Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Steindórsprent kaupir allt hlutafé í Gutenberg STEINDÓRSPRENT keypti í gær allt hlutafé í Prentsmiðjunni Guten- berg hf. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd ríkissjóðs og Hálfdán Steingrímsson, for- stjóri Steindórsprents, fyrir hönd fyrirtækis síns. Tilboð Steindórs- prents var metið á 84.900.000 kr. og hljóðaði það upp á greiðslu á öllu kaupverðinu fyrir júlUok. Hálfdán Steingrímsson segist afar ánægður með kaupin, en fyrir Steindórsprenti vaki fyrst og fremst að styrkja samkeppnisstöðu sina á markaðnum og ná fram hagræð- ingu með því að stækka rekstrareininguna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu bárust þrjú tilboð í allt hlutafé Gutenbergs, auk viljayfírlýsinga starfsmanna um þátttöku í kaupun- um. Eftir að tilboð voru opnuð hafí starfsmenn hins vegar hætt við þátttöku sína. Landsbréfum hf. hafí verið falið að meta tilboðin til núvirðis og var niðurstaðan eftirfar- andi. Tilboð ísafoldarprentsmiðju var upp á 80.900 þúsund kr., tilboð Prentsmiðjunnar Odda 84.950 þús- und kr. og tilboð Steindórsprents upp á 84.900 þúsund kr. I fréttatilkynningunni segir að tilboð Steindórsprents hafí hljóðað upp á greiðslu á öllu kaupverðinu fýrir lok júlímánaðar næstkomandi og hafí því verið ákveðið að taka því tilboði, en það feli í sér minnsta áhættu fyrir seljanda. Heimild til sölu hlutabréfanna sé veitt í fjárlög- um yfírstandandi árs og hafí flár- málaráðherra þegar fallist á söluna fyrir sitt leyti. Þá segir í tilkynningunni að það veki athygli að litlu hafí munað á kauptilboðunum, en fyrirtækið sé selt á genginu 1,07 eða á 85,6 millj- ónir króna. Söluverðið sé hins vegar lægra en bókfært verð fyrirtækis- ins, sem nemi 148 milljónum króna. Skýringamar virðist vera þijár, í fyrsta lagi lægra markaðsverð fast- eigna fyrirtækisins en sem nemur bókfærðu verði (um 25 milljónir kr.), í öðru lagi lægra markaðsverð véla (23,7 m.kr.) og í þriðja lagi óbókfærðar skuldbindingar, sem lækki verðið um 10 milljónir króna. Steindórsprent hf. var stofnað 1934 af Steindóri Gunnarssyni og fleirum og hefur tengdasonur hans, Hálfdán Steingrímsson, verið prent- smiðjustjóri frá 1951. Fyrirtækið er í dag alfarið í eigu Hálfdáns og fjölskyldu hans. Hann segir að þessi kaup breyti mjög miklu fyrir fyrir- tækið. Hann hafí rekið það þannig í 40 ár að hann hafí ekki þurft að skulda neinum neitt en á því verði auðvitað breyting nú. Hins vegar telji hann að kaupin geti styrkt fyrirtækið í samkeppni á markaðn- um og gera megi ráð fyrir að hag- ræðing náist fram með því að stækka rekstrareininguna. VEÐUR VEÐURHORFURI DAG, 30. JUNI YFIRLIT: Um 700 km austnorðaustur af Langanesi er 1005 mb lægð sem þokast austur og grynnist, en skammt vestur af Vestfjörðum er 1030 mb hæð á hægri hreyfingu austur. SPÁ: Hæg norðaustlæg eða breytileg ótt, smáskúrir á annesjum norð- austanlands í fyrstu en annars víðast bjart veður, einkum sunnanlands og vestan. Hiti frá 6 stigum norðaustanlands upp í 15-18 stig yfir hádag- inn suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg suðaustan eða breytileg átt og hlýn- andi veður. Bjart veður víða um land, einkum norðanlands og vestan. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi suð- vestanlands en hægari annars staðar. Skýjað og súld á stöku stað við suður- og austurströndina, en léttskýjað ófram í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 7-18 stig. hiýjast á Vestur- og Norðvesturlandi. -Svflrsími Vfiðurstofu Ísjands - Veðuilregnir: 880600. O Heiðskírt Léttskýjað / / r f f f f f Rigning * / * * / f * f Slydda é Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V $ Skúrir Stydduél * * * ♦ * * * * Snjókoma V É Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka stig-. (Kl. 17.30ígær) FÆRÐA VEGUM: Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir og hálkulausir á ný. Kjalveg- ur er nú opinn umferð fjallabíla. Opið er í Landmannalaugar um Sig- öldu. Uxahryggir eru nú opnir fyrir alla upmferð. Kaldidalur og Sprengi- sandur munu opna á fimmtudag í þessari viku. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðningaflokkar eru nú aö störfum viða um landiö og eru ökumenn beönir um að virða sérstakar hraðatakmarkan- ir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hití 6 10 veður skýjað hátfskýjaft Bergen 16 skýjað Helslnki 21 léttskýjað Kaupmannahöfn 25 hóttskýjað Narssarssuaq 8 hálfskýjað Nuuk 6 alskýjað Osló 20 skýjað Stokkhólmur 25 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 22 skýjað Amsterdam 29 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Berlín 28 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 26 heiðskírt Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 20 mistur Hamborg 29 léttskýjað London 28 skýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 25 iéttskýjað Madrtd 28 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 18 skýjað NewYork 23 heiðskírt Orlando 24 alskýjað París 29 léttskýjað Madelra 23 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Vín 25 léttskýjað Washington 21 skýjað Winnipeg 8 heiðskirt ÍDAGkl. 