Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI 'j"rTrrrc":<M‘ b A eftir Sigrúnu Magnúsdóttur í Morgunblaðinu 20. júní segir frá umræðum um ársreikninga borgar- sjóðs fyrir árið 1991. Þar er stutt- lega greint frá bókun sem ég lagði fram í borgarstjórn 18. júní og vitn- að til ummæla borgarstjóra Markús- ar Arnars Antonssonar um fjárhags- stöðu borgarinnar. Þar sem í um- mælum borgarstjóra kemur fram ótrúlegur ruglandi vil ég fara um málið nokkrum orðum. Bókun mín var svohljóðandi: „Ársreikningur borgarsjóðs fýrir árið 1991 sýnir enn versnandi stöðu Reykjavíkurborgar. Peningaleg staða borgarsjóðs hefur versnað um einn og hálfan milljarð á árinu þrátt fyrir greiðslu rikissjóðs á þjóðvega- fé, sem 772 millj. kr. fengust fyrir. Þó að eignastaða borgarinnar sé mjög sterk er lausafjárstaða hennar orðin neikvæð um rúmar 300 millj. Þetta er mjög alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem borgar- sjóður er rekinn með tapi (halla) a.m.k. í tugi ára, þ.e.a.s. hreint veltufé í árslok er neikvætt og veltufjárhlutfallið er 0,90, en var t.d. 1,85 árið 1988. Þessi slæma fjár- hagsstaða er ekki vegna tapaðs áhættufjár borgarsjóðs í atvinnu- rekstri eins og hjá mörgum sveitar- félögum heldur fyrst og fremst vegna bruðls og offjárfestinga í byggingum og fasteignakaupum. Á síðustu þremur árum hafa fjárfest- ingar farið um 3 milljarða fram úr áætlun. Þá er athygli vert að skoða í sam- hengi reikninga Hitaveitu Reykja- víkur og borgarsjóðs, en á báðum stöðum og á sama tíma var farið út í dýrar musterisbyggingar. Afleið- ingin er að bæði fyrirtækin eru rek- in með tapi. Því miður veldur þessi fortíðarvandi því að erfiðara mun reynast að fjármagna atvinnuupp- byggingu til að sporna gegn frekara atvinnuleysi, en að finna leiðir út úr atvinnuleysinu er brýnasta verk- efnið á borðum Borgarstjórnar Reykjavíkur.“ Ruglandi borgarstjóri Vörn borgarstjóra við þeirri gagn- rýni sem ég setti fram í bókuninni felst einkum í því að hann fer að ræða um eignastöðu borgarinnar og tekur öll borgarfyrirtækin og relístur þeirra inn í dæmið. Þetta kemur málinu bara ekkert við. Það sem um er að ræða er rekstur borgarsjóðs á árinu 1991 og hann var eins og ég lýsti í bókuninni. Auðvitað er bók- færð eignastaða borgarinnar og borgarfyrirtækja sterk og flest af borgarfyrirtækjunum búa við góðan rekstur og greiða tæpar 600 millj. kr. í afgjald til borgarsjóðs árið 1991. Það er ekki sanngjarnt gagnvart borgarbúum að reyna að slá ryki í augu þeirra um stöðu sveitarfélags- ins. Menn eru af meiri að horfast í augu við vandamálið og koma með tillögur til úrbóta. Það er óbreytan- leg staðreynd að á árinu 1991 hefur „flarað verulegan undan borgar- sjóði“, eins og einn af æðstu embætt- ismönnum borgarinnar orðaði það í borgarráði. Hallinn á borgarsjóði 1991 var 1.574 millj. kr. í ársreikningnum stendur orðrétt: „Niðurstaðan er því sú, að útgjöld ársins voru 1.574 míllj. kr. umfram skatttekjur í stað kr. 341 millj. sam- kvæmt fjárhagsáætlun.