Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Stækkað LANDSKJALFTAR I KALIFORNIU Israel: Palestínumönnum sleppt eftír yfírheyrslu Jeríkó. Reuter. ÍSRAELSK sljórnvöld yfir- heyrðu í gær sautján nefndar- menn í sendinefnd Palestínu- manna í viðræðum um frið í Mið- austurlöndum en leyfðu þeim svo að snúa til síns heima. Ástæðan fyrir afskiptum þessum var sú að nefndarmenn höfðu fyrir rúmri viku átt opinberan fund með Yasser Arafat leiðtoga PLO, Frels- Suður-Afríka: Fjöldamót- mæli segi forsetinn ekki af sér LEIÐTOGI stærstu verkalýðs- samtaka Suður-Afríku krafðist þess í gær að F.W. de Klerk segði af sér sem forseti landsins vegna fjöldamorðsins í Boipatong þann 17. júní, að öðrum kosti myndu fjöldamótmæli milljóna manna neyða hann til afsagnar. Um 40.000 manns fylgdu 37 fórn- arlömbum fjöldamorðsins til grafar í gær, en það hefur stefnt umbótaþróun síðustu tveggja ára í bráða hættu. Cyril Ramaphosa, framkvæmda- stjóri Afríska þjóðarráðsins (ANC), stærstu samtaka blökkumanna í Suður-Afríku, sagði við útförina að de Klerk hefði viðurkennt í viðtali við Nelson Mandela, leiðtoga ANC, að hann hefði litla stjórn á lögreglu landsins. Hann sagði að ANC hefði ekki gefið upp von um að hægt væri að helja hinar svonefndu Cod- esa-viðræður um lýðræði og jafn- rétti kynþátta að nýju, en fyrst þyrfti de Klerk að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi í byggðum blökkumanna, sem héfur kostað 5.000 manns lífið á síðustu tveimur árum. Ramaphosa sagði skilyrði ANC fyrir áframhaldandi viðræðum vera þau að sérstakar öryggissveitir stjórnvalda yrðu leystar upp, þeir sem hefðu gerst sekir um pólitísk morð yrðu sóttir til saka, vopna- burður yrði bannaður og búðum farandverkamanna, sem Inkatha stjómi, verði lokað. issamtaka Palestínumanna, í Jórd- aníu. Nefndarmennirnir eru frá her- numdu svæðunum og voru teknir til yfirheyrslu við komuna til ísra- els í gær en þar í landi varðar við lög að hafa nokkurt samband við PLO. Myndir af nokkrum nefndar- manna faðma og kyssa Arafat í Jórdaníu vöktu mikla reiði í ísrael og var óttast að þær kynnu að stefna friðarviðræðunum í hættu. Faisal al-Husseini, formaður nefndarinnar, var meðal þeirra sem voru yfirheyrðir. Hanan Ashrawi, talsmaður sendinefndarinnar, og Haider Abdel-Shafi, aðalsamninga- maður hennar, voru ekki á meðal þeirra, sem sneru heim til Israels í gær. Joshua Tree. Reuter. TVEIR öflugir landskjálftar, annar þeirra sá mesti i Bandaríkjunum í 40 ár, riðu yfir suðurhluta Kaliforníu á sunnudag. Sex mánaða barn lést af völdum höfuðmeiðsla eftir að reykháfur hrundi á það og að minnsta kosti 115 manns slösuðust. 