Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 21 Gorbatsjov segir ástandið liættulegt MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, sagði í viðtali við samveldissjónvarpið á sunnu- dag að hann teldi ástandið í Rússlandi nú vera gífurlega alvarlegt og jafnvel stórhættu- legt. „Eg held að málum sé svona komið vegna þess að al- varleg mistök hafa átt sér stað við stefnumörkun og ekki síst við framkvæmd efnahagsum- bótanna," sagði Gorbatsjov. Hann bætti því við að hann teldi að leggja bæri sérstaka áherslu á einkavæðingu. Um þjóðerniseijur innan samveldis- ins sagði Gorbatsjov að þróunin í átt að sjálfstæði lýðveldanna væri óstöðvandi. Hins vegar teldi hann að enn væri hægt að grípa í taumana og móta samveldið þannig að það yrði uppbyggt á svipaðan hátt og Evrópubandalagið nú. Lík Exxon- forstjóra finnst LÍK Sidney Resos, forstjóra Exxon International, stærsta dótturfyrirtækis Exxon-olíu- fyrirtækisins, fannst í skógi í suðurhluta New Jersey á laug- ardagskvöld. Reso, sem var 57 ár gamall, hafði verið rænt af heimili sínu fyrir tveimur mán- uðum. Fyrrum öryggisvörður hjá fyrirtækinu og eiginkona hans voru handtekin fyrir nokkru vegna málsins og hafa verið lagðar fram ákærur á hendur þeim. Harðlínu- menn skipaðir í embætti TVEIR harðlínumenn hafa ver- ið skipaðir í há embætti innan rússneska hersins. Annars veg- ar hefur Alexander Lebed verið skipaður yfírmaður rússneska hersins í Moldovu og hins vegar hefur Borís Gromov tekið við embætti sem aðstoðarvarnar- málaráðherra Rússlands. Þeir eru báðir harðir þjóðemissinnar og er talið líklegt að þetta sé tákn um að rússneski herinn (áður Rauði herinn), sem er enn í öllum lýðveldum Samveldis sjálfstæðra ríkja, muni láta til sín taka í auknum mæli í þjóð- ernisátökum. Þannig lét Lebed hafa það eftir sér í viðtali að herinn myndi ekki sitja aðgerð- arlaus og horfa upp á annað „þjóðarmorð“ líkt og það sem átt hefði sér stað í Moldovu 19.-22. júní sl. Franskur bær hafnar inn- flytjendum ÍBÚAR franska smábæjarins Hautmont greiddu á sunnudag atkvæði um tillögu borgar- stjóra bæjarins þess efnis að komið yrði í veg fyrir að fleiri innflytjendur myndu setjast þar að. Alls voru 87% þeirra sem greiddu atkvæði fyigjandi til- lögunni. Hautmont, sem er í grennd við belgísku landamær- in, hefur átt við mjög erfitt efnahagsástand að stríða und- anfarin ár og eru 30% atvinnu- færra manna í bænum atvinnu- laus sem stendur. Innflytjend- ur, flestir af norður-afrískum uppruna, eru 18% íbúa þessa 17 þúsund manna bæjarfélags. Maastricht og fjárhagsáætlun ganga fyrir aðildarviðræðum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR Evrópubandalags- ins ítrekuðu á fundi sínum í Lissabon fyrir helgina nauðsyn þess að Maastricht-samkomulag- ið verði staðfest áður en kemur til formlegra viðræðna við ný aðildarríki að bandalaginu. í yfírlýsingu fundarins segir jafnframt að ekki verði gengið til neinna aðildarsamninga fyrr en ný fimm ára fjárhagsáætlun EB liggi fyrir. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem tekur við forsæti í ráðherraráðinu um mánaðamótin, sagði að beðið yrði eftir viðbrögðum dönsku stjórnarinnar við úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar í landi 2. júní. Poul Schluter, forsæt- isráðherra Danmerkur, sagði hins vegar að Danir biðu eftir því hvern- ig Bretar og Frakkar afgreiddu Maastricht-samkomulagið. Sam- kvæmt niðurstöðum leiðtogafund- arins verða Danir að gera upp við sig í nánustu framtíð hvort þeir vilja vera með í EB eða ekki. í yfirlýsingu sem birt var að lokn- um leiðtogafundinum í Lissabon á laugardag er lögð áhersla á þann ásetning allra aðildarríkjanna, utan Danmerkur, að staðfesta Maastric- ht-samkomulagið eins og ekkert hafi í skorist. Á fundinum tóku leiðtogarnir af allan vafa um nauðsynlegar for- sendur þess að viðræður við ný aðildarríki gætu hafíst. Þó svo að Bretar hafi heimild til að hefja nú þegar könnunarviðræður við þau aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) sem þegar hafa sótt um aðild að EB (Svíþjóð, Finn- land, Austurríki og Svissland) heíj- ast formlegar aðildarviðræður við þessi ríki ekki fýrr en