Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 18
7 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN íslenzkir aðílar í viðræðum um kaup á næststærsta útgerðarfyrirtæki Þýzkalands; Islenzk útgerð að hasla sér völl í Evrópubandalagínu Ráðgjafarfyrirtækið Ráð hf. hefur undanfarið ár kannað grundvöll þess að íslenzkir aðilar kaupi meirihluta í næststærsta útgerðarfyrirtæki Þýzkalands, Rostocker Fischfang Rederei (RFFR) í Rostock, helztu hafnar- borg gamla Austur-Þýzkalands. Möguleikar eru taldir á að samn- ingar náist um að hópur ís- lenzkra fyrirtækja kaupi sig inn í fyrirtækið. Með því væri íslenzk útgerð búin að hasla sér völl inn- an Evrópubandalagsins. Aðstandendur Ráðs hf. eru þeir Jón Atli Kristjánsson rekstrarhag- fræðingur, sem áður var forstjóri Olís og forstöðumaður hagdeildar Landsbankans, og Jónas Ingi Ket- ilsson hagfræðingur, sem m.a. hef- ur verið framkvæmdastjóri Hug- taks hf. Með þeim hefur starfað Bjartmar Pétursson fyrrverandi framkvæmdastjóri Skerseyrar í Hafnarfirði. Allir hafa þeir sérþekk- ingu á sjávarútvegi og hafa starfað við ráðgjöf til sjávarútvegsfyrir- tækja. Hugmyndin um kaup á Rostock- er Fischfang á sér nokkra forsögu. Aðstandendur Ráðs hf. fóru fyrir hálfu öðru ári að kanna möguleika á því að kaupa kvóta af Evrópu- bandalaginu, til dæmis karfakvóta við Austur-Grænland. Þeir segjast hafa farið út í þær umleitanir í framhaldi af umræðum hér heima um of stóran fískiskipaflota, skert- an kvóta og fleiri vandamál, sem hijá islenzkan sjávarútveg. Þeim hafí fundizt kominn tími til að horfa ekki eingöngu inn á við, heldur beina sjónum til útlanda og skoða möguleikana fyrir íslenzkan sjávar- útveg erlendis. Þeir leituðu fyrst til EB í Brussel, og fengu þau svör að Þjóðveijar réðu mestu af karfa- kvóta bandalagsins. Þeir ræddu því við landbúnaðarráðuneytið í Bonn, sem fer með yfírstjórn sjávarút- vegsmála. Þessar umleitanir end- uðu í blindgötu, segja þeir, meðal annars vegna þess að mikil tog- streita er um kvóta í EB. Þremenningamir höfðu ekki hugsað sér að kaupa kvóta upp á eigin spýtur, heldur má frekar líta á verkefni þeirra sem leit að ipögu- leikum, sem þeir hugðust síðan kjmna íslenzkum fyrirtækjum. „Við höfum unnið þetta starf á frum- kvöðlagrundvelli," segir Jón Atli. „Við vorum búnir að fylgjast með hugmyndum um tækifæri í sjávar- útvegi, sem ekkert hefur komið út úr. Við teljum okkur hafa einhveiju að miðla, þar sem er þekking okkar á greininni, og við vildum geta lagt fyrir peningamenn áþreifanlegar hugmyndir, sem hægt væri að taka á.“ Þegar umleitanir um kvótakaup af EB báru ekki árangur, vaknaði sú hugmynd að kaupa sig inn í útgerðarfyrirtæki í Evrópubanda- laginu. Þróun sögunnar kom þar til hjálpar. Með sameiningu Þýzka- lands og innleiðingu markaðsbú- skapar í austurhluta landsins, sem áður laut stjóm kommúnista, opn- uðust miklir möguleikar á erlendri fjárfestingu í austur-þýzkum ríkis- fyrirtækjum, sem nú á að einka- væða. Stofnað var geysilega öflugt eignarhaldsfyrirtæki, Treuhand- anstalt, sem á að sjá um einkavæð- ingu 9.000 ríkisfyrirtækja. Þeirra á meðal var Deutsche Fischwirtschaft AG, feiknastórt sjávarútvegsfyrir- tæki í Rostock, helztu hafnarborg Tveir af átta úthafsverksmiðjutogurum, sem eru í eigu Rostocker