20 íbúðarhús og tíu fyrir- tækjabyggingar gjöreyðilögðust í skjálftunum og eignatjónið er metið á 16 milljónir dala, um 960 milljónir ÍSK. Fyrri skjálftinn mældist 7,4 stig á Richters-kvarða og er sá þriðji öflugasti í Bandaríkjunum á öld- inni. Skjálftamiðjan var í grennd við eyðimerkurbæinn Joshua Tree, um 160 km austur af Los Angeles. Skjálftans varð vart frá Los Angel- es og austur til Salt Lake City, 1.120 km frá skjálftamiðjunni. Skjálftinn varð klukkan 4.58 um morguninn að staðartíma, 11.58 að íslenskum tíma. Sofandi fólk datt úr rúmum sínum, að minnsta kosti þrír menn fengu hjartaáfall og fjár- hættuspilarar urðu skelfingu lostnir í spilavítum Las Vegas. Um þremur klukkustundum síðar varð annar jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig á Richter og olli skriðuföll- um og sprungum á þjóðvegum. Skjálftamiðjan var skammt frá eyðimerkurbænum Big Bear Lake, vestur af Joshua Tree. Fyrri skjálftinn stóð í mínútu og á stóru svæði líktist hann helst öldu- gangi. „Ég hélt að þessu myndi aldrei linna,“ sagði kona í Yucca Valley, um 32 km frá skjálftamiðj- unni. „Ég er bara ánægð með að húsið skuli enn standa.“ Þjóðvarliðar voru í viðbragsstöðu vegna skálftanná og mælst var til þess að fólk æki ekki á hraðbraut- unum. Eignatjónið var aðallega á eyði- merkursvæðinu í Joshua Tree og Yucca Valley og nágrenni. Um 25.000 manns búa á svæðinu, en þar eru meðal annars herstöðvar og sumarbúðir fyrir börn. Raf- magnslaust varð á stóru svæði í suðurhluta Kalifomíu, með um hálfa milljón íbúa, og viðgerðirnar tóku nokkrar klukkustundir. Skemmdir urðu á 1.000 íbúðarhús- um og 33 fyrirtækjabyggingum, þar af gjöreyðilögðust 20 íbúðarhús og 10 byggingar. Reuter Slökkviliðsmenn kanna hús sem brann til kaldra kola er öflugur landskjálfti reið yfir suðurhluta Kali- forníu á sunnudag. nágrenni. Þrír menn slösuðust al- varlega. Kate Hutton, jarðskjálftafræð- ingur í Tæknistofnun Kaliforníu í Pasadena, sagði að sérfræðingar teldu það áhyggjuefni að skjálftarn- ir skyldu báðir hafa orðið í grennd við San Andreas-misgengið, sem hefur valdið mörgum af verstu skálftum Kaliforníu á öldinni. „Þeg- ar skjálftarnir eru svona nálægt misgenginu hljóta menn að hafa áhyggjur," sagði annar skjálfta- fræðingur, Lucy Jones. Skjálftarnir ollu miklum ótta á meðal íbúa Los Angeles, enda hefur þeim verið sagt að vera viðbúnir „stóra skjálftanum", sem gæti kost- að þúsundir manna lífið og valdið gífurlegu tjóni. Fyrri skjálftinn á sunnudag var mun öflugri en sá sem reið yfir San Francisco árið 1989, en hann kostaði 70 manns lífið og olli tjóni sem metið var á milljarða dala. Öflugasti jarðskjálftinn, sem orð- ið hefur í Bandaríkjunum á öldinni, varð í San Francisco árið 1906 og mældist 8,6 stig á Richter. Sá næst öflugasti varð í grennd við Los Angeles árið 1952, 7,7 stig á Richt- er. Flestir þeirra sem slösuðust í skjálftunum voru í Joshua Tree og Tveir öflugir skjálftar ríða yfir suður- t /' hluta Kalifornfu / 0 km 150 NEVADA \\ KALIFORNÍA San Francisco svæði Skjalftamiðja fyrri skjálftans, sem mældist 7,4 stig á Richter Skjálftans^ varð vart í Los Angeles SamAndreasjnisjengiö Tengd misgengi Öflugasti landskjálfti í Bandaríkjunum í 40 ár Forseti Alsírs myrtur: Var í útlegð í 27 ár vegna dauðadóms Algeirsborg. Reuter. Arabalöndin: Morð á stjórnmála- leiðtogum algeng Níkósíu. Reuter. MORÐIÐ á Mohamed Boudiaf, forseta Alsírs, er hið síðasta í röð fjölmargra morða á arabískum stjórnmála- og embættismönnum á undanförnum árum. Hér verða taldir upp helstu