Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 33 Minning: Ottó S. Jónasson Fæddur 19. maí 1919 Dáinn 18. júní 1992 Elsku afi minn, Ottó Stefán Jón- asson, er dáinn, aðeins hálfu ári á eftir ömmu. Nú verða sund- og gönguferðirnar ekki fleiri með hon- um. Það var oft gaman þegar við röltum niður á höfn þegar ég var yngri og er við fórum saman og heimsóttum vini hans, þar á meðal Þorkel, Gillimann eins og ég kallaði hann. Sá tók álltaf vel á móti okkur. Afi átti alltaf Prins Póló handa okkur barnabörnunum, en ef það þraut þá var það beiski brjóstsykur- inn sem bjargaði málunum. Skódarnir hans afa voru sann- kallaðar glæsikerrur enda taldi hann þá bestu bíla í heimi og annað tók hann ekki í mál. Eins og oft vill verða minnkaði samband okkar eftir að ég varð eldri en þó var ég alltaf með annan fótinn heima hjá ömmu og afa og alltaf var hann jafn sprækur. Hann synti daglega í Vesturbæjarlauginni og fór alltaf í gönguferðina sína fyrir kvöldmat- inn. Eftir að amma varð veik sá afi nánast alveg um hana, hlúði að henni og hjúkraði. Eftir að hún dó var hann lengi að ná áttum eins og við öll, fráfall hennar var okkur öllum mikill missir. Nú þegar aðeins var farið að birta yfir honum fór hann til Portúgal með Félagi eldri borgara og hresst- ist mjög við það. Hann var nýkom- inn heim þegar hann varð bráð- kvaddur og eru amma og afi nú saman á ný. Ég á eftir að sakna elsku afa míns og ég þakka fyrir þann tíma sem hann gaf mér. Þvi særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn, heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. (Tómas Guðmundsson) Helga Kristín. Látinn er í Reykjavík Ottó Stefán Jónasson, fyrrverandi brunavörður. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. þ.m. Ottó var fæddur á Akureyri 19. maí 1919. Hann var yngstur fimm systkina, sem nú eru öll látin, en foreldrar hans voru Jónas Jóhanns- son, verkstjóri, frá Hjalteyri og Guðrún Eiríksdóttir frá Krossi á Beruijarðarströnd. Ottó ólst upp á Akureyri, en flutt- ist fermingarárið með móður sinni til Reykjavíkur, en faðir hans var þá látinn. Að lokinni skólagöngu starfaði hann um tíma hjá föður- bróður sínum, Metúsalem, sem bjó stórbúi á Nesjavöllum í Grafningi, en síðan stundaði hann ýmsa vinnu í Reykjavík þar til hann gerðist brunavörður árið 1945, en sem slík- ur starfaði hann hjá Slökkviliði Reykjavíkur til ársins 1990, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá starfað við sjúkra- flutninga og slökkvistörf samfellt í BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. blómQueil Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. 45 ár. Jafnframt brunavarðarstarf- inu vann Ottó um árabil við húsa- málun, enda harðduglegur til vinnu og lagtækur vel. Ottó kvæntist árið 1940 Elísa- betu Arndal, hjúkrunarkonu, sem nú er nýlátin, en foreldrar hennar voru Kristínus F. Arndal, forstjóri í Reykjavík og Níelsína Ásbjörns- dóttir, íþróttakennari. Ottó og_ E1 - ísabet eignuðust þijár dætur, Ásu Guðrúnu, hjúkrunarfræðing, sem gift er Albert Stefánssyni, stýri- manni, og eiga þau þijár dætur; Elísabet Sigríði, fulltrúa, sem gift er Erni Johnson, forstjóra, en þau eiga þijú börn; og Helgu Kristínu, sem er flugfreyja. Ottó var fríður maður, glæsilegur á velli og mikið snyrtimenni. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir, lék knattspyrnu með Fram á sínum yngri árum og stundaði sund og göngur lengst af ævinnar. Hann hafði einnig áhuga á ljós- myndun og tók mikið af ágætum myndum, sem hann varðveitti af einstakri snyrtimennsku. Ottó var góður drengur, bóngóð- ur og hjálpsamur, en hann var ekki allra. Hann var ósérhlífinn, sam- viskusamur og skyldurækinn með sterka réttlætiskennd. Hann var fróður um margt og áhugasamur um þjóðmál og þróun alþjóðastjórn- mála, enda þótt hann væri sjálfur ekki virkur þátttakandi. Hann hafði mikinn áhuga á ferðalögum, og ferðuðust þau hjónin mikið, bæði innanlands og utan. Nú seinni árin ferðuðust þau mjög mikið innan- lands, til upplýsingasöfnunar vegna ættfræðiáhuga eiginkonunnar. Naut hann þeirra ferða vel, jafnvel svo, að nokkur áhugi kviknaði fýrir ættfræðinni. Missir eiginkonunnar, sem