Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 44
 MORGVNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SlMl 091100, SlMBRÉF 691101, PÓSTHÓLF 155S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. ísland gengur úr Alþjóðahvalveiðíráðinu: Vona að við get- um hafið hrefnu- veiðar á næsta ári - segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segist vonast til þess að íslendingar geti hafið hrefnuveiðar á næsta ári. Stjóm- völd hafi markvisst stefnt að því að hefja þessar veiðar á nýjan leik en um það hafi þó ekki enn verið tekin formleg ákvörðun. Úrsögn íslendinga úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu kom til fram- kvæmda í gær og segir Þorsteinn að sú ákvörðun hafi sett aukinn þrýsting á Norðmenn um að hefja hvalveiðar að nýju, en norsk stjórnvöld tilkynntu um þá ákvörðun sína í gær. íslendingar sátu ársfund Al- þjóðahvalveiðiráðsins í síðasta sinn í gær og sagði formaður íslensku sendinefndarinnar, Guðmundur Eiríksson, við það tækifæri, að hval- veiðiráðið fylgdi úreltri stefnu í umhverfismálum og ekki væri sjá- anlegt að þar væri neinna breytinga að vænta. í gær tilkynnti Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um þá ákvörðun norskra stjómvalda að hefja hvalveiðar að nýju. Hún sagði að þau ætluðu ekki að láta óábyrga tískustefnu ráða því hvemig Norðmenn nýttu sér auðlindir hafsins. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir að ljóst sé, að ákvörðun íslendinga um að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hafi aukið þrýsting á Norðmenn um að taka ákvörðun um að hefja aftur hvalveiðar. Sú ákvörðun Norð- manna í gær verði n\jög til að þjappa þessum tveimur þjóðum saman í baráttunni sem framundan sé, þótt sá munur sé á aðstöðu þjóð- anna, að Norðmenn hafí mótmælt hvalveiðibanninu á sínum tíma, en það hafí íslendingar ekki gert. Þorsteinn segir, að íslendingar þurfí meðal annars af þeim sökum, að skoða málið betur og huga til dæmis að því hvernig þeir geti nýtt sér aðild að nýjum samtökum hval- veiðiþjóða við Norður-Atlantshaf. Hann voni að hvað sem því líði verði hægt að hefja hrefnuveiðar á næsta ári. Lengra sé í að hægt verði að hefja að nýju veiðar úr öðrum stofnum, en að því stefni stjómvöld markvisst. Sjá fréttir á bls. 43. Stuttfætlingar í Pönnulandi Morgunblaðið/Öl.K.Mag. Stuttfætlingamir Skussi (sem er til hægri á mynd- inni) og Dmssi úr Litla leikhúsinu eru þessa dagana ásamt félaga sínum að skemmta börnum á gæsluleik- völlum borgarinnar. Vekur koma þeirra mikla ánægju eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á vellinum við Frostaskjól í gær. Skussi og Dmssi fara með bömin í ævintýraferð til Pönnulands þar sem stuttfætlingamir búa. Viðræður íslenzkra aðila og Treuhandanstalt í A-Þýzkalandi: Kaup á næststærsta útgerð- arfélagi Þýzkalands áformuð Hugsanlegt að fyrirtækið fái hluta af karfakvóta EB hér við land ÍSLENZKA ráðgjafarfyrirtækið Ráð hf. hefur að undanförnu staðið í viðræðum við Treuhandanstalt, fyrirtækið sem sér um einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja í austurhluta Þýzkalands, um að hópur ís- lenzkra fyrirtækja kaupi meirihluta í næststærsta útgerðarfélagi Þýzkalands. Fyrirtækið sem um ræðir er Rostocker Fischfang Rede- rei (RFFR) í Rostock, stærstu hafnarborg gamla Austur-Þýzka- lands. Stjórnendur RFFR hafa verið hér á landi undanfarna daga og standa samningar um kaup á fyrirtækinu yfir. RFFR rekur átta stóra verk- smiðjutogara, sem búnir eru til út- hafsveiða. Hjá fyrirtækinu starfar á §órða hundrað manns. Það hefur m.a. veiðiheimildir við Nýfundna- land, Færeyjar, Grænland, í Noregs- hafí, Norðursjó og Barentshafi. Kvóti fyrirtækisins af síld, makríl og karfa er 20-30.000 tonn. Einnig eru taldir möguleikar á að fyrirtæk- ið fái að veiða hluta þeirra 3.000 tonna af karfa, sem skip Evrópu- bandalagsins munu fiska hér við land árlega samkvæmt drögum að samstarfssamningi um sjávarút- vegsmál milli íslands og EB. Ráð hf. hefur gert úttekt á starf- semi RFFR og samið áætlun um að snúa rekstri fyrirtækisins, sem gengið hefur fremur illa, til betri vegar. Forsvarsmenn Ráðs hf. telja að um arðvænlega fjárfestingu sé að ræða og einnig opni kaup á meiri- hluta hlutabréfa í RFFR íslenzkum útgerðarfyrirtækjum aðgang að Evrópubandalaginu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Þýzka- landi telja hagsmunaaðilar og stjórn- völd í Rostock og sambandslandinu Mecklenburg-Vorpommern að þekk- Ríkisstjómin óskar eftir að Kjaradómur endurskoði niðurstöðu sína: Dómurinn hækkar eftirlaun úr ríkissjóði um 120 millj. kr. ing og reynsla íslendinga á sviði útgerðar geti orðið RFFR til