Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 45
45
íÞRÚm
FOLK
■ LIVERPOOL og Watford
hafa náð samkomulagi um kaup-
verð markvarðarins David James.
Það er 137 milljónir ISK. James
er 22 ára og hefur
verið aðalmark-
Hennessy vörður U’21 árs
skrífar frá landsliðs Englands
Englandi og þykir mjög efni-
legur. „James er
mikið markmannsefni og hefur
mikinn metnað og ég er ánægður
að félögin hafi nú náð samkomu-
lagi um kaupverðiið,“ sagði Gra-
eme Souness, framkvæmdastjóri
Liverpool.
■ FLEST bendir til þess að Ja-
mes verði í marki Liverpool á
sunnudaginn. Bruce Grobbelaar
stendur líklega í marki Zimbabwe
gegn Suður-Afríku í leik þjóð-
anna í undankeppni HM um næstu
helgi.
■ JOHNNY Ekström, leikmað-
ur IFK Gautaborgar og sænska
landsliðsins, fer ekki til Chelsea
eins og til stóð. Hann lék æfinga-
leik með Chelsea gegn Bristol
City um síðustu helgi og þótti
ekki standa sig nægilega vel og
því hættu forráðamenn enska fé-
lagsins við að kaupa hann.
■ IAN Porterfield, fram-
kvæmdarstjóri Chelsea hefur tví-
vegis tekið upp veskið í vikunni.
Hann borgaði 300 þúsund pund
[32 milljónir ÍSK] fyrir Mick Har-
ford frá Luton og 450 þúsund
pund fyrir framherjann John
Spencer frá Glasgow Rangers.
Spencer er lágvaxinn en fljótur
leikmaður en náði aldrei að vinna
sér fast sæti hjá Rangers.
I JAN Mölby missir líklega af
fimm fyrstu leikjum Liverpool í
deildinni vegna meiðsla í kálfa.
Rob Jones, vamarmaður liðsins
er einnig á sjúkralistanum. Hann
fékk vírussýkingu á ferðalagi liðs-
ins um Norðurlönd. Jones léttist
um tíu kíló í ferðinni og verður
vart leikfær fyrr en eftir sex vikur.
I LIVERPOOL lék í fyrrakvöld
gegn Leeds og sigraði 4:1. Leikur-
inn var ágóðaleikur fyrir Jim
Beglin sem fótbrotnaði í leik með
Liverpool fyrir fímmm árum.
Beglin fór í fjórar hnéaðgerðir og
reyndi fyrir sér hjá Leeds en
hlýddi síðan ráðum lækna og lagði
skóna á hilluna. Um átta þúsund
áhorfendur sáu leikinn og Beglin
fékk um 50 þúsund pund [liðlega
fímm millj. ÍSK] Hann vinnur nú
á útvarpsstöð.
■ KENT Nielsen, varnarmaður
og hetja Evrópukeppninnar í Sví-
Þjóð, hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér í danska landsliðið fram-
ar. Hann segir ástæðuna vera að
hann vilja eyða meiri tíma með
fjölskyldu sinni en hingað til. Ni-
elsen er þrítugur og hefur leikið
54 landsleiki. Hann leikur nú með
Árhus en þar áður lék hann-tvö
keppnistímabil með Aston Villa.
■ VINNIE Samways leikmaður
Tottenham er kominn af sölulista
hjá félaginu.
I GRAHAM Rix, miðvallarleik-
maður sem leikið hefur í Frakk-
landi með Caen og Le Havre er
nú kominn til Dundee í Skot-
landi. Hann var seldur frá síðar-
nefnda félaginu fyrir 300 þús
pund.
í kvöld
Knattspyrna kl. 19:00
1. deild karla:
Valbjarnarvöllur: Fram - Valur
2. deild karla:
Grindavík: Grindavík - Fylkir
Stjömuvöllur: Stjaman - Víðir
Ólafsfjörður: Leiftur - Selfoss
ÍR-völlur: ÍR - Þróttur
4. deild:
Gervigras: Léttir - Ármann
GOLF
Þriðjasætiá
IMorðuriandamótinu
Islenska unglingalandsliðið í golfi varð í þriðja sæti á Norðurlandamótinu
sem haldið var í Svíþjóð að þessu sinni og er þetta í fyrsta sinn sem ís-
lenskt golflandslið kemst á verðlaunapall í útlöndum. Drengimir léku vel
og það gerðu þeir einnig á Ungiingameistaramótinu sem lauk á Hellu um
helgina, en þar setti Birgir L. Hafþórsson frá Akranesi glæsilegt vallarmet.
