Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 9 mMSSnSiRDUH vatnabátar EVmRUDE utanborðsmótorar * Otímabær, óráðleg og óhagkvæm í VÍB, sérriti um fjár- mál einstaklinga, segir Sigurður B. Stefánsson: „Skattlagning vaxta- tekna einstaklinga virðist vera bæði óráðleg og óhagkvæm og i öllu falli ótímabær miðað við nú- verandi aðstæður í efna- hagsmálum á Islandi. Skattlagning islenzks spaiiíjár yrði til að grafa enn frekar undan trausti sparifjáreigenda á stjórnvöldum, en um ára- tugaskeið hafa íslenzkir sparifjáreigendur aldrei getað treyst stjórnvöld- um sínum fyrir því að standa vörð um hags- muni sína. Er þá skemmst að minnast miUjarða tuga tilfærslna sparifjár frá sparifjár- eigendum til lántakenda á aðeins um einum og hálfum áratug frá 1971 til 1985, breyting á grunni lánskjaravísitölu fyrir aðeins um þremur árum, og margendurtek- inna handaflsbreytinga til lækkunar á eðlilegum vöxtum, nú síðast fyrir aðeins rúmlega tveimur árum. Þvert á móti hafa íslenzk stjórnvöld einatt staðið þétt að baki skuld- aranna í íslenzku samfé- lagi enda er nú svo kom- ið að íslendingar hafa náð þvi marki að verða skuldsettasta þjóðin íhin- um vestræna heinii. Fyndist mér því kominn tími tU þess að núverandi stjórnvöld sem hafa enn sem komið er nokkurn vegiim hreinan skjöld gagnvart sparifjáreig- endum verði til þess að bijóta nú blað í sögunni og taka til við að hlúa að sparifjáreigendum sínum og leggja rækt við þá sem tilbúnir eru til þess að eyða ekki öllu því sem þeir eiga, í stað þess að standa einungis vörð um skuldarana eins SKATTAMAL Helstu rök fyrir því að skattlagning vaxtatekna einstaklinga á Islandi er ótímabær og óskynsamleg EiM IMt aI HcwM StMwynl. Iramk.axxUatJðra VwMrttamartiate latandManka M„ é éa«a ' Viðskiptahallinn, skuldasúpan og skattlagning sparifjár „Viðskiptahallinn landlægi og skuldir í út- löndum eru eitt helzta efnahagsvandamál þjóðarinnar nú,“ segir Sigurður B. Stefáns- son í VÍB (sérriti um fjármál einstaklinga). Vegna hallans streyma inn í landið 15 til 17 milljarðar króna af erlendum lánum ár- lega (m.v. 1991-93) og þetta misvægi er ógn við þann árangur sem náðst hefur við að minnka verðbólguna síðustu tvö árin. Meðan halli er í viðskiptum við útlönd er árlegur íslenzkur sparnaður of lítill ..." og forverar núverandi ríkisstjómar hafa ein- ungis gert.“ 50 milljarða aukning er- lendra skulda á þremur árum! Síðar í greininni segir: „Mér virðist það ein- faldlega ekki skynsam- legt við núverandi að- stæður, á árununi 1991, 1992 og 1993 þegar allt útlit er fyrir að viðskipta- hallinn nemi um 17 til 18 milljörðum króna hvert ár um sig, sem sam- tals nemur um 50 milij- arða króna aukningu á erlendum skuldum á að- eins þremur árum, að fara þá að tala um sér- staka skattlagningu á is- lenzkt sparifé, þetta sparifé sem jafnframt mun vera hlutfallslega eitt hið minnsta í nokkm vestrænu ríki. Mér finnst þetta einfaldlega ekki skynsamlegt eða ráðlegt við núverandi aðstæður." Siðan tíundar höfund- ur ýmsa fleiri agnúa á málinu: * 1) Vaxtaskattur yrði óhóflega dýr í fram- kvæmd í hlutfalli við skatttekjur vegna þess hve íslenzkt sparifé er lítið. * 2) „Vaxtaskattur leiðir óþjákvæmilega til hærri fjármagnskostnað- ar“ og stríddi þann veg gegn helzta markmiði stjórnvalda. * 3) Vaxtaskattur í sumum ríkjum, sem lengi hafa búið við jafnvægi á peningamarkaði, em ekki fullgild rök fyrir skattinum hér á landi meðan viðskiptahalli við umheiminn og skulda- aukning í útlöndum er með þeim fádæmum sem raun ber vitni um. * 4) Vaxtaskattur er heldur ekki algildur í umheiminum. í fjölmörg- um löndum em tekjur af ýmis konar sparnaði skattfijálsar. * 5) Sparifé er heldur ekki skattfijálst hér í dag. Núverandi eigna- skattur er að sjálfsögðu skattur á tekjur af spari- fé. „Sé það vi(ji stjóm- valda að leggja sam- ræmdan skatt á eigna- tekjur virðist bæði ein- faldara og ódýrara að leggja eignaskatt (t.d. 1%) á allar eignir án und- antekninga." 6) „Að lokum vil ég minna á að vaxtaskattur jafngildir því að banka- leynd sé rofin. Til þessa hafa spariQáreigendur getað treyst því að fé í bönkum sé óhult fyrir skattyfirvöldum. Banka- innistæður hafa ekki ver- ið eignaskattsskyldar, þótt þær séu framtals- skyldar og hugsanlegíi hefur framtalsskyldu ekki alltaf verið sinnt. Skattur á vexti sem bönk- um er gert 'skylt að skila upplýsingum um til skattyfirvalda fyrir hönd viðskiptavina sinna getur leitt til þess að einstakl- ingar kjósi fremur að varðveita sparifé sitt á annan hátt en í peninga- legum eignum. * 7) Auk þess er rétt að minna á að fyrirtæki hafa jafnan greitt skatt af vaxtatekjum sínum. Umræddur vaxtaskattur leggst því aðeins á ein- staklinga sem einkum eiga sparifé í bönkum og sparisjóðum og í spari- skirteinum ríkissjóðs. Þessir einstaklingar geta allir valið um það hvort þeir halda áfram að vera i hópi sparifjáreigenda eða ekki. Þeir geta auð- veldlega flutt eignir sín- ar í annað eða aukið ein- faldlega neyzlu sína. Af- leiðingar þess eru ófyrir- sjáanlegar." Hjálmar, Andlitshlífar og Hlífðargleraugu SUMARFERÐ VARÐAR FJÖLSKYLDUFERÐ í ÞÓRSMÖRK LAUGARDAGINN 4. JÚLÍ 1992 Brottför: Frá Valhöll við Háaleitisbraut kl. 08.00. Leið: Komið við á Hellu. Farið síðan yfir nýju Markarfljótsbrúnna. Komið í Langadal í Þórsmörk um hádegir Boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir undir stjórn leið- sögumanna og dagskrá fyrir börnin. Á bakaleiðinni verður ekið um Fljótshlíð. Heimkoma: Um kl. 20.00 (áætlaður tími). Yfirfararstjórn: Höskuldur Jónsson, forstjóri. Ávörp: Eggert Haukdal, alþingismaður. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Miðaverð: Fullorðnir: Kr. 2.000,-. Börn 5-12 ára: Kr. 1.000,-. Miðasala: Valhöll við Háaleitisbraut 1.-3.JÚIÍ frá kl. 9.00 til 19.00. Munið eftir skjólflíkum og nesti. Kveikt verður upp í stóru útigrilli íLangadal, sem fólk getur grillað mat sinn á. Landsmálufélagið Vöréur m aTgimbtfibiíi i Víetsölublaó á hverjum degi! 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.