Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 43 Ársfuiidur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Glasgow ísiendingar gengu úr Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær: Hvalveiðiráðið fylgir úreltri stefnu í umhverfismálum — sagði Guðmundur Eiríksson, formaður íslensku nefndarinnar í kveðjuræðu Glasgow. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENDINGAR sátu ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í síðasta skipti í gær en úrsögn íslendinga úr ráðinu tekur gildi í dag. Formaður ís- lensku sendinefndarinnar sagði í kveðjuræðu að hvalveiðiráðið fylgdi úreltri stefnu í umhverfismálum og á því virtist ekki breytinga að vænta. í ræðu sinni í Glasgow í gær, sagði Guðmundur Eiríksson formaður ís- lensku sendinefndarinnar, að ráðinu hefði ekki tekist að komast að viðun- andi niðurstöðu fyrir íslendinga í ýmsum málum. Þetta stafaði m.a. að veikleikum í uppbyggingu ráðsins . og einnig af því að ráðið hefði ekki starfað eftir þeim reglum sem væru settar. Þannig hefði það ekki farið eftir vísindalegri ráðgjöf eigin vísindanefndar og íslendingar byggj- ust ekki við að þar væri að vænta breytinga. Guðmundur sagði að á nýafstað- inni Umhverfisráðstefnu SÞ í Ríó hefðu íslendingar lagt áherslu á til- lögur til vemdar vistkerfí sjávar og fengið verulegu áorkað. Hins vegar væri Alþjóðahvalveiðiráðið ekki í tengslum við nútímalegar stefnur í umhverfismálum. Guðmundur sagði við Morgunblað- ið, að á Ríófundinum hefði verið stað- fest stefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Vemdunarstefna væri ekki lengur við lýði og margir hvalastofnar væru ekki lengur í út- rýmingarhættu. „Við verðum því að breyta um hugarfar," sagði Guð- mundur. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir Ray Gambell framkvæmda- stjóra Alþjóðahvalveiðiráðsins sagði hann að dómsáttmáli ráðsins hefði verið saminn fyrir nærri hálfri öld. „Við höfum lengi reynt að laga hann að nútímalegum vistfræði- og um- hverfisvemdarsjónarmiðum. Það hefur tekist til þessa. Kannski er kominn tími til að breyta orðalagi sáttmálans, um það er þó alls ekki samstaða. Það er eitt þeirra vanda- mála sem við þurfum að glíma við í framtíðinni/' sagði hann. Úrsögn Islendinga úr ráðinu hefur vakið mikla athygli fjölmiðla í Skot- landi og fjölmenni var á blaðamanna- fundi sem íslenska sendinefndin hélt í gærkvöldi. Þar lagði Guðmundur Eiríksson áherslu á að íslendingar hefðu ekki í hyggju að hefja vísinda- veiðar strax. Ný hvalveiðistefna ís- lendinga krefðist margháttaðs undir- búnings, þar á meðal samráðs við nágranna íslendinga um svæðis- bundið samstarf. Einnig þyrfti að meta pólitísk, efnahagsleg og þjóð- félagsleg áhrif hvalveiða. Ray Gambell framkvæmdstjóri hvalveiðiráðsins sagði við Morgun- blaðið að ráðið myndi sakna íslend- inga sem hefðu leikið þar eitt aðal- hlutverkið. Hann sagðist þó vonast til að íslenskir vísindamenn tækju áfram þátt f starfi ráðsins. Þegar Gamball var spurður hvort hann teldi hættu á að hvalveiðiráðið leystist upp í kjölfar úrsagnar íslend- inga, sagði hann að það væri vissu- lega möguleiki. „Þetta eru opin sam- tök. Ríki geta gengið í ráðið og úr því. En við reynum að vinna á þeim grundvelli að með samstarfi náist mestur árangur og ef við erum í brotum er augljóslega hætt á að það bitni á hvölum, en við vonum að ís- land sjái sér fært að ganga aftur í ráðið síðar," sagði Gambell. Umhverfisvemdarsamtök hafa haldið því fram, að úrsögn íslendinga sé aðeins til málamynda. Forsenda hvalveiða íslendinga sé að geta selt afurðir til Japans. Japönsk lög kveða hins vegar á um að einungis sé heim- ilt að kaupa hvalafurðir af ríkjum innan hvalveiðiráðsins og þeim lög- um geti Japanar ekki breytt nema eiga á hættu viðskiptaþvinganir af hálfu Bandaríkjamanna. Guðmundur Eiríksson sagði um þetta að íslendingar hefðu ekki tekið ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Þorsteinn Pálssson sjávarútvegsráð- herra hefur þó lýst því yfir, að stjórn- völd stefndu að því að