EB hefur leyst innri vandamál sín. Það er annars vegar staðfesting Maastric- ht-samkomulagsins og hins vegar afgreiðsla fjárhagsáætlunar banda- lagsins fyrir árin 1993-1997. Sam- kvæmt tillögum framkvæmda- stjómarinnar eiga framlög aðildar- ríkjanna í heild að hækka um þriðj- ung og sérstökum sjóði komið á fót til að styrkja atvinnulíf og bæta lífs- kjör í fátækari aðildarríkjunum. Gert er ráð fyrir að til kjarajöfnun- ar innan EB fari rúmlega helming- ur þeirrar hækkunar sem fram- kvæmdastjórnin leggur til. Ríkin í norðurhluta bandalagsins hafa ver- ið treg að samþykkja þessa hækkun en væntanlegir þiggjendur styrkj- anna, Portúgal, Grikkland og írland með Spán í broddi fylkingar, setja þessar nýju áherslur á efnahagsleg- an jöfnuð sem skilyrði fyrir aðild nýrra ríkja að EB. Reiknað er með því að afgreiða íjárhagsáætlunina á leiðtogafundi í Edinborg í desem- ber. Eina afdráttarlausa ákvörðunin sem leiðtogarnir tóku var að endur- ráða Jacques Delors sem forseta framkvæmdastjórnarinnar næsta kjörtímabil, en kjörtímabii forsetans er tvö ár. Aðrir meðlimir fram- kvæmdastjómarinnar verða valdir á leiðtogafundinum í Edinborg og ræðst þá af afdrifum Maastricht- samkomulagsins hvort kjörtímabil þeirra verður tvö ár eða fjögur. A Ovænt heimsókn Frakklandsforseta til Sarajevo: Flestir lofa þor Mitterrands Reuter Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna koma þyrlu föruneytis Mitterrands í slyól eftir að hún hafði laskast í skotárás múslima á flugvöllinn. I bak- sýn til vinstri sést skriðdreki serbneskra sveita í Ijósum logum. London, Sar^jevo. Reuter. EVRÓPSKIR stjórnmálamenn lofuðu í gær óvænta ferð Franco- is Mitterrands Frakklandsfor- seta til Sarajevo á sunnudag og sögðu hana bera vott um hug- rekki og mannúð. Margir ýjuðu þó að þvi að ferðin hefði verið farin fyrst og fremst til að hressa upp á fölnandi ímynd hins 75 ára gamla forseta heima fyrir og til að stela senunni af öðrum evr- ópskum leiðtogum, sem hafí ver- ið látnir vita af henni með litlum eða engum fyrirvara. Mitterrand fór óvænt af leiðtoga- fundi Evrópubandalagsins í Lissa- bon á sunnudag og flaug til Sarajevo, þar sem harðir bardagar höfðu geisað í Dobrinja-hverfinu í nágrenni flugvallarins. Gæslulið Sameinuðu þjóðanna tók á móti honum og ók honum inn í borgina í brynvarinni bifreið. Mitterrand hitti forseta Bosníu-Herzegovínu, Alija Izetbegovic, að máli og kynnti sér ástandið í borginni. Þegar forsetinn ætlaði burt úr Sarajevo eftir sex stunda heimsókn braust út skothríð á flugvellinum. Mitterrand og föruneyti hans leit- uðu skjóls 200 metrum frá serb- neskum skriðdreka sem skaut á sveitir múslima, en þær náðu að særa sex Serba og löskuðu einnig þyrlu sem aðstoðarmenn Mitterr- ands komu í. Mitterrand fór með annarri þyrlu frá Split í Króatíu, en þaðan flaug hann í einkaþotu sinni heim 'til Parísar. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lofaði ferð Mitterr- ands til Sarajevo og sagði að hann hefði verið látinn vita af ferðinni fyrirfram. Douglas Hurd, utan- ríkisráðherra Bret- lands, sagði að hinn roskni forseti hefði sýnt hugrekki til að varpa ljósi á þján- ingar fólks og slíkt væri virðingarvert. Hins vegar lét utan- ríkisráðherra Belgíu, Jean-Luc De- haene, í ljós nokkra óánægju og sagði að þó að forsetinn hefði sýnt mikið hugrekki væru aðgerðir sem ákveðnar væru sameiginlega meira virði en „það sem mætti kalla per- sónulegan sigur án áþreifanlegs árangurs." OPIl) I ALLT SUHAR f SIJIHJRVLUI SUMARKORT -frjáls mætinc Sumarkort býður upp á frjálsa mætingu, eins oft og þú vilt innan þeirrar tímalengdar og á þeim tímum dags sem þú sjálf velur. Þetta er nýjung hjá okkur og vonumst við til þess að hún eigi eftir að þjóna þér vel. 4 eða 8 VIKUR fyrir konur á öllum aldri. Kortin gilda í 4 eða 8 vikur. 5 daga vikunnar getur þú mætt eins oft og þú vilt. Ljósatímar fylgja fyrir þær sem vilja. Barnapössun fyrir hádegi. SVONA FERÐ ÞÚ AÐ: Þú kemur eða hringir í síma 813730 og pantar kort; Gutt kort fyrir morguntíma. Grænt kort fyrir síðdegistíma. Rautt kort fyrir kvöldtíma. SUÐURVERI - HRAUNBERGI 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.