Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 33 ekki hagsmunum sjúklinga eða sér- fræðinga — en hagsmunum hverra þá? Pjármögnun íslenskrar heilbrigðisþj ónustu Því er haldið á lofti, að kostnaður við sérfræðiþjónustu fari 200 millj- ónir króna fram úr áætlun fjárlaga. Lesendur góðir: Takið eftir, að ein- ungis er talað um kostnað, aldrei um ávinning. Það sem verra er: Vísvitandi blekkingum er beitt, því áætlun íjárlaga var ekki í samræmi við veruleikann. Skv. nýlega birtum tölum um rekstrarútgjöld ríkissjóðs fyrstu 6 mánuði ársins 1992 kemur í ljós, að útgjöld til heilbrigðismála í krónum talið hafa staðið í stað milli ára; líklega í fyrsta sinn á þess- ari öld og myndu ýmsir telja það árangur. Aætlun fjárlaga hefur ekk- ert með raunveruleikann að gera, aðeins óskhyggjuna. Og sú ósk- hyggja byggir á skilningsleysi kerf- isins á eðli sjúkraþjónustu nútímans. Ráðstjórnarkerfin skilja nefnilega aldrei þarfir fólks og laga sig seint að eftirspum. Kvótakerfín falla öll um síðir. En hvers vegna er fjármögnun íslenskrar sjúkraþjónustu í ógöngum. Það er vegna þess, að á Islandi er ekki sjúkratryggingakerfi óháð stjórnmálamönnum. Islending- ar lifa í þeirri sjálfsblekkingu, að þeir njóti sjúkratrygginga. Það er rangt. Til þess að njóta trygginga verða menn að greiða iðgjöld í sam- eiginlegan tryggingasjóð. Slíku er ekki fyrir að fara hérlendis. Alþing- ismenn afnámu sjúkrasamlögin. í staðinn voru heilbrigðismálin sett á fjárlög og afleiðingin er sú að eng- inn tekjustofn er fyrir hendi annar en ölmusa Alþingis, sem útdeilt er í samræmi við hversu illa hefur ver- ið farið með almannafé árið áður. Þetta er fjárhagsvandi heilbrigðis- og sjúkraþjónustunnar í dag. Nú árar illa af mannavöldum eftir 20 ára sukk, og þess vegna em ölmus- ur litlar til sjúkraþjónustu. Þá hent- ar vel, að1 gera út gömlu frænkum- ar, Öfund og Afbrýðisemi, og þyrla upp moldryki um sérfræðinga til þess að forðast að horfast í augu við hinn raunverulega ijárfestinga- og sóunarvanda íslendinga. Upp- blástur fylgir í kjölfarið. Höfundur lauk íslensku læknisprófi 1981, bandarísku læknisprófi 1983, bandarísku lækningaleyfisprófi 1986, bandarísku sérfræðingsprófi í lyflækningum 1987 ogbandarísku sérfræðingsprófi í blóðsjúkdómum 1990. Elías B. Hall- dórsson sýnir í Hafnarborg ELÍ AS B. Halldórsson opnar málverkasýningu í Hafnar- borg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 15. ágúst kl. 14. Elías nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands og síðan í Stuttgart og Kaupmanna- höfn. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. A sýningunni í Hafnarborg eru 46 olíumálverk sem flest. öll eru unnin á sl. ári. Sýningin stendur til 31. ág- úst og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Á fimmtudögum er opið til kl. 21. í Sverrissal sýna færeysku listakonurnar Astrid Andre- assen, Guðrið Poulsen og Tita Vinter textílverk og keramik. Sýningin stendur til 24. ágúst. í kaffistofu sýna Súsanna Christiansen og Einar Már Guðvarðarson skúlptúra unna úr grásteini, sandsteini og marmara. Sýningin stendur til 31. ágúst. (Fréttatilkynning) Islenskt tónlistarsumar: Kolrössur o g Glott á Púlsinum HLJÓMSVEITIRNAR Glott og Kolrassa krókríðandi halda tón- leika í kvöld á Púlsinum. Tónleik- unum verður einnig útvarpað á Bylgjunni i beinni útsendingu. Það er Valgarður Guðjónsson, sem var áður með Fræbbblunum, sem er forsprakki Glotts. Tveir aðr- ir meðlima Glotts, þeir Stefán Guð- jónsson og Kristinn Steingrímsson, voru einnig í þeirri hljómsveit. Að sögn Valgarðs er tónlist þeirra nú aðgengilegri en áður. Hann sagði að samt leiki þeir ennþá frekar hráar tónsmíðar: „Sumir vilja líkja þessu við Shadows-pönk og ég er ekkert fjarri því. Við spil- um melódísk gítarstef og gerum það hratt.