Fischfang, sjást á myndunum sem teknar eru í höfninni í Rostock. Þessir eru í hópi sjö systurskipa, sem eru um 1.300 rúmlestir að stærð. Austur-Þýzkalands, þar sem störf- uðu um 13.000 manns. Með hag- ræðingu og niðurskurði var starfs- mönnunum fækkað í 3.000 og fyrir- tækið var svo brotið upp í fímm smærri félög. Þeirra á meðal er útgerðarfyrirtækið RFFR, þar sem starfa 300-400 manns. Fyrirtækið á átta úthafsveiðitogara og hefur alls 20-30.000 tonna kvóta, mest síld, makríl og karfa. Fyrirtækið hefur m.a. veiðiheimildir við Austur-Grænland, Nýfundnaland, sunnan við Færeyjar, í Norðursjó, Noregshafí og Barentshafi. Treuhandanstalt hóf viðræður við stærsta útgerðarfyrirtæki í Þýzkalandi, Deutsche Fischfanger Union (DFFU) í Cuxhaven, um huganleg kaup á RFFR. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Þýzka- landi sýndi DFFU því lítinn áhuga að kaupa fyrirtækið í Rostock og vildi helzt að rekstur þess legðist niður. Þá hefði DFFU verið nánast eina úthafsútgerðarfyrirtækið í Þýzkalandi og aukinheldur hefði meiri kvóti orðið til skiptanna, sem DFFU hefði notið góðs af. Þetta var hins vegar óviðunandi fyrir for- ráðamenn RFFR, sem vilja halda stöðu fyrirtækisins sem næst- stærsta útgerðarfyrirtækis í Þýzka- landi. Stjórnmálasjónarmið koma einnig við sögu; borgaryfírvöld í Rostock og stjórnvöld í sambands- Iandinu Mecklenburg-Vorpommem vilja gjaman halda útgerð á svæð- inu og hið pólitíska markmið er að Rostock verði áfram aðalhafnar- borg austurhluta Þýzkalands. Við þessa sögu kemur Wolfgang von Geldem, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðhprra Þýzkalands, sem hefur lýst því yfír í þýzkum blöðum að Rostocker Fischfang hafí alla möguleika á að halda lífi. Von Geld- em er nú stjómarformaður Deutsche Fischwirtschaft, eignar- haldsfélags RFFR. Viðræðumar við DFFU fóra út um þúfur og þar með opnaðist möguleiki á því að aðrir gætu sýnt áhuga á RFFR. Ráð hf. setti sig í samband við Treuhandanstalt og hóf viðræður um hugsanleg kaup á fyrirtækinu. Síðan hefur mikið vatn rannið til sjávar og ýtarlegar út- tektir verið gerðar á rekstri RFFR, ástandi skipakosts fyrirtækisins, markaðsmöguleikum og framtfðar- horfum útgerðarinnar. „Við nálguð- umst ekki fjárfesta hér heima fyrr en við höfðum sjálfir unnið mikla heimavinnu og sannfærzt um að hægt væri að láta dæmið ganga upp,“ segir Jón Atli Kristjánsson. Hann segir að gerð hafí verið ný rekstraráætlun um að umsnúa rekstrinum til betri vegar. „Við telj- um að við getum keypt aðild að fyrirtæki, sem hefur gengið frekar illa, en með okkar þekkingu getum við breytt því í arðbæran rekstur," segir Jón Atli. RFFR hefur yfír að ráða átta verksmiðjuskipum, búnum til út- hafsveiða. Sjö þeirra era systurskip, smíðuð á áranum 1985-1987, 62 metra löng og 13,9 m breið. Átt- unda og stærsta skipið, smíðað 1980, er svokallaður „Atlantic Supertrawler", 102 metra langt. Þótt systurskipin sjö séu nýleg er hönnunin af gömlum, austur-þýzk- um skóla. Fimm þeirra hafa gengið í gegnum vissa endumýjun og ver- ið færð nær stöðlum Evrópubanda- lagsins um slík skip. Meðal annars hafa verið settar vestur-þýzkar Baader-vélar í skipin. Hin þijú era hins vegar verr í stakk búin, með gömul, austur-þýzk tæki. Að mörgu leyti tekur sá búnaður þó fram því, sem