Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Borgarfjarðarrall: Óvæntar flugferðii* hrelldu keppendur STEINGRÍMUR Ingason og Guðmundur Björn Steinþórsson á Nissan hafa tekið forystu í íslandsmeistarakeppninni í rall- akstri eftir sigur í rallkeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavík- ur og Hreðavatnsskála, en keppnin fór fram í Borgarfirði sl. laugardag. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson náðu öðru sæti á Mazda 323 4x4 og Páll Harðarson og Witek Bogd- anski á Ford Escort þriðja sæti. Flokk óbreyttra bíla unnu Baldur Jónsson og Guðmundur H. Pálsson á Mazda 323 4x4 eftir mikla keppni við Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannsson á Suzuki Swift GTi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Kögnvaldsson Sigurvegararnir Steingrímur Ingason og Guðmundur Björn eru efstir til íslandsmeistara og njóta hér veðurblíðunnar við Hreða- vatnsskála. Leiðirnar í rallinu voru krók- óttar og erfíðar yfirferðar á köfl- um og nokkrar beygjur og hæðir slógu keppendur út af laginu á þeim 92 sérleiðar kílómetrum sem eknir voru. Meira að segja sigurvegararnir Steingrímur og Guðmundur máttu hafa sig alla við þegar bíll þeirra stökk harka- lega uppúr hvarfi á sérleið við Bæ. „Eg hef aldrei verið jafn nálægt því að endastinga bíl á miðjum vegi og í þessu hvarfi, áhorfendur sáu toppinn koma á móti sér í stað grillsins", sagði Steingrímur um atvikið en hann tók strax forystu í keppninni. „Helstu bflar keppinauta okkar biluðu á fyrstu leið, Metro Ás- geirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar, og Rúnar og Jón áttu í vandræðum með gír- kassann á sínum bíl, sem þýddi að ég fékk minni keppni en ella. Ég er ánægður með að bíllinn sem ég hannaði og smíðaði ásamt vinum skilaði sigri. Það eru góð laun fyrir okkar aðila og alla þá þúsund vinnutíma sem í bflinn hafa farið.“ Steingrímur hefur verið lengi í rallakstri og í síðasta ralli varð hann í öðru sæti en vann haust- keppnina í fyrra og því óhætt að reikna með honum í barátt- unni um meistaratitilinn. „Ég leiði náttúrulega hugann að titl- inum, en það mikilsverðasta við hann er hvaða rásröð hann hefur handahafa hans í mótum erlend- is“ sagði Steingrímur, en rall á hug hans allan frá morgni til kvölds. „Ég myndi gjarna vilja hafa meiri tíma til að huga að líkamlegu formi mínu sem skipt- ir máli í rallakstri en ég hef ver- ið í bílskúrum nánast frá áramót- um að smíða bílinn. Þegar hrað- inn er mikill í rallinu eins og í dag þá þarf mikla einbeitningu og gott líkamlegt form. Smá ein- beitningarleysi á 180 km hraða getur verið dýrkeypt. Á þeim hraða ferðu 50 metra á sekúndu og það getur margt skeð á nokkrum metrum, líka þó hægar sé farið“, sagði Steingrímur. Þetta fengu menn að reyna í keppninni. A sérleið við Svartag- il hlekktist tveimur keppendum harkalega á eftir að hafa farið fullgreitt yfir hæð. Tómas Jó- hannesson og Elías Jóhannsson á Mazda urðu að hætta keppni eftir harkalega lendingu þegar demparafesting gaf sig. Sigurð- ur B. Guðmundsson á Nissan lenti illa á svipuðum slóðum og höggið varð svo mikið að hann átti um tíma í erfiðleikum með andardrátt og dró sig í hlé. I slag milli óbreyttra bíla sveif Mazda Baldurs og Guðmundar hátt í 15 metra leið á sömu flug- leið. „Ég hef aldrei farið aðra eins flugferð. Við komum að hæð sem við höfðum ekið fyrr um daginn og fórum of geyst. Bíllinn flaug á loft og lenti það harka- lega að ég keyrðist ofan í sætið og stýrið bognaði og spyrnan sömuleiðis, Ég missti stýrið úr höndunum en náði að grípa það aftur og slapp með skrekkinn og kíki betur á hraðamælinn næst“, sagði Baldur, sem vann flokk óbreyttra bíla með aðeins 12 sekúndna mun. Fyrir síðustu sérleiðina í Langadal munaði aðeins tveimur sekúndum á hon- um og Óskari. „Ég tapaði mikl- um tíma á leiðinni á undan þeg- ar ég ók um vitlaust merkt gat- namót, þurfti að bakka og var næstum fastur á vegi því ég sá illa út. Við þetta tapaði ég 46 sekúndna forskoti í 2 sekúndur og keyrði síðustu leiðina á fullu. Afturspyrnan var brotin en hún hafði verið vafín með gaddavír og hélt alla leið. Ég náði að aka þessa sérleið 10 sekúndum hrað- ar en Óskar en tæpur var sigur- inn. Ég tók líka nokkra sjénsa á leiðinni, ætlaði ekki að tapa á síðustu metrunum", sagði Bald- ur. Óhapp varð á síðustu leiðinni þegar félagamir Einar Þ. Magn- ússon og Haukur Antonsson á Escort veltu í beygju. Einar handarbrotnaði og var fluttur á sjúkrahús en slapp við önnur meiðsli og bíllinn skemmdist lít- Witek Bogdanski og Páll Harðarsson náðu þriðja sæti og Witek synir hér Ieiðarlýsingu sem margir aðstoðarökumenn þylja í síbylju fyrir ökumenn á meðan keppni stendur. Þannig geta sumir ökumenn nánast ekið blint um veginn. ið. Stefán Ásgeirsson og Ari Amórsson veltu einnig Escort sínum, fyrrum meistarabíl Jóns og Rúnars, eftir að hafa ekið útaf og upp á stóran stein. Þeir urðu að hætta keppni. Eftir Borgarfjarðarrallið hafa Stein- grímur og Guðmundur 35 stig til Islandsmeistara, Rúnar og Jón 27 en Ásgeir og Bragi 26, en þeir eru núverandi meistarar. Spansgræna á öryggi sló þá útaf laginu á fyrstu sérleið og sú bil- un uppgötvaðist ekki fyrr en að nokkmm mínútnum liðnum, mín- útum sem sendi þá í sjötta sæti í keppninni þegar yfir lauk, en Baldur Jónsson og Guðmundur H. Pálsson unnu flokk óbreyttra þeir sprengdu einnig dekk á bíla á Mazda í annari keppninni í röð, en Baldur er sonur Jóns næst síðustu leið. Ragnarssonar. . q.r. GÓÐ þátttaka var í fyrsta kvartmílumóti ársins á kvartmílubraut- inni við Straumsvík og gekk keppnin fljótt og vel fyrir sig. Keppt var í fimm flokkum og sló Sveinn Logi Guðmundsson Islandsmet- ið í flokki mótorhjóla með 750 cc vélar, ók brautina á 10,77 sek- úndum en gamla metið átti Karl Gunnlaugsson. í flokki götubíla vann Benedikt Svavarsson á Chevrolet Nova á tímanum 11,67 sekúndum, Árni Hjaltason á Camaro varð annar og Ríkharður Rúnarsson á Trans Am í þriðji. „Mér líst vel á sumar- ið eftir þetta fyrsta mót ársins, kvartmílan er á uppleið," sagði Benedikt Svavarsson í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn. Hann ekur götubíl sem hefur fengið heitari ás, nitro-búnað og stærri blöndunga í vélarsalinn frá Hol- ley. Þá eru undir honum 13 tommu breið dekk í stað 5-6 tommu dekkja, þannig að gripið er gott. Þótt bíllinn sé búinn til keppni gæti hann allt eins ekið um götur bæjarins og af því dreg: ur nafn flokksins nafn sitt. í „bracket" flokki geta allir bílar keppt, bæði sérsmíðaðir og venjú- legir bílar. Þar vann gamla kemp- an Gunnar Ævarsson á Camaro, mætti meira til gamans og hristi fram úr erminni gamalkunna takta og vann Halldór Hauksson á Concord í úrslitum, en Toyota Mf2 sportbíll Guðmundar Einars- sonar varð í þriðja sæti. í fiokki aflmestu bílanna, „competition“, háðu Sigurjón Haraldsson á Ford Pinto og Auð- unn Stígsson á Camaro lokaein- vígið en þessi kappar hafa einnig keppt í sandspyrnu á árinu. Sigur- jón hafði betur á tímanum 10,21 sekúnda og virðist stefna í meist- aratitil í kvartmílu og sandspymu ef svo heldur fram sem horfir. I þriðja sæti lenti Theodór Sig- hvatsson á Duster og bætti akst- ursmet bílsins sem er í eigu Sva- vars Svavarssonar, reynds kvart- mílukeppanda. í flokki mótorhjóla var íslandsmeistarinn Hlöðver Gunnarsson fljótur að venju, lagði fyrrum meistara Guðjón Karlsson að velli í úrslitum en báðir óku breyttum Suzuki mótorhjólum. Slagurinn gæti harðnað milli þeirra, því báðir munu bæta hjól sín fyrir næstu keppni, en mjög mikil þátttaka var í flokki kraft- mestu hjólanna. I minni flokknum vann Sveinn Logi, Júlíus Eggerts- son í úrslitum en Karl Gunnlaugs- son varð þriðji. Allir óku Suzuki mótorhjólum. 1 flokki götubíla vann Benedikt Svavarsson á Chevrolet Nova. Sigurvegarar í mótorhjólaflokknum voru Sveinn Logi og Hlöðver Gunnarsson Suzuki. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þeir öflugustu í kvartmílunni Auðunn Stígsson og Sigurjón Har- aldsson börðust um sigurinn í „competition" flokki og sá síðar- nefndi á meistaratitilinn sem hann vann í fyrra. íslandsmet í kvartmflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.