Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÖNÍ 1992 TAXI % LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR TILBOÐ VONDUÐ TEPPll MIKIÐ ÚRVAL BETRA VERÐ ALLAR INNRÉTTINGAR VANDAÐAR INNRÉTTINGAR LAKKAÐAR INNRÉTTINGAR ÍSLENSKAR INNRÉTTINGAR Trésmiðjan f/iGlJS HF Unubakka 20, Þorlákshöfn ©98-33900 Pökkunar límbönd Cæbalímbönd sem bregbast ekki. Hraðvlrk lelð vlð pökkunarstörfin. J.S.Helgaton DraghálsU S:<8 5152 ......................... Á sama tíma aðári eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „Ríkisskólarnir hafa gott af að fá samkeppni," var haft eftir Ólafi G. Einarssyni 8. júní 1991. Þar sem hann var þá nýsestur í stól mennta- málaráðherra beið ég þess að átak yrði gert í ríkisskólunum og þeir gerðir samkeppnishæfari. Ári síðar, eða 7. júní sl., heyrði ég ráðherrann segja eftirfarandi í fréttum Bylgj- unnar: „Ég held að það sé út af fyrir sig ágætt að ríkisskólarnir fái samkeppni. Hins vegar vonast ég náttúrlega til að ríkisreknir skólar standi sig jafn vel og einkaskólam- ir. Það er auðvitað það sem við hljót- um að keppa að.“ Ein aðalrökin fyrir því að veita einkaskólum leyfi til reksturs virðist vera sú að þann- ig fái ríkisskólarnir samkeppni. Þegar æðsti yfirmaður minn fylltist slíkum keppnishug þá sá ég í anda drauminn um einsetinn skóla og lengri og samfelldan skóladag verða að veruleika. Námsgögn yrðu fjölbreyttari og bekkjadeildir fá- mennari. Hver nemandi fengi að njóta sín en lærði jafnframt að virða sérhvern einstakling. Lqksins yrði hægt að framfylgja Aðalnámskrá og lögum um gmnnskóla. í draum- um mínum tóku menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra höndum saman og bættu kjör kennara til að laða að úrvalskennara. Hvað hefur menntamálaráðherra gert á undanförnum tólf mánuðum til að efia ríkisskólana og gera þá samkeppnishæfari? Hvert áfallið hefur rekið annað. Niðurskurðurinn margumtalaði, framkvæmd ýmissa mikilvægra ákvæða grunnskólalag- anna frestað, ásakanir mennta- málaráðherra í garð kennara og enginn samningsvilji. Niðurskurðurinn skyldi aðeins vera í eitt ár þó að lengi vel væri ekki vitað hvort átt væri við fjár- lagaár eða skólaár. Á skólaárinu 1992-1993 fá nemendur færri kennslustundir og fleiri verða í hverri bekkjardeild en síðastliðið ár. Bekkjardeildir verða leystar upp og nemendur fluttir til. Námsgreinar verða skornar niður, þannig fá t.d. ekki allir tíu ára nemendur dönsku- kennslu, tekinn verður tími af tón- mennt, samfélagsfræði, heimilis- fræði, íþróttum, íslensku eða stærð- fræði í 5.-10. bekk. Væri grunn- skólalögunum frá 1991 framfylgt liti stundatafla nemendanna öðru- vísi út vegna þess að þar er gert ráð fyrir að kennslustundum fjölgi haustið 1992 í stað þess að fækka eins og sjá má í eftirfarandi töflu: í efstu bekkjum grunnskólans eru nemendur því þremur til fjórum kennslustundum færri á viku í skól- anum næsta skólaár en lög gera ráð fyrir. Þetta er í algerri andstöðu við erindisbréf nefndar þeirrar sem er að endurskoða lög um grunn- Nýtt frá SENSODYNE SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER ÞÆGILEGA í HENDI. LLi 5ÉÁRCH n t N T \ j TAP|. L dI¥íal tapf SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLÉGT i HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KBVlIKAllA Hörgatúni 2, Garöabæ Sími 40719 Árgangur kennslu kennslu stundafj. stundafj. skólaárið skv. lögum ’92-’93 um gr.sk. frá 1991 1. bekkur 24 25 2. bekkur 24 25 3. bekkur 24 25 4. bekkur 26 27 5. bekkur 28 32 6. bekkur 30 34 7. bekkur 32 36 8. bekkur 33 36 9. bekkur 33 37 10. bekkur 33 37 og framhaldsskóla þar sem m.a. eitt af verkefnunum er að kanna hvernig hægt er að efla unglinga- deildir grunnskólans til að undirbúa betur en nú er unglinga undir frek- ara nám í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra undirstrik- aði í fjölmiðlum, á fundum og í bréfum að einungis væri verið að taka viss ákvæði grunnskólalag- anna úr sambandi í eitt ár og ein- ungis skorið niður á því ári. I frétt DV 11. apríl sl. segist hann boða enn meiri niðurskurð og að hann muni allt eins leita heimilda til áframhaldandi skerðingar á kennslutíma á næsta ári. Menntamálaráðherra telur að skortur sé á samkeppni milli skóla hér á landi. Hann sagði ennfremur á Rótarýþingi sem haldið var í lok maí að hann vildi efla kerfisbundið námsmat í skólakerfinu og lagði áherslu á mikilvægi prófa. Hæfileg samkeppni getur haft hvetjandi áhrif. Nemendur keppa til að ná settum markmiðum og kennarar vilja að nemendur sínir standi sig sem best á öllum sviðum. Sam- keppni getur líka haft letjandi áhrif því hún felur í sér að einhver tap- ar, verður undir. Kennari reynir að draga úr slíkum áhrifum vegna þess að megintilgangur námsm'ats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið og hvetja þá til sjálfs- mats. Kennara ber að starfa eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar segir m.a.: „Undirstöðuatriði lýð- ræðislegra hugmynda er ákveðinn mannskilningur. í honum felst í senn vitneskja um jafngildi allra manna og virðing fyrir hinu sér- stæða gildi mannsins. Jöfnuður, jafnrétti og jafngildi allra einstak- linga á að einkenna allt skólastarf. Þetta á við um tækifæri til mennt- unar og virðingu fyrir einstakling- um. í skólastarfi reynir á sam- ábyrgð nemenda í umgéngni við fólk og umhverfi." (Aðalnámskrá grunnskóla 1989, bls. 19.) Nýr einkaskóli tekur til starfa næsta haust. Þar verður nemendum boðið upp á samfelldan skóladag frá kl. 8.30 til 15.20 nema föstu- daga, þá er hætt klukkustund fyrr. Heildarmínútufjöldi er 1.990 á viku. Níu ára nemandi sem sækir venju- legan ríkisrekinn grunnskóla fær samkvæmt viðmiðunarstundaskrá einungis 1.040 mínútur á viku í kennslu og að auki má reikna með naust Guðrún Ebba Ólafsdóttir „Hvað hefur mennta- málaráðherra gert á undanförnum tólf mán- uðum til að efla ríkis- skólana og gera þá samkeppnishæfari? Hvert áfallið hefur rek- ið annað.“ u.þ.b. 150 mínútum í frímínútur. Mismunurinn samsvarar rúmlega 13 klukkustundum eða 20 kennslu- stundum! Menntamálaráðherra vill samkeppni milli ríkis- og einka- skóla. Með þessu er verið að koma á samkeppni milli foreldra, þ.e.a.s. milli þeirra sem geta borgað og hinna sem minni fjárráð hafa. Njóti þessi einkaskóli styrkja frá ríki og Reykjavíkurborg eins og aðrir einkaskólar í borginni er varla um einkaskóla að ræða. Nærri lagi væri að kalla þessa „einkaskóla" ríkisrekna einkaskóla. Samkeppni milli fyrirtækja á sjálfsagt rétt á sér, slík samkeppni færir okkur t.d. hagkvæmara vöru- verð. Við skulum hafa í huga hlut- verk grunnskólans sem er að mennta börn og unglinga. Sam- kvæmt Aðalnámskrá er þá átt við að fræða, veita félagslegt uppeldi og stuðla að þroska einstaklinga. Skóli er ekki fyrirtæki sem á að sýna hagnað eða versla með nem- endur. Skólinn er menntastofnun. Ég vona að yfirlýsingar mennta- málaráðherra að ári feli í sér stuðn- ing við grunnskólann og þá sem þar starfa. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Niðjamót á Laugum í Sælingsdal NIÐJAMÓT hjónanna Sesselju Sveinbjörnsdóttur, fædd á Laug- um í Súgandafirði 11. febrúar 1893, dáin á ísafirði 10. desem- ber 1950, og Vilhjálms Jónssonar fæddur á Höfða í Grunnavíkur- hreppi 25. maí 1888, dáinn í Reykjavík 24. nóvember 1972, verður haldið á Laugum í Sæl- ingdal, Dalasýslu (16 km norður af Búðardal) heigina 2.-5. júlí nk. Foreldrar Sesselju voru Svein- bjöm Pálsson, f. 4. maí 1954, d. 9. ágúst 1953, og Guðmundína Jónsdóttir, f. 12. maí 1861, d. 16. maí 1907. Þau bjuggu á Botni og síðar á Laugum í Súgandafirði. Foreldrar Vilhjálms voru hjónin Jón Jónsson og Debóra Jónsdóttir. Þau bjuggu á Dynjanda á Jökul- íjörðum. Vilhjálmur og Sesselja bjuggu mest allan sinn búskap á ísafirði. Þau eignuðust 13 börn. Tveir synir dóu ungir en ellefu börn þeirra eru á lífi. Afkomendur þeirra Sesselju og Vilhjálms eru nú 276 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.