Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 14
r 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Nokkrar athugasemdir við álitsgerð Sigurðar Líndals eftir Jónas Haraldsson Fyrir nokkrum dögum var lögð fram álitsgerð Sigurðar Líndals lagaprófessors, sem hann vann að beiðni Kristins Péturssonar. í álitsgerð sinni kemst Sigurður Líndal að þeirri niðurstöðu, að 3. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fisk- veiða brjóti í bága við 69. gr. stjórn- arskrárinnar um atvinnufrelsi, þ.e.a.s. að fela sjávarútvegsráð- herra það vald að ákvarða heildar- aflann með reglugerð hveiju sinni, sbr. nú reglugerð nr. 290/1992. Þessa ákvörðun verði sjálft Alþingi að taka með lögum, svo það stand- ist ákvæði 69. gr. stjómarskrárinn- ar. Skoðun Sigurðar Líndals sem fram kemur í álitsgerð hans tel ég ranga. Þvert á móti tel ég að sjávar- útvegsráðherra hafi fullt vald að lögum að ákvarða heildaraflann með reglugerð, sem ekki bijóti í bága við lög eða ákvæði 69. gr. stjórnarskrárinnar í hennar víðustu merkingu. Styð ég þessa skoðun mína eftirfarandi rökum: Ákvæði um aflaskerðingar Eins og alkunna er, voru fiskveið- ar óheftar og öllum fijálsar til skamms tíma. Það kom þó að því, að fiskifræðingar töldu, að fisk- stofnamir þyldu ekki ótakmarkaðar veiðar. Nauðsyn þótti því að grípa til þess að takmarka þann afla, sem veiða mætti, sem um leið fól í sér skerðingu á atvinnufrelsi þeirra, sem sjó sóttu. Á árinu 1977 vom í fyrsta skipti á grundvelli tillagna fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar innleiddar almennar takmarkanir á þorskveið- um með svokölluðu skrapdagakerfí. Síðustu ár hafa aflatakmarkanir í ýmsu formi verið heimilaðar með iögfum, sé það mat fískifræðinga að þess þurfi. Núgildandi lög, sem heimila almennar aflaskerðingar, em lög nr. 38/1990 um stjóm fisk- veiða, þ.e. svokölluð kvótalög, sem em ótímabundin. Ljóst er að fijáls- ar veiðar og óheftar heyra sögunni til að öllu óbreyttu. Hve mikinn afla má veiða á hveiju ári kemur ekki í ljós fyrr en fískifræðingar hafa mælt þol físki- stofnanna. I 3. gr. kvótalaganna er sjávarútvegsráðherra, þ.e. við- komandi fagráðherra, falið það vald að ákveða í samráði við Hafrann- sóknastofnun og á gmndvelli heim- ildar í kvótalögunum að setja á kvóta, þ.e. hversu mikill lögleyfður heildarafli skuli vera og aflaheimild- ir hjá hveijum og einum. Sú ákvörð- un felur jafnframt í sér, hversu mikla skerðingu á atvinnufrelsi við- komandi verður fyrir. Því minni kvóti til úthlutunar, því meiri skerð- ing á atvinnufrelsi, þ.e. á afkomu- möguleikum manna. Tilgangur og hlutverk kvótalaga Kvótalögin ganga út á það að settur verði á aflakvóti. Það er hlut- verk og tilgangur laganna. Kemur þetta skýrt fram í sjálfum lögunum og ítarlegri greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu. Að sjálfsögðu kæmi ekki til aflaskerðinga, ef fiskifræð- ingar teldu fískstofnana þola óheft- ar veiðar. Slíkt verður þó væntan- lega að telja óskhyggju í dag. Það segir sig sjálft, að það að hverfa frá fijálsum og óheftum veiðum til þess að takmarka heild- araflann, felur í sér skerðingu at- vinnufrelsis og fjárhagslega röskun hjá þeim, sem hafa stundað áður óheftar fískveiðar. í öllum tilvikum frá því nauðsyn þótti að takmarka veiðarnar og ákvarða hámarksafla, hefur sú heimild verið í lögum, enda hefur tilgangur laganna verið sá að geta skert aflamagnið sem veiða má. Um stjórnskipulegt gildi þeirra laga hefur enginn efast. Að þessu leyti hefur því ákvæðum 69. gr. stjórnarskrárinnar alltaf verið full- nægt. Hvað sjálfa 69. gr. stjórnarskrár- innar snertir eru fræðimenn á Norð- urlöndum sammála um, að réttarleg þýðing