Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNl 1992 31 Þorgeir Jósefsson, Akranesi - Minning Með Þorgeiri Jósefssyni er geng- inn einhver best gerði maður sem ég hef kynnst. Hann hafði svo marga góða eiginleika; drengskap, umburð- arlyndi, sterka greind, góðvild, létta lund og svo bjartsýnina. Þessa tak- markalausu bjartsýni sem hjálpaði honum svo oft í baráttunni við lang- varandi veikindi og í öllum hans störfum. Þorgeir fæddist og ólst upp að Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Hann var næstelstur fjögurra barna hjónanna Jóreiðar Jóhannesdóttur og Jósefs Jósefssonar sem þar bjuggu. Þorgeir hafði ekki áhuga á að gerast bóndi og því var það að þeg- ar hann var 16 ára gamall lá leið hans til Akraness þar sem hann gerðist nemi í vélsmíði hjá Ólafi Olafssyni í Deild. Þorgeir hóf námið 6. október 1918, en í þeim sama mánuði hófst gos í Kötlu og spánska veikin tók að heija á fólk. Það var því ekki sérlega bjart yfir Akranesi fyrstu vikurnar sem Þorgeir bjó hér, en hann tók fljótt miklu ástfóstri við Akranes sem hélst meðan hann lifði. Á árunum 1920-1927 var Þorgeir sendur til Sandgerðis á vetrarvertíð- um til að annast viðgerðarþjónustu við bátaflotann þar. Oftast var hann einn við þessi störf, en stundum við annan mann. Það hafa sagt mér eldri menn að Þorgeir hafi verið einhver harðduglegasti maður sem þeir hafi kynnst og afköst hans hafi oft verið með ólíkindum. Árið 1928 stofna þeir Þorgeir og Ellert bróðir hans svo eigin vél- smiðju. Þeir reistu sér 50 fermetra hús og eignuðust rennibekk og bor- vél. Ekkert rafmagn höfðu þeir og knúðu þessi tæki með dísilvél. Önnur verkfæri voru handknúin og hvorki áttu þeir gas- né logsuðutæki. Öll meiriháttar smíði fór fram í eld- smiðju. Ellert dó á besta aldri árið 1935. Eftir það varð Jóhann Pálsson með- eigandi Þorgeirs að vélsmiðjunni. Árið 1937 keypti Þorgeir slippinn sem útgerðarmenn á Akranesi áttu °g byggði nýja dráttarbraut og í framhaldi af því skipasmíðastöð þar sem hægt var að byggja allt að 150 tonna tréskip. Um þetta leyti tók heilsa Þorgeirs að bila og hætti hann þá í smíðunum Fæddur 14. júní 1933 Dáinn 19. júní 1992 Walter var fæddur að Stóru- Háeyri á Eyrarbakka og voru for- eidrar hans Anton V. Halldórsson, bryti, síðar starfsmaður Lands- banka íslands í Reykjavík, og kona hans, Jónína Kristín Gunnarsdóttir. Hann ólst upp á Eyrarbakka hjá foreldrum sínum og systkinum til 15 ára aldurs. Hann undi þar glað- ur við leik og störf, enda margt við að vera fyrir börn og unglinga á Eyrarbakka á þeim árum, t.d. fjaran og túnin, skautasvell á Hóp- inu og ótal margt fleira. Þar gekk hann í barnaskólann. Walter unni ætíð æskustöðvunum og skrapp þangað gjarnan, þegar færi gafst. En árið 1948 ákváðu foreldrar hans að flytja til Reykjavíkur ásamt börnum sínum. Það hefur verið mikil breyting fyrir 15 ára ungling. En Walter aðlagaðist fljótt borgar- h'finu í Reykjavík. Walter gekk menntaveginn. Hann var mjög góður námsmaður og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Síðan lá leiðin í Háskóla ís- lands og lauk hann þaðan lögfræði- prófi 1959. Héraðsdómslögmaður varð hann árið 1963 og hæstarétt- arlögmaður árið 1967. Hann vann og sneri sér alfarið að framkvæmda- stjórn fyrirtækjanna og gegndi því starfí til ársins 1983 er hann lét af störfum. Þá orðinn 82 ára. Þorgeir átti við veikindi að stríða í áratugi, en lét aldrei bilbug á sér finna á hveiju sem gekk. Á sjötta áratugnum stofnaði hann Byggingafélagið Fell ásamt Einari Helgasyni. Fell rak umfangsmikla verktakastarfsemi og steypustöð í fjölda ára. Ég átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmaður Þorgeirs í rúm 20 ár og eignast vináttu hans og fjölskyldu hans. Ég kom til starfa