“ Valgarður sagði að helsti munurinn á Glotti og Fræbbblunum væri ef til vill sá að áður fyrr léku þeir: fyrir daufum eyrum. „Nú spiluðum við á Púlsin- um um síðustu helgi og viðtökumar komu okkur þægilega á óvart,“ sagði hann. Aðspurður sagði Valgarður að lítið hefði farið fyrir spilamennsku undanfarið. „Við höfum verið að spila af og til,“ sagði hann, „ein hljómsveitin hét Fitlarinn á bakinu en það varð ekkert úr henni. Það var synd því nafnið var gott.“ Valgarður sagði ennfremur að til stæði að gefa út plötu í kringum áramót en nú væri tónlistin þó aðeins tómstundagam- an: „Við erum orðnir gamlir og ráðsettir menn.“ Birgitta María Vilbergsdóttir, trommuleikari kvennasveitarinnar Kolrössu krókríðandi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þær stæðu nú í samningum við Skífuna um væntanlega útgáfu með vorinu. Birgitta sagði að hljómsveitin hefði síðast leikið á Eldborgarhátíðinni um verslunarmannahelgina og vak- ið þar óskipta athygli hjá blaða-, mönnum breska tónlistarblaðsins Melody Maker. Að sögn Birgittu munu stúlkumar fara fljótlega í hljóðver til að taka upp sýnishorn fyrir Melody Maker því umfjöilun um sveitina ætti að birtast í þarnæsta hefti blaðsins. Valgarður Guðjónsson og félag- ár í hljómsveitinni Glotti. __________Brids____________ Arnór Ragnarsson Frekar rólegt var í sumarbrids í síðustu viku. Spilað var í einum riðli síðasta fimmtudag. Úrslit urðu: LárusHermannsson-ÓskarKarlsson 211 Erla Sigvaldadóttir - Lovísa Jóhannsdóttir 188 Gísli Steingrímsson - Erlendur Jóhannsdóttir 180 JensJensson-GarðarJónsson 179 Síðasta föstudag mættu hins vegar 28 pör til leiks. Úrslit urðu: Norður/Suóur: ÞórðurSigfússon-ÓskarKarlsson 352 ÁrninaGuðlaugsdóttir-BragiErlendsson 335 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 315 BemódusKristinsson-GeorgSverrisson 295 Austur/Vestur: LárusHermannsson-GuðlaugurSveinsson 331 DanHansson-ElverGuðmundsson 329 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir P. Ásbjömsson 327 Kristinn Sölvason - SteingrímurSteingrímsson 296 Síðasta mánudag varð síðan „sprenging". 48 pör mættu til leiks, sem er þriðja besta þátttakan í sumar (eitt skipti yfir 50 pör). Úrslit urðu, efstu pör: Norður/Suður: GylfiBaldursson-Haukurlngason 537 Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 516 Gísli Steingrímsson - Sigurður Steingrímsson 508 Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson 498 Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías Þorvaldsson 487 AldahAnsen-SigrúnPétursdóttir 486 Austur/Vestur: Jóhannes Oddur Bjamason - Hermann Sigurðsson 502 AmórRagnarsson-KarlHermannsson 483 Kristinn Sölvason - Steingrímur Steingrímsson 473 DanHansson-ElvarGuðmundsson 466 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson . 456 EyþórHauksson-BjömSvavarsson 455 Og staða efstu manna er þá orðin þessi, að loknum 48 kvöldum í Sum- arbrids: Þröstur Ingimarsson 539, Lárus Hermannsson 486, Guðlaugur Sveinsson 436, Þórður Björnsson 385, Óskar Karlsson 267, Gylfi Baldursson 261, Björn Theodórsson 258, Erlendur Jónsson 252, Jón Viðar Jónmundsson 238, Guðrún Jóhannesdóttir 228, Al- bert Þorsteinsson 217 og Gísli Hafliða- son 195. Alls hafa yfir 250 spilarar hlotið stig, það sem af er. Spilað er í Sumarbrids alla mánu- daga og þriðjudaga (hefst kl. 19), fimmtudaga (hefst kl. 17, fyrsti riðill kl. 18 og kl. 19 síðasti riðill) og laugar- daga (hefst kl. 13.30). Búast má við góðri aðsókn næstu vikur. Spilað er f Sigtúni 9 (hús Bridge- sambandsins). Allir velkomnir. F/EST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OQ Á RÁOHÚSTORGI W0RirSH«VYWEI8HT CHAMPIONSHIP- 15RDUN05 IRID'S UBHIWHI Louit srGODOY gggfty na,; *>»«*< u* m<t________ >10N $1.15-Reserved $330- $ 10 & 20 • AD.SQ.GAROEN 5EF ÐEMPSEY ' WB0UN8S WlliftRD Sa C*rá«»*»aAOftK« EIÐISTORGI LAUGAVEGI 67 KRINGUUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.