bjargar. Aðstandendur Ráðs hf. hafa kynnt málið fyrir talsverðum hópi íslenzkra fyrirtækja. Þar á meðal eru útgerðarfyrirtæki, skipafélög, veið- arfæraframleiðendur og umbúðafyr- irtæki. Búizt er við að kynning fyrir væntanlegum fjárfestum muni halda áfram í sumar. Undanfarna daga hafa stjórnend- ur Rostocker Fischfang Rederei og Deutsche Fischwirtschaft, eign- arhaldsfélags RFFR, verið hér á landi til að kynnast starfsemi ís- lenzkra fyrirtækja, sem tengjast sjávarútvegi, og ræða hugsanlegan samstarfsgrundvöll. Stefnt er að því að á næstu dögum muni aðilar móta sín á milli næstu skref í átt að kaup- um íslendinga á fyrirtækinu og sam- starf sín á milli. Til að byija með er rætt um kaup RFFR á veiðarfær- um héðan og íslenzkri þekkingu á útgerð og framleiðslu, sem gætu orðið grunnur að næstu skrefum. Sjá Af innlendum vettvangi á bls. 18. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur ritað Jóni Finnssyni, for- manni Kjaradóms, bréf þar sem þess er eindregið farið á leit að'dómur- inn taki til endurmats nýlegan dóm sinn sem hefur í för með sér launa- hækkanir til embættismanna og kjörinna fulltrúa. Forsætisráðherra á von á svari eftir fund Kjaradóms í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins, segir að ríkis- valdinu beri skylda til að koma í veg fyrir að dómurinn komi til fram- kvæmda ella muni hann skapa stríðsástand á vinnumarkaðnum. Niður- staða Kjaradóms eykur ellilífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins hjá tæplega 300 manns, um samtals 120 milljónir króna á ári samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um 100 fyrrum alþingis- menn eða ekkjur þeirra eru í þeim hópi. Meðaltalsgreiðslur til þeirra námu um 800.000 krónum á síðasta ári eða um 66.000 krónum á mánuði. Með dómi Kjaradóms hækkar meðaitalið í rúmlega 90.000 krónur á mánuði. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir ríkisstjórn- ina hafa tvo kosti í stöðunni; að aðrir launamenn fái tilsvarandi hækk- anir eða að ákvörðun Kjaradóms gangi til baka. „Að öðrum kosti munum við ekki sætta okkur við annað en að nýgerð- ir kjarasamningar okkar verði tekn- ir til endurskoðunar," segir Ásmund- ur. „Það er víðast hvar brýnni þörf á leiðréttingu Iauna en hjá toppunum í ríkiskerfinu." Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við Morgunblaðið að ríkis- stjórnin efaðist ekki um að dómur Kjaradóms væri í samræmi við lög um störf dómsins en ljóst sé að dóm- urinn „gæti ýft mjög með mönnum í þjóðfélaginu og gert mikinn skaða á landsvísu. Því finnst okkur eðlilegt að beina þessum tilmælum til dóms- ins“. I bréfí forsætisráðherra til for- manns Kjaradóms segir að það sé mat ríkisstjómarinnar að nýfallinn kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóðfélaginu og geti hæglega rofíð þá samstöðu sem náðst hafi um að þjóðin vinni sig sameiginlega út úr þeim efnahags- legu þrengingum sem nú sé við að etja. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir niðurstöðu Kjaradóms skelfílega. „Þetta mun að mínu viti stefna öllum efnahags- markmiðum ríkisstjómarinnar í hættu og skapa upplausn á vinnu- markaði, nái þessi dómur fram að ganga,“ sagði hún við Morgunblaðið. Valtýr Sigurðsson, formaður Dómarafélags íslands, en félags- menn þess eru meðal þeirra sem ákvarðaðar voru launahækkanir með dómi Kjaradóms, segir launa- kjör dómara hafa verið mörgum áhyggjuefni á síðustu ámm. Valtýr benti á að ísland væri aðili að al- þjóðasambandi dómarafélaga 60 landa en til að geta verið aðilar að sambandinu séu gerðar vissar kröfur um sjálfstæði dómstóla. ísland hafí fullnægt skilyrðum um ákvörðun launa þar sem laun þeirra ákvarðist af Kjaradómi. „Knýi stjórnvöld dóm- inn til að breyta niðurstöðum sínum má efast um að ísland fullnægi að- ild að Alþjóða dómarasambandinu," segir hann. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að verið sé að reikna út í fjármálaráðuneytinu hve mikið dómur Kjaradóms muni kosta ríkis- sjóð og vonast hann til að hægt sé að leggja þá útreikninga fyrir ríkis- stjórnarfund fyrir hádegi í dag. Sjá fréttir á miðopnu Sól og hiti næstudaga SPÁÐ er batnandi veðri um allt land næstu daga. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Islands er búist við að léttskýjað verði viða um landið og að hitastig muni hækka. Magnús Jónsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands, sagði að frá og með miðviku- degi yrði ágætis veður á land- inu. Magnús sagði að sam- kvæmt spám mætti búast við að hiti færi vel yfír 15 stig víða inn til landsins og að það yrði léttskýjað. Þessi góðviðrisspá nær fram á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.