Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 35
m\ ww -m m'Awwm MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 35 ÚTGÁFA Bandalög með meiru Sumarplöturnar koma nú út hver af annarri og þar á meðal er safnplata Steina hf., Bandalög 5. Á plötunni eru átján lög sextán hljómsveita og fögn- uðu Steinamenn útgáfunni í LA café fyrir skemmstu. Þar var margt um manninn, enda á átt- unda tug listamanna sem taka þátt í flutningi laganna sextán. Steinamenn gripu tækifærið og afhentu Sálinni hans Jóns míns gullplötu fyrir breiðskífuna Syngjandi sveittir, sem út kom fyrir fjórum árum. Með þeirri gullplötu hafa allar breiðskífur hljómsveitarinnar náð gullsölu og flestar reyndar platínu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hluti þeirra á áttunda tug flytjenda sem lög eiga á Bandalögum 5 ásamt aðstandendum Steina hf. yósmynd/Rasi Meðlimir Sálarinnar, Stefán Hilmarsson, Haraldur Þorsteinsson og Guðmundur Jónsson, taka við gullplötu úr hendi Steinars Berg frá Steinum hf. Aflinn hífður í land. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SJÓSTANGAVEIÐI Hvltasunnumót S JÓVE gekk vel Sjóstangaveiðifélag Vestmanna- eyja hélt árlegt sjóstanga- veiðimót um hvítasunnuna. 48 þátttakendur voru í mótinu og var það ágætlega héppnað þrátt fyrir að veðurguðimir hafi ekki leikið við mótsgesti frekar en oft áður á þessum mótum. Hvítasunnumót SJÓVE er stærsta mót félagsins árlega og er liður í keppni um íslandsmeist- aratitilinn í sjóstangaveiði. Mótið stendur í tvo daga og er róið klukk- an sex og komið í land klukkan tvö hvorn dag. Heildarafli mótsins að þessu sinni varð 6,3 tonn og var verðmæti hans rúmlega 241 þúsund krónur. Sex sveitir sjóstangaveiðimanna komu af fastalandinu til þátttöku í mótinu en þrátt fyrir það urðu Eyjamenn mjög sigursælir á rnót- inu. Pétur Arnmarsson, SJÓVE, varð aflahæstur í karlaflokki með 260,08 kíló. Annar varð Ríkharður J. Stefánsson, SJÓVE, með 257,14 kíló og þriðji Ásgeir Þorvaldsson, SJÓVE, með 250,58 kíló. í kvenna- flokki sigraði Aðalbjörg Bemódus- dóttir, SJÓVE, með 196,44 kíló. Önnur varð Alda Harðardóttir, SJÓVE, með 175,14. kíló og þriðja Hjördís Kristinsdóttir, SJÓVE, með 152,93 kíló. í sveitakeppninni varð sveit Ríkharðs Stefánssonarj SJÓVE, aflahæst í karlaflokki. I öðru sæti varð sveit Sveins Jóns- sonar, SJÓVE, með 600,32 kíló og sveit Péturs Árnmarssonar, SJÓVE, varð þriðja með 575,22 kíló. í sveitakeppni kvenna varð sveit Aðalbjargar Bernódusdóttur hæst með 601,05 kíló, og sveit Hjördísar Kristinsdóttur varð önn- ur með 345,08 kíló. Stærsta fisk mótsins, 10,56 kílóa ufsa, veiddi Eysteinn Aðal- steinsson, SJÓSIGL, Pétur Árnm- arsson veiddi flesta fiskana, 199 talsins, og Hörður Runólfsson, SJÓVE, veiddi flestar tegundir, 9 talsins. Mótsstjóri var að vanda Magnús Magnússon og stjórnaði hann mótshaldinu af mikilli röggsemi. Grímur HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbfllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur vorti ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlltsh önnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og a nýja hönnun á Isveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður híll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,— stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. gerðar eru til fjölskylduhíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 (0 HONDA 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 Brúðkaups- myndatökur þarf að panta með góðum fyrirvara Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kópavogi, sími 671800 Nú er fjör í bílaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðlnn allar gerðir af nýlegum bílum. Daihatsu Charade TS '88, ek. 56 þ. Gott eintak. V. 430 þús. stgr. Peugout 309 XE '88, 5 g„ ek. 26 þ. V. 480 þús. stgr. Range Rover 4 dyra '84, sjálfsk., ek. 96 þ. Fallegur jeppi. V. 1190 þús., sk. á ód. sprotbátur m/vagnl m/stýri, 28 hö Yamaha mótor, ek. 30 klst. V. 320 þús. ATH: Skipti á bíl. Suzuki Samurai Fox '88, ek. 50 þ„ 5 g„ ný 31“ dekk, flaekjur, nýir demparar og fjaðrir. Gullmoii. V. 920 þús. sk. ó ód. Citroen BX 14E '88, grásans, 5 g„ ek. 47 þ. V. 590 þús. Chervolet Blazer S-10 '86, sjálfsk., rafm. I öllu, ek. 71 þ„ élfelgur, kúla. Gullfallegur bill. V. 1180 þús. stgr., sk. ó ód. Ford Escort RS turbo '85, hvítur, gullfal legur sportbíll m/öllu. V. 720 þús„ sk. á ód.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.