hefja hvalveið- ar á næsta ári, og þegar það var borið undir Guðmund, sagði hann, að ekki væri hægt að veiða hvali innan hvalveiðiráðsins eins og málum væri nú háttað. Hins vegar væri von til þess ef ísland væri utan ráðsins. Þá sagðist Guðmundur alls ekki geta útilokað að Islendingar gengju aftur í hvalveiðiráðið ef mál þróuðust í rétta átt. Íslenska sendinefndin hefur gagn- rýnt að vísindaráð hvalveiðiráðsins tókst ekki að afgreiða nýjar veiði- stjómunarreglur á fundi sem lauk í Glasgow í síðustu viku. Samkvæmt þeim hefðu íslendingar getað búist við að fá að veiða 30-40 hrefnur samkvæmt grunnaðferðinni, sem miðast við mjög afmörkuð hafsvæði, en 60-70 hrefnur samkvæmt jöfnun- araðferð sem íslendingar þróuðu og miðar að því, að taka tillit til stærri hafsvæða. Hvalveiðiþjóðum líkt við villimenn „Ef þetta fólk viil éta óvenjulega rétti ætti það frekar að éta hvert annað en hvalina," sagði Tony Banks, breskur þingmaður og einn ræðumanna á útifundi sem um- hverfís- og hvalvemdunarsamtök stóðu að í Glasgow á sunnudag. íslendingar, Norðmenn og Japanir fengu þar kaldar kveðjur frá ræðu- mönnum og á annað þúsund fundar- gestum og var líkt við villimenn. The Economist um deilur um hvalveiðar: Lausnin gæti falist í sölu hval- veiðikvóta til hæstbjóðenda BRESKA tímaritið The Economist fjallar í leiðara í nýjasta hefti sínum um deilur um hvalveiðar og kemst að þeirri niðurstöðu að andstaða við hvalveiðar byggist ekki á því að hvalir séu í útrýming- arhættu heldur tilfinningum og sé lítið svigrúm til málamiðlunar milli deiluaðila. Hugsanleg lausn gæti verið að bjóða upp hvalveiði- kvóta sem menn gætu keypt hvort sem þeir hygðust nota þá eður ei. Kæmi þá í þ'ós hversu mikils menn mætu hvalina í raun. „Vandamálið varðandi Norður- Atíantshafsþorsk er að í æðum hans rennur kalt blóð og fátt í hin- um félagslegu venjum hans er lík- legt til að vekja upp tilfinningar. Fjölmennir hópar umhverfisvemd- arsinna skipuleggja ekki háværar herferðir til að bjarga þorskinum, jafnvel þó að þorskstofninn kunni að vera verr á sig kominn en hrefnustofninn. Hvalurinn mun hins vegar fá hina fullkomnu „grænu meðferð" þegar Alþjóða hvalveiðiráðið kemur saman til fundar í Glasgow um helgina. Vissulega er það rétt að þorskurinn hrygnir mörgum hrognum og vex hratt; hvalkýmar bera hins vegar bara einum kálfi hveiju sinni og vaxa þeir hægt. Áhyggjur manna vegna hvalanna em ekki fyrst og fremst til komnar vegna þess að þeir eru í útrýmingarhættu heldur mun frekar vegna þess að þeir em aðlaðandi spendýr líkt og við.“ Tímaritið segir síðan að eftir átta ára hvalveiðibann virðist hrefnustofninn vera í það góðu ásigkomulagi að hægt væri að leyfa takmarkaðar veiðar að nýju. „Jap- önum er mikið í mun að hefja veið- ar, það sama má segja um íslend- inga (sem hafa boðað að þeir ætli að hætta að fara eftir samkomulag- inu) og Norðmenn. Öðrum ríkjum er hins vegar æ verr við að drepa stórt, gáfað spendýr. Fram til þessa hafa þau getað notað þá röksemd að hvalir séu í útrýmingarhættu. Nú snýst hins vegar málið ein- vörðungu um dýraréttindi." Tímaritið segir gildi breytast og vera breytileg milli landa. Banda- ríkjamenn, sem á síðustu öld lögðu hinum risavaxna hvalveiðiflota sfn- um við bryggjur í Japan þar sem almenningsálitið var frekar andsnúið hvalveiðum, fyllast nú hryllingi við þá tilhugsun að drepa og borða þessi dýr, en í Japan fást nú 40 þúsund dalir fyrir hveija hrefnu sem kemur á land. Á veit- ingahúsum í Noregi, hinu grænasta allra Evrópurílqa, er selt hvalkjöt. Fólk sem fær sér bita af hvalkjöti spyr sig hver sé munurinn á því og að fá sér svínasteik. Þegar öllu er á botninn hvolft: Hvað ef svín eru gáfaðri en hvalir? Árekstrar af þessu tagi verða æ algengari, að mati The Economist og nefnir sem dæmi að þeir hafi verið kjami nýlegrar deilu Banda- ríkjamanna og Mexíkana um höfr- ungadráp túnfisksveiðimanna. Höfrungar séu ekki í útrýmingar- hættu heldur einungis (í augum bandarískra umhverfissinna) ynd- islegir. „Gætu peningar brúað þetta bil?