Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kjaradómur í kreppu Niðurstöður Kjaradóms um launakjör ráðherra, al- þingismanna og ýmissa emb- ættismanna má ræða út frá . ýmsum sjónarmiðum og færa rök með og móti þeim launum, sem dómurinn hefur úrskurðað einstökum starfshópum en eitt er alveg ljóst: nái niðurstöður Kjaradóms fram að ganga hryn- ur sú launastefna, sem mörkuð hefur verið í tveimur kjara- samningum frá febrúar 1990. Sú launastefna er ein megin- ástæða þess, að tekizt hefur að ná verðbólgunni niður á svipað stig og tíðkazt í nágrannalönd- um okkar og jafnvel niður fyrir það. Þessi launastefna er jafn- framt ein helzta ástæða fyrir þeim stöðugleika, sem skapazt hefur í efnahagsmálum okkar íslendinga síðustu misserin. Þessi launastefna er líka ein helzta forsenda þess, að okkur takist að komast upp úr djúpum öldudal alvarlegrar kreppu, sem ríkir í atvinnumálum okkar. Heilbrigð skynsemi hlýtur að segja þeim, sem stóðu að ákvörðun Kjaradóms, og þeim, sem eiga að taka við þeim launahækkunum, sem dómur- inn hefur ákveðið, að það er ekki hægt að gera þær kröfur til almennra launþega að þeir taki á sig verulega kjaraskerð- ingu til þess að ná ákveðnum markmiðum í efnahags- og at- vinnumálum, en að þeir sætti sig jafnframt við, að ákveðnir hópar þjóðfélagsþegna, þ.á m. þeir sem stjórna þjóðarskút- unni, fái margfallt meiri launa- hækkanir. Ráðherrar, alþingis- menn, embættismenn og sér- fræðingar geta ekki sagt við launþega: þið verðið að taka á ykkur kjaraskerðingu og 1,7% launahækkun en taka jafnframt sjálfir við margfaldri launa- hækkun. Niðurstaða meirihluta Kjara- dóms er óskiljanleg, þegar hún er skoðuð í samhengi við þjóðfé- lagsþróunina undanfarin miss- eri. í því ljósi eru engin rök fyrir þeim launahækkunum, sem Kjaradómur hefur ákveðið. Ef menn hins vegar meta launa- kjör ráðherra, alþingismanna og ýmissa hópa embættismanna án nokkurs samhengis við það umhverfi, sem þeir lifa og starfa í nú um stundir, er hægt að komast að annarri niðurstöðu. Morgunblaðið lýsti t.d. fyrir nokkrum misserum þeirri skoð- un, að forseti Alþingis ætti að búa við sömu starfskjör og ráð- herrar. Spyija má, hvort launa- kjör alþingismanna, eins og þau hafa verið um nokkurt árabil, komi í veg fyrir, að þjóðin njóti starfskrafta hinna hæfustu manna á Alþingi. Mikilvægi þess, að dómarar búi við sæmi- legt fjárhagslegt sjálfstæði, er augljóst. En því miður er ekki hægt að meta niðurstöður Kjaradóms án þess að taka mið af þeim raunveruleika, sem að okkur snýr. Þjóðin hefur búið við sam- drátt í efnahagslífi í síðustu fjögur ár. Framundan er enn alvarlegri kreppa vegna sam- dráttar í þorskveiðum. Við þess- ar aðstæður er einfaldlega ekki hægt að gera kröfur á hendur almennum launþegum um að þeir sætti sig við verulega kjara- skerðingu ár eftir ár en hækka á sama tíma laun æðstu stjórn- enda lands og þjóðar og nokk- urs hóps embættismanna langt umfram þær launahækkanir, sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Ríkisstjómin hefur gert sér grein fyrir þessu eins og við- brögð hennar sýna. Hún ieitar nú leiða út úr þeim ógöngum, sem meirihluti Kjaradóms hefur komið henni og þjóðinni í. Þá leið verður að finna. Ella má búast við því, að nýgerðir kjara- samningar verði einskis virði, sambærilegar kauphækkanir verði knúnar fram á hinum