Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI 1992 Iö|i5 „Mý SAGÐI þéróÁ nota ekkú róérarvél ■" Hvað eig’um við að gera að loknum hveitibrauðsdögun- um? WÍT529 Þessi ketill er eins og sá sem mamma opnaði bréfin til hans pabba ... ffttorjptiMgi&fö BRÉF TEL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Stjúpmóðurlega staðið að málum ríkisútvarpsins Frá Frá Sveini Einarssyni: í fjölmiðlapistli Ólafs Jóhannes- sonar í Morgunblaðinu 25. júní sl., þar sem hann gerir snotra mynd um Elliðarárdalinn að um- talsefni, segir í lokin: „Þessa dag- ana situr nefnd á rökstólum, sem ætlað er að kanna hugsanlega einkavæðingu ríkisfjöimiðlanna. Dæmið um mynd Rafmagnsveitu Reykjavíkur hlýtur að vekja upp spumingar um hlutverk hins opin- bera á sviði ljósvakamiðlunar.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Þessi umræða blossaði upp víða í Evrópu fyrir nokkrum árum í kjölfar nýrra viðhorfa og lagasetninga í fjöl- miðlamálum. Um tíma var t.d. rætt um, hvort heppilegt væri að einkavæða aðrahvora rás BBC; frá því var horfið, vegna þess hve menn töldu BBC hafa gegnt mikil- vægu lykilhlutverki í menningarlífi Breta og ætti að gera. í dag hey- rast þær raddir heldur ekki leng- ur. Frakkar álpuðust hins vegar til þess að einkavæða „Sjónvarps- rás eitt“ hjá sér; í dag virðist al- mennt viðurkennt, að hér hafi ver- ið um slys að ræða og áhrifín önnur en þau sem vænst var: sam- keppnin hafí ekki eflt gæði efnis, heldur flatt það út og aukið magn erlends afþreyingarefnis og ann- ars alþjóðlegs góss. Hvergi á Norðurlöndunum eru upp áform um að einkavæða hið opinbera þjónustuútvarp, ekki heldur í neinum fámennum Evr- ópulöndum öðrum. Af hveiju? Menn gera sér grein fyrir, að sjón- varpið er áhrifamesti fjölmiðill nútímans, hluti af skólakerfínu og aflvaki menningar, lista og þjóð- ernislegrar vitundar, þegar af ábyrgð er á haldið. Ekkert fyrir- tæki, sem hefur gróðasjónarmið að leiðarljósi, getur eða ætlar sér að sinna þessu hlutverki. Þegar Stöð 2 fór á stúfana hér, vakti örugglega fyrir forstöðumönnum hennar að halda úti íslensku sjón- varpi í íslensku samfélagi. Allir vita auðvitað hvernig það hefur farið, og nú er mest allt efni þar á bæ erlent afþreyingarefni og á einu erlendu tungumáli. Markað- urinn hér er einfaldlega lítill og stoðar ekki að einblína á kenning- ar sem eiga við í milljónaþjóðfé- lagi. Þrátt fyrir þetta greiða áskrifendur Stöðvar 2 á mánuði kr. 2.690, en hlutur Sjónvarps í afnotagjaldi Ríkisútvarpsins er um kr. 1.000 á hvert heimili. Ef Ólafi Jóhannessyni fínnst Elliðaárdalsmyndin ekki samboðin Sjónvarpinu, þá er það- auðvitað vegna þess að hann er góðu van- ur, þegar Sjónvarpinu tekst vel upp og það hefur sem betur fer gerst oftar en ekki á 25 ára ferli þess. Hins vegar er önnur leið vænni en einkavæðing til að styrkja stöðu þess og sýna það dæmin frá útlöndum, þar sem menn gera sér grein fyrir mikil- vægi þess að hlúa að þessari opin- beru menningar- og þjónustu- stofnun. Hér innanhúss eða í sam- vinnu við sjálfstæða dagskrár- menn, hafa að undanförnu verið unnir um 500 innlendir þættir á hveiju ári — af fjölbreyttasta tagi, frá leiknu efni til skemmtiefnis. Þetta hefur verið framleitt fyrir fé sem auðvitað er brot af því sem þyrfti og brot af því sem veitt er til fjölmiðlunar erlendis. Þetta hef- ur slampast — en nú hefur hins vegar syrt í álinn. Þegar fjölmiðlun var gefin frjáls fyirr um 6 árum, létu þingmenn mjög ótvírætt í ljós, að það mætti þó aldrei verða til þess að rýra hlut Sjónvarpsins eða draga úr að það gæti sinnt menningar- og þjónustuhlutverki sínu. Efndirnar hafa því miður ekki orðið góðar. í fyrsta lagi var Ríkisútvarpið strax á árinu 1986 svipt lögbundn- um aðflutningsgjöldum af viðtækj- um. Þetta fé mun í dag nema hálfum öðrum milljarði króna og hefur komið illilega niður á dreifi- kerfinu, sbr. þegar loftnetsstöngin