Á myndinni eru piltamir með verðlaunapeningana sem þeir fengu. Aftari
röð frá vinstri: Jón H. Karlsson sem var liðsstjóri, Þórður E. Ólafsson, Birg-
ir L. Hafþórsson, Helgi Þórisson. í fremri röð eru frá vinstri, Öm Amar-
son, Sigurpáll Sveinsson og Tryggvi Pétursson.
Teir erlendir gestir verða á meðal
þátttakenda í Bikarkeppni FRÍ
sem fram fer á Varmárvelli í Mos-
fellsbæ um helgina. Þetta em
kringlukastaramir Wolfgang
Sehmidt, fyrmm heimsmethafi frá
Þýskalandi og Mike Buncic frá
Bandaríkjunum. Schmidt setti heims-
met 1978 og kastaði þá 71,16 metra
og stóð það í nokkur ár. Hann varð
annar á ÓL 1976 og í 4. sæti 1980.
Buncic átti anna besta heimsárangur-
inn í fyrra, 69,36 metra.
Magnús Jakobsson, formaður FRÍ,
sagði að Bikarkeppnin færi fram á
Varmárvelli en ekki á Laugardals-
velli eins og til stóð. Erlendir málarar
komu til landsins í gær til að ganga
frá hlaupabrautunum. Þeir gefa sér
viku til 10 daga í verkið. „Samkvæmt
verksamningi átti Laugardalsvöllur
að vera tilbúinn 15. ágúst en nú er
ljóst að svo verður ekki. Því verðum
við að flytja mótið upp í Mosfellsbæ.
Við gátum ekki frestað mótinu því
margir þátttakenda em á leið í nám
í Bandaríkjunum á næstu vikum,“
sagði Magnús.
Keppnin hefst á laugardag kl. 13
og verður síðan framhaldið á sunnu-
dag kl. 13. Keppt verður bæði í 1.
og 2. deild. Það sem vekur mesta
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 13 AGUST 1992
Heimsmelhafl
meðal keppenda
Keppnin ferfram í Mosfellsbæ þar sem
Laugardalsvöllur er ekki tilbúinn
Wolfgang Schmidt, fyrrum heims-
methafí frá Þýskalandi, keppir í Mos-
fellsbæ á sunnudag.
athygli er kringlukast karla og spjót-
kastið þar sem Sigurður Einarsson
og Einar Vilhjálmsson mætast. Spjót-
kastið hefst kl. 15 á laugardag og
kringlukastið kl. 13 á sunnudag.
FRJALSIÞROTTIR
FRJALSIÞROTTIR / BIKARKEPPNIN
Katrín Krabbe
Þjálfari Krabbe rekinn
fyrir að hafa gefið henni astmalyfið Clenbuterol
^Phomas Springstein, þjálfari
B frjálsíþróttakonunnar Katrín-
ar Krabbe, var { gær rekinn sem
þjálfari hennar og þjálfari hjá Neu-
brandenburg íþróttafélaginu, fyrir
að hafa gefíð henni og öðmm
íþróttamönnum astmalyfíð Clenb-
uterol, en það er á bannlista Al-
þjóða Ólympíunefndarinnar og inni-
heldur sem kunnugt er örvandi efni.
Springstein viðurkenndi í síðustu
viku að hafa keypt efnið á svörtum
markaði og gefíð það Krabbe, Grit
Breuer og Manuelu Derr. í yfírlýs-
ingu frá íþróttafélaginu segir að
Springstein hafði með þessu brugð-
ist skyldu sinni sem þjálfari. Hann
hafí með þessu ekki aðeins skaðað
stúlkurnar, heldur líka íþróttafélag-
ið.
Talsmaður íþróttafélagsins sagði
í gær að seinna yrði tekin ákvörðun
um það hvort Krabbe og Breuer
yrðu reknar úr félaginu. Mál þeirra
verður tekið fyrir hjá þýska frjáls-
íþróttasambandinu seinna á árinu,
og sagði talsmaðurinn að ákvörðun
yrði tekin eftir það.
Niðurstöðu úr seinna þvagprófí
Krabbe og Breuer er að vænta í lok
þessarar viku. Þær eiga yfír höfði
sér fjögurra ára bann reynist það
líka jákvætt.
Handboltaskóli
Reykjavíkur
í Víkinni
17.-21. ágúst og 24.-28. ágúst
kl. 9.00-12.00 Og 13.00-16.00. Guöjón Guömundsson
Tvær vikur.
Aldur 7-14 ára. Verð kr. 3.500,-
Leiðbeinendur: Þorbergur Aðalsteinsson
og Guðjón Guðmundsson
Þorbergur Aðalsteinsson
N^rWXO:
iCL
\o
Tryggvagötu 22.
Skráning verður í símum 33688 og 813245
í Víkinni í dag, fimmtudaginn 13., og
föstudaginn 14. ágúst frá kl. 10.00-18.00,
laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. ágúst
frá kl. 10.00-14.00.