al- menna vinnumarkaði, gengis- felling fylgi í kjölfarið og verð- bólgan komist á fiugstig á nýjan leik. Jafnframt hljóta spurningar að vakna um þann starfs- ramma, sem Kjaradómi hefur verið settur. Hvað veldur því, að mætir og hæfír menn, sem sitja í dómnum, komazt að nið- urstöðu, sem þessari? Þeir kunna að halda því fram, að með dómnum sé verið að viður- kenna staðreyndir að einhverju leyti. Hversu lengi hafa verka- lýðsfélögin gert kröfu um, að yfírborganir væru teknar inn í grunnlaun og staðreyndir þar með viðurkenndar? Og hversu lengi hafa vinnuveitendur hafn- að þeim kröfum afdráttarlaust? Það má vel halda því fram með efnislegum rökum, að vinnu- markaðurinn, bæði einkageirinn og hinn opinberi, lifí í sjálfs- blekkingu en það þarf augljós- lega að fínna annan og betri tíma til þess að knýja þjóðina til að horfast í augu við hana. Kerfísbreytingin getur verið réttmæt við aðrar aðstæður en nú ríkja hér á landi. DOMUR KJARADOMS UM LAUN EMBÆTTISMANNA OG KJORINNA FULLTRUA Ríkisstjórnin: Óskar eftir nýjum úrskurði Kjaradóms Svara Kjaradóms að vænta síðdegis í dag DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ritaði Jóni Finnssyni formanni Kjara- dómi í gær bréf þar sem því er eindregið beint til Kjaradóms að hann taki úrskurð sinn þegar til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð. Forsætisráðherra segir í bréfi sínu að það sé mat ríkissljórnarinnar að nýfallinn kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóðfélag- inu og geti hæglega rofið þá samstöðu sem náðst hafi um að þjóðin vinni sig sameiginlega úr úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú sé við að glíma. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Kjaradómur kæmi saman til fundar í dag og kvaðst hann eiga von á því að svar Kjaradóms við bréfi sínu lægi fyrir síðdegis í dag. Orðrétt er bréf forsætisráðherra svohljóðandi: „Vísað er til úrskurða Kjaradóms, dags. 26. júní sl., um launabreytingar sem taka eiga gildi 1. júlí nk. Ljóst er, að niðurstaða Kjaradóms stangast í veigamiklum atriðum á við þá þróun sem orðið hefur á hinum almenna launamarkaði og er ekki í takt við framvindu ís- lensks efnahagslífs um þessar mund- ir. Það er mat ríkisstjórnarinnar að hinn nýfallni kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóðfé- laginu og gæti hæglega rofið þá sam- stöðu sem náðst hefur um að þjóðin vinni sig sameiginlega úr úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú er við að glíma. Því beinir ríkisstjórnin því eindregið til Kjaradóms að hann taki úrskurð sinn þegar til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð sem ekki sé líklegur til að hafa þær afleiðingar sem að framan er lýst.“ Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin væri með bréfí þessu ekki að efast um að dómur Kjaradóms væri kveðinn upp samkvæmt lögunum, en hún teldi ljóst að dómurinn „gæti ýft Formaður Dómarafélags íslands: Meirihluti kjaradóms fór einungis að lögnm FORMAÐUR Dómarafélags ís- lands segir að vegna aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds og þess ósamræmis sem hafi verið orðið á launum þeirra sem falla undir kjaradóm hafi dómurinn ' ekki komist hjá því nú að taka á ýmsum atriðum er varða launakjör þeirra aðila. „Kjaradómur starfar eftir lögum sem um dóminn hafa verið sett. Þar er skýrt að í fyrsta lagi á dómurinn að gæta innbyrðis samræmis í launum þeirra sem eru undir dómnum. í öðru lagi á hann að gæta samræmis á launum hjá þeim aðilum sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar,“ segir Valtýr Sigurðs- son. „Dómendum kjaradóms bera að fylgja eftir þeim lögum sem um dóm- inn gilda. Þeir hafa enga heimild til að leggja einkasjónarmið til grund- vallar frekar en aðrir dómarar, líkt og virðist hafa gerst í minnihlutaat- kvæði dómsins. í raun hefur meiri- hluti kjaradóms horfst í augu við raunveruleikann og hafnað því að dómurinn eigi aðeins að dæma hluta launa en hinn hlutinn ákvarðaist af einstaklingsbundu launakerfi. í það minnsta geta dómarar ekki tekið þátt í slíku og væri því jafnræði ekki gætt milli þeirra sem dómurinn ákvarðar laun.“ Valtýr segir að með nýgengnum dómi kjaradóms hafi dómurinn reynt að gæta samræmis og taka tillit til raunlauna þeirra sem undir hann eru settir. Launakjör dómara hafi verið mörgum áhyggjuefni á síðustu árum. „Það hefur stuðlað að því að dómstól- - amir hafa e.t.v. ekki fengið til starfa þá sem sem hæfastir geta talist. ís- land er aðili að Alþjóða sambandi dómarafélaga 60 landa en til að geta verið aðilar að sambandinu eru gerð- ar vissar kröfur um sjálfstæði dóm- stóla. ísland fullnægir skilyrðum um ákvörðun launa fyrir dómara þar sem laun þeirra ákvarðast af kjaradómi. Laun dömara eiga þannig ekki að getað hækkað eða lækkað eftir ákvörðunum stjórnvalda. Eitt af grundvallaratriðum varðandi sjálf- stæði dómenda er að þeir séu ekki settir af og að þeim sé tryggt starfs- öryggi til að þeir geti verið sjálfstæð- ir í sínum niðurstöðum. Ef stjórnvöld geta knúið dóminn til að breyta nið- urstöðum sínum þá má efast um að ísland fullnægi aðild að Alþjóða dóm- arasambandinu,“ segir Valtýr. mjög með mönnum í þjóðfélaginu og gert mikinn skaða á landsvísu. Því fínnst okkur eðlilegt að beina þessum tilmælum til dómsins," sagði Davíð Oddsson. Davíð sagðist ekki vilja vera með neinar vangaveltur um til hvaða ráða ríkisstjórnin myndi hugsanlega grípa, ef Kjaradómur hafnaði tilmælum hennar. „Mér fínnst ekki viðeigandi að ég sé að segja neitt á þessari stundu, sem gæti virkað eins og hót- anir. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður fyrst, en ef Kjaradómur telur að hann hafi ekki efni til að breyta sinni niðurstöðu, þá þurfa menn að skoða málið á nýjan leik,“ sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að verið sé að reikna út hve mikið úrskurður kjaradóms kemur til með að kosta ríkissjóð. Hann kvaðst í gær vonast til að hægt yrði að leggja þá útreikninga fyrir ríkisstjórnina á fundi hennar nú fyrir hádegi í dag. Hann sagði að ljóst væri þessi úr- skurður kjaradóms hefði ekki þann útgjaldaauka í för með sér sem í fljótu bragði gæti virst, þótt ómögúlegt væri að segja til um það nú hver heild- arniðurstaðan yrði. Fjármálaráðherra var spurður hvort ákveðnir embættismenn hefðu getað skammtað sér yfírvinnu að vild: „Það vona ég að sé rangt, en það hefur gerst á undanfömum árum, þvert á við það sem kjaradómur kannski ætl- aði sér, að hinir og þessir embættis- menn í æðstu stöðum kerfisins hafa fengið aukalega greitt fyrir vinnu sem í raun og veru er hluti embættisskyldu þeirra,“ sagði fjármálaráðherra. Niðurstöður Kjaradóms 27. maí 1991 og 26. júní 1992 Kr- maí Kr ,206Júní * 1991 1992 Breyting, % Forseti Islands 328.731 420.000 27,8 Forseti hæstaréttar 273.416 380.000 39,0 Hæstaréttardómarar 248.560 350.000 40,8 Forsætisráðherra 317.702 400.000 25,9 Aðrir ráðherrar 288.818 370.000 28,1 Forseti Alþingis 192.623 380.000 97,3 Þingfararkaup 175.018 240.000 37,1 Ríkissaksóknari 248.560 350.000 40,8 Ríkissáttasemjari 248.560 350.000 40,8 Ríkisendurskoðandi 220.675 350.000 58,6 Biskup íslands 217.011 350.000 61,3 Ráðuneytisstjórar 213.406 305.000 42,8 Yfirskattanefndarmenn” 144.448 210.000 45,4 Sýslumenn 171.041/195.829* 230.000/270.000 34,5/37,9 Héraðsdómarar - 171.041* 260.000 52,0 Dómstjórar utan Revkjavíkur 270.000 Dómstjóri í héraðsdómi Reykjavíkur 290.000 Formaður yfirskattanefndar** 171.041 260.000 52,0 Yfirdýralæknir 171.041 230.000 34,5 Rektor Kennaraháskóla íslands 182.984 250.000 36,6 RektorTækniskóla íslands 182.984 250.000 36,6 Tollgæslustjóri 182.984 250.000 36,6 Verðlagsstjóri 182.984 250.000 36,6 Flugmálastjóri 195.829 270.000 37,9 Orkumálastjóri 195.829 270.000 37,9 Rafmagnsveitustjóri ríkisins 195.829 270.000 37,9 Rannsóknariögreglustjóri rikisins 195.829 270.000 37,9 Ríkislögmaður 195.829 270.000 37,9 Skattrannsóknastjóri 195.829 270.000 37,9 Tollstjórinn í Reykjavík 195.829 270.000 37,9 Sendiherrar 202.589 290.000 43,1 Forstjóri rikisspítalanna 210.026 290.000 38,1 Landlæknir 210.026 290.000 38,1 Lögreglustjórinn í Reykjavik 210.026 290.000 38,1 Póst- og símamálastjóri 210.026 290.000 38,1 Rektor Háskóla íslands 210.026 290.000 38,1 Ríkisskattstjóri 210.026 290.000 38,1 Vegamálastjóri 210.026 290.000 38,1 Skrifstofustjóri Alþingis 213.406 305.000 42,9 Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar 270.000 Forstjóri Landhelgísgæslunnar 270.000 Þann 1. júlí 1992 ganga í gildi lög um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði. Áður var um að ræða sýslumenn og bæjarfógeta svo og borgar- og héraðs- dómara, sakadómara og borgarfógeta. “ Áður ríkisskattanefndarmenn og formaður ríkisskattanefndar Aðilar vinnumarkaðarins um úrskurð kjaradóms: Gerir næstu kjarasamninga- viðræður mun erfiðari en ella - segir Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ FLESTIR aðilar vinnumarkaðarins lýsa furðu sinni og hneykslan á úr- skurði kjaradóms og telja úrskurðinn algerlega úr takt. við þá þróun sem verið hefur í launamálum almennt á undanförnum misserum. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI segir að þó VSÍ eigi ekki von á að þessi úrskurður hafi áhrif á nýgerða kjarasamninga sé ekkert launung- armál að standi úrskurðurinn óhaggaður muni það gera næstu samninga mun erfiðari en ella. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasam- bands íslands segir að úrskurður kjaradóms sé að hans mati fáránlegur og að hann muni beita sér af alefli til að hnekkja honum. Ásmundur Stefánsson formaður ASÍ segir að ríkissljórinin eigi aðeins tvo möguleika í stöðunni, hnekkja úrskurðinum eða láta alla launamenn fá tilsvarandi launahækkanir. Ögmundur Jónasson formaður BSRB lýsir furðu sinni á úrskurðinum og að hnekkja beri þeirri misréttisstefnu sem hann feli í sér. Páll Halldórsson formaður BHMR segir aftur á móti að úrskurðinn sé merkilegur og sýni umfram annað að launakerfi hins opinbera sé ónýtt. Þórarinn V. Þórarinsson segir að það komi vinnuveitendum á óvart að