“ Þessi útgjöld umfram tekjur voru brúuð með nýjum langtímalánum, lækkun á hreinu veltufé og skulda- bréfinu fræga að upphæð 1.025 millj. kr., en sem aðeins 772 millj. kr. fengust fyrir. Það gefur augaleið að ef skulda- bréfið hefði ekki komið til væri pen- ingaleg staða borgarsjóðs enn verri. Það er hin peningalega staða sveitar- félags sem skiptir máli, þegar rætt er um stöðu þeirra. Eignastaðan er ekki sami mælikvarðinn, vegna þess að sveitarfélag selur ekki skóla, dag- vistarheimili, menningarmiðstöðvar, söfn, félagsmiðstöðvar, íþrótta- mannvirki og stofnanir aldraðra. Viðvaranir hafðar að engu Við fjárhagsáætlanir undanfar- inna ára hef ég hvað eftir annað bent á hvert stefndi. Frá árinu 1988 hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið. Við framlagningu ársreikningsins í fyrra lagði ég einnig fram bókun, þar sem ég benti á að á árinu 1990 hefði hreint veltufé lækkað um helming, yfirdráttur á hlr. í Landsbankanum nánast tvöfaldast og veltufjárhlut- fallið hrapað. Öllum aðvörunum mínum hefur verið vísað á bug með útúrsnúning- Œrfi GíEðí* ■ M eUhúS' innréttingg HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Laugardaginn 27.06.1992 Flokkur: E pm Vinmngsupphæö' Fjöldi: Nr. 128220 Kr. 424.520,- 1 Nr. 3214 Kr. 42.452,- 0 lÍllMlgllllllllllili ; Nr. 61 Nr. 74 Nr. 82 I Nr. 82 j Kr. 516,- Kr. 516,- Kr. 1.032,- 97 .102 106 Sigrún Magnúsdóttir „Við fjárhagsáætlanir undanfarinna ára hef ég hvað eftir annað bent á hvert stefndi. Frá árinu 1988 hefur stöðugt sigið á ógæfu- hlið.“ um og stundum ósvífni af borgar- stjórnaríhaldinu. Ekki er ég þó í vafa um að fyrrverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, var farinn að gera sér grein fyrir því hvert stefndi áður en hann flúði borgarstjórastólinn. Honum var í fyrravor mest í mun að breiða yfir hve staðan var orðin aumleg og að sópa vandanum undir teppið svo að hann kæmist í burtu áður en allir sæju hvernig komið var. Þrautaráð Davíðs var að kné- kijúpa fyrir þáverandi fjármálaráð- -herra;-Ólafr •Rr'Grímssynt, og-betla " út úr ráðherranum skuldabréf vegna framkvæmda borgarinnar við þjóð- vegi í þéttbýli. Ólafur Ragnar aumk- aði sig yfir borgarstjórann og undir- ritaði skuldabréf upp á rúman millj- arð. Með þessum gjörningi taldi Ó.R.G. sig skapa gott veður hjá nýkjörnum formanni Sjálfstæðis- flokksins og eygði möguleika á stjórnarsamstarfi flokka þeirra að Alþingiskosningum loknum. Hvað varð um skuldabréfið? Davíð fór með skuldabréfið frá ríkinu upp á 1.024 millj. og lét það með stórkostlegum afföllum eða fyr- ir 772 millj. kr. í Landsbankann. Það er verðtryggt miðað við lánskjara- vísitölu í jan. 1991, en án vaxta. Andvirði bréfsins gekk til þess að slá á yfirdrátt borgarinnar hjá bank- anum, sem var orðinn óskaplega hár. Manni detta okurlánaviðskipti í hug þegar svona er farið með fjár- muni borgarbúa. Síðan flúði Davíð úr borgarstjórastól og settist í stól forsætisráðherra. Þar talar hann digurbarkalega um fortíðarvanda í ríkisfjármálum og ofíjárfestingar þótt enginn einn maður hafí búið til eins mikinn fortíðarvanda og hann á jafn stuttum tíma. Ríkissjóður og borgarsjóður Fróðlegt er að bera saman rekstur ríkissjóðs og borgarsjóðs árið 1991, en sjálfstæðismenn