hennar sé ekki mikil. í grein- inni felist fyrst og fremst almenn stefnuyfirlýsing stjórnarskrárgjaf- ans um vernd atvinnufrelsis og at- vinnuréttinda. Lögin slitin úr samhengi Sigurður Líndal virðist ekkert líta til þess, að heimild til ákvörðunar heildarafla er fyrir hendi í kvótalög- unum. Allt lagaverkið gengur út á það. Hann virðist eingöngu einblína á 3. gr. laganna eina og sér um sjálfa útfærsluna á takmörkunar- heimild laganna. Slítur hann hana úr samhengi við lögin, þótt lög beri að túlka heildstætt. Kjarni málsins varðandi 69. gr. stjómarskrárinnar um skerðingu atvinnufrelsis að leggja bönd á atvinnufrelsi manna, er sjálf skerðingarheimild laganna, en ekki hvort sjávarútvegsráðherra ákvarðar heildaraflann með reglu- gerð einhveijum tonnunum færri eða fleiri. Ástand fiskistofnanna á hveijum tíma segir til um það. Sjálf útfærslan á heimild kvótalaganna um heildaraflamagnið er ekki kjarni málsins, heldur það hvort heimilt sé yfír höfuð að lögum að takmarka heildaraflann sé það nauðsynlegt. Sú heimild er skýr og klár í kvóta- lögunum og því ekki verið að bijóta á mönnum stjórnarskrárvarinn rétt, þótt aflinn sé skertur. Fjölmörg dæmi sýna og, að löggjafinn hefur mjög rúma heimild til að setja ákvæði, sem hann telur tryggja bætt skipulag atvinnugreinarinnar og meiri og betri arð af henni þótt þau geti haft í för með sér veiga- miklar skerðingar á hagsmunum manna. Vilji Alþingis Heimild til að ákvarða heildar- aflamagn hefur verið í lögum síð- ustu árin og lögin jafnframt falið sjávarútvegsráðherra það vald að ákvarða heildaraflann með reglu- gerð, að fengnum tillögum físki- fræðinga. Gerir ráðherra það í sam- ráði við ríkisstjórnina að stjórn- sýsluvenju. Öll þessi skipti hefur það verið fastmótaður vilji löggjaf- ans, þ.e. Alþingis, að sjávarútvegs- ráðherra, sem fagráðherra, ákvarði heildaraflann. Hefur það verið löng og athugasemdalaus venja löggjaf- ans að hafa þennan háttinn á, þrátt fyrir pólitískar væringar á Alþingi af og til. Verður að telja í hæsta máta eðlilegt, að ríkisstjórn sem hefur þingmeirihluta að baki sér, taki slíkar pólitískar og efnahags- legar ákvarðanir. Til þess er hún. Sem dæmi um löggjafarviljann í þessum efnum má nefna sem dæmi kvótalögin fyrir árin 1986-1987, þar sem segir m.a. í almennum at- hugasemdum með frumvarpinu: „Tilgangur þessa lagafrumvarps er að færa undirstöðuatriði og meg- inreglur um stjórn fískveiða úr reglugerðum í löggjöf, enda er hér um svo mikilvægar ákvarðanir að ræða, að það er æskilegt að Al- þingi taki þær og festi með lögum. Með frumvarpinu er einmitt lagt til að settar verði í lög almennar grundvallarreglur um stjórn físk- veiða, sem mynda sveigjanlega umgjörð fyrir afskipti stjórnvalda á fiskveiðum. Eitt meginatriði þessara tillagna er, að ráðherra ákveði í reglugerð, að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar, heildarafla- mark, sem veiðileyfi miðist við.“ í greinargerð með 3. gr. frum- varps núgildandi kvótalaga segir m.a. svo: „Með þessari grein er lagt til að lögfest verði sú meginregla að sé talin þörf á að takmarka veiðar af einhveijum stofni sjávardýra, þá skuli það gert með þeim h'ætti að ráðherra ákveði leyfilegan heildar- afla úr stofninum. Ráðherra ber að taka þessa ákvörðun að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar en er ekki bundinn við að fara eftir þeim tillögum. Er þetta sú aðferð sem beitt hefur verið varðandi ákvörðun heildarafla úr fiskistofnum við Island á undan- förnum árum en í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða er hún einungis lögbundin varðandi botnfiskveiðar.