott að segja um þessa mislukkuðu blöndu af gam- anmynd með afar korgugu boðskapsívafí og Amer- ískadraumsfantasíu. Hún á nokkra háðska kafla, svo sem rabbþáttinn í sjónvarp- inu og fyndnar setningar. En þetta kafnar velflest í yfirgengilegri tilfinninga- vellu sem verður æ ómerki- legri eftir því sem á líður og endirinn slær flestu við sem maður hefur séð á ódýru nótunum. Parton á í erfiðleikum með að túlka hina ótrúlegu og illa til- reiddu persónu gengilbein- unnar kjaftaglöðu með gullhjartað og útkoman er eftir því. En Woods, þessi afburðaleikari, á jafnvel enn verri dag og honum tekst ekki að leyna því að hann veit ósköp vel af því. Það er eftir öðru hér að bestan daginn á engin ann- ar en Griffin Dunne, sem hingað til hefur síst verið orðaður við verðlaun fyrir leikhæfileika. Það væri fróðlegt að vita hvaða markað Robert Chartoff, hinn kunni framleiðandi fjölmargra ágætismynda, ætlaði þessari afurð. p Meísölublaó á hverjum degi! STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS HASKÓLABIÓ SÍMI22140 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300,- Á ALLAR MYNDIR NEMA VERÖLD WAYNES. SAMFELLDUR BRANDARI FRA UPPHAFI TiL ENDA. STÓRGRÍNMYND SEM Á ENGA SÉR LÍKA. ATH: GEGN FRAMVÍSUN BÍÓMIÐA AF „VERÖLD WAYNES" ER VEITTUR 10% AFSLÁTTUR AF PIZZUM HJÁ PIZZA HUT Í MJÓDDINNIOG HÓTEL ESJU. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.10. STEIKTIR GRÆNIR TÓMAT AR Umsögn bíógests: „Ég geri ekki mikið af þviað fara í kvik- myndahus, en fór nýlega í Háskólabío og sá myndina Steiktir grænir tómatar. I stuttu máli kom myndin mér þægilega á óvart. Hún er með þvi besta sem sést hefur á hvíta tjaldinu í langan tíma. Ég vil hvetja fólk til að sjá hana, því þarna er á ferðinni mjög áhrifarík og hugljúf mynd, án þess að geta talist væmin. Það er auranna virði að sjá Kathy Bates og Jessicu Tandy.“ Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. . .ikWuistil sroi’ cwt J WKKKm r-.JF ... •> JT; «AB» I.oi!<sr Pakki-h *» MAm Skuaot MAsimsoA Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 1. júlí kl. 20 og stendur fjögur kvöld. Kennsludagar verða 1., 2., 6. og 7. júlí. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Óllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, hjarta- hnoð, hjálp við bruna, blæð- ingum, beinbrotum og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvernig má koma í veg fyrir slys. Sýnd verða myndbönd um helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum framhaldsskólum. Tekið skal fram að Reykjavíkur- deild RKÍ útvegar leiðbein- endur til að halda námskeið í fyrirtækjum og hjá öðrum sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.