Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPIUIQVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 27 Iðnaður Jámsteypan hf. að hefja framleiðslu úr manganstáli JÁRNSTEYPAN hf. hefur hafið framleiðslu úr svonefndu mang- anstáli sem hentar sérstaklega fyrir hluti þar sem góðra sliteig- inleika er þörf. Ekki er vitað til þess að hlutir úr manganstáli hafi verið framleiddir hér á landi heldur hafa þeir einvörðungu verið fluttir inn. Manganstál hentar sérstaklega fyrir tog- hleraskó sem er neðsti hluti tog- hlera og dregst eftir botninum við togveiðar. Einnig er þessi málmur notaður í jarðvinnslu- tæki t.d. tennur jarðvinnsluvéla og veghefla þar sem sem mikið mæðir á. K Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni samkvæmt reglum um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands. Auglýsingin f i felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Vérðbréfaþingi Islands Skráning hlutabréfa Hf. Eimskipafélags íslands Þann 9. júní 1992 voru hlutabréf í Hf. Eirnskipafélagi íslands skráð á Vérðbréfaþingi Islands. Hf. Eimskipafélag fslands vill þannig stuðla að áframhaldandi þróun skipulegra hlutabréfaviðskipta hér á landi. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur félagsins og samþykktir þess liggja frammi á skrifstofu félagsins, Pósthússtræti 2, Reykjavík, og hjá helstu verðbréfamiðlunum. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ið höfum náð árangri í framleiðslu á magnanstáli og eru að byija á því að steypa hluti sem fara í litlum mæli til valinna viðskiptavina til reynslu," sagði Guðmundur Sveins- son, framkvæmdastjóri Járnsteyp- unnar. „Þetta yrði aukaafurð sem kæmi mjög vel inn í núverandi rekstur og við yrðum ánægðir með að ná 10% veltuaukningu. Það er hins vegar möguleiki á að ryðja öðrum efnum úr vegi og þá gæti orðið enn frekari aukning." Þessi árangur Járnsteypunnar kemur í framhaldi af samstarfi fyr- irtækisins við Iðntæknistofnun sem framkvæmdi frumathugun á hag- kvæmni mangansálsteypu hérlendis á sl. ári. Þar kom fram að markað- ur manganstáls er verulegar og myndi að öllum líkindum vera tals- verður ávinningur fyrir innlenda járnsteypu að sækja inn á þennan markað. Hráefni til manganstáls- framleiðslu fellur að verulegu leyti til hérlendis þar sem uppistaða manganstáls er smíðajárn. Stálið er brætt með raforku og því er tal- ið að innlenda framleiðslan eigi alla möguleika á að vera samkeppnis- fær. MAINIGANSTÁL — Járnsteypan hefur nú hafið framleiðslu úr manganstáli sem hentar sérstaklega í hluti sem mikið mæðir á eins og toghlera- skó og tennur jarðvinnsluvéla. Þessi nýja framleiðsla er tals- verð búbót fyrir Jámsteypuna sem til þess hefur mest fram- leitt úr svokölluðum potti eða hrájárni. Járnsteypan er lítið fyrirtæki með 10 starfsmönnum og hefur einkum framleitt ristar og brunnlok til gatnagerðar ásamt útibekkjum. Að sögn Guðmundar þurfti ekki að ráðast í viðbótarfjárfestingar vegna framleiðslunnar úr magnanstáli ef undan er skilin ráðgjöf Iðntækni- stofnunar. „Við þurfum að keppa við innflutning á verði sem er til- tölulega lágt. Það er raunhæfur möguleiki með því að nýta fjárfest- inguna og mannskapinn sem við erum með fyrir og bæta aðeins þekkingunni við.“ Greiðslukort Kreditkort tekur Sportkort ínotkun KREDITKORT hf., í samvinnu við iþróttahreyfinguna, tekur bráð- lega í notkun svonefnd Sportkort sem er alþjóðlegt tengikort við Eurocard. 30 íþróttafélög, héraðs-, íþrótta- og ungmennasambönd hafa undirritað samstarfssamning við Kreditkort hf. en innan þess- ara sambanda eru rúmlega 90 félög um allt land. Hægt er að nota Sportkortið alls staðar þar sem Eurocard er tekið, jafnt hér á landi sem erlendis. í fréttatilkynningu frá Kredit- kortum hf. segir að íþróttafélögin hafi samið við fjölda fyrirtækja víðs vegar um landið um samstarf sem felist í því að fyrirtækin veiti af- slátt af viðskiptum með Sportkorti og gangi afslátturinn til viðkomandi iþróttafélags. Nokkrir aðilar hafi að auki ákveðið að veita aukaaf- slátt allt að 10% sem ganga á beint til viðskiptavinarins greiði hann með Sportkorti. Skipuleg söfnun korthafa hefst um mánaðamótin júní-júlí. Sport- korthafar greiða hærra kortagjald sem nemur 1.500 kr. sem renna á beint til viðkomandi íþróttafélags og er áætlað að fyrstu kortin verði tilbúin í byijun ágúst. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Sumarnámskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 15. júlí nk. Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og auka ánægju við allan lestur? Vilt þú bæta námsárangur þinn og auðvelda námið næsta vetur? Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, en hafa ekki tima til þess á veturna. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN 10 ÁRA —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.