“ Mál leigubílsljórans Nú hefur sjávarútvegsráðherra tekið ákvörðun um heildarafla fisk- veiðitímabilsins 1992-1993 með reglugerð nr. 290/1992. Þessa reglugerð telur Sigurður Líndal bijóta í bága við 69. gr. stjórnar- skrárinnar, þar sem hún hafí ekki lagastoð og nægi ekki ein og sér, eins og áður gat. Máli sínu til stuðn- ings að slíkt standist ekki, vísar Sigurður Líndal m.a. í álitsgerð sinni í dóm Hæstaréttar frá árinu 1988 á bls. 1532 til samanburðar. Þar komst meirihluti Hæstaréttar, fjórir dómarar af sjö, að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri heimilt ein- göngu á grundvelli reglugerðar- ákvæðis eins og sér, án lagastoðar, að svipta leigubílstjóra atvinnuleyfí, ef hann vildi ekki vera í stéttarfé- lagi leigubifreiðastjóra. Þetta væri svipað því, ef sjávarútvegsráðherra ákvæði með reglugerð, án nokkurr- ar heimildar í lögum, að enginn fengi úthlutaðan kvóta, nema við- komandi væri félagsmaður í LÍÚ. Hæstiréttur taldi í máli leigubíl- stjórans að skýra lagaheimild þyrfti til, en engin slík lagaheimild væri fyrir hendi í lögum nr. 36/1970 um leigubifreiðar. Samanburður við þennan dóm sýnir það eitt, að gagn- stætt gildir varðandi reglugerð sjávarútvegsráðherra, sem styðst við skýra lagaheimild, þ.e. 3. gr. kvótalaganna, sem og lögin sjálf. Greinilegt er, að túlkun Sigurðar Líndals á þessum Hæstaréttardómi í máli leigubílstjórans er fingur- bijóturinn í áliti hans og hefði sá Hæstaréttardómur þolað nánari skoðun. Framsal valds Oft hafa fræðimenn í lögfræði fjallað um framsal löggjafans á valdi til stjórnvalda, sem margir telja hömlulítið. Hafa stjórnvöld þá einkum notað reglugerðarformið. í bók sinni „Stjórnkerfi búvörufram- leiðslunnar og stjórnskipun ís- lands“, sem Sigurður Líndal vitnar til bendir hann réttilega á, að til séu tvær tegundir reglugerða, ann- ars vegar svonefndar lagasetninga- reglugerðir og hins vegar svonefnd- ar Iagaframkvæmdareglugerðir, sem stjórnvöld hafi meira svigrúm til að setja. Er greinilegt að Sigurð- ur Líndal telur reglugerð nr. Jónas Haraldsson „Greinilegt er, að túlk- un Sigurðar Líndals á þessum Hæstaréttar- dómi í máli leigubíl- stjórans er fingurbrjót- urinn í áliti hans og hefði sá Hæstaréttar- dómur þolað nánari skoðun.“ 290/1992 um heildaraflann vera lagasetningareglugerð. Þetta tel ég rangt. Þessi reglugerð er hrein lagaframkvæmdareglugerð, þ.e. út- færsla á lögleyfðu framsali ákvörð- unarvalds. í áðurnefndri bók sinni á bls. 66-67 fjallar Sigurður Líndal um framsal valds og útgáfu reglugerða. Þar segir hann m.a. orðrétt saman dregið: „Víðtækt framsal valds er ekkert einsdæmi. Nú hefur það löngum tíðkazt, einkum í lögum, sem lúta að stjórnsýslu og stjórnarfram- kvæmd að handhöfum fram- kvæmdavalds - venjulega ráðherra - sé heimilað að setja nánari reglur um þau efni sem lögin fjalla. Marg- vísleg rök mæla með slíku fram- sali. Regluverkið allt verður þjálla og sveigjanlegra ef stjórnvöld hafa þessa heimild. Sérþekking nýtist betur, hvort heldur á staðbundnum aðstæðum eða fræðilegum efnum. Þar sem ákvarðanirnar eru alfarið teknar á grundvelli fræðilegrar nið- urstöðu er framsal valds eðlilegt og því réttlætanlegt.“ Afstaða dómstóla í áliti sínu fjallar Sigurður Líndal um það, hvaða hugsanlega afstöðu dómstólar tækju til þessa máls, ef málið færi í þann farveg. Hann er sjálfur greinilega ekki trúaður á að dómstölar styddu skoðun hans, sem hlýtur að vera forsendan fyrir öllu saman. Ekki er ég í nokkrum vafa t > \ i LAMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI lambakjöt á funheitu grilllilboði • lamb akj öt á funheilu grilltilboði • l a m b akj ö t á funheitu gri lltilb oði • lambahjöt á funheitu grilltilboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.