Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. AGUST 1992 Hættan af sérfræðingrim eftir Pál Torfa Onundarson íslenska samfélagið er illa statt þessa dagana, um það eru allir sam- mála. Kreppa hefur orðið þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára. Á vissan hátt minnir ástandið á hungursneyð af mannavöldum, sem varð í Úkra- ínu á fjórða áratugnum vegna til- skipana Stalíns. Stjórnmálamenn og ráðuneytin eru í dauðaleit að söku- dólgum; einhveijum sem kenna má um fjárhagsvanda loðdýraræktar, fískeldis, niðurgreiðslur landbúnað- arins og fyrirsjáanlegan vanda vegna niðurskurðar þorskafla; ein- hverjum sökudólgum öðrum en sjálfum sér. Tveir fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherrar lýsa yfir i Morg- unblaðinu á miðopnu, að þeir hafi aldrei tekið óábyrgar aflamarksá- kvarðanir (þótt ákvarðanir þeirra væru sífellt gegn ráðum sérfræð- inga og allir kannist við afleiðing- arnar). Einn ráðherrann segist gefa lítið út á gagnrýni á fortíðina: Það sé framtíðin sem skipti máli. Ríkis- stjórn Davíðs, óskabarn okkar sjálf- stæðismanna, fylgir slæmu fordæmi fyrri stjóma og fer ekki að ráðum sérfræðinga. Ekki heldur að ráðum dómara, sem dæma samkvæmt gild- um landslögum. Þótt ekki sé farið að ráðum sér- fræðinga á ýmsum sviðum er að áliti stjómmálamanna mesti auður þessarar þjóðar einmitt fólgin í menntun þjóðarinnar: Sérfræðing- unum; „mannauðnum“ margumtal- aða. Það bara hentar ekki að fara að ráðum þeirra sem best vita. Eins og meðferð á öðmm auðæfum þess- arar þjóðar er nú unnið að því að breyta mannauð í mann-nauð: Gegn ráðum sérfræðinga í menntunar- málum er unnið staðfastlega að nið- urskurði skólakerfís þjóðarinnar; frá barnaskólum og upp. Þeir sérfræðingar, sem að ofan eru nefndir era þó bara smákarlar miðað við þá, sem hér verður um fjallað. Hér verður nefnilega fjallað um sérfræðinga af hinni verstu sort: Langmenntuðustu lækna þessarar þjóðar, en „af völdum þessara manna flýtur út af í tryggingageir- anum ... enda er þjónusta þessara manna dýrkeypt ... og ... ein aðal- hættan í tryggingakostnaði íslend- inga ...“ (Morgunblaðið 29. júlí, bls. 18). Það sem sagt er hér að ofan er grátbroslegt dæmi um umræðuna í „mannauðssamfélaginu". Er lækn- um þó enginn hlátur í huga. Vegið er endurtekið að heiðri sérfræði- menntaðra lækna og látið í það skína að þeir séu ofborgaðir og jafn- vel að þjónusta þeirra sé óþörf. Hveijir eru ráðgjafar heilbrigðis- ráðuneytisins, er það Rauður ráð- gjafi? En þetta er nú einmitt það sem íslendingar vilja: Að fá allt fyrir ekkert — eða hvað? Menntun lækna Sérfræðimenntaðir læknar eru langmenntuðustu háskólamenn allra vestrænna þjóða, en íslending- ar teljast enn til þeirra. Meðalnáms- lengd lækna við embættispróf er nálægt 7 árum í háskóla, 26-27 ára við útskrift. Er það svipað í öll- um hinum vestræna heimi. Að loknu prófi er algengt að íslenskir læknar vinni í 2-4 ár á Islandi við aðstoðar- læknisstörf og haldi síðan utan til sémáms á eigin kostnað og annarra þjóða. Sérmenntun austan hafs og vestan fer fram með eilítið mismun- andi hætti en gefur að lokum sömu starfsréttindi/sérfræðiréttindi. Sem dæmi um sérmenntun fer sérnám lækna í Bandaríkjum Norður-Amer- íku eingöngu fram á viðurkenndum kennsluspítulum og háskólastofnun- um með harðri vinnu daga, nætur og um helgar ásamt skipulagðri kennslu dag hvern. Þegar fram í sækir velja sumir vaxandi vísinda- störf en aðrir stunda aðallega lækn- ingar sjúklinga. Mat er stöðugt lagt á frammistöðu og byggir framhald sémáms á því. Að loknum tilskyld- um tíma, mismunandi eftir fögum, og skv. mati háskólans á frammi- stöðu geta læknar kallað sig sér- fræðinga. Að