sæla féll í fyrra. I öðru lagi var fyrir nokkrum árum samþykkt að lífeyrisþegar og aðrir bótaþegar skyldu undan- þegnir því að greiða afnotagjöld. Fjöldi stjórnmálamanna hefur lýst yfír því, að þetta þurfi auðvitað að jafna peningalega í trygginga- kerfínu. Reyndin hefur þó orðið allt önnur; hér er orðið um að ræða hundruð milljóna króna fé sem Ríkisútvarpið er látið standa undir og kemur auðvitað fram í niðurskurði til dagskrárgerðar; á þessu ári einu (1992) nemur þetta 141 milljón króna. í þriðja lagi helst ekki kaup- gjald milli ára og afnotagjald í hendur. Á sama tíma og Stöð 2 er fijálst að hækka sín afnota- gjöld (og gerði það á árinu um 10%), þá er heimild Alþingis í fjár- lögum um 4,6% hækkun felld í ríkisstjórn. Hér er stúpmóðurlega staðið að málum á tímum þegar mikið er í húfi fyrir þjóðina, menningu henn- ar og tungu. Fólk er oft dæmt eftir því hvernig það fæst við börn sín. Hér hefur ekki verið hlúð að einu því sameiningartákni þjóðar- innar, sem hún má hvað síst án vera. Nýlega var í skoðanakönnun spurt, hvers vegna þjóðin mæti ekki stjórnmálamenn sína meira en raun ber vitni. Það er ekki vegna þess, að hún telji ekki að þar séu á ferð hæfileikamenn. Það er vegna þess, að setji þeir lög, þá ætlast hún til, að staðið sé við þau lög. SVEINN EINARSSON, Ríkisútvarpið - Sjónvarp, Laugavegi 176, Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Aundanförnum vikum hefur töluvert verið fjallað í fjöl- miðlum í Evrópu um skemmtigarð- inn Evrópudisney, sem opnaður var í vor skammt fyrir utan París. Yfírleitt hefur sú umfjöllun verið neikvæð a.m.k. á þann veg, að aðsókn væri mun minni en for- ráðamenn fyrirtækisins hefðu gert ráð fyrir og þar af leiðandi fyrirsjá- anlegt mikið tap á rekstrinum. Margir hafa líka spurt, hvort hægt væri að flytja svo dæmigert amer- ískt fyrirbæri inn til Evrópu og setja niður í heilu lagi. Víkveiji kom stutta stund í þennan skemmtigarð í síðustu viku og sér ástæðu til að hvetja fólk, sem á leið um þessar slóðir í sum- ar til þess að koma þar við og kynnast því, sem þar er upp á að bjóða. í stuttu máli sagt er þessi skemmtigarður afar vandaður að allri gerð, raunar svo mjög að til fyrirmyndar er. Þar hefur bersýni- lega verið hugað að hveiju smáatr- iði með þeim hætti, að ævintýra- legt verður að teljast. Það gildir einu, hvort um er að ræða mannvirkin sjálf, búninga og framkomu starfsfólks eða þau skemmtiatriði, sem þarna eru á ferðínni: til alls þessa er vandað svo mjög, að áreiðanlega telst fremur til undantekninga. Þessi ævintýraheimur fellur vel inn í umhverfi sitt og hugleiðingar um, að hann eigi ekki erindi til Evrópu eða Frakklands eiga ekki við rök að styðjast. XXX Astæðan fyrir því, að skemmti- garðurinn hefur verið minna sóttur en búizt var við er áreiðan- lega fyrst og fremst ein: aðgangur kostar tæpar 2400 krónur eða 8000- 10000 krónur fyrir fjögurra manna ■ fjölskyldu, eftir aldri barna. Að vísu hafa gestir þar með borgað fyrir aðgang að öllum tækjum og skemmtiatriðum, sem fram fara í garðinum. Þegar inn er komið er ekki borgað fyrir ann- að en mat og drykki og ýmis kon- ar vörur, sem þar eru á boðstólum. Raunar getur fólk sparað sér kostnað við hið fyrrnefnda vegna þess, að fyrir utan aðalsvæði skemmtigarðsins hefur verið kom- ið upp aðstöðu fyrir gesti til þess að neyta þess nestis, sem þeir kunna að hafa með sér. Hins veg- ar verður áreiðanlegt erfitt fyrir þá, sem koma í Evrópudisney með börn að komast hjá ýmsum öðrum viðskiptum! xxx rátt fyrir þá annmarka, sem hér hafa verið nefndir má ganga út frá því sem vísu, að Evrópudisney verður mikið sótt í framtíðinni. Þeir, sem hafa komið þangað einu sinni hafa áreiðanlega hug á því að koma þangað aftur. Vandaður frágangur og vönduð aðstaða á eftir að gera þennan skemmtigarð að vinsælum ferða- mannastað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.