Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 Minninff: Andri Már Karlsson Fæddur 16. nóvember 1989 Dáinn 22. júní 1992 Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Með þessum orðum vil ég kveðja hjartfólginn vin minn sem var mér góður félagi síðastiiðið ár á Lyng- ási og í Álfalandi. Þær voru ófáar stundimar sem við eyddum saman í „litla heiminum" og ég þakka honum vinarþel, tjáskipti sem okkur einum var gefið að skilja. Þín vinkona, Ólöf. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Fréttin kom sem reiðarslag. Andri Már var dáinn. Enn einu sinni reiddist ég og skildi ekki af hveiju var verið að taka þetta litla ljós frá foreldrum sínum og skilja þau eftir með opið sár. Einhver tilgangur hlýtur að vera með þessu öllu sam- an _sem við fáum aldrei svar við. Ég kynntist Andra Má og móður hans fyrir tæpum tveimur árum. hann var mikið fatlaður og gat lítið tjáð sig eða hreyft. En þrátt fyrir fötlun sína tókst honum að lokka alla til sín með fallega brosinu og bað um að vera kitlaður svolítið. Þá skellihló hann svo það skein í hvítar tennurnar og líkaminn iðaði allur. Móðir Andra gerði allt sem hún gat gert svo honum liði sem best. Þrátt fyrir að hafa öðrum skyldum að gegna heima fyrir og í vinnu gat hún með fágætri hjálp írisar dóttur sinnar dvalið langtímum saman hjá Andra er hann lá á deild 12-E, Bamaspítala Hringsins. Starfsfólkið þar á miklar þakkir skyldar fyrir þá einstöku umönnun sem það veitti honum og fjölskyldu hans. Margir aðrir lögðu hönd á plóginn til að gera Andra lífið sem létt- bærast. Sérstaklega vil ég nefna starfsfólkið á Lyngási þar sem hann vistaðist hálfan daginn og starfsfólk Álfalands þar sem hann naut vist- unar nokkra sólarhringa í mánuði. Það starf sem innt er af hendi á þessum stöðum og sú umhyggja sem látin er í tré er ómetanlegur styrkur og stuðningur þeim sem þangað leita. Elsku Valia, Ámi, íris og Hildur, ég mun biðja Guð að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Ég veit að orð eru fátækleg á svona stundu en minninguna tekur engin frá ykkur um litla fallega Andra. V Minning Gísli Gíslason Gísli var fæddur á Kalastöðum á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason formaður og vélstjóri á Kalastöðum, fæddur 1866 í Kot- feiju og dáinn 1935 í Vestmanna- eyjum af Auðsholtsætt í Ölfusi. Kona hans var Guðrún Sigurðar- dóttir fædd 1868 á Kalastöðum, dáin 1945 í Vestmannaeyjum, af íragerðisætt. Gísli var fímmti í röðinni af átta systkinum. Elstur var Sigurþór, fæddur 1896, dáinn 1915, Anna Gíslína, fædd 1898, dáin 1984, Sig- urður, fæddur 1900, dáinn 1966, Víglundur, fæddur 1902, dáinn 1977, Þóra, fædd 1906, dáin 1982, Hinrik, fæddur 1908, dáinn 1986 og Ingibjörg, fædd 1911. Gísli fór ungur á sjóinn, 15. maí 1920 er hann skráður á Bifröst frá Hafnar- fírði, þá ekki 16 ára gamall og gekk hann alla leiðina frá Stokks- eyri, síðar komu skipin Surpnse, Loki, Víkingur, Síðu Hallur. Árið 1928 flytur hann ásamt íjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og þar held- ur hann áfram á sjónum, þá ýmist stýrimaður eða háseti, má nefna Þorgeir Goða, Karl, Hiimi, Öminn, Garðar, Leó og Helga. Þegar ég kynnist Gísla 1953 er hann hættur á sjónum og vann hann við neta- gerð eftir það, meðan aldur leyfði. Gísli giftist ekki eðá átti böm, en systursonur hans Sigurþór ólst upp hjá mömmu hans og pabba og kom Gísli þar fljótt í föður stað er afinn dó. Eftir Eyjagosið fluttu þau systkinin Gísli og Ingibjörg til Stokkseyrar aftur, og síðustu þijú árin dvöldu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Gísli var einstakt prúð- menni, þau 39 ár er ég þekkti hann, skipti hann aldrei skapi, alltaf bros- andi og naut þess að tala um ætt- fræði og Ámesinga. í yfír 40 ár hélt systir hans Ingibjörg heimili fyrir þau og er hennar missir mik- ill. Að leiðarlokum þökkum við, ég og fjölskylda mín, Gísla fyrir allt er hann var okkur og óskum honum Guðs blessunar. Þóra Ása. Vegna mistaka við vinnslu blaðs- in8, birtist grein þessi, sem birt- ist sl. laugardag , aftur í heild sinni og er beðist velvirðingar á mistökunum. BIODROGA Silkimjúkar hendur Bio Repair handáburðurinn 340 kr.som.. BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi; Gresika, Rauðarárstíg; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupf. Skagfirðinga; Kaupf. Eyfirðinga; Vestmannaeyjaapótek. Ég sendi einnig ömmum hans og pabba, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hönd þín snerti sálu okkar. Fótspor þín liggja um Líf okkar allt Gleym mér ei. Jóhanna Hauksdóttir. Það vom þungbærar fréttir sem okkur bámst mánudaginn 22. júní sl. Elsku litli og fallegi drengurinn hann Andri Már var látinn, aðeins rúmlega 2 ára að aldri. Lífíð var honum ávallt erfítt og þurfti hann að beijast við veikindi allt til hinsta dags. Þrátt fyrir þessi miklu veik- indi var þó stutt í fallegt bros og hlátur. Með þessum yndislega ljós- hærða dreng áttum við saman margar en þó alltof fáar ánægju- stundir. Huggunarorðin em fá en við emm þess fullviss að Andra Má líður nú vel í faðmi Guðs. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja elsku litla dreng- inn sem alltof snemma var kallaður yfír móðuna miklu. Elsku Valla, Kalli, íris, Ámi og Hildur Ósk, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sorgin og eftir- sjáin er mikil. Hvíli elsku Andri Már í friði, minningin um hann lifir að eilífu í hjörtum okkar allra. Dáinn, horfinn! - Harmafregn! Hvílík orð mig dynur yfir en ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn, hvað væri annars Guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? illur draumur, opin gröf. (Jónsas Hallgrímsson) Kolbrún, Árni, Eva og Brynjar. „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ (Spámaðurinn, Kahlil Gibran). Það má sannarlega segja um litla Andra Má, sem við kveðjum nú í dag, að hann hafí gefíð mikið af sjálfum sér. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári kynntumst við Andra Má fyrst en þá stóð til að hann kæmi á deildina til okkar í Lyngás/Safamýrarskóla. Vegna veikinda hans dróst á lang- inn að hann kæmi til okkar. Fyrstu kynnin urðu því á Landspítalanum, enda þurftum við að læra sérhæfða umönnun sem fylgdi veikindum hans og fötlun. Þrátt fyrir það mikla álag sem Andri Már þurfti að ganga í gegn- um á hveijum degi, til að létta á veikindum sínum, gat þessi litli snáði oft snúið þessum athöfnum upp í skemmtilegan leik. Andri Már var mjög félagslyndur og naut þes að vera í návist annarra. Hann var óspar á fallega brosið sitt og hafði í eðli sínu létta lund. Þótt hjúkrun og umönnun hafí skipað stóran sess í lífí Andra fékk hann líka annars konar þjálfun og ekki var annað að sjá en að hann kynni vel að meta hveija athöfn fyrir sig. Þrátt fyrir hans miklu fötlun voru möguleikar til þjálfunar og leiks með Andra ótal margir og skemmtilegir. Þar kom til hæfileiki hans til samspils við aðra. Andri lét óspart í ljós vilja sinn og gerði greinilega mannamun. Við getum ekki látið hjá líða að minnast á kassabílinn hans sem annar lítill vinur hans dró hann stundum í og þá skríkti Andri af kæti. Okkur er líka minnisstætt hans fyrsta vor- ferðalag sem farið var í fyrir skömmu í Hveragerði, þar naut Morgunblaðið/Sveinbjörn Berentsson Lögregla og slökkvilið að störfum við sumarbústaðinn. Með reykeitrun eft- ir eld í sumarbústað TVEIR menn voru fluttir á slysadeild með reykeitrun er sumar- bústaður í landi Stekks á Álftanesi brann á laugardag. Slökkvi- liði gekk vel að ráða niðurlögum eldsins, sem kviknaði út frá olíukyndingu. Mennirnir voru að reyna kyndinguna er eldur- inn braust út. Annar mannanna fékk að fara heim strax, en hinn síðar sama dag. Klukkan 14.52 á laugardag barst slökkviliðinu í Hafnarfirði tilkynning um að eldur væri laus í sumarbústaðnum. Nýbúið var að setja olíu á kyndinguna og mennimir voru að reyna hana er eldur braust út. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn, sem var á byijun- arstigi þegar að var komið. Mennimir höfðu þá sjálfír reynt að slökkva eldinn með hand- slökkvitæki. Skemmdir á bústaðnum vom litlar, að sögn slökkviliðs. Sperr- ur kringum skorsteininn sviðn- uðu, og rífa varð plötur af þaki. Engar skemmdir urðu af vatni og litlar af reyk. Andri sín í góðum félagsskap vina sinna. Við söknum Andra Más sárt og dapurlegt er að horfa á „skotið hans“ og litlu fallegu leikföngin hans sem hann snertir ekki framar. Félagar hans á deildinni hafa einn- ig misst góðan vin. Við höfum fylgst með fjölskyldu Andra Más sem hefur af miklum krafti, dugnaði og umhyggju ann- ast um velferð hans og yndislegt er að sjá þau miklu tengsl sem sköpuðust milli þeirra. Elsku Valla, Karl, íris, Ami, Hildur og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin um Andra Má mun lifa með okkur. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi guð að geyma gullfagra bamið mitt. (Heine - B. Grðndal). Starfsfólk í deild 1, Lyngási/Safamýrarskóla. En svo era vonimar - vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf - og kennist, þá bemskan er úti. Þær tala um sífögur sólskinslönd og saklausa éilífa gleði, með kærleik og frið, engin Qötrandi bönd, en fijálst allt, sem Drottinn léði. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó Ijósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson , Elsku Valla, Karl og systkini, megi Guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Við munum geyma minn- inguna um lítinn dreng með fal- legt, bjart bros í hjörtum okkar. Guð geymi litla Andra Má. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt." Allir í Álfalandi. Eftirlit með laxveiði í sjó AUKIN áhersla verður á næstunni lögð á eftirlit með ólöglegum lax- veiðum í sjó, og að sögn Einars Hannessonar þjá Landssambandi veiðifélaga verður það gert í sam- vinnu hagsmunaaðila og opin- berra aðila. „Eins og áður þá verður þetta fyrst og fremst í höndum veiðieftir- litsmanna sem ráðnir eru tímabundið til að sinna þessu, en nú verður lögð aukin áhersla á eftirlit með veiðum í sjó og allt upplýsingastreymi þar að lútandi. Þá er ætlunin að auglýsa betur hvaða verðmæti eru þarna á ferðinni, en það skiptir öllu máli varð- andi framtíð hafbeitar að það takist að stemma stigu við veiðiþjófnaði," sagði Einar. ------» ♦ ♦ * Omerkt net í Keflavíkurhöfn EFTIRLITSMENN frá veiðimála- stjóra gerðu í fyrrinótt upptækt net í höfninni í Keflavík sem strengt hafði verið á milli tveggja báta. Enginn fiskur var í netinu, sem var ómerkt. Víðtækt eftirlit verður með ólöglegum netalögn- um á strandlengjunni og höfnum á Reykjanesi í sumar. Að sögn lögreglunnar í Keflavík verða eftirlitsmennirnir með víðtækt eftirlit við strandir og hafnir á Suður- nesjum, allt frá Straumsvík til Reykjanestáar, til_ að koma í veg fyrir veiðiþjófnað. í Vogum á Vatns- leysuströnd er laxeldisstöðin Vogar og að sögn lögreglunnar, eru menn að fiska eftir hafbeitarlaxi í netin. í síðustu viku fannst ólöglegt net í höfninni í Helguvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.