Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Arnarfjörður: Mokveiði á þorski í dragnót Bíldudal. MOKVEIÐI hefur verið undan- farnar vikur á þorski í dragnót í Arnarfirði. Dragnótarbátar fiska frá 4 upp í 7 tonn yfir dag- inn og sumir 5 tonn yfir nóttina. Þorskurinn er mjög góður, að sögn Sindra Más Björnssonar skip- stjóra á Hallgrími Ottóssyni BA. Sindri segist ekki muna eftir öðru eins fiskeríi í firðinum. Nokkrir bátar eru á svæðinu, m.a. Ýmir BA, sem er í eigu sömu aðila og eiga Hallgrím Ottósson. Á sex dögum er Hallgrímur búinn_ að físka 27 tonn af þorski og Ýmir eitthvað svipað. Þeir landa aflanum til Út- gerðarfélags Bílddælinga hf. Tog- arinn Sölvi Bjamason BA var kom- inn með 25 tonn eftir sex daga veiði sem er mjög lélegt og var væntanlegur inn um helgina. R. Schmidt Gatnamót Vesturlandsvegar og Stuðlaháls Slökkviliðsmenn vinna við að ná ökumanninum úr stórskemmdum bílnum. Morgunblaðið/Ingvar Tvö slys á sama stað á skömmum tíma MAÐUR var fluttur á sjúkrahús til rannsóknar eftir harðan árekstur tveggja bíla á Vesturlandsvegi við gatnamót Stuðlaháls. Tvö slys urðu á þessum sama vegarkafla á skömmum tíma. Maðurinn, sem fluttur var á sjúkrahús, ók öðrum bílnum en farþega hans og ökumann hins bílsins sakaði ekki. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins að losa manninn úr stórskemmdum bíln- um. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og reyndust meiðsli hans minni en talið var í fyrstu, að sögn lögreglu. Vegna slyss þessa stöðvaðist umferð um Vesturlandsveg um hríð en skömmu eftir að umferð var aftur hleypt á varð annað slys á svipuðum slóðum. Þar lentu þrír bílar í aftanákeyrslu og var kallað á sjúkrabíl þar sem óttast var að 4 mánaða bam sem sat í barnastól í einum bílnum hefði slasast. Að sögn lögreglu reyndist það hins vegar lítið meitt. Miðinn hjá SVR í 100 kr. NÝ gjaldskrá SVR gengnr í gildi 15. ágúst. Sama dag héfst sala grænna korta í samstarfi við Al- menningsvagna bs. sem þá hefja akstur. Handhafi græna kortsins ferðast ótakmarkað um höfuð- borgarsvæðið í 30 daga. Samkvæmt nýju gjaldskránni hækka einstök fargjöld fullorðinna úr 70 kr. í 100 kr. Farmiðaspjöld með 5 miðum kosta 500 kr., farmiða- spjöld með 10 miðum kosta 900 kr., farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja með 20 miðum kosta 500 kr. eins o g áður og græna kortið kostar 2.900 kr. Fargjöld barna hækka ekki. Ein- stök fargjöld kosta 25 kr. og farmiða- spjöld með 22 miðum 300 kr. Græna kortið kostar 2000 kr. til 15. september. ----♦ ♦ ♦-- Bakhús við Vailarstræti tekin niður BORGARRÁÐ hefur einróma sam- þykkt að heimila niðurrif bakbygg- inga við Hótel Vík á Vallarstræti 4. Þeir húshlutar sem rifnir verða eru 416 fermetrar eða 1.066 rúmmetrar að stærð. Gert var samkomulag við eigendur Hótel Víkur um að þeir geti nýtt þá fermetra og rúmmetra sem rifnir verða til greiðslu gatna- gerðar- og bílastæðagjalda verði síð- ar byggð nýbygging á lóðinni. Morgunblaðið/EG Fyrsta verk Atlantsáls er hafið Vogum Vatnsleysuströnd. FYRSTA verk sem Atlantsál stendur fyrir vegna fyrirhugaðs álvers á Keilisnesi á Vatns- leysuströnd er hafíð. Að sögn Vilbergs Þórs Jónssonar hjá Virki sf. í Vojrum, sem sér um framkvæmdirnar, verða byggð 5 lítil hús, sem verða flutt inn á Vatnsleysuströnd, og notuð í sambandi við mengunarrann- sóknir á staðnum vegna fyrir- hugaðra álversframkvæmda. EG. Nýnemum fækkar um 2-300 í Háskóla íslands SVEINBJÖRN Bjömsson háskólarektor telur að á milli 250-300 færri nýnemar skrái sig til náms í Háskóla íslands skólaárið 1992-1993. Hann segir að ekkert verði ákveðið um niðurfellingu námskeiða á Háskólaráðsfundi í dag, en hins vegar verði þau mál rædd. „Ég held að það stefni í að nýnem- ar verði 200-300 færri nú en á sama tíma i fyrra, sem þýðir að nýnemar verða um 1.700 í stað um 2.000 í fyrra,“ sagði Sveinbjöm. Hann sagði að 20. ágúst yrði tekin ákvörðun um umsóknir 125 stúdenta, sem sótt hefðu um skólavist of seint. „Sú ákvörðun ætti að vera byggð á því að við tækjum við nýnemum í þær greinar