Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 29 Mikill samdráttur í bílaleigu Ástandið aldrei eins slæmt, segir Vilhelm Ágústsson VILHELM Áglístsson, einn eigenda Bílaleigu Akureyrar, segir að sam- dráttur sé mikill í leigu á bifreiðum og greinilegt að mun minna sé af ferðafólki á ferðinni nú en áður. Algjört hrun blasir við í grein- inni verði ekki breyting til batnaðar á næstu tveimur mánuðum. Lausa- umferð sé lítil sem engin, en ferðahópar séu að skila sér. Þá segir Vilhelm að of mikið sé um boð og bönn hér á landi og fæli það marga frá því að ferðast hingað. Við erum mjög óhressir, það má segja að sé helmingi minna að gera nú miðað við undanfarin ár. í maí og júní hefur til dæmis verið mikið af fólki á ferðinni, fuglaskoðarar og fleiri, sem nú sjást vart. Þetta er staðan og ekki hefur kuldakastið hér fyrir norðan bætt úr. Það er algjör hörmung að horfa á ferðamennina norpa hér í kuldanum, svo líta þeir yfir verðlistann á kaffihúsunum og hverfa frá, það er allt svo dýrt,“ sagði Vilhelm. Hann sagði að ástandið hefði Gistiheimilið Ytri-Vík: Sjóstangaveiði að hefjast Sjóstangaveiðiferðir á vegum gistihússins á Ytri-Vík á Árskógs- strönd eru nú að hefjast þriðja sumarið í röð. Fyrsta ferðin verð- ur farin Iaugardaginn 4. júlí. Um er að ræða þriggja til fjög- urra tíma kvöldferðir og er róið á 29 tonna fiskibáti frá Hauganesi. Siglt er á fiskimið við strendur Hrís- eyjar undir stjórn þaulreynds skip- stjóra. Farið er um kvöld þar sem ofast er þá lyngt á firðinum, þannig að ferðin er ekki síður skemmtisigl- ing en veiðitúr. Þetta er þriðja sumarið sem gisti- heimilið á Ytri-Vík býður upp á ferð- ir af þessu tagi og hafa þær reynst vinsælar, en m.a. er reglulega farið í siíkar ferðir með hópa svissneskra ferðamanna. Stefnt er að því að bjóða sjóstangaveiðiferðir á hveijum fimmtudegi og laugardegi í sumar, en sem fyrr segir verður fyrsta ferð- in farin nú á laugardag. Þá geta menn pantað sérstakar ferðir á öðr- um dögum ef um íjóra eða fleiri er að ræða. En það verður fleira um að vera hjá gestgjöfum í Ytri-Vík því ákveð- ið hefur verið að bjóða upp á kaffi- hlaðborð tvo sunnudaga í júlí og gefst gestum þá færi á að fara á hestbak í leiðinni, en hestar verða á hlaðinu og einnig mun gefast kostur á að fara í stutta siglingu með bát. aldrei verið eins slæmt og nú hvað varðaði leigu á bílum til ferðalanga. Mikill uppgangur hefði verið á síð- ustu árum í þessari grein, en á síð- ustu tveimur mánuðum hefði sam- dráttur verið greinilegur og lægi við hruni yrði það sem eftir er sumars á svipuðum nótum. Lausaumferð væri nær engin, en þeir sem pantað hefðu með fyrirvara væru að skila sér. um þessar mundir. Bílaleiga Akureyrar leigif m.a. stóra Landro- ver-jeppa til fólks sem fer í hálendis- ferðir í litlum hópum og sagði Vil- helm að töluvert væri um slíka hópa í sumar. „Það er alltof mikið um boð og bönn hér á landi, sem dæmi getum við tekið að þetta fólk má taka með sér 3 kíló af matvælum inn í landið, við eigum ekki að skipta okkur af því hvað fólk tekur með sér, það væri nær að reyna með öllum ráðum að hæna fólk að í stað þess að fæla það frá með öllum þessum boðum og bönnurn," sagði Vilhelm. % Hvað varðaði rekstur bílaleigunn- ar sagði Vilhelm að reyna ætti til hins ítrasta að fá fellda niður tolla af bílum sem keyptir væru í þeim eina tilgangi að leigja þá útlending- um þannig að hægt væri að bjóða ódýrari bílaleigubíla, eða að reyna að fá því framgengt að ferðamenn fengju endurgreiddan virðisauka- skatt við brottför.