básúna ríkis- sjóðshalla og slæma stjórn á ríkis- fjármálum undanfarin ár. Árið 1991 voru tekjur (skattar) ríkissjóðs um það bil tífaldar á við borgarsjóð. Halli á ríkissjóði hafði verið áætlaður um 4 milíjarðar en varð um 12 milljarðar, eða 12% af skatttekjum og það meira en nóg. Árið 1991 voru skatttekjur borgar- sjóðs tæpir 10 milljarðar. Halli var áætlaður 341 milljón kr. en varð 1.574 millj. kr. eða 16% af skatttekj- um. Ef skuldabréfið hefði ekki feng- ist hefði hallinn orðið 2.400 millj. kr., eða sem sagt tvöfaldur hlutfalls- lega á við halla ríkissjóðs. Svo þykj- ast sjálfstæðismenn hafa efni á að tala um slæma stjórn ríkisins á und- anförnum árum. Ég vil enn ítreka að hér erum við að tala um sambærilega hluti. Þegar 13 -St -verið-er-að-talainrrTlfiíssjóð-srskki verið að tala um fyrirtæki ríkisins, svo sem Póst og síma, ÁTVR eða Sementsverksmiðjuna svo dæmi séu tekin. Sama með borgarsjóð, fyrir- tæki hans eru ekki með, svo sem veitustofnanir, Reykjavíkurhöfn og Malbikunarstöð. Musterisbyggingar Hvað skapaði svo þennan fortíð- arvanda Reykjavíkurborgar? Það voru musterisbyggingar sem Davíð reisti sér til dýrðar, svo sem ráðhús- ið, sem í ljós kemur að hefur allt verið byggt á yfirdrætti og umfra- meyðslu. Liðurinn byggingar og fjárfest- ingar hjá borgarsjóði árin 1989- 1991 fer því næst nákvæmlega framúr áætlun um sömu tölu og ráðhúsbyggingin kostaði. Nú talar Markús Örn um að þetta hafí verið „afgangsfé sem tekið var úr rekstrinum". Hið rétta er að þetta er umframeyðsla og hlutina ber að kalla sínum réttu nöfnum. Það er e.t.v. mannlegt hjá Mark- úsi Erni að vilja breiða yfir vesælt ástand borgarsjóðs. Ég vil ekki trúa því að hann fari vísvitandi með blekkingar, ef til vill er skýringin að hann er ekki næmur á tölur. Ella mundi hann ekki rugla svo saman staðreyndum og grípa til svo billegra útskýringa þegar hann talar um reikninga borgarsjóðs. Höfundur er borgnrfulltrúi Framsóknarflokksins. • 'l ' >r V--V.T SÍlÉl8 L ‘ •:•■;• <- ? •:« •;••' vfy; -Jvr ■ f'r,-.;: .-. V- r v\-v . LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending EINKAUMBOÐ £8 Þ.ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR 1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. FLOKKUR 1985-1 1985- 1 1986- 1 1986-1 1986-1 1986-1 1986-2 1986- 2 1987- 1 1987-1 .fl.A .fl.B .fl.A 3 ár .fl.A4 ár .fl.A 6 ár .fl.B .fl.A 4 ár .fl.A6ár .fl.A2 ár .fl.A 4 ár INNLAUSNARTIMABIL 10.09.92-10.09.93 10.09.92-10.09.93 15.09.92-15.09.93 INNLAUSNARTIMABIL 10.07.92- 10.07.92- 10.07.92- 10.07.92- 10.07.92- 10.07.92- 01.07.92- 01.07.92- 10.07.92- 10.07.92- 10.01.93 10.01.93 10.01.93 10.01.93 10.01.93 10.01.93 01.01.93 01.01.93 10.01.93 10.01.93 INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 kr. 937.526,82 kr. 598.913,00 kr. 390.445,45 INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 kr. 53.331,38 kr. 32.107,36**) kr. 36.760,62 kr. 40.242,18 kr. 41.462,97 kr. 23.680,35**) kr. 34.072,90 kr. 35.034,79 kr. 29.181,74 kr. 29.181,74 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Séðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.