hjá honum þegar þeir feðgar Þor- geir og Jósef sonur hans voru að leggja drögin að sameiningu fyrir- tækjanna og stórkostlegri uppbygg- ingu, skipalyfta var keypt og ný 3.000 fermetra skipasmíðastöð reist og smíði stálskipa hafin. Starfs- mönnum fjölgaði fljótlega úr 50 í 120 og umsvifin margfölduðust. Til þess að þetta væri hægt varð að byggja upp gríðarmikið land, þar sem sjórinn hafði nær eytt tanganum sem skipasmíðastöðin stendur á. Þessi framkvæmd sparaði bæ og ríki stórar fjárhæðir í landbrotsvörnum. Ég býst við að fólk átti sig ekki á því í dag hve gífurlegt átak það var að hefja stálskipasmíði á ís- landi. Menn urðu hreinlega að byija frá grunni og fikra sig áfram, reka sig á og læra af reynslunni. Það var oft gaman að heyra þá ræða málin brautryðjendurna, Þorgeir, Skafta á Akureyri, Marselíus á Isafirði og Jón í Stálvík. Alit voru þetta eldhugar sem blésu á vandamálin og séu allt- af bjart framundan á hveiju sem gekk. Þorgeir þakkaði það oft Bjarna Benediktssyni að stálskigasmíði skyldi verða að veruleika á íslandi. Hann hvatti frumheijana óspart og gerði allt sem í hans valdi stóð til að styðja við bakið á þeim. í skipasmíðastöðvum Þorgeirs hafa verið smíðuð um 40 skip, allt frá 20 upp í 450 tonn, flest fiski- skip, en einnig skemmtisnekkja, se- mentsfeija og bílafeija. Þorgeir lagði jafnan ríka áherslu á að skipin væru vönduð og vel úr garði gerð og fyrir- tækinu og starfsmönnum þess til sóma. Þorgeir hafði mikla trú á íslensk- um skeið að prófi loknu á lögfræði- skrifstofu í Reykjavík, síðan var hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri um tíma. Einnig vann hann við kennslustörf og blaða- mennsku í nokkur ár. Árið 1963 gerðist hann fulltrúi hjá Fram- kvæmdabanka Islands og síðan hjá Framkvæmdasjóði. Hann stofnaði eigin lögfræðistofu í Reykjavík árið 1969. Walter var fríður sýnum og stundaði íþróttir á yngri árum sín- um. Hann var ákaflega heiðarlegur og góður og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Walter var víðlesinn og fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar með lestri erlendra og innlendra tímarita. En þó hélt hann mest upp á íslenskar fornsögur og hafði einatt á hraðbergi tilvitnanir í þær, einkum Njálssögu. Walter var félagslyndur og vinmargur á yngri árum sínum og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann ferðaðist talsvert til útlanda og hafði ánægju af og kom hann þá ætíð hlaðinn gjöfum til fólksins síns aftur. Ég kynntist Walter fyrst er hann vann í Framkvæmdabanka íslands og enn betur kynntumst við er ég giftist systur hans Elsu. Walter átti 3 systkini: Baldur Anton, fæddur árið 1929, dó aðeins 3ja ára gamall. Elsa Rúna, fædd um iðnaði og sagði oft að það sem menn gætu smíðað í öðrum löndum gætum við jafnt smíðað á íslandi. Trúr þessari skoðun lét hann sína menn smíða ýmislegt sem flestir keyptu erlendis frá, t.d. stóra steypuhrærivél sem hrærði alla steypu fyrir Akurnesinga í 20 ár, risastóran bílkrana og stefnisbor fyrir skip, mikið nákvæmnistæki sem reynst hefur sérlega vel. Eins var það að þegar verið var að byggja ný skip vildi hann smíða í þau ýmsa hluti sem sumum fannst auðveldara að kaupa erlendis frá. Þorgeir hafði einstaklega gott lag á að vinna með fólki og var í mjög nánu sambandi við starfsmenn sína. Hann hafði aldrei einkaskrifstofu en var tímunum saman á róli um hinar ýmsu deildir fyrirtækisins og hafði svo aðsetur handan skrifborðsins hjá mér þess á milli. Ef til vill þykir ýmsum þetta óvenjulegur stjórnun- arstíll, en Þorgeiri reyndist þessi aðferð vel og hann gjörþekkti æða- sláttinn í fyrirtækinu. Þorgeiri hélst alltaf mjög vel á starfsmönnum og mikill fjöldi manna vann hjá fyrirtækjum hans í ára- tugi, sumir alla