arabísku stjórn- málamennirnir, sem hafa fallið fyrir morðingjahendi frá 1971. • 28. september 1971. Jórdanski sósíalistastjórninni í Suður-Jemen forsætis- og varnarmálaráðherr- um morðið. MOHAMED Boudiaf, sem var myrtur í gær, var skipaður for- seti Alsírs í kjölfar valdaráns hersins í janúar eftir að hafa verið í útlegð í 27 ár. Boudiaf var einn af helstu hetj- um frelsisstríðsins við Frakka á árunum 1954-62 og einn af 22 stofnendum Þjóðfrelsisfylkingar- innar (FLN) árið 1954. Hann var þá kjörinn leiðtogi fímm manna forystusveitar flokksins og síðan varaforseti bráðabirgðastjórnar, sem var mynduð í frelsisstríðinu. Eftir að Alsír öðlaðist sjálfstæði beitti hann sér fyrir lýðræðisleg- um umbótum en í forsetatíð Ahmeds Bens Bella voru raun- veruleg völd fyrst og fremst í höndum embættismanna og hers- ins. Boudiaf vildi innleiða fjöl- flokkakerfí og stofnaði Flokk sós- íalískrar byltingar (PSR) en lenti í útistöðum við forsetann, sem var hlynntur einræði Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar. Forsetinn dæmdi Bou- diaf til dauða að honum fjarstödd- um. Boudiaf fór þá í útlegð og dvaldi um tíma í Frakklandi og síðan Marokkó. Boudiaf var orðinn 72 ára að aldri þegar tekið var á móti honum sem þjóðhöfðingja á flugvellinum í Algeirsborg 16. janúar sl. Nokkr- um dögum áður hafði Chadli Benjedid sagt af sér embætti for- seta. Boudiaf tók við af ráði sem tók völdin í sínar hendur með stuðn- ingi hersins og aflýsti fyrstu frjálsu þingkosningunum í landinu til að koma í veg fyrir að hreyfing heittrúaðra múslima, íslamska hjálpræðisfylkingin (FIS), færi með sigur af hólmi og stofnaði íslamskt ríki. Hann sór embættiseiðinn við Kóraninn, helga bók múslima. Hann lofaði hollustu við hugsjónir alsírsku byltingarinnar, íslam og herinn, „Alsírska þjóðin hefur staðist margar þolraunir," sagði hann. „Ég er fullviss um að hún þraukar þessa stjórnmálakreppu af og að kraftaverk gerist." ann Wasfi at-tal drepinn af félög- um úr palestínska hryðjuverka- hópnum Svarta september eftir að jórdanski herinn hafði upprætt starfsemi palestínskra skæruliða í Jórdaníu. • 25. mars 1975. Faisal, konung- ur Sádí-Arabíu, veginn af náf- rænda sínum. Orsakir vígsins eru ókunnar en getum er leitt að því að þær megi rekja til þeirrar stjórn- arstefnu konungsins að breyta lífs- háttum landsmanna að vestrænni fyrirmynd. • 24. júní 1978. Norður-jemenski forsetinn, Ahmad bin Hussein al Ghasmi, lætur lífið í sprengingu. Norður-jemensk stjórnvöld kenndu • 6. október 1981. Anwar Sadat Egyptalandsforseti skotinn til bana á hersýningu í Kaíró. Ódæðismenn- irnir voru herforingjar og félagar í samtökunum Heilögu stríði (Ji- had), sem eru bönnuð. • 14. september 1982. Forseti Líbanons, Bashir Gemayel, fórst í sprengingu þremur vikum eftir að hafa verið kjörinn til forseta. • 1. júní 1987. Forsætisráðherra Líbanons, Rashid Karami, fórst í sprengingu um borð í þyrlu. Hann hafði verið þrjú ár í embætti. • 22. nóvember 1989. Forseti Líbanons, Rene Muawad, fórst í sprengingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.