einhveijir telji sér fært að taka svona viðamiklar ákvarðanir sem úrskurður kjaradóms er, á þeim tíma þegar hag- kerfíð hafi verið í bakgír um nokkurra missera skeið og víðtæk sátt hafí skapast um að skásti kosturinn í stöð- unni sé aðhald í launamálum. „Þessi úrskurður um hækkanir upp á tugi prósenta kemur á sama tíma og menn hafa hafnað mörgum óskum um end- urskoðun og breytingar á launahlut- föllum sem margar mætti réttlæta með gildum rökum,“ segir Þórarinn. „Menn hafa hinsvegar tekið framyfír að verðlagsþróun sé við núllpúnktinn og sett á oddinn að stöðugleiki í verð- lagsmálum sé öllu öðru mikilvægari og hafa staðið fast á að láta eitt yfir alla ganga. Það er vandræðalegt í þessari stöðu að Kjaradómur telji rétt að gjörbreyta launatöxtum hjá svo stórum hópi og um er að tefla. Á heildina litið tel ég ekki að ákvörðun kjaradóms sé tekin að vel ígrunduðum rökum.“ í máli framkvæmdastjóra VSÍ kem- ur einnig fram að vinnuveitendur muni ræða þetta mál í sínum hóp á næstunni. „Við eigum ekki von á að þessi ákvörðun muni hafa áhrif á nýgerða kjarasamninga," segir Þórar- inn. „Það er hinsvegar ekkert laun- ungarmál að standi þessi ákvörðun kjaradóms óbreytt mun það gera næstu samningagerð mun erfíðari en ella og þess ber að gæta að okkar samningar nú voru gerðir til mjög skamms tíma.“ Hvet launþega til að hnekkja þessum úrskurði Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins segir að honum fínnist úrskurður kjaradóms fáránlegur og hann hvetur launþega um allt land að hnekkja honum. Sjálf- ur ætlar hann að beijast af alefli til þess að fá úrskurðinum hnekkt. „Ég fæ ekki séð hvernig þessir menn geta rökstutt sitt mál miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um kjaramál," segir Björn Grétar. „Ég get ekki séð hvern- ig hægt er að auka kaupmátt þeirra sem hvað þokkalegasta hafa afkom- una meðan hinn almenni launþegi fær 1,7% kauphækkun. Ef þetta stenst er ég hættur að skilja kaupgjaldsmál hérlendis." Aðspurður um hvort ttil staðar séu í nýgerðum kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins ákvæði sem hægt er að nota til að rifta samningnum í kjölfar úrskurður kjaradóms segir Björn Grétar svo ekki vera. „Ég hef heyrt á ráðmönnum að þeir telja að ekki sé hægt að rifta úrskurði kjara- dóms. Ég vil benda þeim á að ef hægt er að rifta kjarasamningum al- mennra launþega með bráðabirgða- lögum eins og dæmi eru um, hljóta þeir að geta rift þessum úrskurði líka,“ segir Björn Grétar. „Ráðamenn ættu að horfa í eigin barm í þessu máli og minnast orða sinna um að ekki megi með nokkru móti hækka heildarlauna- kostnað í landinu eins og yfírlýsingar þeirra voru um við síðustu samninga- gerð.“ Krafa um endurskoðun samninga Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir að ríkisstjórnin hafí ekki nema tvo kosti í stöðunni, annarsvegar að allir aðrir launamenn fái tilsvarandi hækkanir og hinsvegar að ákvörðun kjaradóms gangi til baka. „Að öðrum kosti munum við ekki sætta okkur við annað en að nýgerðir kjarasamningar okkar verði teknir til endurskoðunar," segir Ásmundur. „Það er víðast hvar brýnni þörf á leiðréttingu launa en hjá toppunum í ríkiskerfínu.