Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Alþýðubandalagið vill tví hliða samning í stað EES - samkvæmt niðurstöðu miðstjórnarfundar um helgina MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins staðfesti á fundi sínum um helg- ina samþykkt framkvæmdastjómar og þingflokks um að íslending- ar leiti eftir tvíhliða samningi við Evrópubandalagið í stað samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt samþykktinni mun Alþýðubandalagið krefjast þess að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samninginn áður en hann verður lagður fyrir Alþingi til endanlegrar afgreiðslu og að stjórnarskránni verði breytt til að koma í veg fyrir sljómlagabrot, sem gæti hlot- ist af lögfestingu samningsins. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að um þetta mál hafi náðst víðtækasta samstaða, sem hann hafi séð innan flokksins. Aðeins þrír hafi greitt atkvæði gegn staðfestingu greinargerðarinnar og í máli þeirra hafi komið fram, að þeir teldu einnig nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni vegna EES-samningsins. Fyrir miðstjómarfundinn var lögð sérstök greinargerð frá þing- flokki og framkvæmdastjóm Al- þýðubandalagsins, þar sem íjallað er um framtíðarskipan samskipta íslands og Evrópubandalagsins. Þar er meðal annars því lýst yfir, að Alþýðubandalagið sé fylgjandi þróun í átt að opnara hagkerfi á Islandi og frjálsri skipan verslunar og viðskipta í heiminum. Flokkur- inn leggi áherslu á að samkomulag náist innan ramma GATT og mikilvægt sé að tryggja réttláta skipan í samskiptum iðnríkja og þróunarríkja, og koma í veg fyrir að hagkerfí veraldarinnar ógni líf- ríki og umhverfí jarðarinnar. EB-aðild þjónar ekki hagsmunum íslands í greinargerðinni er síðan vikið að Evrópubandalaginu og sagt, að Alþýðubandalagið telji aðild að því ekki þjóna hagsmunum lands og þjóðar. Hagsmunir íslendinga felist fyrst og fremst í víðtækri fríverslun við ríki EB og hana þurfí að tryggja með frekari samn- ingum við bandalagið. Þá segir að niðurstaða EES-við- ræðnanna hafí orðið allt önnur en að var stefnt í upphafi. Umsókn flestra EFTA-ríkjanna um aðild að EB staðfesti, að EES verði aðeins við lýði í fáein ár, ef það komist þá á um næstu áramót. Önnur EFTA-ríki hafí dregið þá ályktun að full aðild að EB sé óhjákvæmilegt og rökrétt fram- hald af EES-samningnum; hann dugi ekki einn sér og sé í reynd aukaaðild að EB. EES sé engin framtíðarlausn á samskiptum Is- lands og EB eins og ráðgert hafí verið í upphafi og það sem kallað hafí verið „Vegabréf inn í 21. öld- ina“ muni renna út eftir fáein ár. Síðar í greinargerðinni segir, að þótt ýmsir efnahagslegir'ávinn- ingar geti tengst EES-samningn- um, þá sé hann í lokagerð sinni tilraun sem mistókst. Þess vegna sé óhjákvæmilegt að hafna þeirri niðurstöðu EES-samninganna, sem nú liggi fyrir, og þess í stað verði hafnar nýjar viðræður við EB með það að markmiði, að gera sjálfstæðan tvíhliða viðskipta- samning. Höfuðatriði tvíhliða samnings Þessi samningur á, samkvæmt greinargerðinni, meðal annars að byggja á viðskiptaþáttum EES- samningsins, sérstökum sjávarút- vegssamningi og bókun 6 í samn- ingnum við EB, sem hafí verið í gildi frá 1976. Framkvæmd hans á að verða einfaldari í sniðum en samkvæmt EES-samningnum. Eingöngu verði sett á fót sam- starfsnefnd um eftirlit og gerðar- dómi verði beitt ef ekki reynist unnt að útkljá deilumál um fram- kvæmdina. Pólitísk vandamál verði leyst í ráðherraviðræðum. Þá vill Alþýðubandalagið að í tvíhliða samningi við EB verði byggt á hugmyndum um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi, fjármagns- flutninga og almenna samkeppni, auk þess sem hafðar verði til hlið- sjónar reglur Norðurlanda um vinnumarkað og búseturétt og af- dráttarlaus réttur íslendinga til að skipa forræði og eignarhaldi á auðlindum til lands og sjávar verði tryggður með sérstökum lögum. Fjallað verði í samningnum um samvinnu íslands og EB á öðrum