12.00 Heimlld: Veöurelota íslands (Byggt á veðurepá kl. 16.fS I gær) LJðsmynd/Tómas G. Gíslason Aðstoð veitt undir Eyjafjallajökli Aldrei verður nægilega brýnt fyrir þeim sem leggja í fjallaferðir að sýna fyllstu aðgát. Þessi mynd var tekin á sunnudaginn við lón undir Gíg- jökli, sem er skriðjökull úr Eyjafjallajökli. Jeppabifreið á leið úr Þórs- mörk var ekið út í lónið, þar sem hún stöðvaðist og tókst ökumanni engan veginn að losa hana. Vatn flæddi bæði yfír vélarhlífína og inn í húsið og var óttast að talsverðar skemmdir hefðu orðið. Það var ekki fyrr en hjálpsamir ferðalangar komu á vettvang að hægt var að ná jepp- anum upp úr og tóku þær tilraunir rúmlega hálfa klukkustund. Tveir menn voru í bílnum en ekki er talið að þeim hafi orðið meint af volkinu. Atvinnumál námsmanna: Tíu millj. til haguýtra rannsóknarverkefna RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að verja um tiu milljónum króna til hagnýtra rannsóknar- verkefna. Þessir fjármunir eru ætlaðir til að nýta starfskrafta námsmanna í sumar. Um 75 náms- menn vera ráðnir sem aðstoðar- menn við hagnýt rannsóknarverk- efni í þágu atvinnulífsins. Ein þeirra tillagna sem nefnd sem starfað hefur á vegum ríkisstjórnar- innar undir forystu Ólafs Davíðsson- ar ráðuneytisstjóra .hefur fjallað um gerir ráð fyrir að nýta starfskrafta háskólanema við hagnýt verkefni á sviði rannsókna og þróunarstarfa. Námsmenn hafa nú þegar tilbúin verkefni sem unnt væri að takast á við í sumar. Um er að ræða verk- efhi á vegum kennara eða rannsókn- arstofnana þar sem námsmenn gætu nýst sem aðstoðarmenn kennara. Þessi verkefni eiga að vera hagnýt rannsóknarverkefni tengd atvinnu- lífínu sem byggja m.a. á framlögum frá fyrirtækjum og stofnunum. Á fundi ríkisstjómarinnar síðast- liðinn föstudag var samþykkt að ráði Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra að veita til þessara verkefna um 10 milljónum króna. Þess er vænst að þessi upphæð muni nægja til að greiða sumarvinn- ulaun u.þ.b. 75 námsmanna. En skipting og ráðstöfun þessa fjár er ekki fullákveðin. Meðal námsmanna em hugmyndir um að úthlutun yrði falin sérstakri sjóðsstjóm. Ættu þar sæti fulltrúar Háskóla íslands, rann- sóknarstofnanna, stúdenta, atvinnu- lífs og einnig ríkisvaldsins. Eftir helgina munu menn frá ráðuneytum mennta- og félagsmála halda fund með námsmönnum og formanni atvinnumálanefndarinnar, Ólafí Davíðssyni, til að ræða hvemig ÁTVR: Framleiðsludeild seld fyrir rúmar 15 milljóiiir SAMNINGUR um kaup á framleiðsludeild Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var undirritaður á milli Halldórs Kristjánssonar og ÁTVR í gær. Umsamið kaupverð er rúmar 15 mil(jónir auk virðisaukaskatts. Kaupverðið er byggt á tilboði Halldórs Kristjánssonar í framleiðslu- tæki, framleiðslurétt og lager ÁTVR miðað við endurskoðun á fylgihlut- um og staðgreiðslu. þessir fjármunir geti sem best og skjótast nýst atvinnulífinu og náms- mönnum. 150 milljónir í sérstöklán tilfiskeldis ÚTHLUTUNARNEFND sér- stakra rekstrarlána til fisk- eldis hefur auglýst eftir um- sóknum um lán á þessu ári, og er um lokaúthlutun að ræða. Að sögn Ingimars Jó- hanssonar, formanns úthlut- unarnefndarinnar, verða alls lánaðar 150 milljónir, en það er sama upphæð og lánuð var til fiskeldisfyrirtækja í fyrra. Ríkisstjómin ákvað í fyrra að lána 150 milljónir króna á því ári og jafnháa upphæð nú í ár til nokkurra fiskeldisfyrirtækja í því skyni að viðhalda þróunar- starfí í fískeidi. Yfirlýst markmið við úthlutun fjárins er að það nýtist til fískeldis í framtíðinni, en því verði ekki varið til þess að greiða niður tap sem þegar er orðið. Þá sé mjög mikilvægt að fénu verði varið þar sem það nýtist til áframhaldandi rekstrar, en ekki þar sem fyrirsjáanlegt sé að upphæðir af þeirri stærð- argráðu sem um sé að ræða nægi ekki. Ingimar Jóhannsson sagði í samtali við Morgunblaðið að um tíu fískeldisfyrirtæki hefðu feng- ið sérstök rekstrarlán af þessu tagi í fyrra, og væru þau öll starfandi ennþá. Halldór Kristjánsson stóð ásamt konu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, að þremur hæstu tilboðunum í fram- leiðsludeild ÁTVR þegar hún var boðin út af Innkaupastofnun ríkisins, fjármálaráðuneytinu og ÁTVR. Þriðja hæsta tilboðið kr. 15.425.500 var frá Rek-ís hf. en Halldór og Kristín eiga bæði sæti í stjóm þess fyrirtækis. Tilboð Halldórs, er var í öðru sæti, hljóðaði upp á kr. 16.425.500 en Kristín átti hæsta til- boðið kr. 17.425.500. Með þessum samning hlýtur Halldór framleiðslu- rétt, framleiðslutæki, lager, vöruheiti og uppskriftir ÁTVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.