auki færist í vöxt að bandarískir læknar ljúki sérfræð- ingsprófum á vegum sérgreinafé- lagá til að sanna getu sína enn frek- ar, en fallprósenta er há á slíkum prófum. Samsvara slík próf akade- mískt evrópskum doktorsprófum, en bandaríkjamenn líta á embættispróf lækna sem doktorspróf (doctor of medicine, M.D.) enda er grunnnám- ið fyrir sérnám jafnlangt námi til doktorsgráðu í öðrum greinum t.d. lífefnafræði (Ph.D) eða kennslu- fræðum (Ed.D). Sémám lækna er því kallað „post-doctoral“ nám eða nám að loknu doktorsprófi í Banda- ríkjunum. Sérmenntun lækna í Evr- ópu er byggð upp á svipaðan hátt og ljúka sumir Evrópumenntaðir læknar sérstökum doktorsritgerðum í stað sérfræðiprófa. Sérfræðingar eru venjulega 35-40 ára er þeir hefja sérfræði- störf, og eru þá flestir snauðir af veraldlegum gæðum miðað við jafn- aldra. Af ofangreindu gefur að skilja, að þjónusta sérfræðinga get- ur aldrei verið „ódýr“ þar sem miklu hefur verið til kostað og starfsævi er stutt. Lækningar nútímans Heilsugæsla annars vegar og sjúkraþjónusta hinsvegar: Það er í tísku núna að tala um „heilsu- gæslu“, ^>.e. að fyrirbyggja sjúk- dóma. Slíkt hjal — eins og ýmsir innantómir frasar — á vel við pólitík- usa, enda mætti yfirborðslega ætla að ef tækist að fyrirbyggja sjúk- dóma yrði kostnaður af lækningum lítill. En er það svo? Minnkar kostn- aður ef hægt er að fyrirbyggja t.d. kransæðasjúkdóm — algengustu dauðaorsök á Vesturlöndum? Deyr fólkið þá alls ekki?? Auðvitað deyr það — en það deyr vonandi eldra en ella. Það sem breytist er hinsveg- ar dánarorsökin. Er alls ekki gefíð, að kostnaður þjóðfélagsins minnki. Því eldri sem við verðum og því færri sem deyja úr kransæðasjúk- dómum, því fieiri deyja t.d. úr krabbameini og öðrum þrálátum sjúkdómum, sem geta orðið ein- staklingum og/eða samfélaginu dýr- keyptir. Takið eftir að sjúkdómarnir eru dýrkeyptir, ekki læknarnir. Án sjúkdómanna væri ekki þörf fyrir læknana. Stjómmálamönnum væri í lófa lagið að banna meðferð sjúk- dóma (t.d. með bráðabirgðalögum) í fólki á eftirlaunaaldri eða banna meðhöndlun kransæðasjúkdóms; þannig yrði „kostnaður" lítill. Lækn- um er hins vegar skylt skv. 1. grein núgildandi laga um heilbrigðisþjón- ustu, að veita bestu meðferð sem fáanleg er í heiminum: Þeir geta því ekki brugðist umbjóðendum sín- um og haft „kostnað" að leiðarljósi, þótt auðvitað beri þeim (eins og stjómmálamönnum) að fara vel með fé. Hvaða hlutverk hafa læknar af mismunandi gerðum, heimilislækn- ar og sérfræðingar? Er starfssvið sérfræðinga eingöngu á sjúkrahús- um eða bæði á sjúkrahúsum og utan þeirra? Getur ráðuneyti ráðskast með þróun læknisfræði? Verður sparnaður, en jafngóðar lækningar með því að takmarka starfssvið Páll Torfi Önundarson „Islendingar lifa í þeirri sjálfsblekkingu, að þeir njóti sjúkra- trygginga. Það er rangt. Til þess að njóta trygginga verða menn að greiða iðgjöld í sam- eiginlegan trygginga- sjóð. Slíku er ekki fyrir að fara hérlendis. Al- þingismenn afnámu sjúkrasamlögin.“ lækna með valdboði að ofan? Eiga sjúklingar, t.d. konur, rétt á að velja hvort þær fara til sérfræðings (t.d. kvensjúkdómalæknis) eða til heimil- islæknis? Hefur ráðuneyti rétt á að takmarka umsvif ákveðinna lækna, sem sjá marga sjúklinga? Fækkar sjúklingum við slíka miðstýringu og finnst sjúklingum það þolandi að vera þvingaðir til annars læknis vegna valdboðs? Lækningar nútímans era flóknar og þekkingunni fleygir fram í lýð- frjálsum löndum. Sérhæfing lækna hefur orðið vegna hratt vaxandi þekkingar og eftirspurnar eftir bestu þjónustu. Afleiðingin hefur orðið viss tvískipting læknisþjónustu og í grófum dráttum má segja að lækningar nútímans skiptist á eftir- farandi hátt: a. Fyrirbyggjandi þjónusta og greining sjúkdóma á byijunarstigi. Þessi þjónusta er mestmegnis á veg- um heilsugæslulækna (oftast menntaðir sem heimilislæknar eða almennir lyflæknar), sérfræðinga í barnalækningum og sérfræðinga í kvensjúkdómum. Sérfræðingar á öðrum sviðum sækjast lítið eftir að seilast inn á þetta svið. Þetta hlut- verk er mikilvægt en takmarkast í nútímanum af þekkingunni, m.ö.o. fullnaðargreining og meðhöndlun allra sjúkdóma er ekki á færi heilsu- gæslulækna. Á hinn bóginn leið- beina heilsugæslulæknar sjúkling- um sínum skemmstu leið á refílstig- um mismunandi sérgreina og lækna marga hinna algengari kvilla. b. Nákvæm greining og meðferð lífshættulegra og örkumlandi sjúk- dóma er í höndum sérfræðinga. ís- lendingar eru ekki vitlausari en svo, að þeir óska sjálfír eftir þjónustu sérfræðinga ef þeir telja lífi sínu og/eða heilsu alvarlega ógnað. Sjúklingar telja hagsmunum sínum best borgið á þann hátt. Flestir sjúklingar með alvarlega sjúkdóma telja sig ekki þurfa tilvísun frá heilsugæslulækni ef þeir eru haldnir t.d. blóðsjúkdómum, krabbameini, lifrarsjúkdómi, nýrnabilun, eyðni, kransæða- eða hjartalokusjúkdómi, sjóntruflunum, skurðtækum sjúk- dómum o.fl., o.fl. Að lokinni grein- ingu krefjast margir þessara sjúk- dóma meðferðar og/eða eftirlits sér- fræðinga, innan eða utan sjúkra- húss. Þróunin er sú að leggja fólk eingöngu inn ef það getur ekki full- nægt framþörfum sjálft vegna sjúk- dóms eða meðferðar. Fáir kjósa að leggjast inn á spítala nema ekki sé annarra kosta völ. Með gangandi meðferð getur fólk jafnvel stundað áfram vinnu meðan á rannsókn og meðferð stendur. Mikill kostnaður getur sparast ef sjúkrahúskostnaður einskorðast við veikustu tilfellin. Hver dagur á sjúkrahúsi kostar meira en 3 dagar á lúxushóteli hvar sem er { heiminum. Það liggur í hlutarins eðli, að ekki er hægt að reisa Berlínarmúr, sem skikkar sérfræðinga til að vinna eingöngu með annaðhvort inniliggj- andi sjúklinga eða gangandi sjúkl- inga. Ekki þjónar það hagsmunum sjuklinga því sérþekking lækna nýt- ist ekki á þann hátt og mun óefað glatast með slíkum ráðstjórnar- vinnubrögðum. Þar að auki kæra sjúklingar sig hreinlega ekki um að láta siga sér á milli sérfræðinga í sama fagi vegna sama sjúkdóms, en eftir því hvort þeir þurfa með- ferð á spítala eða utan. Það þjónar Tillaga tíl lausnar læknadeilu eftir Hörð Bergmann Þjóðin hefur vart komist hjá því að taka eftir því að enn einu sinni er risin deila milli læknanna sem vinna sem verktakar fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins og þeirra sem borga reikningana frá þeim. Þótt fjölmiðlar hafi haft margt eftir málsvöram deiluaðilanna er ekki víst að almenningur hafi áttað sig á kjama málsins. Hann er sá að sérfræðingar, sem reka stofur, vilja fá að senda T.R. reikninga án nokk- urra greiðslutakmarkana en stofn- unin og heilbrigðisráðherra vilja setja þak á greiðslur sem einstakl- ingur fær. Takmarka þær við 8 milljónir á ári eða um 660 þúsund á mánuði. Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að greiðslurnar fari 200 milljónir fram úr fjárlögum. Báðir aðilar telja sig vera að gæta almannahagsmuna svo að ég læt tillögur mínar til lausnar deil- unnar taka mið af því. Almenningur vill að líkindum fá ótakmarkaða þjónustu sérfræðinga í læknastétt fyrir sem minnstan pening, þ.e. láta kostnaðinn ekki þyngja skattbyrðina veralega eða verða til þess að þrengja aðra kosti í heilbrigðiskerfinu, t.d. flýta því að fleiri sjúkradeildum verði lokað eða þjónustugjöld hækkuð. Sérfræðiþjónustu, sem rekin er á þeim grundvelli að læknirinn/verk- takinn fær greitt í samræmi við afköst, fylgir