reynst hafði honum svo traustur förunaut- ur og góður vinur í meira en hálfa öld, reyndist Ottó erfíður. En lífið heldur áfram, og síðustu vikurnar hafði Ottó af miklum dugnaði tek- ist að ná fótfestu á ný, er hann var svo skyndilega og óvænt kvaddur á fund Drottins. Margs er að minnast af löngum kynnum. Ég minnist margra ánægjulegra heimsókna á heimili Ottós og Elísabetar, en sérstaklega þó jólaboðanna, sem jafnframt vru afmælisveislur Betu. Það var ávallt tilhlökkunarefni að hitta ættingjana og njóta hinnar frábæru gestrisni hjónanna. Nú verða þær ekki fleiri heimsóknirnar á Hringbrautina. Nú eru þau bæði, Beta og Ottó, horfin yfir móðuna miklu, gengin á fund þess er öllu ræður og öllum líknar. í nóvember sl. kvöddum við Betu. Nú, aðeins sjö mánuðum síðar, kveðjum við Ottó. Hans er sárt saknað af bömum, bamabörnum og öðrum ástvinum. Ottó verður jarðsunginn í dag, þriðjudaginn 30. júní, frá nýju kap- ellunni í Fossvogi. Ég, og fjölskylda mín, þökkum langa samfylgd og vináttu, og biðj- um þeim hjónum og ástvinum þeirra Guðs blessunar. Stefán Arndal. + KRISTJANA JÓNSDÓTTIR kennari frá Sólheimum í Landbroti, andaðist 25. júní. Helgi Magnússon, Guðrún S. Magnúsdóttir, Björn Jónsson, Heiður A. Björnsdóttir, Magnús J. Björnsson. Mágur minnr GESTUR ÓLAFSSON, Suðurgötu 3, Keflavík, lést á Garðvangi 29. júní. Kristín Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR AUÐUNS, lést ( Borgarspítalanum 28. júní. Sigríður Torfadóttir, Auður Torfadóttir, Torfi Sigurðsson, Sigurður Gústavsson, Gústav Sigurðsson. + ÁGÚST FJELDSTED hæstaréttarlögmaður, Freyjugötu 36, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlikl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Foreldra- og vinafélag Sólheima, Grímsnesi, hjá Styrktarfélagi vangefinna. Guðrún Jónsdóttir, Vigdis Ágústsdóttir, Björgólfur Eyjólfsson, Andrés Fjeldsted, Eva Marie Fjeldsted, Skúli Th. Fjeldsted, Guðrún Þórsdóttir, Lárus Fjeldsted og barnabörn. + Dóttir okkar, SIGNÝ SIGURVINSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 23. júní. Jarðað verður að Ingjaldshóli, Hellissandi, 3. júlí kl. 15.00. Hansfna Guðmundsdóttir, Sigurvin Georgsson. + Minningarathöfn um sambýlismann minn og föður okkar, ÁRNA SIGURJÓN FINNBOGASON skipstjóra frá Vestmannaeyjum, Stórholti 14, Reykjavík, verður í Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. júlí kl. 15.00. Jarðsungið verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 3. júlí kl. 14.00. Erla Kristjánsdóttir og börn hins látna. + Systir okkar, STEFANÍA SIGRÍÐUR GÚSTAVSDÓTTIR DWYER, (Didda), er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Hálfdán Gústavsson, Ásta Gústavsdóttir Orsini, Gústav Gústavsson, Emma Gústavsdóttir. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ELÍSABETAR BJÖRNSDÓTTUR, Deildarási 18. Guörún Þórðardóttir, Hörður Sigmundsson, Erla Þórðardóttir, Sigfríð Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORGERÐAR KARLSDÓTTUR, Steinum 6, Djúpavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Elfs Þórarinsson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGEBORG B. SIGURÐSSON, Grænumörk 3. Ernst Sigurðsson, Kristín M. Sigurðsson, Einar L. Gunnarsson, Margrét Sigurðsson, Baldur Jónasson. + Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS ENOKSSONAR bifreiðastjóra, Kirkjuvegi 10A, Hafnarfirði. Sérstakar þakkirtil Hannesar Finnbogasonar, yfirlæknis, og heima- hjúkrunarfólks Heilsugæslu Hafnarfjarðar sem gerðu okkur það kleift að hann dvaldi heima til hinstu stundar. Jóhanna Hall Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Alúðar þakkir færum við þeim fjölmörgu, vinum og samstarfs- mönnum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför BJÖRNS ÓLAFSSONAR verkfræðings, Vogatungu 10. Bæjarstjórn Kópavogs eru færðar sérstakar þakkir fyrir þá virð- ingu sem hún sýndi minningu hans. Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Björnsson, Sigri'Aur Rafnsdóttir, Brynjar Björnsson, Linda Björk Ólafsdóttir, Hildur Elfa Björnsdóttir, Helgi Hafsteinsson, Ólafur Vignir Björnsson, Berglind Hrönn Hrafnsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.