“ Ásmundur Stefánsson segir að sér komi úrskurður kjaradóms fyrir sjónir eins og að mennirnir sem hann skipa hafí verið í einangrun s.l. þijú ár og séu nú fyrst að sleppa út til að taka jafn veruleikafirrta ákvörðun og úr- skurðurinn ber vitni um. „Af okkar hálfu eru ekki aðrir kostir til staðar en þeir tveir sem ég nefndi,“ segir Ásmundur. Miðstjóm ASÍ hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar Jóhanna Sigurðardóttir félagfsmálaráðherra: Ríkisvaldinu ber skylda til að stöðva framgang dómsins JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðu- flokks, segir úrskurð kjaradóms um laun ýmissa embættismanna skapa stríðsástand á vinnumarkaðnum, nái hann fram að ganga. Ríkisvaldinu beri skylda til að koma í veg fyrir að dómurinn komi til framkvæmda. „Þetta er alveg skelfíleg niðurstaða og mun að mínu viti stefna öllum efna- hagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í hættu og skapa upplausn á vinnu- markaði, nái þessi dómur fram að ganga,“ sagði félagsmálaráðherra við Morgunblaðið. „Ríkisvaldið hefur þær skyldur að koma í veg fyrir að dómur- inn komi til framkvæmda." Aðspurð hvemig hægt væri að stöðva fram- gang dómsins sagði Jóhanna að skoða yrði ýmsar leiðir. í því efni vildi hún ekki útiloka neina aðferð. Hún sagði koma til greina að biðja kjaradóm að taka málið upp aftur með tilliti til efnahagsástands. Hún vildi heldur ekki útiloka bráðabirgðalög. „Það verður að taka allt með í myndina. Það yrðu þá bara bráðabirgðalög, sem afnema þetta eða sem fresta gildis- töku dómsins, sem er í rauninni slæm- ur kostur því að ég vil taka af skarið í þessu strax." „Þessi dómur staðfestir að allt launakerfi hins opinbera og á almenna vinnumarkaðnum er handónýtt og í raun orðið einn frumskógur til þess að fela laun, sporslur og fríðindi hjá hinum betur settu. Þetta er aðeins staðfesting á því og mun þegar kalla á kröfur á vinnumarkaðnum um inn- byrðis samræmingu á kjörum ýmissa hópa,“ sagði Jóhanna. „Það er mikið ósamræmi í launagreiðslum. Menn hafa farið fram hjá kjaradómi, sem ákveður heildarlaun, og um alls konar sporslur og greiðslur til embættis- manna er að ræða. Það má líka segja að það sé leið til þess að uppfylla það ákvæði, sem kjaradómur vinnur eftir, um að gæta innbyrðis samræmis í launum þeirra, sem kjaradómur sem miðstjómin lýsir furðu sinni á niðurstöðu kjaradóms og bendir ríkis- stjóminni jafmnframt á að ekki séu til nema tveir fyrrgreindir kostir fyrir hana í stöðunni. Kjaradómur fulltrúi misréttisstefnu Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir furðulegt að kjaradómur geti úrskurðað að yfirmennimir í ríkis- geiranum eigi að fá launahækkanir sem nema allt að 97% á sama tíma og aðrir fái skammtað úr hnefa. Það sé að vísu engin ný bóla að kjaradóm- ur úrskurði yfírmönnum í hag og hafí dómurinn ávallt verið þeim hagstæð- ari í úrskurðum sínum en hann var þegar almennir ríkisstarfsmenn heyrðu einnig undir dóminn. „Kjara- dómur hefur komið fram eins og full- trúi fyrir misréttisstefnu og okkur ber að sjá til þess að sú stefna nái ekki fram að ganga,“ segir Ögmundur. í máli Ögmundar kemur fram að það sem m.a. sé illskiljanlegt í úr- skurði kjaradóms er það að fella skuli aukagreiðslur inn í föst laun svo sem óunna yfirvinnu. „Það er vitað mál að yfírmennirnir geta oft skammtað sér og sínum ýmsar aukagreiðslur eins Laun frá Kjaradómi mið- ist við sambærileg störf NÚGILDANDI lög uin kjaradóm eru frá því í árslok 1986 en þá voru einnig sett lög um samningsrétt