Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPHjQVINNULÍF þriðjudagur 30. JUNI 1992 iiimm.ii.miF Heill heimur út af fyrir sig íslenski hesturinn kynntur á einni af stærstu landbúnaðarsýningum Bretlands „Og nú, dömur mínar og herrar, fáið þið að sjá eitthvað sem ég get lofað ykkur að þið hafið aldrei séð áður“, sagði kynnirinn á „The Roy- al Bath and West of England Show“, þegar 10 manna sýningar- sveit frá Eddahestum reið inn í aðalhring sýningarinnar. Það voru eflaust orð að sönnu, því að hér í Bretlandi er íslenski hesturinn lítið þekktur. Fyrirtækið Eddahestar var stofn- að af 100 hrossaeigendum og -ræktendum í fyrra með það að markmiði að flytja út og kynna ís- lenska hestinn eríendis. Upphaflega ætlaði fyrirtækið að* einbeita sér á Þýsklandsmarkaði til að byija með og hefur komið sér upp aðstöðu til þess í Kaufungen. Málin hafa hins vegar þróast þannig að fyrsta söl- umiðstöð Eddahesta var formlega opnuð 11. maí sl. á búgarðinum Pitton í námunda við Salisbury í Suður-Engandi. Á opnunardaginn komu um 200 manns alls staðar að frá Bretlandi og sýndu starfsem- inni mikinn áhuga. í framhaldi af því hefur 10 manna sýningarsveit á vegum Eddahesta, skipuð 5 ensk- um og 5 íslenskum knöpum, tekið þátt í tveimur sýningum til að kynna íslenska hestinn. Fyrri sýn- ingin var „The Rutland Show“, í námunda London, sem um 20.000 manns sækja árlega, en sú seinni „The Royal Bath and West of Eng- land Show“. Sú sýning er önnur stærsta landbúnaðarsýning Eng- lands og hana sækja árlega um 150.000 manns. Sýningin stóð yfír dagana 27,- 30. maí og kom sýn- ingarsveit Eddahesta fram daglega með 10 mínútna atriði á aðalsýning- arsvæðinu sem kallaðist „A World in it self“ eða heimur út af fyrir sig. Að auki var veglegur kynning- arbás á vegum fyrirtækisins á staðnum, þar sem fólki gafst kostur á að skoða söluhesta, horfa á mynd- bönd og fá upplýsingabæklinga. HESTASYNING — Sendiherrann í hópi íslensku knapanna eftir vel heppnaða sýningu. Frá vinstri eru Jónas Hrólfsson, Helgi Ágústsson, sendiherra, Þorvaldur Sveinsson, Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Eddahesta, Bergur Jónsson og Pétur Traustgson. Óhætt er að segja að íslensku hest- amir hafí vakið mikla athygli. Fjöldi fólks fylgdist með sýningunni dag- lega og stöðugur straumur áhuga- samra lá að kynningarbásnum. Sigrún Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Eddahesta, sagðist mjög ánægð með undirtektimar og fínna fyrir miklum áhuga. Hún sagði áhuga fjölmiðla hafa verið mikinn og fréttafólk af blöðum, útvarpi og sjónvarpi hafa gert þeim skil. Hún sagði ennfremur greini- legt að fólk sæi með íslenska hestin- um möguleikann á að gera reið- mennsku að fjölskylduíþrótt. Rétti timinn núna Búgarðurinn Pitton, þar sem söl- umiðstöð Eddahesta í Bretlandi er, er í eigu þeirra hjóna í Clair og Jim ISLANDSHESTAFELAGIÐ — Þijár atkvæðamiklar konur úr félaginu. Frá vinstri standa Michelle Food, Jackie Elias og Clair Grocott. Þú færð ekki betri æfingaaalla á betra verði.. 4 íÉK' * xii ■ m m ÍÁ Grocott. Upphaflega kviknaði áhugi þeirra á íslenska hestinum fyrir íjórum ámm þegar þau fóru í ferð með íshestum yfír hálendi íslands. Síðan hafa j)au farið í slíka ferð á hveiju ári. Áhugi þeirra leiddi síðan til þess að þau keyptu sér tvo hesta fyrr á þessu ári, sem varð aftur til þess að þau keyptu búgarðinn Pit- ton til að hafa aðstöðu fyrir þetta nýja áhugamál sitt. „Þegar Einar Bollason sagðí okk- ur frá áformum Eddahesta um að opna sölumiðstöð í Þýskalandi, bentum við honum á, meira í gríni en alvöru, að við ættum nægjanlegt land til að hýsa eina slíka. Áður en við vissum af var hann búinn að taka okkur á orðinu“, Segir Cla- ir brosandi. í framhaldi af því settust þau hjónin niður á eldhúsgólfínu hjá sér og skrifuðu til um 120 sýningarað- ila, þar sem þau kynntu og buðu TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki I v . K«i, ■ ■JH SP l ,á alla fjölskylduna! Barnagallar: frá kr. 4.380,- STÆRÐIR: 128 - 176 FuUorðinsgallar: frá kr. 4.980, ■ REYKJAVÍK: BoKamaðurinn, Trlmmið, Sportmaðurinn, Búsport, Sportval AKRANES: Versl.