Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 10
 H IX) £861 |/i J,l-..!(<> -J■./iiUi/’,UJ.íiOy/- MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 30. JÖNÍ 1992 Sveitarfélögin axla þungar byrðar eftir Þórð Skúlason í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins þann 20. júní sl. fjallar bréfrit- ari um efnahagsleg áhrif þess, ef fylgt yrði tillögum erlendra ráðgjafa og sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar um samdrátt í þorskveið- um. Eðlilega kemst hann að þeirri niðurstöðu, að afleiðingar þeirrar ákvörðunar yrðu mjög þungbærar. Jafnframt kemur fram í bréfinu, að í ríkissjóði séu engir peningar til aðstoðar þeim sjávarútvegsfyrir- tækjum, er verst færu út úr afla- skerðingunni. Samt sem áður verði ríkisstjórnin að taka skýra og mark- vissa forystu í því að vísa veginn út úr ógöngunum og gefa einhveij- ar vísbendingar um, að hverju hún stefni í því efni. Það sé nauðsynlegt til að stappa stálinu í fólkið í land- inu sem enn verði fyrir aukinni kja- raskerðingu á næstu mánuðum, misserum og árum vegna minnk- andi þorskveiða. Rangar fullyrðingar Ríkisstjómin virðist heppin því ritari umrædds Reykjavíkurbréfs telur sig hafa fundið þann aðila í þjóðfélaginu, sem tekið geti á'sig vandann. Nú þurfi einungis að ákveða hvaða kröfur skuli gerðar til sveitarfélaganna í landinu til bjargar sjávarútveginum í hans al- varlegu stöðu. Sérstaklega þurfi að athuga, hvort sveitarfélögin leggi einhver gjöld á atvinnugreinina, sem hugsanlega mætti aflétta. Einnig er fullyrt, að sveitarfélögin hafi komist hjá því að axla sinn hluta af byrðum efnahagssamdrátt: ar á undanförnum árum og VSÍ kallað til vitnis þar um. Því miður fyrir ríkisstjórnina og þjóðina, þá er málið ekki svo einfalt að sveitar- félögin geti orðið sá bjargvættur, sem bréfritari telur. Vitnið um, að sveitarfélögin hafi komist hjá því að axla byrðar efnahagssamdráttar undanfarinna ára, er heldur ekki trúverðugt. Aðilar vinnumarkaðar- ins svokallaðir, þ.e. fulltrúar ASÍ og VSÍ, hafa að undanförnu lagt sig fram um að gera sveitarfélögin tortryggileg í augum almennings með fullyrðingum af því tagi sem éndurteknar eru í Reykjavíkurbréf- inu. Slíkar rangfærslur breyta ekki staðreyndum. Sveitarfélögin hafa axlað þungar byrðar vegna áfalla í atvinnulífi og efnahagssamdráttar á undanfömum ámm. Aðstoð við atvinnulífið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nýlega gert könnun á fjár- hagslegri aðstoð sveitarfélaga við atvinnulífið. Þar kemur fram, að 24 kaupstaðir hafa veitt atvinnulíf- inu íjárhagslega aðstoð, sem nemur um 3,5 milljörðum króna á sl. 5 árum. Stærsti hluti þeirrar aðstoð- ar, eða um 2,4 milljarðar, hafa runnið til aðstoðar við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Við stofnun Atvinnutryggingarsjóðs og Hlut- fjársjóðs og endurreisn atvinnulífs- ins á árinu 1988 voru sveitarfélögin knúin til þátttöku í atvinnulífínu og allar götur síðan hefur sú þátt- taka farið vaxandi. Aðstoð sveitar- félaganna hefur verið réttlætt með því, að verið vær^ að treysta at- vinnurekstur og atvinnuöryggi í einstökum byggðarlögum og á mörgum stöðum hafa aðgerðir sveitarfélaganna komið í veg fyrir mikið atvinnuleysi. Aðstoð sveitar- félaganna við atvinnulífið er mjög misjöfn eftir landshlutum. Þau sjáv- arútvegsfyrirtæki sem verst verða úti, komi til umrædds aflaniður- skurðar, eru einmitt í sömu sveitar- félögunum og mest hafa komið til aðstoðar sjávarútvegsfyrirtækjun- um á undanförnum árum. Mörg þeirra hafa steypt sér í gífurlegar skuldir vegna framlaga til atvinnu- „Því miður fyrir ríkis- stjórnina og þjóðina, þá er málið ekki svo ein- falt að sveitarfélögin geti orðið sá bjargvætt- ur, sem bréfritari tel- ur.“ lífsins og langt umfram eðlileg mörk. Geta þeirra til enn frekari aðstoðar er ekki fyrir hendi. Áhrif aflasamdráttar Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig gert úttekt og reynt að meta áhrif umrædds aflasam- dráttar á einstök sveitarfélög. Þar kemur fram, að bein og óbein áhrif Þórður Skúlason hæft. Helst hefur verið rætt um aukna hlutdeild sveitarfélaga í stað- greiðslu einstaklinga, en að ríkis- sjóður fengi auknar tekjur af trygg- ingargjaldi í staðinn. Títtnefnd samræming í skattlagningu at- vinnulífsins yrði væntanlega höfð að leiðarljósi við þá endurskoðun. Sú skattkerfisbreyting, sem líkleg- aflasamdráttarins á fjárhag sveitar- félaganna eru áætluð um 1 milljarð- ur króna á næsta ári. Þannig verða sveitarfélögin sjálfkrafa fyrir miklu áfalli vegna samdráttar í þorskveið- um. Með_nákvæmlega sama hætti hefur efnahagssamdráttur undanf- arinna