opinberra starfsmanna. Samkvæmt lögunum skal dómurinn ákveða launakjör æðstu embættismanna ríkis- ins sem eru tilgreindir, auk launakjara alþingismanna en kveðið er á um það í lögum um þingfararkaup frá 1980. Kjaradómur skal við úrlausn mála nauðsynlegra gagna og upplýsinga gæta innbyrðis samræmis í launum þeirra sem hann ákveður og að þau séu á hveijum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar, að því er seg- ir í 6. grein. í lögunum segir ennfremur að Kjaradómur afli sér af sjálfsdáðum og getur hann krafíst skýrslna, munnlegra og skrfílegra af einstök- um mönnum og embættismönnum. Dómurinn getur hvatt sérfróða menn til starfa í sína þágu og sér til ráðu- neytis. Kostnaður við dóminn, þar á meðal laun dómenda eftir ákvörðun fjármálaráðherra, greiðast úr ríkis- sjóði. ákveður laun fyrir, að lækka eða af- nema greiðslur til þeirra, sem þegið hafa ýmsar aukagreiðslur umfram það, sem kjaradómur hefur ákveðið. Það er samræming út af fyrir sig og væri eðlilegri leið í þessari stöðu að afnema þessar greiðslur, heldur en að hækka aðra til þess að ná hinum." Jóhanna sagði að það væri erfitt fyrir ríkisstjómina að ætla að fara út í erfíðar efnahagsaðgerðir, sem þrengdu að almenningi, en taka sjálf við kauphækkun. „Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að segja við lág- launahópana: Herðið þið sultarólina og þiggið þið ykkar þúsundkall, á meðan þeir, sem eru að ákveða erfíð- ar aðgerðir hafa allt sitt á þurru og þiggja eitt til tvö hundruð þúsund krónur í launahækkun," sagði hún. Eykur ellilífeyrisgr eiðslur ríkisins um 120 milljónir kr. DÓMUR kjaradóms um laun embættismanna og kjörinna fulltrúa hefur þau áhríf á ellilífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að auka þær um tæplegu 10 miiyónir króna á mánuði eða um 120 miHjónir króna á ári samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Lífeyrissjóðurinn vinnur nú að nákvæmum útreikningi á áhrifum af dómi kjaradóms á þessar greiðslur og ættu tölurnar að liggja fyrir á næstu dögum. Dómur kjaradóms hefur þau áhrif að hækka ellilífeyr- isgreiðslur hjá tæplega 300 manns, það er þeirra sem þáðu laun sam- kvæmt ákvörðunum dómsins eftir að þau settust í helgan stein eða eftirlifandi maka þeirra. Haukur Hafsteinsson fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins segir að samkvæmt lögum sjóðsins beri embættismanni, eða kjömum fulltrúa, að fá í ellilíf- eyri ákveðið hlutfall af föstum laun- um sínum eins og þau eru ákveðin á hveijum tíma. Hlutfall þetta er mismunandi eftir starfstíma viðkom- andi. Ef ellilífeyrir alþingismanna er tekinn sem dæmi má nefna að greiðslur þessar geta numið frá inn- an við 1% af þingfararkaupinu að hámarki 70% af því. Meðalgreiðslur til fyrrverandi þingmanna sem komnir em á eftirlaun, eða eftirlif- andi maka þeirra, námu um 800.000 krónum á síðasta ári eða um 66.000 krónum á mánuði. Með dómi kjara- dóms hækka þessar greiðslur um 37%, í rúmlega 90.000 krónur á mánuði eða tæplega 1.100.000 krón- ur á ári. Af þeim tæplega 300 ellilífeyri- þegum sem fá hækkun í kjölfar dóms kjaradóms em um 100 þingmenn eða eftirlifandi makar þeirra þar af 24 ráðherrar, um 60 prestar og tæplega 100 aðrir sem gengt hafa ýmsum störfum sem dómur kjaradóms nær til. og óunna yfirvinnu sem þeir fá nú felldar inn sem föst laun,“ segir Ög- mundur. „Hinn almenni opinberi laun- þegi sem fær greiðslur fyrir yfírvinnu vinnur hveija einustu mínútu af þeirri vinnu og raunar er það svo í þeim niðurskurði sem verið hefur að stöð- ugj; hefur verið dregið úr þessum tekj- umöguleikum hins almenna launþega hjá hinu opinbera. Á sama tíma og yfirvinna hins almennar launþega er skorin niður við trog úrskurðar kjara- dómur að óunnin yfírvinna toppanna skuli breytast í föst laun. Slfkt rang- læti gengur ekki.