“ spyr tímaritið. „Ef hægt væri að selja alla hvali heimsins á upp- boði, kæmi í ljós hvort heiminum þætti það meira virði að sjá þessar skepnur synda um höfin eða fram- reiddar á disk. í raun er nógu erf- itt að telja hvali þótt ekki sé reynt að úthluta þeim til hæstbjóðanda. En með smávægilegum breyting- um væri hugsanlega hægt að selja kvóta Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sem stendur nær sá kvóti til alls heimsins, þannig að ef eitt ríki hættir veiðum (sem nú eru fyrst og fremst í „vísindaskyni") fær annað ríki kvótann í staðinn. Ef nýjum kvótum væri úthlutað til einstakra ríkja, eða þeir einfaldlega seldir, gætu umhverfissinnar keypt upp hvalveiðiréttindi og síðan ein- faldlega sleppt því að nýta þau. Stjómvöld í sumum ríkjum myndu hugsanlega bjóða í kvótann fýrir hönd borgara sinna en önnur myndu láta umhverfissamtök (eða hvalveiðifyrirtæki) sjá um málið. Ennþá einfaldari lausn væri að þær ríkisstjómir sem eru andsnún- ar hvalveiðum kaupi út þær sem vilja halda áfram. Lausn af þvi tagi hefur bundið enda á deilu Bandaríkjamanna og Mexíkó- manna um túnfisk og höfmnga. Mexíkómenn ætla að hætta þeim túnfiskveiðum sem ógna höfrung- um og Bandaríkjamenn borga mex- íkóskum veiðimönnum (hóflegar) skaðabætur. Helstu hvalveiðiþjóð- irnar gætu náð betra samkomu- lagi. Örlítil útsjónarsemi af hálfu viðskiptaráðuneyta Íslands, Noregs og Japan gæti leitt til gagnlegrar eftirgjafir á viðskiptasviðinu frá góðhjörtuðum þjóðum - og bjargað hvalnum í leiðinni." Jóhann Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur og aðalfulltrúi íslands í vísindanefndinni sagði að nefndin hefði f 5 ár glímt við að þróa nýjar veiðistjórnunaraðferðir. Á síðasta ári hefði legið ljóst fyrir, að kerfið væri tilbúið og hvalastofninum stafaði ekki hætta af notkun þess. Þetta hefði svo verið staðfest á aukafundi vísindanefndarinnar nú í mars þar sem nefndin hefði fallist á gmnnað- ferðina ásamt kvótajöfnunaraðferð Islendinga. „Á fundinum í Glasgow byijuðu einstakir nefndarmenn svo skyndi- lega að óska eftir allskonar auka- prófunum og_ öðm sem var gersam- lega óþarft. Á endanum rann tíminn úr höndunum á okkur og nefndin náði ekki að skoða niðurstöður þess- ara aukaprófana og fyrir bragðið tókst henni ekki að ganga endanlega frá kerfinu þrátt fyrir að formaður nefndarinnar legði á það mikla áherslu," sagði Jóhann. Hann sagði augljóst að einstakir nefndarmenn hefðu ekki viljað að gengið yrði frá veiðistjórnunarkerfi. Morgunblaðið/GSH Hann sagðist ekki vilja nefna nöfn í þessu sambandi, en allir í nefndinni vissu, að þar væm svokölluð falin dagskrá; að innan nefndarinnar væri rekin pólitík sem ekki ætti heima í vísindanefnd. „Niðurstaðan er sú að vísindanefndinni tókst ekki að ganga frá veiðistjórnunaraðferðinni vegna þessara tafa. Fyrir bragðið þarf ráð- ið ekki að taka afstöðu til þessara tillagna og þarf því ekki að taka afstöðu til hvalveiðibannsins. Það getur falið sig á bak við þetta enn eitt árið,“ sagði Jóhann. Það hefði hvort sem er ekki verið Iíklegt að hvalveiðiráðið ákvæði að aflétta hvalbeiðibanninu á þessum fundi. John Gummer landbúnaðar- ráðherra Breta sagði t.d. í opnunar- ræðu sinni að hvalveiðibannið hefði varað svo stutt að lítil reynsla væri af því enn og Bretar teldu ekki koma til greina að aflétta banninu nema þeir teldu ömggt að hvalastofnar væm ekki í neinni hættu og að veiði- stjórnunarreglumar væm ömggar og veiðiaðferðar væm endurbættar þannig að þær yrðu mannúðlegri. VANNMIH FJÖLSKVLM? Heildarvinningsupphæðin : 124.395.904 kr. > Röðin :212-111-1XX-1222 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 96 raöir á 3.990 raöir á 45.441 raöir á 264.839 raöir á 603.490 - kr. 3.870 - kr. 360 - kr. 0-kr. Vinningsupphæðin fyrir 10 rétta flyst yfir á næstu viku þannig aö búast má viö aö 1. vinningur veröi þá um 60 mllljónir. Þaö er því til mikils aö vinna næsta laugardag. Muniö aö sölukerfi lokar á laugardag kl 12.00. —fyrlrþlg og þina fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.