alltaf hætta á sóun. Sérfræðingurinn fær þeim mun meira greitt sem hann er fljótari að vinna fyrir hverri „einingu" og fær fleiri heimsóknir. Reynslan sýn- ir að slíku kerfí fylgja hvarvetna það sem kallað er oflækningar og sífellt stærri hluti af greiðslum vegna sérfræðiþjónstu lækna og rannsóknastofa hér á landi er vegna leitar að sjúkdómum í heilbrigðu fólki. Fólki sem sagt er að koma aftur og aftur í athugun. Nú er alls ekki víst að þeir 44 sérfræðingar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, segir skv. frétt í Morgunblaðinu 5. þ.m. að verði ofan 65.000 eininga þaksins í ár (8 miiljóna) stundi oflækningar. Raunar er haft eftir Högna Óskars- syni, formanni Læknafélags ís- lands, í sömu frétt að þeir séu 155 sem reglumar um þakið snerti en ég tel hæpið að taka mark á því. En þessir sérfræðingar hljóta að vinna mikið og vinna hratt. Eða þá fá óeðlilega hátt verð fyrir hveija einingu. Samninganefnd Trygg- ingastofnunar ríkisins hefur e.t.v, samið af sér. Það hefur gerst áður að formaður nefndarinnar og þeir „Það er að líkindum komið að tímamótum í rekstri sérfræðiþjðn- ustunnar. Hvorki al- menningur né kjörnir fulltrúar hans á Alþingi vilja halda honum áfram án takmarkana á kostnaðinum.“ sem borga reikningana hafa orðið hissa á því hve háir þeir urðu. Og samt borgar sá sem meldar sig hjá sérfræðingi 1.500 kr. beint úr eigin vasa fyrir utan það sem T.R. greið- ir þar til vissu hámarki er náð. Besta lausnin á þessu máli er að mínu mati sú að sérfræðingarnir bjóði lækkun á töxtum sínum. Það þjónar auðvitað almannahagsmun- um best. Það er orðið tímabært að sérfræðingar með stofur viðurkenni takmörk vaxtar eins og aðrir lands- menn. Ef að er gáð þjónar slík lækkun einnig best hagsmunum læknastéttarinnar. Þeir sem áhuga hafa geta þá að líkindum starfað áfram á þeim óskagrundvelli að ákveða sem verktaki hvað gert er og hve oft og senda svo ríkinu reikn- inginn. Heilbrigðisráðherra hefur orðið tíðrætt um að þarna sé eins konar krani inn í ríkissjóð sem tíma- bært sé að skrúfa fyrir og embætt- ismenn hans eru farnir að tala um eins konar sjálfsskömmtun. Viðvör- unarmerkin blasa við. Það er að lík- indum komið að tímamótum í rekstri sérfræðiþjónustunnar. Hvorki almenningur né kjörnir full- trúar hans á Alþingi vilja halda honum áfram án takmarkana á kostnaðinum. Frumkvæði lækna um lækkun taxta hlýtur að vera auðveldara nú en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjómin hefur gefíð gott fordæmi með bráðabirgðalögum um nýjan kjara- dóm til að lækka laun sín. Allir sem vinna við fiskveiðar, fiskvinnslu og landbúnað sjá fram á tekjurýrnun. Ekki verður betur séð en sérfræð- ingarnir hafí upp til hópa betri laun en ráðherrar. Þá munar ekkert um að lækka taxtana um 10-15% og gera þar með sitt til að fjárlög haldi og óþarft verði að hækka skatta. Kostnaður af rekstrinum er hverf- andi hjá mörgum og verður þeim mun lægra hlutfall teknanna sem þær eru hærri. Húsnæðiskostnaður upp á 30.000 kr. á mánuði er t.d. ekki nema 4.5% af 660 þúsundum og mjög margir sérfræðingar eiga kost á ódýru húsnæði hja lyfsölum. Lækkun sérfræðingataxtanna Hörður Bergmann felur einnig í sér tillitssemi og ábyrgðarkennd gagnvart lækna- nemum og ungum læknum sem era að helja störf. Dregur úr líkum á að Sighvatur skrúfi fyrir kranann og hættti að leyfa hveijum þeim sem hefur aflað sér sérfræðiréttinda að opna stofu. Raunar mundi stuðn- ingur við þak þegar komið er að 8 milljónum á ári einnig sýna sam- stöðu með þeim. Og draga úr hættu á mistökum vegna ofþreytu þeirra sem eru ákafastir í akkorðinu. Höfundur er fræðsIufuUtrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.