þar sem það veldur ekki veru- legum aukakostnaði. Annars verðum við að láta viðkomandi deild meta það hvort hún treysti sér til þess að taka við fleiri nemendum," sagði Sveinbjörn. Hann sagði að á fundi Háskóla- ráðs í dag yrði engin ákvörðun tekin um niðurfellingu námskeiða. „Það sem fyrst og fremst verður gert í dag er að fá fram hjá deildum hvaða afleiðingar það mun hafa ef þær fara ekki fram úr fjárlögum. Ég á ekki von á því að það verði auðvelt viðureignar að sjá fram úr því. Við höfum deilt peningunum þannig út að enginn á að búa við meiri skerð- ingu en 10% yfir árið. Það voru hins vegar fæstir sem gátu nokkuð sparað á vormisseri vegna þess að þá var búið að ráða menn til kennslu og ákveða hvað ætti að kenna. í reynd kemur niðurskurðurinn nú því út sem 20% hjá mörgum kennslueiningum á haustmisserinu," sagði Sveinbjörn. Aðspurður um hugsanlega niður- fellingu námsbrauta sagði Svein- björn: „Fjöldatakmörkun sparar mest, ef hægt er að loka einhverri ákveðinni námsbraut. Það er ekki búið að ræða neitt um það, en það yrði væntanlega mál sem hver deild skoðaði. Þetta er nokkuð sem verður rætt fyrir næsta skólaár, en slík ákvörðun hefur áhrif í mörg ár.“ Sjá ennfremur miðopnu. Geitungar hafa nú numið land í öllum landshlutum Geitungabú í örum vexti BÚ GEITUNGA eru í örum vexti þessa dagana en geitungabú eru nú í öllum landshlutum. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar íslands segja að best sé að leiða návist geitunganna hjá sér ef fólk rekst á bú þeirra. Að sögn Erlings Ólafssonar hjá Náttúrufræði- stofnun Islands vaxa bú geitunga hröðum skrefum þessa dagana. Erlingur sagði að kuldakastið í sumar hefði haft áhrif á geitunga og aðrar tegund- ir sem hafa numið hér land undanfarin ár. Kuida- kastið hefði tafíð framgang þeirra en ekki eytt þeim. Erlingur sagði að geitungabú væri að finna í öllum landshlutum eða um sunnanvert Vestur- land, Suðurland, Austurland og austanvert Norður- land. Hann sagði að þroski búanna væri ósköp eðlileg- ur miðað við árstíma og íslenskar aðstæður. Ekki væri hægt að miða við ástandið í fyrra því að þá hefði þroski búanna verið mánuði á undan áætlun. Erlingur sagði að vöxtur geitungabúanna næði hámarki upp úr miðjum ágúst og fram eftir mán- uðinum, en búin gætu verið í gangi fram að fyrstu næturfrostum í haust. Aðspurður um breytingar hjá öðrum skordýrum vegna kuldakastsins og mikils fjölda fíðrilda sem sjást nú víða sagði Erlingur að hann hefði ekki tekið eftir marktækum breytingum í skordýrarík- inu vegna kuldakastsins. Hann sagði að reyndar væri töluvert af fiðrildum en það væru ætíð mikl- ar sveiflur hjá fiðrildategundum milli ára vegna flókins samspils ótal náttúruþátta. Skipaflutningar fyrir Grænlendinga: Tilboði Eimskipa hafnað og samið við danskt félag HEIMASTJÓRNIN á Grænlandi hefur hafnað tilboði Eimskipa um að annast vöruflutninga til og frá Grænlandi og innan Grænlands. í stað- inn var samið við danska fyrirtækið J. Lauritzen A/S. Eftir því sem segir í frétt frá Eim- skipum setti fyrirtækið fram hug- myndir um að stofnað yrði hlutafé- lag, 60% þess yrði í eigu Eimskipa og 40% í eigu Grænlendinga. Hlutafé hefði átt að verða um 1,2 milljarðar króna. „Lagði Eimskip fram tillögur um heildarrekstur hins nýja félags, um uppbyggingu stærstu hafna í Grænlandi, mönnun og fjárhagsáætl- anir til lengri tíma, svo dæmi séu nefnd," segir í tilkynningunni. Flutningar til og frá Grænlandi nema árlega um 200.000 tonnum. Það hefði markað tímamót ef heima- stjórnin hefði valið Eimskip til sam- starfs um verkefnið og þar með í fyrsta sinn valið fyrirtæki utan Dan- merkur til samstarfs um verkefni af þessari stærð á Grænlandi. I' orsvarsmenn Eimskipa segja að ánægjulegt samstarf hafí verið við Grænlendinga varðandi tilboðið og Eimskip hafí áfram áhuga á sam- starfí við grænlenska viðskiptaaðila hér á landi eða erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað (13.08.1992)
https://timarit.is/issue/124953

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað (13.08.1992)

Aðgerðir: