Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Hluthafafundur í íslenska útarpsfélaginu hf.: Samþykkt að selja um 7% til Sigurjóns Sighvatssonar HLUTHAFAFUNDUR í íslenska útvarpsfélaginu hf. samþykkti mót- atkvæðalaust í ga;r að selja eigið hlutafé félagsins, að nafnvirði um 38 milljónir kr., sem er tæplega 7% af heildarhlutafé félagsins, til fyrir- tækisins Overt Operations Inc., sem er í eigu Siguijóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda í Bandaríkjunum. Bréfin eru seld á sölugeng- inu 1,6. og söluverð því tæplega 70 millj. kr. Tilboð Siguijóns barst fyrst á stjómarfundi í ísl. útvarpsfélaginu 30. júlí en var vísað til hluthafafund- ar 12. ágúst fyrir tilstuðlan minni- hluta stjómarinnar. Á hluthafafund- inum í gær kom fram staðfesting frá lögmanni Siguijóns, Óskari Magnús- syni, að Overt Operations Inc. vildi halda við tilboð sitt þrátt fyrir að frestur sá sem upphaflega var gefínn hafí verið mnninn út. Fulltrúar fyrir 90,5% hlutafjár í íslenska útvarpsfé- laginu sátu hluthafafundinn í gær. Jóhann J. Ólafsson stjómarfor- maður fsl. útvarpsfélagsins sagði á fundinum að tilboðið hafí komið fram þegar deilur voru uppi á milli hlut- hafa en þær hefðu nú verið farsæl- lega verið til lykta leiddar. Ríkisverðbréf: Nafnávöxt- un hefur lækkað á bréfunum ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ríkisverð- bréfa hefur tekið tilboðum í bréf að nafnvirði 1.600 milljónir króna frá því útboð fóru af stað þann 10. júní sl. Alls hafa borist tilboð í bréf að upphæð um 3 milljarðar króna. Meðalnafnávöxtun hefur farið lækkandi á þessum bréfum eða úr 11,49% í fyrsta útboðinu niður í 11,08% í þvi síðasta sem var um síðustu mánaðamót. Pétur Kristjánsson framkvæmda- stjóri þjónustumiðstöðvarinnar segir að sú lækkun sem orðið hefur á meðalávöxtun á þessum bréfum á þeim 50 dögum sem liðnir eru frá því útboð hófust sýni að fjármagns- markaðurinn hafí trú á að verðlag haldist stöðugt hérlendis næstu sex mánuðina. Ríkisverðbréf eru til sex mánaða og eru að upphæð 2, 10 eða 50 millj- ónir króna hvert. „Það að vextir hafa lækkað á þessum bréfum að undanfömu, eða frá því útboð hó- fust, sýnir að fjármagnsmarkaðurinn telur að dregið hafí úr áhættunni við kaup á þeim og metur ástandið svo að verðlagsþróun verði stöðug hér- lendis, að minnsta kosti næstu sex mánuðina,“ segir Pétur. Næsta útboð á ríkisverðbréfum verður þann 26. ágúst. Við endurskoðað uppgjör í apríl sl. var bókhaldsleg eiginfjárstaða íslenska útvarpsfélagsins neikvæð um 140 milljónir en eftir söluna til Overt Operations Inc. er eiginíjár- staða félagsins neikvæð um rúmar 70 milljónir kr. Jóhann sagði að með tilboði sínu mæti kaupandinn stöðu félagsins jákvæða um 750 milljónir króna, þar sem í verðinu kæmi m.a. fram mat hans á viðskiptavild og dreifíkerfí félagsins og öðrum duld- um eignum. „Við gerðum ráð fyrir að eiginfjár- staðan yrði neikvæð um 12,5 millj. um næstu áramót en þessi sala gerir það að verkum að við verðum örugg- lega með jákvæða bókhaldslega eig- infjárstöðu, hugsanlega um 60 milij- ónir króna,“ sagði Jóhann. í tilboði Siguijóns er gert ráð fyr- ir að kaupverð greiðist þannig að 15% tilboðsfjárhæðar greiðist 18. ágúst en eftirstöðar verði með skuldabréfi til tíu ára og breytist eftir lánskjara- vísitölu og beri 5% fasta vexti. Greitt verði af skuldabréfínu árlega og til tryggingar greiðslu verði sjálfskuld- arábyrgð Siguijóns Sighvatssonar eða aðrar tryggingar sem stjóm ísl. útvarpsfélagsins samþykkir. Jóhann Oli Guðmundsson varafor- maður stjórnar félagsins sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með að samkomulag hefði náðst um mjög alvarleg ágreinings- efni innan Fjölmiðlunar sf. en áhrif þeirra hefðu leitt inn í fleiri félög. „íslenska útvarpsfélagið hefur goldið fyrir vikið en nú hafa deiluaðilar náð samkomulagi og persónulega hlýt ég að vera mjög ánægður.“ Um söluna til Overt Operations Inc. sagði Jóhann Óli að Siguijón Sighvatsson hefði skapað sér mjög gott orð sem fagmaður á sínu sviði erlendis og auk þess væri hér um mjög fjárhagslega öflugan aðila að ræða með víðtæk sambönd, sem ættu án efa eftir að skila félaginu mikilvægum viðskiptasamböndum. Jóhann Óli var spurður hver hann teldi að yrðu áhrif samkomulagsins innan Fjölmiðlunar sf. og af sölu hlutabréfa í Útvarpsfélaginu til Sig- uijóns á þá valdabaráttu sem staðið hefur í kringum Stöð 2. „Þegar talað er um blokkamyndun hefur það ver- ið þannig, að menn hafa rekist fyrir mismunandi sjónarmiðum til ólíkra mála og þar með talið sig hafa mis- munandi hagsmuni að veija. Fyrir mér hefur þetta alltaf verið afar ein- falt. íslenska útvarpsfélagið þarf að geta starfað í þjóðfélaginu sem fyrir- tæki og sem fjölmiðill og menn mega ekki gleyma að það er almennings- hlutafélag. Ég tel að ekki þurfí að vera nokkur grundvöllur fyrir blokkamyndun innan þess félags. Farsæld fyrirtækisins hlýtur að vera meginmarkmiðið en ég verð að játa að til þess viðhorfs hafa verið skiptar skoðanir. Mér sýnist að með tilvísun til þess samkomulags sem hefur náðst á milli þessara hópa hafí menn í stórum dráttum fallist á þetta grundvallarsjónarmið," svaraði hann. Kápa sýningarskrárinnar. Sotheby’s í London: Islensk frímerki á kápu sýningarskrár FÁGÆT íslensk frímerki frá Alþingishátiðinni 1930 verða boðinn upp hjá Sotheby’s uppboðsfyrirtækinu í London 10. september næst- komandi. í tilefni af uppboðinu, þar sem verðmæt frímerki frá mörgum löndum verða boðin upp, hefur fyrirtækið gefið út sýningar- skrá og er mynd af íslensku frímerlgunum, sem gefin voru út í til- efni af Alþingishátíðinni 1930, á kápunni. Um er að ræða 49 síðna bók með frímerkjunum þar sem saga útgáfu þeirra er jafnframt rakin. Frímerkin voru gefín út til að minn- ast þess að 1.000 ár voru liðin frá því að Alþingi var stofnað. Þeir sem áttu sæti í hátíðamefndinni fengu eitt eintak hennar og auk þess helstu ráðamenn landsins. Bókin er metin á 5-6 þúsund sterlings- pund, eða 520-625 þúsund ÍSK. Þá verður boðið upp eitt einstakt frímerki frá árinu 1873 sem metið er á 100-150 pund. Loks verður boðið upp lítið safn íslenskra frí- merkja frá árunum 1873-1940. Safnið er metið á 1.800-2.200 pund, 187-229 þúsund ÍSK. „Ég lít á þetta sem mikinn heið- ur fyrir ísland og íslenska frí- merkjasafnara og góða landkynn- ingu,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, fulltrúi Sotheby’s á íslandi. EES á Alþingi: Óvíst hvort samkomlag um af- greiðslu EES-samnings haldi FORYSTUMENN stjórnarandstöðuflokkanna hittu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að máli í gærmorgun til að ræða um meðferð EES samningsins á Al- þingi í framhaldi af bréfi þvi sem þeir sendu forsætisráðherra í fyrradag. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ekki hafa skilið málafylgu forystumanna stjórnarandstöðunnar þannig að þeir ætluðu sér að hlaupa frá samkomulaginu sem gert var í vor. Enda hefðu menn að vonum miklar áhyggjur af því hvar það myndi enda ef það gerðist að skriflegt samkomulag um málsmeðferð sem væri gert milli flokka yrði brotið. Forsætisráðherra sagði að menn hefðu rætt málin, farið yfir sam- komulagið og gert grein fyrir sínum sjónarmiðum. Hann og Jón Baldvin Hannbalsson utanríkisráðherra mætu það svo ríkisstjórnin hefði hvergi brugðist samkomulaginu, það sem menn gætu helst tæpt á væri það að viðmiðunarstundaskrá um hvernær frumvörp kæmu fram Þriggja daga afmælishátíð Kringlunnar byrjar í dag Tónleikar og tískusýningar meðal atríða í tilefni 5 ára afmælisins MIKIÐ verður um dýrðir í Kringlunni í dag og næstu tvo daga í tilefni af 5 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar. Meðal dagskrárliða hátíðardag- ana þrjá má nefna upplestur, myndlistarsýningu fimm ára barna, tónlistarflutning og tískusýningu. Af nokkrum dagskrárliðum má nefna útitónleika Skífunnar milli kl. 16.30 og 19 í dag. Koma þar fram hljómsveitimar Síðan skein sól, Silfurtónar, In memoriam, Strigaskór nr. 42 og Sororicide. Á morgun munu síðan Iclandic Mod- els sýna hausttískuna 1992. Jan- framt fer fram hárgreiðslusýning. Á laugardaginn munu síðan hljóm- sveitirnar Júpíters og Exizt láta í sér heyra en sama dag verður leit- að að nýjum fyrirsætum í Kringl- unni. Af öðrum áhugaverðum atrið- um má nefna upplestur úr verð- launabarnabókinni Benjamín dúfu, harmonikkuleik Karls Jónatans- sonar og tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar. Á torginu milli Kringlunnar og Borgarkringlunn- ar verða Ieiktæki fyrir böm en sjálf verslanamiðstöðin verður skreytt með viðeigandi hætti með- an á afmæh'nu stendur. hefði ekki staðist varðandi nokkur frumvörp. Varðandi stjórnarskrár- þátt málsins sagði forsætisráðherra að engu öðru hefði verið lofað en því að álit sérfróðra manna um hvort samningurinn bryti í bága við stjórnarskránna yrði tilbúið um mánaðarmótin júní/júlí og það hefði gengið eftir. Aðrir sérfræðingar hefðu síðar skilað álitum. Væri það í sjálfu sér ágætt að hafa rök bæði með og móti en það breyti ekki afgreiðslu málsins. I herbúðum stjómarandstæðinga hefur mjög verið rætt um að leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskrá til að fyrirbyggja alla stjórnskipulega óvissu um EES. Aðspurður sagði forsætisráðherra ekkert athugunarvert við það að efasemdarmenn legðu slíkt frum- varp fram en sig undraði að flokkar sem unnið hefðu að EES-málinu í eitt og hálft ár hefðu þá ekki undir- búið slíka stjómarskrárbreytingu fyrir síðustu kosningar. Kristín Ástgeirsdóttir formaður þingflokks Samtaka um Kvenna- lista sagðist ekki geta sagt að þessi fundur hefði verið árangursríkur. Það væri ljóst að mikil skoðanamun- ur væri umstöðu þessa máls. Ríkis- stjórnin teldi sig hafa staðið við það samkomulag sem gert var í vor. En forystumenn stjórnarandstöðu hlytu að vekja athygli á því að þetta EES-mál væri mun skemmra á veg komið en til hefði staðið og því hlyti að verða erfitt að standa við tíma- setningar um afgreiðslu málsins. Hún vildi líka benda á óvissa stöðu EES-samningsins gagnvart stjórn- arskránni og var það harmsefni að það hefði komið mjög skýrt fram á fundinum að ríkisstjórnin væri ekki reiðubújn til að taka af allan vafa um það atriði. Kristín horfði með nokkrum kvíða til komandi þingstarfa. Það væri afar erfítt að byija að ræða þessi mál þegar heildarmyndin lægi ekki fyrir. En nú í augnablikinu sæi hún ekki fram á annað en umræður um þetta mál hæfust í næstu viku og framhaldið yrði að ráðast. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins sagði að í sjálfu sér hefði ekki komið neitt ákveðið út úr þessum fundi en þó hefði vonandi einhveijum misskilningi verið eytt. Forystu- menn stjórnarandstöðunnar hefðu skrifað bréf vegna þess að þeir höfðu af því áhyggjur að ekki yrði unnt að standa við þetta samkomu- lag af því að ýmis mikilsverð mál væru ekki fram komin. Steingrímur nefndi t.d. frumvörp til að tryggja eignarrétt íslendinga á orkulindum, landi og frumvarp um skattamál hefði samkvæmt tímaáætlun átt að vera framkomið um miðjan júní en það væri ókomið. Samningurinn við Evrópubandalagið um sjávarút- vegsmál væri enn ókominn og það væri afar erfítt að taka afstöðu án þess hafa hann undir höndum. Steingrímur sagði einnig að misvís- andi lögfræðiálit um stjórnarskrár- þáttinn hefðu sannarlega ekki ein- faldað málið. Sú spurning væri óhjákvæmileg hvort ríkisstjórnin ætlaði sér virkilega að beija þetta mál í gegnum Alþingi þrátt fyrir efasemdir virtra fræðimanna. Það hefði honum helst heyrst. Stein- grímur dró enga dnl á það að hann teldi það nánast skyldu að leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.