“ Aðspurður um hugsanlegar aðgerð- ir af hálfu BSRB segir Ögmundur að ef úrskurður kjaradóms standi óhagg- aður muni hann að sjálfsögðu hafa áhrif á næstu samningagerð. „Sem stendur erum við hinsvegar að skoða þetta mál rækilega og vekja athygli okkar félagsmanna á því ranglæti sem úrskurðurinn felur í sér,“ segir Ög- mundur. Launakerfi hins opinbera ónýtt Páll Halldórsson formaður BHMR segir að hann telji niðurstöðu kjara- dóms merkilega því kjaradómur kom- ist í raun að þeirri niðurstöðu að launa- kerfí opinberra starfsmanna sé ónýtt en dómurinn hafí tekið til við að lag- færa það hjá þeim hópum sem undir hann heyra. „Eftir sem áður er staða annarra opinberra starfsmanna óvið- unandi,“ segir Páll. „Það sem kjara- dómur hefur gert er ekki annað en að færa launakjör þessara hópa til samræmis við það sem gengur og gerist hjá öðrum sambærilegum hóp- um í þjóðfélaginu. Hvað okkur í BHMR varðar er það hinsvegar ánægjulegt að með úrskurði dómsins er í raun verið að hrinda kjarasamning okkar frá 1989 í framkvæmd og það er vísbending til fjármálaráðherra um að hann ætti að fylgja í kjölfarið og koma þeim samning í gildi." Páll segir að aðildarfélög BHMR eigi nú í kjarasamningum þar sem aðalkrafan er að fá kjarasamninginn frá 1989 í gildi en fjármálaráðherra hafnaði því á sínum tíma. Landlæknir: Oskynsamleg tímasetning FRAM hefur komið að laun sýslu- manna lækki með nýgengnum kjaradómi en Rúnar Guðjónsson formaður Sýslumannafélags ís- lands taldi ótimabært að tjá sig um málið í gær. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði það á misskiln- ingi byggt að laun sín lækki; þau verði nokkurn veginn hin sömu. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítala sagði sín laun breyt- ast lítið. Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi vildi ekki Ijá sig um málið í gær. Landlæknir segir dóm kjaradóms koma á óskynsamlegum tíma. Hann segist vera sammála kjaradómi um að löngu tímabært sé að koma launa- kerfi opinberra starfsmenna í rétt horf. Jafnframt þurfi þá að leiðrétta laun annarra í þjóðfélaginu. Ríkissáttasemjari, Guðlaugur Þor- valdsson, sagðist vera mjög undr- andi yfir þeim breytingum sem kjaradómur hefði gert. „Með dómn- um lækka mín laun en það er ekki ástæðan fyrir undrun minni. Ég er hins vegar mjög hissa á þeim hækk- unum sem gerðar hafa verið og hefði ekki kosið þessar breytingar núna. Með breytingunum er yfirvinna felld inn í kaupið líkt og víða hefur verið krafa um. Því hefur verið neitað og mér fínnst að það eigi að gilda það sama um þá aðila sem kjaradómur nær yfír. Hins vegar væri ég sáttur við slíka breytingu ef hún væri til samræmis við það sem almennt gilti í þjóðfélaginu. Ég hefði talið eðlilegt eins og ástandið er á vinnumarkaði núna að ekki væri mikið hróflað við öðrum launum,“ segir Guðlaugur- Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.