sína starfsævi. Hann hafði oft orð á því hvað þessir menn væru sér mikilvægir og reynsla þeirra ómetanleg. Það lætur nærri að 600 íslenskir iðnaðarmenn hafi numið fag sitt hjá fyrirtækjum Þorgeirs. Hann hafði mikla ánægju af samskiptunum við þessa ungu menn, stríddi þeim oft góðlátlega en leiðbeindi þeim og liðk- aði til fyrirþeim eins og hann mögu- lega gat. Ofáir eru þeir sem hann aðstoðaði við stofnun heimilis og húsbyggingu. Enda er það svo að ef maður hittir gamla nema Þorgeirs minnast þeir hans jafnan með mik- illi hlýju. Eins var það með viðskiptavini hans. Þorgeir hafði afskaplega gam- an af að kynnast þeim og ræða við þá um alla heima og geima, bæði útgerðarmenn og skipveija á bátum sem komu í slipp. Tókst mikil vin- átta með honum og mörgum þessara manna sem hefur haldist síðan. Gott dæmi um það er sú tryggð og um- hyggja sem Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður í Grundarfirði og Helga kona hans sýndu Þorgeiri allt til hins síðasta, en fyrir þau byggði hann þijú glæsileg stálskip á átt- unda áratugnum. Bjartsýni Þorgeirs var einstök. Það var alveg sama hvað á bjátaði, alltaf sá Þorgeir björtu hliðarnar. Mér er það minnisstætt þegar skipa- lyfta fyrirtækisins hrundi fyrir u.þ.b. 20 árum. Tjónið nam mörg hundruð 1939, gift undirrituðum og eiga þau einn son, Anton Björgvin. Yngstur er Gunnar Halldór, fæddur 1945, starfsmaður Landsbanka íslands. Faðir hans dó árið 1964 aðeins 61 árs að aldri og syrgði Walter hann ákaflega mikið og nú deyr Walter sjálfur aðeins 59 ára gam- all. Hann var stoð aldraðrar móður sinnar og var henni ákaflega góður og syrgir hún nú son sinn sárt. Hin síðustu ár átti Walter við vanheilsu að stríða. En hann bar sig vel og kvartaði aldrei. Hann var ókvæntur og barnlaus. Ég vil að leiðarlokum þakka Walter samfylgdina og bið honum guðs blessunar á öðru tilverustigi. Eyjólfur Björgvinsson. milljónum króna á núgildandi verð- lagi og flestir sáu fram á endalok fyrirtækisins. En ekki Þorgeir. Þeg- ar samstarfsmenn hans æðruðust sagði hann að þetta væri bara smá aðvörun. „Við vorum farnir að græða svo mikið, nú byggjum við upp og gerum þetta helmingi betra en það var.“ Og svo var byggt upp og aldrei litið til baka til að barma sér yfír óhappinu. Svona var þetta alltaf. Þegar eitt- hvað óvænt skeði var oftast við- kvæðið hjá Þorgeiri: „Þetta er nú svo alvanalegt góði minn.“ Ég held ég hafi aldrei heyrt hann segja æðru- orð, alveg sama á hveiju gekk. Þorgeir var afskaplegá félags- lyndur maður og kom víða við í þeim efnum. Hann var einn helsti hvata- maður að stofnun Iðnskólans á Akranesi og sat lengi í skólanefnd hans. Uppbygging sjúkrahússins var honum mikið hjartans mál og sat hann í stjórn sjúkrahússins í ára- tugi. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmálum iðnaðarmanna og sótti iðnþing í áratugi, síðast hálf níræður og hafði alltaf jafn gaman af. Hann starfaði mikið og lengi í félagi drátt- arbrauta og skipasmiðja og tók þátt í starfí hinna ýmsu félaga og klúbba á Akranesi og var alls staðar mjög virkur í starfi og hafði af þessu mikia ánægju. Þorgeir var einhver einlægasti sjálfstæðismaður sem ég hef kynnst og gegndi ijölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn, sat m.a. í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Akraness í áratugi og var mjög farsæll á þeim vett- vangi. Hann var allra manna dugleg- astur við að sækja fundi sjálfstæðis- manna og mætti t.d. á þá fundi sem við frambjóðendur flokksins á Vest- urlandi héldum á Akranesi fyrir síð- ustu Alþingiskosningar og tók þátt í starfinu á kjördag, þá tæplega 89 ára gamall og farinn að 'kröftum. Sjálfstæðismenn á Akranesi þakka honum mikil og farsæl störf og sér- lega ánægjuleg samskipti í hvívetna. Það var fyrir orð Þorgeirs sem ég fór fyrst í framboð til bæjarstjórn- ar árið 1970. Síðan hefur hann hvatt mig mjög í mínu pólitíska starfi og gefið mér mörg góð ráð sem seint verða fullþökkuð. Þegar Þorgeir varð áttræður sam- þykkti bæjarstjórn Akraness ein- róma að gera hann að heiðursborg- ara Akraness. Ég fann að honum þótti mjög vænt um þessa við- urkenningu þó ekki hefði hann mörg orð þar um. Þorgeir var hamingjumaður í sínu einkalífi. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Svanlaugu Sigurð- ardóttur frá Akbraut á Akranesi, sem lifir mann sinn. Þau hjón voru ákaflega samrýnd og stóð þétt sam- an í blíðu og stríðu. Þau eignuðust 5 börn. Sonur þeirra Halldór lést tæplega tveggja ára gamall, en upp komust Jóhanna Jóreiður, gift Hjalta Jónassyni, búsett í Reykjavík, Jósef Halldór, kvæntur Þóru Björk Krist- insdóttur, búsettur á Akranesi, Jón- ína Sigríður, gift Leifi ívarssyni, búsett í Hafnarfirði og Svana, gift Gunnari Kárasyni, búsett á Akur- eyri. Allt er þetta myndarfólk sem hefur reynst foreldrum sínum frá- bærlega vel. Að leiðarlokum viljum við Guðný þakka Þorgeiri samfylgdina og ein- stakan velvilja í okkar garð og kveðj- um hann með mikilli virðingu og þakklæti. Konu hans og börnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Þorgeir Jósefsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri á Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. júní sl. í hárri elli. Með Þorgeiri er fallinn frá mik- ill athafnamaður, máttarstólpi sinnar byggðar. Þorgeir var fæddur að Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarstrandar- hreppi 12. júlí 1902 ogvoru foreldr- ar hans hjónin Jósef Jósefsson bóndi þar og Jóreiður Jóhannes- dóttir. Þorgeir er löngu þjóðkunnur athafnamaður og meðal brautryðj- anda á sviði íslenskra skipasiriíða og málmiðnaðar. Hann var annar stofnanda Vél- smiðju Þorgeirs og Ellerts hf. árið 1928 og Dráttarbrautar Akraness 1938. Hann gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra Þorgeirs og Ellerts hf. allt til ársins 1983. Ugpbygging í sjávarútvegi okkar Islendinga hefur hvílt á herðum margra. Bæði þeirra sem við útgerð hafa starfað og einnig þeirra sem sinna þjón- ustu við útgerðina. Þorgeir Jósefs- son átti án nokkurs vafa stóran hlut í eflingu skipasmíðaiðnaðar og þeirri miklu þróun sem orðið hefur í fiskiskipaflota landsmanna. Hann var þekktur fyrir traust viðskipti og vönduð enda bar allt hans fas þess augljós merki, að þar fór maður, sem lagði áherslu á það umfram allt að orð sksyldu standa og verkin mættu tala. Kynni mín af Þorgeiri Jósefssyni voru tengd stjórnmálum og starfi innan Sjálfstæðisflokksins og varð ég aðnjótandi hollra ráða og góðra óska hins reynda manns. Þorgeir var málssvari hins fijálsa framtaks og sýndi það í verki jafnframt því sem hann vann að félagsmálum í hreppsnefnd Ytri-Akranesshrepps og síðar Akranesskaupstað sem bæjarfulltrúi. Á þeim vettvangi helgaði hann sér starfssvið jafnt á vettvangi atvinnumála sem og á sviði heilbrigðismála, mennta- og félagsmála. Starfssvið hans hefur verið ótrú- lega víðfemt eins og vill verða um stórhuga menn, sem sjá þarfir byggðar sinnar blasa hvarvetna við og vilja leggja hönd á plóginn. Það hefur verið styrkur Sjálf- stæðisflokksins að eiga í sínum röðum slíka máttarstólpa sem Þor- geir Jósefsson. Fyrir störf hans í þágu flokksins á Vesturlandi vilja sjálfstæðismenn þakka að leiðar- lokum, en minningin um hann mun lifa. Eftirlifandi eiginkonu Þorgeirs, Svanlaugu Sigurðardóttur, bömum þeirra og barnabörnum votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Sturla Böðvarsson. Minning: Walter Antonsson hæstaréttarlögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.