gerist í íslenzkum físki- skipum. Sem dæmi má nefna að þýzku skipin nýta nánast allan úr- gang og henda engu. Mjölvinnsla er um borð í hveiju skipi og búnað- ur til að hreinsa skolvatn, áður en það er látið í hafíð. RFFR var áður stærsta fyrirtæk- ið sinnar tegundar í Þýzkalandi. Áður en Deutsche Fischwirtschaft AG var hlutað í sundur rak það yfír 40 skip. Jón Atli, Bjartmar og Jónas Ingi segja að RFFR verði áfram þýzkt fyrirtæki, þótt íslenzk- ir aðilar muni kaupa meirihlúta í því eins og að er stefnt. Þeir hafa engin áform um að færa starfsem- ina hingað til lands, enda eru engir möguleikar á slíku. Meirihlutinn af starfsfólkinu verður áfram þýzkur og þýzkt yfirbragð á fyrirtækinu, að þeirra sögn, enda er það ein forsenda þess að fyrirtækið standi sig í baráttu um kvóta og styrki innan Evrópubandalagsins. Evr- ópubandalagið kaupir veiðiheimildir fyrir flota sinn og notar til þess skattfé EB-borgara. Aukinheldur er togstreita um kvótann innan bandalagsins. Sjávarútvegsmálin era þess vegna hápólitísk í EB. Því er lögð mikil áherzla á að íslending- ar séu ekki að kaupa sig inn í sjávarútveg EB til þess að klekkja á einum eða neinum, heldur verði um að ræða samvinnu, þar sem báðir aðilar hafí nokkuð fram að færa. „Mönnum er umhugað að nýta þekkingu og reynslu íslend- inga af útgerð til þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl,“ sagði þýzkur heimildarmaður Morgun- blaðsins. í viðræðum Ráðs hf. og Treu- handanstalt hefur verið gert ráð fyrir að þeir íslenzku aðilar, sem komi inn í RFFR, eigi meirihlutann í fyrirtækinu í gegnum eignarhalds- félag, sem stofnað verði í Þýzka- landi og lúti þýzkum lögum. Hug- myndin er að aðrir eigendur verði Treuhandanstalt, borgarsjóður Rostock, sem lýst hefur áhuga á að vera með, og landstjórnin í Mecklenburg-Vorpommem. Ekki hefur verið gengið frá samkomulagi um eignaraðildina en unnið er að því um þessar mundir. Forsvarsmenn Ráðs hf. hafa rætt við allnokkurn hóp fyrirtækja hérlendis og kannað áhuga þeirra á að fjárfesta í RFFR. I þessum hópi era útgerðarfyrirtæki, skipafé- lög og veiðarfæraframleiðendur, svo dæmi séu nefnd. Málið er enn til umfjöllunar í flestum þessum fyrirtækjum. Undanfama daga hafa farið fram hér á landi fundir væntanlegra fjárfesta með aðilum frá Þýzkalandi. Ekki hefur fengizt uppgefíð fyrir hvaða verð meirihluti hlutabréf- anna í RFFR er falur. Aðstandend- ur Ráðs hf. segja að þetta sé „ekki óyfírstíganleg fjárfesting“ fyrir hóp fyrirtækja og einstaklinga. Jónas Ingi Ketilsson, fram- kvæmdastjóri Ráðs hf., rakti í sam- tali við Morgunblaðið þau rök, sem hann og félagar hans færa fram fyrir því að um vænlega fjárfest- ingu sé að ræða. í fyrsta lagi segir hann að allar vonir standi til að hægt sé að breyta starfsemi fyrir- tækisins í arðvænlegan rekstur, og bendir á að frystitogaraútgerð gangi vel hér á landi og menn sýni henni síaukinn áhuga. í öðru lagi sé skilningur á uppbyggingu sjávar- útvegs í Þýzkalandi. Rostocker Fischfang hefur aðgang að styrkj- um bæði frá þýzkum stjómvöldum, sem ætlaðir era til atvinnuuppbygg- ingar í austurhlutanum, og einnig frá Evrópubandalaginu. Þess má geta að fjárfesting í illa stöddum fyrirtækjum og fyrirtækjum, þar sem endurskipulagning og hagræð- ing er áformuð, nýtur