Óðinn AKUREYRI: Sporthúslð SELFOSS: Vöruhús KÁ fSAFJÖRÐUR: Sporthlaðan SEYÐISFJÖRÐUR: Aldan H/'TEC Heildsöludreifing Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt -meiriháttar merki! fram kynningaratriði með íslenska hestinum. „Við bjuggumst við að árangurinn yrði sá að við kæmumst inn á eina til tvær smásýningar. Við urðum því bæði undrandi og glöð þegar okkur barst jákvætt svar frá þessari stóru og virtu sýn- ingu“, segir Clair, en viðurkennir að þau hafí ekki vitað hvað þau voru búin að koma sér í. Hún segir að samhentur hópur íslandshesta- eigenda hafí brett upp ermamar og gert þetta allt mögulegt. Clair segir að nú séu hagstæð skilyrði til markaðssetningar á ís- lenska hestinum í Bretlandi. „Það hafa átt sér stað breytingar á land- búnaðarlöggjöfínni hér í Bretlandi í þá veru að hestahald á búgörðum fellur nú undir landbúnað sem það gerði ekki áður. Það er okkur til framdráttar." Aðspurð um framtíðina segir Cla- ir: „Við gefum þessu tvö ár og sjáum svo til, en það að hafa kom- ist inn á þessa sýningu hefur afar- mikið kynningargildi og gefur okk- ur vissulega ástæðu til að vera bjartsýn.“ Þetta er mjög spennandi íslandshestafélagið í Bretlandi var stofnað árið 1986. Nokkuð af íslenskum hestum hafa verið í Skot- landi allar götur frá 1956, en áhug- inn hefur breiðst hægt út. Það er ekki fyrr en nú síðasta áratuginn sem Englendingar hafa farið að taka við sér, en Jackie Elias er ein brautryðjendanna í íslandshesta- starfínu í Englandi. Hún keypti fyrsta íslenska hestinn sinn frá Skotlandi árið 1981. „Þá vissi eng- inn hér hvað gangur var“, segir hún. „Smám saman hafa fleiri kom- ið inn í starfíð og við höfum verið dugleg að skrifa greinar í tímarit um hesta til að kynna íslenska hest- inn og kosti hans. „Jackie segir að fram að þesu hafí Englendingar einkum keypt hesta sína frá Þýska- landi, Hollandi, Belgíu og Dan- mörku, „Því við vprum ekki í sam- bandi við neina íslendinga". „Nú eru hjólin hins vegar farin að snú- ast hratt og í fyrra urðu þau kafla- skil í starfí okkar að við héldum fyrsta breska meistaramót íslands- hestafélagsins". Jackie segir mjög spennandi að fylgjast með þróun- inni og það sé félaginu mikil lyfti- stöng að íslendingar skuli nú hafa áhuga á að koma út og vinna með þeim. „Við viljum læra að umgang- ast íslenska hestinn á ykkar vísu og halda honum upprunalegum. Við höfum engan áhuga á að breyta honum og það er því sérstaklega ánægjulegt að fá nú tækifæri til að læra af íslendingum". Texti og myndir: Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Rekstrarvör- ur eru ekki hlutafélag í frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fímmtudag var sagt frá samningi Innkaupastofnunar ríkis- ins og Rekstrarvara um kaup á pappírsvörum fyrir ríkisstofnanir. Fyrir misskilning stóð þar Rekstrar- vörur hf. sem er ekki rétt, fyrirtæk- ið er í einkaeigu. Þá var sagt að Kristján Einarsson væri forstjóri Pappírsvara, en hið rétta er að sjálf- sögðu að hann er forstjóri Rekstrar- vara. TAXI ENOK hf. Hamraborg 14, Kópavogi, simi 91-40097. Bíldshöfða 12 - sími 680010 LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.