Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR J. SIGURÐSSON, er lést á heimili sínu, Fjarðarstræti 21, (safirði, þ. 7. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Isafjarðarkapellu laugardaginn 15. ágúst kl. 11.00. Guðmundur S. Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Jóhanna H. Ásgeirsdóttir, Árni Guðmundsson, Jóni'na S. Guðmundsdóttir, Ólafur M. Guðmundsson, Sigriður J. Valdimarsdóttir, Einar Valur Guðmundsson, Guðri'ður Áskelsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, lést á heimili sínu, Snæbýli, 9. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Synir hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÁRMANN ÓSKAR KARLSSON verkstjóri, Breiðvangi 9, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 4 Hafnarfirði föstudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL PÁLSSON, Gunnlaugsgötu 10, Borgarnesi, lést þann 7. ágúst í Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram föstudaginn 14. ágústfrá Borgarneskirkju kl. 14.00 Jóhanna Lind Ólafur Lind Egilsson, Hilmar Lind Egilsson, Kristinn Lind Egilsson, Guðmundur Lind Egilsson, Páll Lind Egilsson, Rannveig Lind Egilsdóttir, Þorbergur Lind Egilsson, Sigrún Lind Egilsdóttir, Eygló Lind Egilsdóttir, Sonja Lind Egilsdóttir, Sólrún Lind Egilsdóttir, Hans Lind Egilsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Pálsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Iðunn Jómundsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Magnús Ingólfsson, Róbert Crosby, Peter Carter, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Gunnar Ringsted, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐBJÖRT ÓSKARSDÓTTIR, Víðimýri 4, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Sjúkrahús Sauðárkróks. Viðar Vilhjálmsson, Sigri'ður Kristjánsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórarinn B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ingimar Karls- son - Minning Fæddur 15. október 1914 Dáinn 2. ágúst 1992 í dag fer fram útför Ingimars Karlssonar. Hann var fæddur á Seyðisfirði en fluttist sem ungabarn til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Foreldrar hans voru Jónína Helgadóttir og Karl Bjarnason, bakarameistari í Reykjavík. Sem unglingur þurfti hann snemma að fara að vinna fyrir sér og vann þá alla almenna verkamannavinnu. Árið 1944 kvæntist hann Guð- mundu Guðnadóttur frá Haga í Holtum. Eignuðust þau einn _son, Gunnar Guðna 16. maí 1947. Áður átti Ingimar dóttur, Sonju, fædda 26. ágúst 1938, _sem ólst upp með sínu föðurfólki. í nokkur ár vann hann við hreingerningar en fór síð- an í málaranám hjá Ósvald og Daní- el og lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1947. Sveinspróf fékk hann 1949 og meistarapróf 1953. Árið 1964 hætti hann málarastörf- um og gerðist afgreiðslumaður hjá P. Hjaltested málningarverslun og vann þar í nokkur ár. Síðan gerðist hann húsvörður á Kjarvalsstöðum. Þar kynntist hann mörgum lista- manninum sem hann hafði ánægju af að umgangast. Árið 1980 hóf hann störf hjá málningarversluninni Litnum og var þar á meðan heilsan leyfði. Kærar þakkir flytjum við eigendum og starfsfólkinu þar fyrir alla þá góðvild sem þau sýndu honum. í þau 24 ár sem við áttum sam- leið bar aldrei skugga á, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa til ef með þurfti, betri barnfóstru var ekki hægt að finna, næga þolinmæði átti hann fyrir börnin, enda hænd- ust bömin að honum. Hér á árum áður fannst Inga, en svo var hann nefndur, gaman að silungsveiðum en í seinni tíð fór hann að fást við að mála myndir, bæði með olíu og akrýl, einnig var hann lipur á post- ulínið. Þó nokkrar myndirnar mál- aði hann á tréplatta sem hann gaf vinum og vandamönnum. Tónlistin átti sterkan þátt í lífi hans. Ingi lærði á píanó og átti margar stund- irnar við píanóið, einnig átti hann klassísk verk meistaranna, sem hann setti á fóninn þegar tími gafst. Þó nokkrar ferðirnar fór öll fjöl- skyldan saman til útlanda en á hveiju sumri var farið eitthvað inn- anlands. Árið 1986 er Ingi sendur í hjartaaðgerð á Brompton-sjúkra- húsið í London. Heppnaðist sú að- gerð í alla staði vel en þremur árum síðar greinist hann með illvígan sjúkdóm. Þá fóru erfiðir tímar í hönd og allan tímann stóð kona hans eins og klettur við hlið hans og hjúkraði honum og sá um að láta honum líða eins vel og unnt væri allan tímann heima. Síðustu tvær vikurnar lá hann á Borgarspít- alanum. Læknum og hjúkrunarfólki á spítalanum eru færðar þakkir fyrir góða hjúkrun. Þá skilja leiðir að sinni. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Allý Magnúsdóttir. Guðmundur Olafs- son - Minning Fæddur 21. janúar 1955 Dáinn 20. júlí 1992 Hann Guðmundur frændi minn er dáinn, en hann lést á Landspítal- anum 20. júlí síðastliðinn. Ég, átta ára stúlkan, á svo erfitt með að sætta mig við það, því hann var svo ungur og ég átti eftir að segja hon- um svo margt. Þó veit ég að nú loksins líður honum vel eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég reyni að hugga mig við það. Guðmundur var alltaf svo góður við mig þegar við hittumst, en hann kom oft í heimsókn. Einu sinni gaf hann mér hálsmen sem hann átti, en á því var bókstafurinn G sem við áttum sameiginlegan í nöfnum okkar. Hann sagði að konur ættu frekar að bera slík hálsmen. Guð- mundur frændi hafði mjög gaman af stangveiði. Hann var mjög laginn að hnýta flugur. Einu sinni leyfði hann mér að hnýta flugur með sér. Þá gaf hann mér nokkrar flugur sem hann hafði búið til. Einnig orti hann um mig vísu, fárveikur. Hana þykir mér ákaflega vænt um. Allt þetta geymi ég nú til minningar um frænda minn. Guðmundur frændi var mikill keppnismaður og áður fyrr einn af okkar fremstu sundmönnum. Hann hafði mikinn áhuga á öllum íþrótt- um og hlakkaði svo mikið til að horfa á Ólympíuleikana. Hann lang- aði svo mikið til að lifa sumarið af til að fylgjast með leikunum og renna fyrir fisk einu sinni enn, en sjúkdómurinn illi réði ferðinni. Mér fannst alltaf svo gaman að horfa á fótbolta í sjónvarpinu með Guð- mundi, en hann var alltaf svo spenntur og vel með á nótunum. Nú get ég það aldrei aftur. Ég reyni að hugga mig við það að nú líður Guðmundi vel við hlið ömmu sinnar og afa í kirkjugarðin- um í Hafnarfirði og er nú með þeim hjá Guði á himnum. Þar á hann líka annan afa og alnafna sem var hon- um svo kær. Á himnum er Guð- mundur loksins frjáls og laus við alla erfiðleikana sem hijáðu hann hér á jörðinni. Frænda mínum þakka ég ánægjuleg kynni. Minn- inguna um hann geymi ég í hjarta mínu. Gígja. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR frá Ystafelli, til heimilis f Nökkvavogi 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Sigurður Hallgri'msson, Aranka Bugapsch, Sigtryggur Hallgrfmsson, Vigdi's Hallgrimsdóttir, Lars Gustaf Nilson, Þorsteinn Hallgri'msson, Margrét Ásólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BERGSVEINSDÓTTIR, Þórólfsgötu 14, Borgarnesi, . andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 7. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 15. ágúst kl. 1 5.00. Örn R. Símonarson, Teitur Símonarson, Sigrún Si'monardóttir, Sigurbjörg Símonardóttir, Bergsveinn Símonarson, Sonja Ásbjörnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Á. Steinþórsson, Sigurður Óskarsson, Jenny Johansen, barnabörn og barnabarnabörn. Mig langar til að minnast afa míns í nokkrum orðum. Hann afi var mjög sérstakur maður. Sem krakki var ég mikið hjá afa og ömmu og aldrei leiddist manni. Ef dótið hætti að freista manns þá var afi alltaf til taks. Hann kom, lagðist á gólfið og lék við mann. Honum fannst mjög gam- an að spila enda var það mjög oft sem við sátúm og spiluðum. Ein skýrasta minning mín um afa var þegar hann sat við píanóið og spil- aði. Þá gat ég setið tímunum saman og hlustað á hann. Oft varð sálmur- inn „Ó þá náð að eiga Jesú“ fyrir valinu. Það var afi sem vakti áhuga minn á tónlist og þegar ég var 8 ára byijaði hann að kenna mér á píanó. Ékki var dugnaðurinn alltaf upp á það besta og oft freistaði margt annað en píanóið. En ekki missti afi þolinmæðina heldur hvatti mann áfram og þegar ég fór í tón- listarskóla hjálpaði afi mér og var eins og annar kennari. Afi þekkti marga og kom það best í ljós þegar fjölskyldan fór saman í bíltúr og oft lá leiðin til Hveragerðis að skoða sýningarnar í Eden. Oft lenti hann í löngum samræðum við listmálar- ana en þá þekkti hann frá þeim tíma sem hann vann á Kjarvalsstöð- um. Það var oftar en einu sinni sem ég fékk að fara með afa í vinnuna. Og það var upplifelsi fyrir sig. En undir lokin var afi orðinn mjög veikur og nú hefur hann feng- ið hvíldina. Ég þakka honum fyrir allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman og ég veit að nú líður honum vel, laus við veikindi sín. Guðmunda Inga Gunnarsdóttir. ^Cóm, Opið alla daga frá kl. 9-22. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. blómeiuctl Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. # # 4 I I Í 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.