sviðum, svo sem varðandi rann- sóknir og þróun, umhverfísmál, menntun og menningu. Þá segir að lokum, að í samningnum eigi engin ákvæði að vera, sem bijóti í bága við stjómarskrá, eða taki efnislegt og formlegt löggjafar- vald á Islandi úr höndum Alþingis og þjóðarinnar. Kostirnir í raun aðeins tveir Ólafur Ragnar Grímsson, sagði á blaðamannafundi vegna mið- stjómarfundarins, að Alþýðu- bandalagið teldi að íslendingar stæðu í raun frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar væri full aðild að Evrópubandalaginu og hins vegar sjálfstæður tvíhliða samningur um viðskipti við ríki EB. Það væri bamaskapur að halda, að með Evrópska efnahags- svæðinu væri samskiptum íslands og EB skipað til frambúðar. Flokk- urinn teldi EB-aðild ekki koma til greina og því væri á það lögð áhersla, að hefja viðræður um tví- hliða samning strax í haust. Ólafur segir að af þessum sök- um hafí hann á sína eigin ábyrgð fengið nokkra ónafngreinda sér- fræðinga til að vinna drög að slík- um samningi og í greinargerð þingflokks og miðstjómar væri byggt á sömu hugmyndum og komið hefðu fram í þeirri vinnu. Hann sagðist hafa í hyggju að ræða við forystumenn ríkisstjórn- arinnar og hinna stjómarand- stöðuflokkanna vegna þessa máls á næstunni og leggja samnings- drögin fram í þeim viðræðum. Skynsamlegast að samþykkja Evrópska efnahagssvæðið Mörður Ámason var einn þeirra, sem greiddu atkvæði gegn stað- festingu miðstjómarinnar á greinargerð þingflökks og fram- kvæmdastjómar. Hann segir að í umræðum á fundinum hafí komið fram, að menn hafí samþykkt þessa afgreiðslu á afar margvís- legum forsendum, sumum efnis- legum en öðrum flokkslegum. Umræðumar hafí þannig sýnt, að innan flokksins séu mun fleiri sjón- armið uppi en ráða megi af at- kvæðagreiðslunni. Hann segist vera tiltölulega sáttur við EES-samninginn, sem bráðabirgðasamkomulag um tengsl íslands og EB og ef menn Öm Smári Amaldsson, yfír- læknir röntgendeildar Borgarspít- alans og forseti ráðstefnunnar, sagði að ráðstefnan hefði tekist vel í alla staði. Öm kvað íslend- inga í farabroddi á Norðurlöndun- um með nýjasta myndgreiningar- Morgunbiaðid/Ami Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, kynnti niðurstöður miðstjórnar- fundar flokksins um helgina á blaðamannafundi í gær. ætli að hafna þessum samningi verði menn að skýra nákvæmlega, hvað eigi að koma í staðinn. Ef menn vilji reyna að ná tvíhliða samningi við EB, sem sé á við- skiptasviðinu sá sami að efni til og EES-samningurinn, þá verði menn að gera nákvæma grein fyr- ir muninum á honum og EES, hvað varðar eftirlit, úrskurði og breytingar. Ef menn hins vegar ætli sér aðeins að ná svipuðum viðskiptasamningi við EB og ís- lendingar hafi í dag, verði þeir einnig að skýra muninn á þeim samningum og EES, eða með öðr- um orðum hvað það kosti að hafna EES. Mörður segist að öllu saman- lögðu telja óskynsamlegt að hafna EES eins og gert hafí verið á miðstjórnarfundinum og hann telji, að í þessu máli hafí pólitískar ástæður ráðið meiru innan flokks- ins heldur en málefnalegar for- sendur. búnaðinn nú er segulómunartæki hefí verið tekið í notkun á Landsspítalanum. Hérlendis er eitt tæki fyrir 250.000 íbúa en í Sví- þjóð er t.d. eitt segulómunartæki fyrir hverja 500.000 íbúa. Öm sagði að mikilvægi nýjustu tækninnar við myndgreiningu, segulómun, hefði verið staðfest, sérstaklega hvað varðar að greina sjúkdóma er illmögulegt hefði ver- ið að greina áður. Öm nefndi sem dæmi að í einum fyrirlestrinum hefði verið fjallað um sjúkling er kvartaði undan verk í hálsi. Við hefðbundnar rannsóknir fannst ekkert og var jafnvel talið að sjúkl- ingurinn væri ímyndunnarveikur. Þegar þessi sjúklingur var skoðað- ur í segulómunartæki kom í ljós að hann hafði æxli í beini í hálsi. Að sögn Amars voru þátttak- endur í ráðstefnunni mjög ánægð- ir með gæði fyrirlestra. Einnig vom þeir mjög ánægðir með allt skipulag og töldu ráðstefnuna þá bestu um árabil. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Norðmenn ákveða að hefja hrefnuveiðar: Látum ekki stjórnast af tískuafstöðu - segir Gro Harl- em Brundtland Glasgow, Osló. Frá Guðmundi Sv. Her- mannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins og Jan Gunnar Furuly, fréttaritara. GRO Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, býst við mikl- um mótmælum vegna ákvörðunar norsku stjórnarinnar um að hefja aftur hrefnuveiðar en kveðst ekki hafa trú á, að gripið verði til al- þjóðlegra_ refsiaðgerða af þeim sökum. Ákvörðunin vakti mikla athygli á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í í Glasgow í gær og kom mjög á óvart. „Við ætlum ekki að láta óábyrga tískuafstöðu ráða því hvernig við nýtum auðlindir hafsins. Gerðum við það gætum við lagt niður byggð í stórum hluta Noregs. Þess vegna er ríkisstjómin staðráðin í að gefa hvergi eftir,“ sagði Brundtland á blaðamannafundi í Ósló í gær, skömmu áður en fundur Alþjóðahval- veiðiráðsins, IWC hófst í Glasgow í Skotlandi. Hún lagði áherslu á, að ákvörðunin hefði verið tekin á vísindalegum gmnni og stríddi ekki gegn Ríóyfirlýsingunni. Norska sendinefndin mun beita sér fyrir því, að IWC samþykki nýtingar- reglur, sem heimili Norðmönnum nægilegan hrefnukvóta á næsta ári, en ella ætla Norðmenn að skammta sér kvóta sjálfír. Þá má geta þess, að vísindanefnd IWC hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hrefnustofn- inn í Norðaustur-Atlantshafi sé 86.700 dýr. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins töldu Norðmenn að þessi ákvörðun gæti haft þau áhrif að Hvalveiðiráðið breytti um afstöðu til hvalveiðibannsins og samþykkti veiðikvóta. Tilkynningin vakti hins vegar hörð viðbrögð innan ráðsins. John Knauss, formaður bandarísku sendinefndarinnar, lýsti því yfir, að það væru mikil vonbrigði að Norð- menn hefðu ákveðið að taka upp atvinnuveiðar hvað sem hvalveiðiráð- ið segði. Hann lýsti undrun sinni á að Norðmenn skyldu taka þessa ákvörðun í ljósi þess að þeir væru í fararbroddi þjóða heims í umhverfís- málum. Hörð viðbrögð John Gummer, landbúnaðarráð- herra Breta, tók í sama streng og sagði að Norðmenn gætu ekki ætlast til að kröfur þeirra til annarra þjóða í umhverfismálum yrðu teknar alvar- lega ef þeir gætu ekki sætt sig við meirihlutaákvarðanir sem gengju gegn þeirra hagsmunum. Umhverfísvemdarsamtök brugð- ust einnig hart við tilkynningu Norð- manna. Grænfriðungar fordæmdu Norðmenn og líktu þeim við sjóræn- ingja. World Wild Life for Nature sagði í yfirlýsingu að fyrirætlun Norðmanna væri augljóslega brot á reglum hvalveiðiráðsins og heimur- inn yrði að bregðast hart við. Norðmenn mótmæltu hvalveiði- banninu á sínum tíma og geta því stundað hvalveiðar án þess að bijóta gegn reglum hvalveiðiráðsins. J Ar- vesen, formaður norsku sendinefnd- arinnar á ársfundinum, sagði við Morgunblaðið að þótt hvalveiðiráðið samþykkti ekki hrefnuveiðikvóta fyr- ir Norðmenn á þessum fundi myndu Norðmenn ekki ganga úr ráðinu að sinni. „Við munum bíða og sjá til hvað kemur út úr næsta ársfundi ráðsins í Japan,“ sagði Arvesen. Guðmundur Eiríksson, formaður íslensku sendinefndarinnar í Glasgow, sagði við Morgunblaðið, að ákvörðun Norðmanna væri fullkom- lega skiljanleg og íslendingar myndu eiga samstarf við Norðmenn um áframhaldið. Utanríkisráðherra Norðmanna kynnti íslenskum ráð- herrum ákvörðunina kvöldið áður en hún var gerð opinber. Frá og meö 1 júlí fær Féfang hf nýtt símanúmer Hafnarstræti 7,101 Reykjavík, sími 61 45 00. Ráðstefna norrænna röntgenlækna: Island í fararbroddi 1 myndgreiningu RÁÐSTEFNU norrænna röntgenlækna, hinni fimmtugastu í röð- inni, lauk í gær. Fram kom m.a. á ráðstefnunni að ísland er í farar- broddi á Norðurlöndunum hvað viðvíkkur nýjasta búnað til mynd- greiningar. Á íslandi er eitt segulómunartæki fyrir 250.000 íbúa en í Svíþjóð er t.d. eitt slíkt tæki fyrir hverja 500.000 íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.