„Við munum beij- ast í því að ná þessum málum fram,“ sagði Vilhelm. Morgunblaðið/Rúnar Þór I kulda og trekki Það blés duglega úr norðfi á sunnudagskvöld þegar fram fór á Akureyrarvelli leikur Þórs og Vals, en þrátt fyrir það mættu fjöl- margir áhorfendur á völlinn. Það var heldur kuldalegt fólkið í stúk- unni, eins og sjá má á myndinni og höfðu margir með sér teppi til að vefja sig í. Menor - memiingar- dagskrá í júlí 1992 Fimmtudagur 2. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Dalvíkurkirkja kl. 20.30. Tónlistar- hópur Akureyrarkirkju: Margrét Bóasdóttir sópran, Lilja Hjaltadóttir fíðla, Hólmfríður Þóroddsdóttir óbó, Dagbjört Ingólfsdóttir fagott, Björn Steinar Sólbergsson orgel. Verk eftir Corelli, Handel, Jón Leifs, Gunnar Reyni Sveinsson. Föstudagur 3. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Raufarhafnarkirkja kl. 20.30. Tón- listarhópur Akureyrarkirkju. Laugardagur 4. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Tónlistarhópur Akureyrar- kirkju. Sunnudagur 5. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Tónlist- arhópur Akureyrarkirkju. Miðvikudagur 8. júlí — Dómkirkjan í Reykjavík kl. 17.00. Björn Steinar Sólbergsson orgeltónleikar. Föstudagur 10. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Þijú selló og orgel: Inga Rós Ingólfsdótt- ir selló, Judith Janin van Eck selló, Sebastian van Eck selló, Hörður Áskelsson orgel. Verk eftir J. Pach- elbel, G.F. Handel, B. Bartok, o.fl. Laugardagur 11. júlí — Hvammstanga kl. 16.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingi- mundarson píanó. Sumartónleikar á Norðurlandi: — Hólar í Hjaltadal kl. 17.00. Þijú selló og orgel. Sunnudagur 12. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Þijú selló og orgel. — Breiðumýri í Reykjadal kl. 17.00. Gunnar Guð- björnsson tenór og Jónas Ingimund- arson píanó. Mánudagur 13. júlí — Safnahúsið Húsavík kl. 21.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jón- as Ingimundarson píanó. Þriðjudagur 14. júlí — Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanó. Miðvikudagur 15. júlí — Miðgarður, Skagafirði kl. 21.00. Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jón- as Ingimundarson píanó. Föstudagur 17. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Söngur og orgel: Bodil Kvaran sópran, Birgitte Rutkær Ewerlöf sópran, Lasse Ewerlöf orgel. Verk eftir H. Purcell, C. Nielsen, H. Wolf, dönsk þjóðlög og negrasálmar. Laugardagur 18. júlí: Sumartónleikar á Norðurlandi: — Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Söngur og orgel. Sunnudagur 19. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Söngur og orgel. — Safnahúsið Húsavík kl. 20.30. Cornelia Thorspecken flauta, Cordula Hacke píanó. Verk eftir Schubert, Prokofiev, Fukushima. Miðvikudagur 22. júlí Gítarfestival ’92: — Tónlistarskól- inn á Akureyri kl. 20.30. Jennifer Spear gítartónleikar. — Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Sólrún Bragadóttir sópran, Þórar- inn Stefánsson píanó. Norræn ljóða- tónlist. Fimmtudagur 23. júlí Gítarfestival ’92: — Tónlistarskól- inn á Akureyri kl. 20.30. Kristinn H. Árnason gítartónleikar. — Safnahúsið Húsavík kl. 20.30. Sól- rún Bragadóttir sópran, Þórarinn Stefánsson píanó. Norræn ljóða- tónlist. Föstudagur 24. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Capella Media: Rannveig Sigurðardóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontra- tenór, Christine Heinrich víola da gamba, Klaus Hölzle lúta, Stefan Klar lúta og blokkflauta. Ensk tón- list frá 17. öld. Gítarfestival ’92: — Tónlistarskólinn á Akureyri kl. 20.30. Einar K. Einarsson og Krist- inn H. Árnason gítartónleikar. Laugardaginn 25. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Capella Media. Gítarfestival ’92: — Tónlistarskólinn á Akureyri kl. 20.30. Einar K. Einarsson og Martial Mardeau gítar- og flautu- tónleikar. Sunnudagur 26. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Lundarbrekkukirkja í Bárðardal kl. 14.00. Capella Media. Gítarfestival ’92: — Tónlistarskólinn á Akureyri kl. 15.00. Tónleikar námskeiðsþátt- takenda. — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Capella Media. Fimmtudagur 30. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Dalvíkurkirkja kl. 20.30. Trompet og orgel. Egbert Lewark trompet, Wolfgang Portugall orgel. Verk m.a. ftir Telemann, Buxtehude, Pachelbel, Bach, Handel, Eben og fleiri. Föstudagur 31. júlí Sumartónleikar á Norðurlandi: — Reykjahlíðarkirkja við Mývatn kl. 20.30. Trompet og orgel. Laugardagur 1. ágúst — Akureyrarkirkja kl. 12.00. Há- degistónleikar, ritningarlestur og léttur hádegisverður í Safnaðar- heimili á eftir. Björn Steinar Sól- bergsson orgel. Sumartónleikar á Norðurlandi. — Hóladómkirkja í Hjaltadal kl. 17.00. Trompet og orgel. Sunnudagur 2. ágúst Sumartónleikar á Norðurlandi: — Akureyrarkirkja kl. 17.00. Trompet og orgel. Menning/ sýningar 25. Norrænt þing myndmennta- kennara verður haldið 29. júní til 3. júlí í Myndlistarskólanum á Akúr- eyri. Fyrirlestrar: Páll Skúlason, Eiríkur Þorláksson, Sigríður Björnsdóttir, Marinó Björnsson, Manfred Lenke. Kynningar. Hóp- vinna. Umræður. (Uppl. Hrafnhild- ur Gunnlaugsdóttir vs. 91-609522). Listahátíð Sumarskólans á Akur- eyri. Fimmtudaginn 4. júlí frá kl. 10-22 í Glerárskóla. Umsjóna- menn: Ásta Arnarsdóttir, Anna Richardsdóttir, Örn Ingi. (96-22644). Leiksýningar, danssýn- ingar, myndlistasýning, matargerð- arlist. Mannlíf á Siglufirði frá 1930 til okkar daga. Ljósmyndasýning í Nýja bíó á Siglufirði. Opið frá 9-21 alla daga í sumar. Steingrímur Kristinsson og Kristfinnur Guðjóns- son ljósmyndarar. Alþjóðlegt gítarnámskeið verður haldið í Tónlistarskólanum á Akur- eyri dagana 22.-26. júlí. Leiðbein- andi verður Arnaldur Arnarson kennari við Luthier-tónlistarskól- ann í Barcelona. Haldnir verða fimm tónleikar í tengslum við nám- skeiðið. (Uppl. í síma 96-11460 Örn Viðar). Menningardagskrá þessi er unnin af Menningarsamtökum Norðlend- inga og byggist á upplýsingum sem berast símleiðis til tengiliða í hverri sýslu Norðleiidingafjórðungs. Menningardagskráin er birt (með fyrirvara um breytingar) fyrsta þriðjudag í hveijum mánuði (næst 4. ágúst). Morgunblaðið/Rúnar Þór Ohapp í umferðinni Ökumaður bifhjóls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að bifhjól hans og bifreið rákust saman á móts við Sjónarhól við Hörgárbraut. Féll hann af hjólinu og var til öryggis sendur í skoðun á FSA, að sögn varðstjóra lögreglunnar, en fékk að fara heim að henni lokinni. Lögreglan á Akureyri tók 8 manns fyrir of hraðan akstur um helgina og 4 voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Til leigu fyrir verslun eða þjónustu 40-50 m2 af 220 m2 verslunarhúsnæði á Ráðhústorgi, Akureyri (fyrir eru þrjár rekstr- areiningar). Umboðssala eða þjónusta kemurtil greina. Tillögur sendist á auglýsingadeild Mbl., merktar: „A - 567“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.