ára komið niður á fjárhag sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa því á undanförnum árum axlað allan sinn hluta vegna samdráttar í atvinnulífinu og til viðbótar lagt því til gríðarlega fjárhagsaðstoð. Þar á ofan sá ríkisstjórnin ástæðu til þess á þessu ári að leggja á sveit- arfélögin sérstakan lögregluskatt, er rennur í ríkissjóð, auk þess sem kostnaðarsöm verkefni voru færð til þeirra með lagasetningu á sl. vetri. Á þessu ári nema þær álögur 750 milljónum króna. Áhrif skattkerfisbreytinga Ritari Reykjavíkurbréfs telur, að nú þurfí sérstaklega að athuga, hvort sveitarfélögin leggi einhver þau gjöld á sjávarútveginn, sem hægt sé að aflétta. Aðstöðugjaldið kæmi þá fyrst til skoðunar. Það er mishátt eftir sveitarfélögum og allt niður í 0,33% af rekstri fískiskipa. Tekjur sveitarfélaga af aðstöðu- gjaldi koma því að stærstum hluta frá annarri atvinnustarfsemi en sjávarútvegi en hlutdeild hans er um 12% í aðstöðugjaldatekjum sveitarfélaga. ítarleg umræða hefur átt sér stað um niðurfellingu á að- stöðugjaldinu og þá ævinlega verið gert ráð fyrir, að sveitarfélögunum yrði bættur sá tekjumissir með öðr- um hætti, enda allt annað óraun- ust væri, myndi því leiða til mikillar hækkunar á sköttum sjávarútvegs, iðnaðar- og byggingastarfsemi en lægri skattheimtu á verslun og þjónustu. Tilefni til slíkra breytinga eru ekki fyrir hendi nú og ekki heldur til þess að svipta sveitarfé- lögin aðstöðugjaldatekjunum í kjöl- far annars tekjusamdráttar þeirra, fjárútláta til atvinnulifsins og auk- inna skattgreiðslna til ríkisins. - Skjót viðbrögð við vaxandi atvinnuleysi Engar sérstakar aðgerðir þarf til, að sveitarfélögin axli sínar rétt- mætu byrðar af þeim vanda, sem að steðjar. Krafan um niðurfellingu gjalda og lækkun tekna sveitarfé- laganna lýsir einungis vanþekkingu á skyldum og hlutverki sveitarfé- laganna, sem vex við aukið atvinnu- leysi. Fjárhagsleg þátttaka í at- vinnurekstri er ekki lögskylt verk- efni sveitarfélaganna og dregur úr möguleikum þeirra til að gegna margháttuðu þjónustuhlutverki á ýmsum sviðum, þar á meðal í fé- lags- og framfærslumálum. Ejár- hagsleg þátttaka sveitarfélaganna í atvinnulífinu heldur samt áfram. Nýlega hafa einstaka sveitarfélög tekið ákvarðanir um milljónatuga fjárframlög til atvinnufyrirtækja, til að draga úr atvinnuleysi. Jafn- framt hafa sveitarfélög ráðstafað hundruðum milljóna króna, umfram það sem gert var ráð fyrir á fjár- hagsáætlunum, til atvinnuskapandi verkefna. Nokkur sveitarfélög hafa einnig óskað eftir því, að fá til sín hluta þess fjár sem annars fer til greiðslu atvinnuleysisbóta og nota það til atvinnusköpunar í bæjunum. Þá hafa þau haft frumkvæði að endurskipulagningu í sjávarútvegi, sbr. samvinnuverkefni Neskaup- staðar og Seyðisfjarðar um útgerð. Þannig hafa sveitarfélögin strax brugðist við atvinnusamdrætti með margvíslegum hætti, án alls þrýst- ings eða kröfugerðar. Sjávarútvegsstaðirnir veikastir fyrir Af þeim ársreikningum sveitarfé- laga 1991, sem fyrir liggja, má ráða, að afkoma sveitarfélaganna sé lakari en á árinu 1990. Hún kemur enn til með að versna veru- lega á þessu ári hjá þeim sveitarfé- lögum, sem mest fjármagn hafa lagt til atvinnulífsins og þurfa þar til viðbótar að skila lögregluskatti til ríkissjóðs. Sjávarútvegsstaðirnir eru veikastir fyrir í því efni. Aflasamdrátturinn kæmi líka strax mjög hart niður á fjárhag þeirra. Því er engin raunhæf lausn í því að velta vanda sjávarútvegsins yfir á sveitarfélögin. Engar nýjar lögþvinganir á sveitarfélögin Ríkisstjórnin hefur nýverið skip- að nefnd um atvinnumál með full- trúum atvinnulífsins, sveitarfélag- anna og ríkisins. Þar hafa fulltrúar sveitarfélaganna lagt fram glöggar upplýsingar um ijárhagslega þátt- töku sveitarfélaganna í atvinnulíf- inu og áhrif aflasamdráttar á fjár- hagsstöðu þeirra. Jafnframt hafa þeir komið þar á framfæri áherslu- atriðum og tillögum sveitarfélag- anna um skammtímaaðgerðir í at- vinnumálum, er taki mið af lang- tímamarkmiðum, til að örva at- vinnustarfsemi og treysta atvinnu- öryggi. Staðreyndirnar um þungar byrðar sveitarfélaganna vegna erf- iðleika atvinnulífsins liggja þar fyr- ir. Aukin ljárhagsleg þátttaka sveit- arfélaganna í atvinnulífinu er ekki skynsamleg og væntanlega kemst nefndin að þeirri niðurstöðu. Eftir sem áður munu sveitarfélögin leggja sig fram um að efla atvinnu- líf og treysta atvinnuöryggi hvert á sínu svæði. Til þess þarf enga sérstaka kröfugerð eða lögþvingan- ir ríkisvaldsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra svcitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.