sérstakra styrkja. í Austur-Þýzkalandi. Því má einnig bæta hér við að sam- kvæmt nýlegri skýrslu frá fram- kvæmdastjórn EB er Mecklenburg- Vorpommern eitt þeirra svæða, sem eiga kost á sérstökum styrkjum vegna mikilvægis sjávarútvegs. Fiskveiðar, landbúnaður og mat- vælaiðnaður eru mikilvægustu at- vinnugreinar sambandslandsins. í þriðja lagi nefnir Jónas Ingi að fjárfesting í útgerð í Þýzkalandi sé ákveðin leið fyrir íslenzk fyrir- tæki til þess að fá aðgang að Evr- ópubandalaginu. Eignaraðild að þýzku fyrirtæki geti jafnvel þýtt möguleika á að taka þátt í mótun sjávarútvegsstefnu EB. Einnig verði Rostock væntanlega áfram helzta hafnarborg austurhluta Þýzkalands og þaðan verði aðgang- ur að mörkuðum víðar um Austur- Evrópu, til dæmis í Póllandi. í ljórða lagi sé um að ræða vettvanjg fyrir útflutning þjónustu frá Islandi. Skip RFFR myndu hafa viðkomu hér á landi og hér yrði til dæmis hægt að sinna minniháttar viðhaldi og þau gætu tekið hér kost, olíu og veiðarfæri. Þá myndu skipafé- lögin sjá sér hag í að flytja afurðir frystiskipanna til meginlandsins. Jónas Ingi bendir á að útgerðar- fyrirtæki með íslenzkri aðild yrði vettvangur fyrir útflutning þekk- ingar á sjávarútvegi og störf myndu skapast erlendis fyrir sérfræðinga og skipstjómarmenn. Þá myndu þau íslenzku fyrirtæki, sem fjár- festu í þýzkri útgerð, hafa betri yfírsýn um veiðar á Norður- Atlantshafi en þau hafa haft hingað til. RFFR hefur m.a. reynslu af samstarfí við Rússa og veiðum við Namibíu og starfsmenn fyrirtækis- ins búa því yfir ýmissi þekkingu, sem getur komið íslendingum vel. Lokaröksemd Jónasar Inga hlýt- ur að vekja athygli. Eins og frægt er orðið af umfjöllun í ijölmiðlum, var eitt skilyrði Evrópubandalags- ins fyrir samningum um Evrópskt efnahagssvæði að gerður yrði samningur við íslendinga um skipti á veiðiheimildum. Niðurstaðan varð að samkvæmt drögum að slíkum samningi láta íslendingar af hendi við EB 3.000 tonna karfakvóta í íslenzkri landhelgi. Rík hefð er fyr- ir karfaveiðum í Þýzkalandi og fer um helmingur karfakvóta EB því þangað. Næststærsta útgerðarfyr- irtæki í Þýzkalandi mun væntan- lega eiga möguleika á að veiða umtalsverðan hluta þessa kvóta og með eignaraðild að því hefðu íslend- ingar i raun tækifæri til að taka aftur hluta af því, sem þeir létu af hendi við EB, segir Jónas Ingi. Með umleitunum þremenning- anna, sem staðið hafa í viðræðum við Treuhandanstalt, er í raun brot- ið blað í sögu íslenzks sjávarút- vegs. Sjálfir líta þeir á verkefni sitt sem frumkvöðlastarf í þeim tilgangi að hasla íslenzkri útgerð völl í Evr- ópu. Bjartmar Pétursson segir að togaraútgerðin sé svið, þar sem íslendingar hafí sterka stöðu og séu fullkomlega samkeppnisfærir. Hann segir að þegar hann hafi starfað í Bretlandi á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hafi íslenzku físksölufyrirtækin alltaf verið að slást við risana á markaðn: um, sem voru margfalt stærri. I útgerðinni séu íslendingar hins veg- ar alls ekki litlir. í Þýzkalandi séu innan við 20 úthafsveiðitogarar og úthafsveiðifloti EB hafí minnkað stórlega á undanfömum árum. „Við erum sterkir í hlutfalli við EB og eigum að geta náð fótfestu í Evr- ópu á sviði útgerðar," segir Bjart- mar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.